Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrrum yfirmenn á Stöð 2 kærðir til RLR á laugardag Voru upplýsingar um at- vinnuleyndarmál veittar? FJÓRIR fyrrum stjómendur hjá Stöð 2, sem réðu sig til starfa hjá keppninautnum Stöð 3 síðastliðinn föstudag, voru yfirheyrðir hjá RLR í gær vegna kæru sem lögmaður Islenska útvarpsfélágsins sendi RLR á hendur mönnunum síðast- liðinn laugardag. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins hafa lögmenn Stöðvar 3 nú til skoðunar hvort forsvarsmenn Stöðvar 2 verði kærðir fyrir rangar sakar- giftir vegna þessarar kæru. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins voru teknar ítarlegar skýrslur af fjórmenningunum, Magnúsi E. Kristjánssyni, Thor Ólafssyni, Magnúsi Víði Sigurðs- syni og Jóni Axel Ólafssyni hjá RLR í gær. Stöð 3 íhugar kæru vegna rangra sakargifta Kæran var send RLR á laugar- dag, daginn eftir að mennirnir iétu af störfum og sama dag og þeim var send bréfleg áskorun um að mæta aftur til starfa hjá Stöð 2. í henni mun m.a. vera farið fram á að rannsakað verði hvort mennirnir hafi gerst sekir um brot á ákvæðum hegningarlaga, m.a. um þjófnað, og einnig nytjastuld og eignarspjöll, auk brota á 27. grein samkeppnislaga, sem kveð- ur á um að starfsmenn megi ekki veita upplýsingar sem geti talist atvinnuleyndarmál vinnuveitenda. Framhald rannsóknar óákveðið í kærunni mun einkum vísað til ótiltekinna gagna auk muna sem starfsmennirnir segja vera persónulegar eignir sínar en þar á meðal er kæliskápur merktur kóka-kóla, sem var á skrifstofu Magnúsar E. Kristjánssonar. Hjá RLR fengust ekki upplýs- ingar um gang málsins og fram- hald rannsóknarinnar, en sam- kvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins á m.a. eftir að ákveða hvort um frekari rannsókn af hálfu embættisins verður að ræða. Magnús E. Kristjánsson Með algjörlega hreina samvisku MAGNÚS E. Kristjánsson, nýráð- inn sjónvarpsstjóri Stöðvar 3, seg- ist hafa átt von á því að forráða- menn íslenska útvarpsfélagsins myndu bregðast við uppsögnum þeirra fimmmenninga með því að leggja fram kæru. „Það kom i sjálfu sér ekkert á óvart. Við erum hins vegar alveg rólegir yfir því vegna þess að við erum með algjör- lega hreina samvisku í þeim efn- um. Ég hef engin gögn undir hönd- um frá Stöð 2 og tók engin gögn með mér af skrifstofunni sem flokka má undir trúnaðargögn. Aftur á móti voru gögn heima hjá mér sem Sigurður G. Guðjónsson vissi um áður en kæran var send. Það er búið að gera full skil á þeim gögnum." „Enginn okkar hefur haft hug á að skaða félagið. Okkur langaði til að grípa þetta tækifæri sem bauðst til að vinna að nýjum verk- efnum, meira á okkar eigin for- sendum heldur en mögulegt var á okkar fyrri vinnustað. I þessu felst þó engin gagnrýni á íslenska út- varpsfélagið. Þegar svona tækifæri kemur upp og menn eru í sam- keppnisstellingum, þá gátum við raunverulega ekki staðið að upp- sögnunum með öðrum hætti. Það leið í mesta lagi ein klukkustund frá því endanleg ákvörðun var tek- in um að hefja störf hjá íslenskri margmiðlun, þangað til við til- kynntum uppsögn. Við hurfum strax af vettvangi og töldum það eðlilegt vegna hagsmuna Íslenska útvarpsfélagsins.“ Lögmaður starfs- manna Stöðvar 3 Fordæmi fyrir skjótri brottför „MENN verða að hafa í huga að við erum að tala um tvo raunverulega keppinauta á þessum markaði, Stöð 2 og Stöð 3. Þegar starfsmaður fer frá öðrum yfir til hins held ég eðli málsins samkvæmt að vinnuveitand- inn sem farið er frá vilji ekki að við- komandi vinni fyrir sig áfram,“ sagði Aðalsteinn Jónasson, hdl., lögmaður Stöðvar 3, aðspurður um viðhorf þeirra starfsmanna Stöðvar 3, sem sögðu upp hjá Stöð 2, til þess hvort starfslok þeirra hjá Stöð 2 hefði bor- ið að með ólögmætum hætti. „Það á sér fordæmi að starfsfólk Stöðvar 2 fari yfir til Stöðvar 3 og í þeim tilvikum hefur tíðkast að óska eftir að það fari strax og komi ekki aftur; fyrrverandi starfsmanni Stöðv- ar 2 hefur m.a.s. verið fylgt út úr húsi strax og hann tilkynnti að hann ætlaði til starfa hjá Stöð 3. Menn hafa þama eðlilega horft á þessi fordæmi, sem eiga sér skiljan- legar ástæður," sagði Aðalsteinn. „Þannig að ég tel eðlilegt við þessar aðstæður að menn hafi borið sig svona að; ég held að það hafi verið bæði heiðarlegt og sanngjamt að tilkynna að þeir hafi ráðið sig til keppinautar og óska eftir að verða leystir strax frá störfum og taka ekki laun í upp- sagnarfresti." Morgunblaðið/Rax Tveir karlar MILT hefur verið í veðri víðast á landinu að gatnamálastjóra hafa notað blíðuna til þess að undanförnu á sama tíma og geisað hefur harð- sinna sínum verkum, eins og að þvo framan ur vetur vestan hafs og austan. Starfsmenn úr körlunum á Ijósavitum borgarinnar. Sigurður G. Guðjónsson Viljum rann- sókn á hvarfi skjala SIGURÐUR G. Guðjónsson, vara- formaður íslenska útvarpsfélags- ins, segir að Gunnar Jónsson lög- maður hafí skrifað Rannsóknar- lögreglu ríkisins bréf vegna við- skilnaðar fjögurra starfsmanna íslenska útvarpsfélagsins og óskað lögreglurannsóknar á honum. Gunnar og Gestur Jónsson lög- maður fara með þetta mál fyrir hönd íslenska útvarpsfélagsins og sagði Sigurður að farið væri að þeirra ráðum í málinu. „Við viljum láta rannsaka hvarf skjala úr fórum fyrirtækisins og annarra skráa og gagna sem til- heyra félaginu og virðist sem farið hafí verið með úr húsi. Við sjáum ekki alveg nauðsyn þess að menn rými herbergin þó þeir séu að segja upp án þess að láta kóng eða prest af því vita. Sérstaklega ekki þegar menn hafa undir höndum trún- aðarupplýsingar félagsins. Fyrst þeir höfðu áhuga á að hreyfa sig í starfi áttu þeir bara að tilkynna okkur það og afhenda okkur lykl- ana að herbergjunum og taka sín gögn að okkur viðstöddum, en ekki taka þau svona á bak við okkur,“ sagði Sigurður. Sjávarútvegsráðherra skípar starfshópa um breytíngar í sjávarútvegsmálum Reglur um eignaraðild, kvótaviðskipti og skatta ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra hefur ákveðið að skipa þijá starfshópa sem er m.a. ætlað að gera tillögur um reglur um dreifða eignaraðild útgerðarfyrir- tækja, um viðskipti með aflaheim- ildir og endurnýjunarreglur fiski- skipa og jafnframt hefur verið lagt til við fjármálaráðherra að hann skipi fjórða starfshópinn, sem fjalla skuli um skattalega meðferð við- skipta með veiðiheimildir. Aðspurður sagði ráðherra að ekki væri stefnt að grundvallarbreyting- um á fiskveiðistjórnunarkerfinu en hópunum væru falin mjög stór verk- efni með það að markmiði að þróa starfsumhverfi sjávarútvegsins og laga það að nýjum aðstæðum. „Það er ekki hægt að alskapa reglur um þetta í eitt skipti fyrir öll. Menn verða alltaf að fara eftir aðstæðum og taka tillit til nýrra viðhorfa. Við erum að varða veginn fram á við fyrir slíka þróun,“ segir Þorsteinn. Kanna hvort setja á hámark á aflahlutdeild skipa Starfshópi sem falið er að gera tillögur um reglur varðandi dreifða eignaraðild ber m.a. að fjalla um hvort ástæða sé til að setja há- mark á hve mikla aflahlutdeild skip í eigu einstakra aðila geta haft og hvort gera eigi kröfu til að eignaraðild að félögum, sem hafa forræði yfir aflahlutdeild umfram tiltekin mörk, skuli dreifð og félögin opin, t.d. skráð á Verð- bréfaþingi. „Við höfum alltaf lagt mikið upp úr því að það sé sem dreifðust eign- araðild í sjávarútvegi. Þróunin á undanförnum árum hefur verið sú að það hafa komið fjöldamargir nýir eignaraðilar inn í sjávarút- vegsfyrirtækin, en um leið hefur verið mikið um samruna fyrir- tækja. Þó að við stöndum ekki frammi fyrir fyrirtæki af þeirri stærðargráðu að það geti talist óeðlilegt, þá þykir okkur rétt að hefja vinnu við þetta áður en menn standa hugsanlega frammi fyrir einhverri þeirri þróun sem erfiðara yrði að snúa við eftirá,“ segir Þor- steinn. Viðskipti með kvóta skjalfest og kaupverð og sala skráð Öðrum starfshópi verður falið að gera tillögur um reglur um við- skipti með aflaheimildir, m.a. um hvemig staðið skuli að slíkum við- skiptum og miðlun upplýsinga um þau og ennfremur um þær kröfur, sem gera skuli til þeirra, sem ann- ast milligöngu í slíkum viðskiptum eða kvótamiðlun. Sjávarútvegsráðherra segir brýna þörf á að setja fastar reglur um hvernig standa eigi að viðskipt- um með aflaheimildir. „Aðalatriðið er að það séu skýrar reglur, við- skipti af þessu tagi verði að vera skjalfest, kaupverð og sala sé skráð, gerðar séu ákveðnar kröfur til þeirra sem annast milligöngu um slík viðskipti með sambærileg- um hætti og á öðrum sviðum, þann- ig að þetta sé gegnsætt og í sam- ræmi við þær kröfur sem gerðar eru til nútímaviðskiptahátta,“ segir Þorsteinn. Þriðja starfshópnum verður falið að gera tillögur um breytingar á endurnýjunarreglum fiskiskipa, m.a. til samræmingar á þeim regl- um, sem gilda annars vegar um breytingar og hins vegar um ný- smíði. Ennfremur að leggja mat á kosti og galla þess að heimila al- mennt ákveðna stækkun skipa við endurnýjun án þess að sami fjöldi rúmmetra sé tekinn úr rekstri. Lagt er til að starfshópi íjár- málaráðherra verði falið að fjalla um meðferð aflahlutdeildar, afla- marks og hliðstæðra aflaheimilda með tilliti til reglna um gjald- færslu, fyrningu, söluhagnað og önnur atriði, sem máli skipta við álagningu tekju- og eignarskatts. „Það er ljóst að ágreiningur hef- ur verið um ýmis atriði varðandi skattalega meðferð viðskipta með aflaheimildir. Sum þeirra hafa komið fyrir dómstóla og við teljum að það sé fyllilega tímabært að móta skýra stefnu um þetta og að taka með sjálfstæðum hætti á þess- um álitaefnum í skattalögum," segir Þorsteinn. Gert er ráð fyrir að starfshóp- arnir ljúki störfum á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.