Morgunblaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Albanía Lýðræðis- vettvangur gegn ríkis- stj órninni Tirana. Reuter. FLOKKAR í stjórnarandstöðu f Alb- aníu mynduðu í gær með sér svo- kallaðan Lýðræðisvettvang, gegn ríkisstjórn hægrimanna. Stjómvöld hafa hert aðgerðir gegn mótmæl- endum, leyst upp fundi þeirra og segja stjórnarandstæðingar að um 700 manns hafí verið handteknir en ríkisstjórnin vísar því á bug. Stærsti flokkurinn í Lýðræðis- vettvangnum er Sósíalistaflokkur- inn en hann hvatti til stofnunarinn- ar er ijöldi leiðtoga mótmælenda var handtekinn og sakaður um að stofna til óeirða. Sjö flokkar standa að Lýðræðisvettvangnum, sem hef- ur að markmiði að koma ríkisstjórn hægri-demókrata frá en óánægja með hana hefur vaxið mjög í kjöl- far hruns fjárfestingasjóða, sem kostuðu margan manninn aleiguna. Innanríkisráðuneytið neitaði í gær blaðafregnum um að lögregla hefði handtekið um 700 manns, aðallega í suðurhluta landsins, eftir að æstur múgur réðst á ýmsar opin- berar byggingar og kveikti í. Segir innanríkisráðuneytið að 247 manns hafí verið tekin til yfírheyrslu. Þá hefur verið komið í veg fyrir mót- mæli fólks, sem safnaðist saman á knattspyrnuvelli í borginni. Var fundurinn, sem um 200 manns sóttu, leystur upp, og tveir hand- teknir. Verkfallsólga í Frakklandi Lestar- ferðir truflaðar París. Reuter. SKYNDIVERKFALL starfs- manna frönsku járnbraut- anna olli samgöngutruflunum víða um Frakkland í gær og búist er við meiri ólgu á næst- unni vegna verkfallshótana opinberra starfsmanna. Verkfallið hjá jámbrautun- um hófst á miðnætti aðfara- nótt fimmtudagsins og átti að standa til morguns í dag. Náði það í heild til um helm- ings lestarferða. Er ástæðan ekki fyrst og fremst launa- kröfur, heldur er aðallega verið að mótmæla fyrirhug- uðum breytingum á rekstri ríkisjárnbrautanna. Járn- brautastarfsmenn efndu síð- ast til verkfalls 1995 og var þá landið hálflamað í nokkrar vikur rétt fyrir jólin. Talsmenn verkfallsmanna segja, að ríkisstjórnin stefni að því að skipta upp ríkisjám- brautafélaginu og afnema einkaleyfi þess og muni það leiða til uppsagna fjölda manna. Mikill halli hefur ver- ið á rekstri jámbrautanna. Bíða launatilboðs Ríkisstjórnin ætlar að gera opinberum starfsmönnum launatilboð nk. þriðjudag og þá munu þeir ákveða hvort gripið verður til verkfalla. Krefjast þeir meðal annars, að þeim verði bætt upp launa- frystingin á síðasta ári. Opin- berir starfsmenn fóru í verk- fall í október sl. en þá var þátttakan fremur lftil. Reuter Tvennir tímar NATAN Sharanskí, iðnaðar- og viðskiptaráðherra ísraels, vitjaði gamalla slóða í Lefortovo-fangelsinu í Moskvu í gær en þar var hann í einangr- un í hálft annað ár fyrir tæpum áratug. Var honum oft hótað lífláti fyrir landráð. „Þetta er mín Alma mater, mikilvægasti skóli, sem ég hef gengið í,“ sagði Sharanskí við fréttamenn eftir að hafa heilsað upp á fangaverðina í Lefortovo, sem nú er notað sem gæsluvarð- haldsfangelsi. Sagði hann, að aðbúnaðurinn í fangelsinu væri miklu betri nú en þegar hann var vistaður þar. Myndin var tekin er grímuklæddur, rússneskur sérsveitamaður átti leið framhjá. Krafist nýrrar rannsóknar á „Blóðuga sunnudeginum“ Bresk stjórnvöld sök- uð um vfirhvlminen London. Reuter. ^ DICK Spring, utanríkisráðherra fr- lands, skoraði á bresku stjórnina í fyrradag að taka aftur upp mál kaþ- ólikkanna 13, sem féllu fyrir byssu- kúlum breskra hermanna í London- derry á Norður-írlandi 1972, á „Sunnudeginum blóðuga", sem svo hefur verið kallaður. Sagði hann, að nýjar upplýsingar bentu til, að ýmsu hefði verið haldið ieyndu um atburð- inn. Spring kom með áskorunina í við- tali við bresku sjónvarpsstöðina Rás 4 en fyrr í mánuðinum kvaðst hún hafa komist yfír upplýsingar um, að bresk stjórnvöld, hver ríkisstjórnin á fætur annarri, hefðu þagað um mik- ilvægar staðreyndir um „Blóðuga sunnudaginn", 30. janúar 1972. Þá skutu breskir fallhlífarhermenn 13 manns til bana á fundi í Londond- erry, annarri stærstu borg á Norður- írlandi. Nefnd, sem skipuð var til að rann- saka atburðinn, sýknaði hermennina af allri sök og sagði, að þeir hefðu aðeins verið að svara skothríð. Kaþ- ólikkar hafa aldrei sætt sig við þá niðurstöðu og fullyrða, að mennirnir 13 hafi verið óvopnaðir og skotnir með köldu blóði. Bretar héldu því fram, að her- mennirnir hefðu allir verið á götunni þar sem fundurinn var haldinn en Rás 4 segist hafa orð hermanns fyr- ir því, að leyniskytta í hernum hafí skotið á fólkið ofan af húsi. Þá seg- ir hún, að nokkrir hermannanna hafí breytt framburði sínum fyrir nefndinni til að bæta um fyrir sér. Fyrr í mánuðinum hafði Rás 4 eftir fólki, sem tók þátt í fundinum í Londonderry, að hermenn hefðu verið uppi á borgarmúrunum hátt yfír höfði fundarmanna og vitnaði jafnframt í lækna eða hjúkrunarfólk, sem fullyrti, að aðfallshorn kúln- anna, sem urðu sumum að bana, hefði verið 45 gráður. Alvarleg tímamót „Blóðugi sunnudagurinn“ mark- aði að mörgu leyti upphafið að hin- um grimmilegu átökum, sem verið hafa á Norður-írlandi lengst af síð- an. John Hume, leiðtogi Verka- mannaflokksins á N-írlandi, og 65 aðrir þingmenn hafa einnig skorað á bresku stjórnina að hefja nýja rannsókn á mannfallinu í Londond- erry en talsmaður hennar segir, að það sé ekki á döfínni. Reuter Lílqa sósíalistum við nasista SERBNESKUR námsmaður málar hakakross, tákn nasista, inn í rauða stjörnu serbneska sósíalistaflokksins. í gær var 75. dagur mótmælanna gegn stjórn Slobodans Milosevic, Serbíufor- seta, en þess er krafist að hann viðurkenni úrslit bæjar- og sveitastjórnarkosninga sem fram fóru í nóvember sl. Mi- losevic hefur lýst því yfir að hann vijji ganga til viðræðna við stjórnaraudstæðinga en þeir láta sér fátt um finnast, segjast hvergi hvika frá kröfum sínum nema úrslitin verði virt að fullu. NATO- aðild ekki á dagskrá MARTTI Ahtisaari, forseti Finn- lands, ítrekaði á fundi með Ro- mano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, á fimmtudag að spurning- in um mögulega aðild Finnlands að Atlantshafsbandalaginu væri ekki á dagskrá. Sama dag sagði fínnski varnarmálaráðherrann, Anneli Taina, að Finnar kynnu að þurfa að gera það upp við sig hvort þeir hygðust sækja um aðild, fyrir árið 1999. Frekari áf öll Bhutto ÞJÓÐARFLOKKUR Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráð- herra Pakistans, varð fyrir enn frekari áföllum í gær er tveir flokksmenn hennar og fyrrver- andi ráðherrar í héraðsstjórnum töpuðu málum sínum fyrir rétti. Forseti landsins vék ríkis- og héraðsstjómum frá á síðasta ári og höfðuðu Bhutto og ráðherr- arnir mál til að fá úrskurðinum hnekkt. Það gekk ekki eftir, hæstiréttur úrskurðaði aðgerðir forsetans löglegar. Vísa fréttum um valdabar- áttu á bug TALSMAÐUR írösku stjómar- innar gerði í gær lítið úr yfirlýs- ingum talsmanns Bandaríkjafor- seta um harða valdabaráttu í írak. Sagði íraski talsmaðurinn um „blekkingar og áróðursbragð gegn írak“ að ræða. Bandaríkja- menn viidu ýta undir ótta vald- hafa í Kúveit við nágranna þeirra og yfírlýsing þeirra væri tilraun til að iáta „fjölmiðlalygar“ sínar virðast ögn áreiðanlegri. Annan hvetur til jarð- sprengjubanns KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í gær til alþjóðlegra samningavið- ræðna um bann við framleiðslu efnis í kjamorkusprengjur og alþjóðlegt bann við jarðsprengj- um. Þetta kom fram í ræðu sem Annan hélt á ráðstefnu um af- vopnunarmál í Genf. Undir þetta tók utanríkisráðherra Ástralíu, Alexander Downer, en Ástralir hyggjast veija um.210 milljón- um ísl. kr. til að hreinsa upp jarðsprengjur í Kambódíu og Mósambík. Hvetur til að árásum linni í Líbanon BENJAMIN Netanyahu, for- sætisráðherra Ísraels, hvatti Sýrlendinga í gær til að stöðva árásásir skæruliða í Hizbollah- samtökunum á ísraelska her- menn í Líbanon. Þrír hermenn létu lífið er sprengja, sem komið hafði verið fyrir í vegarkanti, sprakk þegar þeir óku hjá. Páfi til Sarajevo JÓHANNES Páll II páfi mun heimsækja Sarajevo-búa þann 13. apríl nk. Páfi varð að hætta við ferð sína þangað í september 1994 er stríðsátökin stóðu sem hæst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.