Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 19 LISTIR •EIN þekktustu bókmennta- verðlaun Breta, Whitbread-verð- launin, falla i ár í skaut skáldkon- unnar Beryl Bainbridge, fyrir skáldsöguna „Every Man For Himself". Hún fjallar um síðustu dagana um borð í farþegaskipinu Titanic, sem fórst árið 1912. Þetta er í annað sinn sem Bain- bridge hlýtur verðlaunin en hún hefur einnig verið tilnefnd í fjór- gang til Booker-verðlaunanna en aldrei hlotið. •BANDARÍSKUR stjörnufræð- ingur kynnti fyrir skemmstu þá kenningu sina að leikrit Will- iams Shakespeares um Hamlet hafi í raun verið táknsaga um stjörnufræðinga; kenningar og deilur þeirra um umheiminn og himinhvolfið. Shakespeare hafi notað söguna um Hamlet til að koma á framfæri ýmsum kenn- ingum um staðsetningu jarðar- innar í umheiminum. Stjörnu- fræðingurinn, Peter Usher við Pennsylvaníu-háskóla, segir að á tímum Shakespeares hafi menn verið farnir að endurmeta þær kenningar að jörðin væri miðja alheimsins og kenningin um sólina sem miðpunkt hafi verið komnar fram. Usher telur að persónur leikritsins hafi átt sér fyrirmyndir á meðal stjörnu- fræðinga, Kládíus hafi t.d. átt að verið Kládíus Ptólemaíos, sem var uppi á 2. öld í Egypta- landi og taldi jörðina miðju alls. Rosenkrantz og Guildenstern hafi verið persónugervingar danska stjörnufræðingsins Tyc- ho Brahe sem var á sama máli og Ptólemaíos, og að Hamlet sjálfur hafi verið dæmi um kenn- ingu Digges um óendanlegan alheim. •EIN stærsta óperuhátíð, sem haldin hefur verið í Bretlandi, er hafin og stendur hún út árið. Operur verða fluttar og settar upp í tónleikahúsum og leikhús- um, undir berum himni, á kapp- reiðum og í risatjöldum, víðs vegar um landið. Um 1.200 sýn- ingar verða á árinu og er verkið kostað af breska listaráðinu. Það er hluti af röð eins árs hátíða nokkurra listgreina, sem standa fram að aldamótum. A meðal þess sem sýnt verður má nefna uppfærslu norsku óperunnar á Niflungahring Wagners og sex- tán nýjar óperur. Svava Jakobsdóttir hlýtur Henrik Steffens verðlaunin Skemmtilegast að velja styrkþegann Morgunblaðið/Ásdís HILDUR Karitas Jónsdóttir styrkþegi og Svava Jakobsdótt- ir verðlaunahafi. RITHÖFUNDURINN og leikrita- skáldið Svava Jakabsdóttir hlýtur Henrik Steffens verðlaunin 1997 en þau veitir Alfred Toepfer Stift- ung F.V.S. í Hamborg einstakl- ingum frá Norðurlöndunum fyrir afrek í listum og hugvísindum sem hafa gildi fyrir evrópska menningu. Verðlaunin eru að upphæð um 1,7 milljónir íslenskra króna en einnig er veittur styrkur til árs háskólanáms í Þýskalandi að upphæð rúm ein milljón króna. Það er verðlaunahafinn sem út- nefnir styrkþegann sem að þessu sinni er Hildur Karitas Jónsdóttir þýskunemi við Háskóla Islands. Svava sagði í samtali við Morg- unblaðið að sér fyndust verðlaun- in einkar skemmtileg fyrir þá sök að hún fékk að velja styrkþeg- ann. „Ég fékk að velja ungan námsmann og valdi glæsilegan fulltrúa með bestu meðmæli sem hefur mikinn áhuga á þýskum fræðum. Ég er mjög ánægð með að finna svo verðugan námsmann í þessari grein, ekki bara af því að verðlaunin koma frá Þýskalandi, heldur finnst mér mjög mikilvægt fyrir okkur að styrkja og halda við menningartengslum landanna," sagði Svava. í umsögn úthlutunar- nefndarinnar er sagt eftir- farandi meðal annars: Rit- höfundurinn og leikrita- skáldið Svava Jakobsdóttir er frumkvöðull á sviði ís- lenskra nútímabókmennta og hefur frá árinu 1965 birt smásögur, leikrit, útvarps- leikrit og skáldsögur. Skáld- saga hennar, Leigjandinn, frá árinu 1969, er eitt af öndvegisverkum íslenskra nútímabókmennta. Verk Svövu, sem meðal annars búa yfir beittu háði og gró- tesku raunsæi um stöðu kon- unnar í þjóðfélaginu, eru þekkt á Norðurlöndunum.“ Áður hafa rithöfundarnir Gunnar Gunnarsson og Hannes Pétursson, Magnús Már Lárusson prófessor, Hallgrímur Helgason tónskáld og Sigurður Guðmunds- son myndlistarmaður hlotið styrk- inn. „Ég tel að öll verðlaun hafí gildi fyrir þann sem þau hlýtur og það er gaman að hljóta þau,“ sagði Svava en hún og Hildur fara utan hinn 23. maí næstkom- andi til Hamborgar og veita verð- laununum viðtöku í ráðhúsinu í Lúbeck. Hildur sagði að styrkveitingin hefði komið sér í opna skjöldu. „Það var hringt í mig á aðfanga- dag og ég boðin heim til Svövu án þess að útskýrt væri nánar hvað væri um að vera. Þar sem ég á afmæli á aðfangadag hélt ég kannski að þetta væri eitthvað tengt því,“ sagði Hildur en hún mun ljúka BA prófi í þýsku við Háskóla íslands í haust og mun síðan halda í nám í málvísindum við háskólann í Heidelberg í Þýskalandi að því loknu. Sinfónían frumflytur verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson FLAVIO Emiiio Scogna hljómsveitarstjóri, Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona, Rafael Gintoli fiðluleikari og Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld. „ÉG HELD að þetta sé ósköp blátt áfram og aðgengilegt verk sem eigi ekki að veijast fyrir neinum," segir Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld um verk sitt Gyifaginningu sem Ingi- björg Guðjónsdóttir sópransöngkona og Sinfóníuhljómsveit íslands frum- flytja á tónleikum í Háskólabíói ann- að kvöld, fimmtudag, kl. 20. Hljóm- sveitarstjóri verður Emilio Flavio Scogna frá Ítalíu. Tilurð verksins er sú að þegar ekkja argentínska rithöfundarins Jorge Luis Borges var væntanleg til íslands fyrir fáeinum misserum langaði Þorkel að semja tónverk til að „gieðja hana“. Urðu tveir kaflar úr Gylfaginningu Snorra Sturluson- ar fyrir valinu, „sem var eiginlega sjálfgefið", þar sem Borges hafði þýtt hana á spænsku, og flutti Ingi- björg Guðjónsdóttir „þessar tón- hendingar", svo sem Þorkell kallar Snorri á spænsku verkið, fyrir ekkjuna við píanóund- irleik Steinunnar Birnu Ragnars- dóttur í Norræna húsinu. Þorkell var hins vegar fjarri góðu gamni. „Skömmu síðar fæddist síðan sú hugmynd að gera meira úr þessu „sönglesi", færa það í hljómsveitar- búning og útfæra ef til vill nánar,“ segir Þorkell, „og það er sú gerð sem mun nú heyrast í fyrsta sinn.“ Ingibjörg stendur á nýjan leik í eldlínunni annað kvöld en Þorkell segir að verkið hafi upphaflega ver- ið samið með þær Steinunni Birnu í huga. Ber tónskáldið henni vel sög- una. „Ég fór á æfingu í morgun [þriðjudag] og þótti Ingibjörg standa sig frábærlega." Kaflarnir sem urðu fyrir valinu Qalla um hinar goðsögulegu kven- persónur - ásynjur, valkyrjur og nornir. Styðst Þorkell, svo sem í fyrra skiptið, við þýðingu Borges. „Þetta er prósi, þótt bregði fyrir ein- staka lýrískum augnablikum, sem Ingibjörg syngur á sinni ágætu spænsku en mér þótti ástæðulaust að grípa til frumtextans, þar sem við Islendingar getum auðvitað lesið hann í rólegheitum heima hjá okk- ur.“ Ennfremur verður fluttur á tón- leikunum fiðlukonsert eftir argent- ínska tónskáldið Aliciu Terzian, þar sem ítalski fiðluleikarinn Rafael Gin- toli verður í forgrunni, auk verka eftir Italann Ottorino Respighi og Albérto Ginastera, hinn argentínska. Um 4.500 hljóðfæri eru á nýju tónlistarsafni í París ÝMSUM spurningum manna um tónlist er án efa svarað í sölum nýs tónlistarsafns í París. Það verður opnað um næstu helgi og verður hið stærsta sinnar tegund- ar, alls verða um 4.500 hljóðfæri þar en um 900 þeirra að jafnaði til sýnis á um 3.000 m2. Safnið stendur við Jean-Jaurés-breiðgöt- una í 19. hverfi Parísar. Safngripirnir eru af ýmsum toga, allt frá 4.500 ára gamalli flautu úr beini að nýjustu raf- magnshljóðfærunum. Tónlistar- unnendur geta virt fyrir sér píanó Chopins, gítar sem hinn þekkti hljóðfærasmiður Vuillaume bauð Berlioz, eina af fiðlum Stéphane Graphelli og hljóðgervil Frank Zappa. Til stóð að opna safnið árið 1995 en alls kyns tafir hafa orðið, m.a. vegna galla í gólfefni og af- leitrar lýsingar. Anddyrið þykir Októbassi og píanó Chopins óaðlaðandi, steypt og svartmálað, en þegar inn er komið blasa hljóð- færin við á bak við gler. Að mati blaðamanns The European hefur tekist vel til við uppsetninguna, en safnverðirnir byggja fyrstu sýninguna á tólf þekktum verkum tónbókmenntanna til að sýna þær breytingar sem orðið hafa á hljóð- færum og hljóðfæraskipan. í tengslum við hvert verkanna tólf hefur verið smíðuð eftirmynd af salnum sem þau voru frumflutt í. Þá getur að líta ýmis gömul og sjaldgæf hljóðfæri, svo sem veiði- horn frá 16. öld, örsmáar fiðlur, blúndumynstraða gítara, korinett með bjöllu í líki djöfulsins og tvær fiðlur eftir Stradivarius. Þá má nefna einkennileg blásturshljóð- færi á borð við svokallaðan sarr- usfón og sudrufón. Stærsta hljóð- færið á sýningunni er annar tvegga októbassa sem til eru en áðurnefndur Vuillaume smíðaði þá og Hektor Berlioz notaði þá í nokkrum verka sinna. Víðs vegar um safnið hefur verið komið upp upplýsingabönk- um, þar sem menn geta lesið sér til um tónskáld, tónverk og hljóð- færi og þeir sem vilja geta fengið lánuð heyrnartól með leiðsögn um safnið og hlýtt á tóndæmi með öllum þeim aragrúa hljóðfæra sem til sýnis eru, svo og hluta úr fjölmörgum verkum. HAFNFIRÐINGAR Otsalan hefst í dag: OG NÁGRANNAR! Nvtt kortatímabil QCllCÍQS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.