Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.01.1997, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Vinnulöggjöf mótmælt í Suður-Kóreu Javlínskí var- ar við stækk- un NATO Segir hana ógna lýðræðis- þróun í Rússlandi Prag. Reuter. RUSSNESKI umbótasinninn Grígorí Javlínskí sagði í fyrradag, að útþensla Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, í austur gæti haft slæm áhrif á lýðræðisþróunina í Rússlandi og beint athygli Evrópu- ríkjanna frá nýjum hættum, sem steðjuðu að öryggi þeirra. Javlínskí, leiðtogi Jabloko- flokksins á rússneska þinginu, kvaðst ekki telja, að Rússum staf- aði hætta af NATO en stækkun bandalagsins gæti samt komið sér illa fyrir lýðræðissinna í Rússlandi. „Stækkun NATO er slæm fyrir okkur og gæti kynt undir tilhneig- ingum í rússneskum stjórnmálum, sem eru ekki hollar lýðræðinu," sagði Javlínskí á ráðstefnu í Prag í Tékklandi. Sagði hann, að stækk- un bandalagsins yrði vatn á myllu ýmissa afla í hernum og iðnaðinum og auðveldara yrði að ýta undir andúð á vestrænum ríkjum. Skyggir á nýjar hættur Javlínskí segist óttast, að stækkunin muni skyggja á nýjar og alvarlegar ógnanir við öryggi Evrópu, hryðjuverkastarfsemi, yf- irráð yfir efna-, lífefna- og kjarn- orkuvopnabirgðum Sovétríkjanna fyrrverandi og á umhverfisvanda- mál. Þar fyrir utan sagði hann, að NATO væri í raun úrelt stofn- un, sem þyrfti á stækkun að halda til að réttlæta til- veru sína. „Stór skrifræðis- bákn verða alltaf að finna sér eitthvað til þegar verk- Javlínskí efnin þrýtur og þá verður það oft fangaráðið að þenja sig út,“ sagði Javlínskí. NATO-aðild í stað ESB-aðildar? Javlínskí velti því einnig fyrir sér hvað vekti fyrir vestrænum ríkjum með að bjóða Austur-Evr- ópuríkjunum NATO-aðild. Sagði hann, að Evrópusambandsríkin óttuðust samkeppnina við lág- launaríkin í A-Evrópu og því gæti verið, að NATO-aðild Pólverja, Tékka og Ungverja, svo dæmi væru tekin, ætti að koma í stað ESB-aðildar þeirra. Viðræður um NATO-aðild þessara ríkja hefjast síðar á árinu. Lítil þátttaka í boðuðu verkfalli Seoul. Reuter. ÞÚSUNDIR skrifstofumanna í Suður-Kóreu lögðu niður vinnu í gær til að taka þátt í mótmælum starfsmanna í bílaverksmiðjum og skipasmíðastöðvum vegna nýrrar vinnulöggjafar, sem heimilar fyrir- tækjum að segja upp starfsfólki. Samtök verkalýðsfélaga boðuðu til tveggja daga allsherjarverkfalla, sem hófust í gær, en þátttakan í þeim var ekki eins mikil og þau höfðu vonað. Þúsundir starfsmanna banka og Ijármálafyrirtækja komu saman í Seoul og kröfðust þess að Kim Young-sam forseti segði af sér. Margir þeirra voru með svört bindi og sorgarborða sem áttu að tákna dauða lýðræðisins. Mótmælin áttu að jafnast á við fjöldamótmæli árið 1987 þegar skrifstofufólk gekk til iiðs við verkamenn og róttæka námsmenn í baráttunni fyrir lýðræði. Bönkun- um var þó ekki lokað og mótmælin höfðu ekki áhrif á framleiðslufyrir- tæki, almenningssamgöngur og hafnir landsins eins og óttast hafði verið. Leita skjóls í kirkju Langfjölmennustu mótmælin voru í borginni Ulsan í suðaustur- hluta landsins, þar sem 40.000 verkamenn gengu að ráðhúsinu. Ekki kom til átaka en verkamenn- irnir, sem starfa flestir hjá stór- Reuter VERKAMENN mótmæla í borginni Ulsan í suðausturhluta Suður- Kóreu. Á fánanum stendur „samstaða" og „barátta". fyrirtækinu Hyundai, köstuðu eggj- um á skrifstofur stjórnarflokksins og kröfðust afsagnar stjórnarinnar. Skrifstofufólk í nálægum bygging- um opnaði gluggana og hrópaði: „við stöndum með ykkur.“ Herskáir verkamenn börðust um hríð við lögreglumenn við dóm- kirkju í Seoul þar sem forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafast við í von um að komast hjá hand- töku. Reuter NÁMSMENN á mótmælafundi í Sofíu i Búlgaríu. Þeir sögðust ætla að efna til mótmæla í borginni á hverjum degi þar til sljórn landsins féllist á nýjar kosningar. Stj órnarandstaðan í Búlgaríu krefst nýrra kosninga Málamiðlun ekki í Sofía. Reuter. FÁTT benti til þess í gær að stjórn- arflokkurinn í Búlgaríu, Sósíalista- flokkurinn, myndi fallast á tilslök- un í deilunni við stjórnarandstöð- una, sem krefst þess að boðað verði til nýrra þingkosninga sem fyrst. Þingflokkur sósíalista lýsti yfir stuðningi við yfirlýsingu forystu- manna flokksins frá því á mánudag þess efnis að flokkurinn vildi ræða við stjórnarandstöðuna um þann möguleika að efna til kosninga. Sósíalistarnir kröfðust þó þess að Zhelyu Zhelev, forseti landsins, veitti þeim umboð til að mynda nýja ríkisstjórn og afstýra „efna- hagshruni". Zhelev hefur neitað að veita for- sætisráðherraefni sósíalista, Ník- olaj Dobrev, umboð til að mynda nýja stjórn sem tæki við af stjórn sósíalistans Zhans Vídenovs, sem sagði af sér 21. desember. sjónmáli Stjórnarandstaðan sagðist hvergi hvika frá þeirri kröfu að þingið samþykkti yfirlýsingu þess efnis að efnt yrði til kosninga sem fyrst og að skipuð yrði nefnd með aðild allra flokka til að semja um aðgerðir til að afstýra efnahags- hruni. Sósíalistar höfnuðu því að yfirlýsingin yrði rædd á þinginu og sú ákvörðun leiddi til átaka við þinghúsið á föstudag þar sem að minnsta kosti 196 manns særðust. Toyota Corolla Special Series tírg. ‘94, rmiðm; ek. 65 þiis. kvt. Verð 1.150.000. Skipti. Mercedes Bcnz E 220 nrg. ‘94, gullsans., sjálfsk., ek. 10 þiis. kvt. Vcrð 4.100.000. VW Polo 1400 nrg. ‘96, blásans., álfelgm; spoilei; ek. 10 þiis. km. Verð 1.050.000. Nissan Patrol GR SLX 2800 dtsel turbo tírg. ‘95, hvítm; rafin. ntðnnt, siit/tl., 52“ dckk, álfelgm; ek. 31 þiis. kvt. Verð 3.450.000. Skipti. Audi A4 árg. ‘96, silfin; sjálfsk., ABS, ek. 26 þtís. knt. Verð 2.600.000. Ford Econoline 150 árg. ‘93, hvítm; Mark 11 innrétting, ek. 29 þús. kvi. Vcrð 2.500.000. Skipti. Arnþór Grétarsson, söluma&ur ÚTVEGUM BÍLALÁN ■ VANTAR ALLAR GERÐIR BÍLA Á STAÐINN BÍLATORG FUNAHÖFDA 1 S. 587-7777 Ragnar Lövdal, lögg. bifreibasali Jeep Grand Chcrokee Ltd. arg. ‘95, hvítm; einn mcð öllu. Skipti. Ek. aðeins 17 þiís. kvi. Verð 3.890.000. ng ' svartur, árg. ‘96, gitllviou, 16“ álfelgnt; satiil., raftn. íníðmn, viðaritiin;, airbag o.fl., ek. 29 þiís. km. Verð 3.6503)00. Skipti. Nissan Sitntiy STIV1600i SLX 4WD árg. '94, grágnenn, npph., álfelgm; saml., rnfin. íniðmn. Verð 1.260.000. Skipti. 3 Hyundai Elantra 1800 GT árg. ‘95, grtenn, sjálfsk., satnLcs., rafin. í ntðittii, ek. 36 þ/ís. ktn. Verð 1.160.000. Skipti. Honda Accord EXi 2000i árg. ‘92, silfurgrát; toppliígá, rafiii. í niðunt, satnl., álfclgtn; ek. 67þtis. kw. Verð 1.260.000. Skipti. Mazda 323 4WD árg. ‘92, grásntts., álfelgm; ck. 75 þiis. krn. Verð 1.050.000. Skipti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.