Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Stefnt að stofnun leigjendasamtaka FYRIRHUGAÐ er að stofna Leigj- endasamtök Norðurlands á næst- unni, en ætlunin er að efna til kynningarfundar í byrjun febrúar. Bræðurnir Sigurjón og Guð- laugur Pálmasynir ásamt Hall- grími Fr. Sigurðssyni hafa unnið að undirbúningi málsins og sagði Siguijón að fyrir um tveimur árum hafi þeir verið að leita sér að leigu- húsnæði á Akureyri og rekið sig á að engin þjónusta var fyrir hendi á Norðuriandi, hvorki fyrir leigu- sala né leigutaka. „Okkur þótti mikil þörf fyrir þjónustu á þessu sviði,“ sagði Siguijón, en þeir hafa notið að- stoðar Iðnþróunarfélags Eyja- fjarðar, Atvinnumálaskrifstofu Akureyrarbæjar og Leigjendasam- takanna í Reykjavík við undirbún- ing málsins. Þörf fyrir þjónustu Sigurjón sagði að með mikilli uppbyggingu í atvinnu- og menntamálum á Norðurlandi hafi umfang leigumarkaðarins aukist og um leið þörf fyrir þjónustu og hagsmunagæslu þeirra einstakl- inga og fyrirtækja sem hana sækja. Fram að þessu hefði allur sá fjöldi skólafólks sem er á leigu- markaði verið þjónustulaus, utan þá þjónustu sem Félagsstofnun stúdenta hefur veitt þeim sem leigja húsnæði á hennar vegum. Samtökin myndu veita öllum sem óska þjónustu og yrði rekin og starfrækt með það í huga að veita leigutökum- og sölum ráðgjöf og lagaaðstoð og einnig verður lögð áhersla á að vinna að úrbótum á húsnæðisvanda á leigumarkaðn- um. Síðar meir er þess vænst að hægt verði að koma á fót leigu- miðlun á vegum samtakanna. Knattspyrnufélag Akureyrar Vernharð íþróttamaður ársins í fjórða sinn Morgunblaðið/Kristján SIGMUNDUR Þórisson, formaður KA, Róbert Julian Duranona, Vernharð Þorleifsson, íþróttamaður KA 1996, og Magnús Gísla- son, sem tók við verðlaunum fyrir Kristin son sinn. Könnun á vínbirgðum vínveitingastaða Barþjónn hafði þynnt út vín SÝSLUMANNSEMBÆTTIÐ á Ak- ureyri kannaði nýlega vínbirgðir allra veitingastaða í bænum. Að sögn Þorsteins Péturssonar, eftirlits- manns vínveitingastaða, kom í ljós við þá að skoðun að barþjónn á ein- um vínveitingastað hafði þynnt vín út og á öðrum stað er mál í rann- sókn vegna áfengis sem þar var. Þorsteinn vildi að öðru leyti ekki tjá sig um þessi tvö ákveðnu mál. Vínmenningin lítið breyst Þorsteinn hefur starfað sem eftirlitsmaður vínveitingastaða á Akureyri í 8 ár og hann segir að stöðunum hafi fjölgað mikið á því tímabili. „Vínmenningin hefur lítið breyst á þessum tíma og við íslend- ingar erum ennþá staddir í 1. bekk. Ég sé ekki fyrir mér hvenær við komust í 2. bekk en óskandi væri að það tækist, hvað þá í 3. bekk. Ein leiðin væri þá að færa áfengis- aldurinn niður í 18 ár, því hann er þar. Alla vega er þetta útilokuð framkvæmd að leyfa 18 og 19 ára ungmennum að fara inn á vínveit- ingastaði, þar sem þau þurfa að vera orðin 20 ára til að fá af- greiðslu." I starfi sínu er Þorsteinn mikið á ferðinni í miðbænum á kvöldin og nóttunni um helgar og hann segir að nú mun minna um að ungl- ingar séu með brugg undir höndum en áður. VERNHARÐ Þorleifsson, júdómað- ur, var kjörinn íþróttamaður KA 1996 og er þetta fjórða árið í röð sem hann hlýtur þessa nafnbót. Hann hefur jafnframt verið valinn íþróttamaður Akureyrar sl. fjögur ár. Handknattleiksmaðurinn Róbert Julian Duranona hafnaði í öðru sæti í kjörinu og skíðamaðurinn Kristinn Magnússon í því þriðja. Kjörinu var lýst í afmælishófi KA í KA-heimilinu sl. sunnudag. Vernharð Þorleifsson var einnig útnefndur júdómaður ársins 1996 af Júdósambandi íslands. Hann varð þrefaidur íslandsmeistari á sl. ári og tvöfaldur Norðurlandameistari. Vernharð tók þátt í 7 af 10 A-mótum í júdó í Evrópu á árinu og hafnaði aldrei neðar en í 9. sæti. Þá tók hann þátt í Ólympíuleikunum í Atl- anta sl. sumar. Róbert Julian Duranona varð markakóngur í 1. deildinni í hand- bolta á sl. keppnistímabili og var valinn besti sóknarleikmaðurinn. Þá var Duranona valinn í íslenska landsliðið eftir að hann fékk íslensk- an ríkisborgararétt. Kristinn Magn- ússon varð fjórfaldur íslandsmeistari unglinga í alpagreinum skíðaíþrótt- anna á sl. ári og þykir einn efnileg- asti skíðamaður landsins. Hættur við að hætta Vernharð, sem nú er búsettur í Reykjavík, hefur ákveðið að hætta við hætta í íþrótt sinni og hefur hafið æfingar með Júdódeild Ár- manns. Hann hyggst þó keppa áfram undir merki KA og hefur sett stefn- una _á að komast í landsliðið á ný. „Ég sá ekki fram á að geta borg- að niður þær skuldir sem ég hef safnað á síðustu tveimur árum ef ég héldi áfram æfingum og keppni en nú hefur aðeins ræst úr þeim málum. Um jólin heimsótti ég fyrir- tæki á Akureyri og leitaði eftir stuðningi og viðbrögðin voru það góð að forsendur mínar hafa breyst. Hins vegar skulda ég tæpa eina milljón króna og það hefur gífurleg áhrif að geta ekki látið enda ná sam- an í fjármálum. Ég er aðeins 23 ára en hef öðlast mikla reynslu í íþrótt- inni og er auk þess farinn að vinna til verðlauna á stórmótum. Það er því ömurlegt að þurfa að hægja á eða hætta í íþróttinni vegna fjár- skorts.“ Vernharð hafði ekki farið í búning frá því hann tók þátt í Ó1 í Atlanta í sumar, þar til hann tók þátt í sveitakeppninni með KA í desember sl. Hann á nú við hnémeiðsli að stríða og fer í aðgerð á föstudag en von- ast til að komast aftur á fulla ferð áður en langt um líður. Líf og fjör á skauta- svellinu SKAUTASVELLIÐ á Akureyri iðaði af lífi um helgina en þar fór fram Brynju-ísmótið í íshokkí í fjórða sinn. Til leiks mættu vel á annað hundrað leikmenn frá Skautafélagi Akureyrar, Skauta- félagi Reykjavíkur og Birninum og var keppt í öllum unglinga- flokkum. Alls voru leiknir 22 leikir í fjórum aldursflokkum og var yngsti leikmaðurinn 5 ára en þeir elstu 17 ára. Hart var barist í öllum flokkum enda voru þarna á ferðinni framtíðarleik- menn félaganna í meistaraflokki. Myndin var tekin í leik SA og Bjarnarins í elsta unglinga- flokknum. Nánar verður fjallað um mótið á íþróttasíðu blaðsins fljótlega. Æfingar Mánakórsins MÁNAKÓRINN hefur nú starf eftir jólafrí. Á efnisskrá fyrir vortónleika verða lög úr söng- leikjum, svo sem West Side Story og Oklahoma, ásamt fleiru. Fjölbreytt starf er fram- undan, m.a. er stefnt að utan- landsferð með haustinu. Fyrsta æfing verður á Mel- um, annað kvöld, fimmtudags- kvöldið 16. janúar kl. 20.30. Nýir félagar eru velkomnir og geta þeir mætt á æfinguna eða haft samband við Kristínu Páisdóttur, Einholti 4e á Akur- eyri. Umsóknir um styrki frá nefndum á vegum Akureyrarbæjar. Á næstunni fer fram úthlutun eftirfarandi styrkja: • Styrkir félagsmálaráðs til félaga, er vinna að félags- og mann- úðarmáhim sem snerta verksvið ráðsins. Styrkir íþrótta- og tómstundaráðs til félaga v/rekstrar, einnig námskeiða og sumarbúöa íyrir börn. • Sty'rkir Menningarmálanefndar til félaga á sviði lista og menn- ingarmála. • Styrkir úr Menningarsjóði til einstaklinga og félaga v/einstakra verkefna. Við styrkveitingar þessa árs verður sérstaklega horft til fyrirbyggj- andi starfs vegna markmiðs bæjarstjórnar Akureyrar að útrýma notkun grunnskólabarna á hvers kyns vímuefnum fyrir árið 2000. Umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum skulu berast íyrir 5. febrúar nk. til móttöku- og upplýsingafulltrúa Félags- og fræðslusviðs Akureyrarbæjar á Glerárgötu 26, sími 460 1400. Félagsmálastjóri. Hafnarstræti opnað fyrir umferð og gert að vistgötu GÖNGUGATAN í Hafnarstræti verður opnuð fyrir umferð á morgun, fimmtudaginn 16. janúar kl. 14. Um er að ræða tíma- bundna tilraun sem stendur til 30. maí næstkomandi og verður gatan á þessu tímabili gerð að vistgötu og reglur umferðarlaga um þær munu gilda. I umferðarlögum segir um vist- götur: „Heimilt er að dveljast og vera að leik á vistgötu. Þar ber að aka mjög hægt, að jafnaði eigi hraðar en 15 km á klst. Ef gang- andi vegfarandi er nærri má eigi aka hraðar en á venjulegum gönguhraða. Ökumaður skal sýna gangandi vegfaranda sérstaka til- litssemi og víkja fyrir honum. Gangandi vegfarandi má eigi hindra för ökutækis að óþörfu. Eigi má leggja ökutæki nema á sérstaklega merktum stæðum. Ákvæði þetta gildir ekki um reið- hjói.“ Einstefna til norðurs í götunni verður einstefnuakst- ur til norðurs og til austurs sunn- an við Ráðhústorg. Ekki verður hægt að aka úr götunni áfram til norðurs vestan við torgið. Komið verður fyrir steinsteyptum um- ferðarpollum sem marka aksturs- leið um götuna. Bifreiðastæði verða á tveim stöðum, annars vegar þijú stæði framan við Hafnarstræti 99-101, þar af tvö stæði fyrir fatlaða og eitt fyrir gesti heilsugæslustöðvar, og hins vegar þrjú stæði fram við Hafnar- stræti 107 og verða tvö fyrir fatl- aða og eitt með 10. mín. hámarks- stöðu. í Kaupvangsstræti við suður- enda Hafnarstrætis er biðstöð SVA og á meðan vagnar stansa þar verður ekki hægt að aka inn í götuna. Norðan og vestan Ráðhústorgs verða áfram sömu reglur í gildi og nú, þ.e. aðeins er heimil um- ferð fatlaðra og vegna vörulosun- ar. Akstur inn á svæðið verður upp með torginu að norðan og brottakstur um Brekkugötu. Vonast er til að þessar reglur verði virtar, svo hægt verði að leggja raunhæft mat á það hvern- ig haga beri umferð um götuna í framtíðinni. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.