Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 24

Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Vísindaspekikirkj an veldur milliríkjadeilu LARRY King, Tina Sinatra, Dustin Hoffman, Goldie Hawn og Oliver Stone voru meðal þeirra, sem skrifuðu undir bréfið. AN OPEN LETTER TO HELMUT KOHL C/iancellor ofthe German Federal Republic Dcat Chanccllor Kohl: Wc havc signcd chis lcttcr to indicatc our dccp con- ccrn at thc invidious discrimination against Scicntologists practiccd in your country and hy youi own party. Wc arc not Scicncologisrs, but wc cannot just look thc othcr way while this appalling situacion con- tinucs and grows. In thc Gcrmany of thc 1930$, Hidcr madc rcligious intofcrance ofTtcial govcrnmenr policy. Jews wcrc at first marginalized, thcn cxdudcd from many activitics, thcn vilificd and ultimaidy subjccted to unspcakablc horrots. Thc world stood by in silcncc. Pcrhaps if pcople had spokcn up, Mkcn a strongcr stand, history woulri tcll a differcnt story. Wc cannot changc history, but wc tan try not to te-live it. In thc 1930s. it was thc Jcws. 'lbdav it is the Sciemtilogisrs. 'I*hc issuc is not whethcr onc approvcs ot disapproves of thc tcachings of Scicntology. Organizcd govcrnmental discriminatinn against any group on the basis of its bcliefs is ahhorrcnt cvcn where the majority disagrec wirh those belicfs. And, whcn indíviduals hold pcrsonal bclicfs that thcy consider tlicit rcligion, it is not rhc placc of a dcmocratic govcrnmcnt ro prodaim by fiat that thcy are noc a rciigion in ordcr to evadc laws against religious discrimination. Bcsidcs, thc Gcrman coutts havc hcld morc than oncc that Scicntology is, in fact, a rcligion. Individuals guilcy of no crimc but bclicving in Sdentologv arc hanncd from Gcrman political partics. including your own. Scientologists cannoc obtain cmplovmcm by your govcrnmcnt or contracts with that Dcccmbcr 19% govcrnmcnt. Chitdrcn havc bccn excludcd from schools bccause thcir parcnts aie Scicntologisu. Your Minister of Lahor proposcd thc adoption of a ban on Scicncologiscs from all posirions of public scrvice. And - like thc book burning of thc 1930$ - your party has organized boycotts and sccks to ban pcrformanccs of Tom Cruisc, John Travolta, Chick Corca and anv othcr artisr who bclicvcs in Scicntolpgy. Thcsc acts aic intolcrablc in any country that con- ceivcs of itsclf as a modern dcmocracy. This organizcd oppression is bcginning to sound familiar ... likc thc Germany of 1936 rathcr than 19%. It should bc stoppcd — now, bcfore it sprcads and incrcjscs in virulcncc as ir did hcforc. You mav fcel that. as non-Gcrmans,. this U not.our. busincss. But roduy's Woríd is a smallcr, diffcrenr placc. Wc arc far morc dcpcndcnt upon one anothcr. Whcn a modcrn nation dcmonstiatcs its unwillingncss «» pro- tccc rhc basic rights of a group of its citizcns, and. indccd, cxhibits a vvillingncss to condonc and partici- patc in thcir pcrsecution, right thinking peoplc in othcr onintrics must spcak out. Kxtrcmists of your party should not bc permittcd to bciievc thar thc rcst of chc Worlci will look tlie orher way. Not this rimc. 'nio.se who scck to gain political power oi to indulgc pcrson-jl hatrcds by icpcating thc dcplnrabtc tactics of thc i930s cannot bc pcrmittcd that luxury. This timc voices wiJI bc raiscd. Wc implorc you to bringan cnd to this shamcful pat- tcrn of organizcd pcrsccution. It is a disgrace co thc Gcrman nation. Robert Boobnan Dustin Hoffman Michael Marcus Casey Siher John Caltey Alati Hom Doug Aíorris Ttna Sinatra Sanford R. Cltman Kevitr Huvane Rich Nicira Aaron Spel/ing Comtantm Costa-Gavnu Larry King Monis Ostin She/don Stv/off Bertram Fietds LavmceM. Kopákin Mario Puzo Oliver Stone Andme M. Foge/son Antold Kopelson Jack Rapke Rohetr Towne Larry Gordoti Raymond Kurtznan Terry Semel Gore Vida/ Goldie Hok’h Barry Hirsch Sherry Lansing Sid Sheinherg Pau/a Wagner Frrd Westheimer OPNA bréfið til Helmuts Kohls, kanslara Þýskalands, sem birt- ist í International Herald Tribune 9. janúar. DEILAN um hina svo- kölluðu Vísindaspeki- kirkju er farin að hafa áhrif á samskipti Bandarikjamanna og Þjóðveija. Bandaríska utanríkisráðuneytið gagnrýndi á þriðjudag þýsk stjómvöld fyrir það hvernig farið er með áhangendur Vís- indaspekikirkjunnar í Þýskalandi, en sagði einnig að þeir, sem líktu meðferðinni við ofsóknir nasista á hendur gyðingum, væru á villigötum. „Það er hneykslan- leg söguskýring," sagði Nicholas Bums, talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins. „Og satt að segja finnst okkur í utanríkisráðu- neytinu að okkur beri að veija þýsku stjórnina fyrir þessum ásök- unum og við munum halda áfram að gera það.“ Hollywood-bréf til Helmuts Kohls Hópur frægra Bandaríkjamanna undirritaði fyrir skömmu yfirlýs- ingu, þar sem farið var hörðum orðum um þýsk stjómvöld og sagt að framferði þeirra gegn Vísinda- spekikirkjunni minnti á aðför nas- ista á hendur gyðingum á fjórða áratugnum, áður en helförin hófst. Auglýsingin var birt á heilli síðu í dagblaðinu International Herald Tribune 10. janúar. „Það er ekki hægt að sjá að stundaðar séu reglubundnar of- sóknir á hendur Vísindaspekikirkj- unni, sem hægt sé með nokkram hætti að líkja við það, sem kom fyrir gyðinga og fleiri á tímum nasista," sagði Bums. Hann kvað Bandaríkjamenn hins vegar hafa ástæðu til að lýsa yfír áhyggjum líkt og gert hefði verið undanfarin fjögur ár vegna þess að áhangendum Vísindaspekikirkj- unnar hafi verið mismunað í Þýska- landi vegna tengslanna við söfnuð- inn. „Málið varðar okkur vegna þess að Bandaríkjamönnum, sem em í Vísindaspekikirkjunni, hefur verið mismunað í Þýskalandi. Þar ber einkum að nefna Chick Corea, frægan tónlistarmann, og við höf- um áhyggjur af því,“ sagði Burns. Gagnrýni í mannréttindaskýrslu Árleg skýrsla utanríkisráðuneyt- isins um stöðu mannréttindamála víða um heim kemur út í þessari viku og sagt er að þar verði fjallað um meðferð tjóðvetja á Vísinda- spekikirkjunni sem brot. Þjóðveijar ákváðu í desember að stofna sérstakt embætti til að leggja línumar í baráttunni gegn Vísinda- spekikirkjunni og meina félögum í henni að gegna mikilvægum, opin- berum störfum. Þýsk stjórnvöld halda því fram að Vísindaspeki- kirkjan sé fjáröflunarstofnun, sem sækist eftir heimsyfirráðum og ógni lýðræði. Átta milljónir í söfnuði Vísindaspekikirkjan hefur höfuð- stöðvar í Los Angeles. Bandaríski rithöfundurinn L. Ron Hubbard stofnaði hana árið 1954. Átta millj- ónir manna um allan heim eru safn- aðarbörn í Vísindaspekikirkjunni, þar af 30 þúsund í Þýskalandi. Samtökin hafa víða þurft að há langa baráttu fyrir því að fá viður- kenningu sem trúarbrögð. Það hef- ur tekist í mörgum löndum, þar á meðal Bandarikjunum. Bandaríska skattheimtan neitaði um árabil að veita Vísindaspekikirkjunni undan- þágu frá skatti eins og gert er við hefðbundna söfnuði. Frá árinu 1993 hefur kirkjan og stofnanir hennar notið sömu skattfríðinda og önnur trúarbrögð þar í landi. Vísindaspekikirkjan lagði inn kvörtun hjá mannréttindanefnd Evrópuráðsins og sakaði þýsk stjórnvöld um að mismuna áhang- endum safnaðarins. Kirkjan kvaðst geta sýnt fram á 600 mannréttinda- brot, sem hefðu verið framin gegn áhangendum Vísindaspekikirkjunn- ar. Sameinaðar aðgerðir í Þýskalandi? Um helgina skoraði Gúnther Beckstein, innanríkisráðherra í Bæjaralandi, á starfssystkini sín í öðrum sambandslöndum Þýska- lands að standa saman gegn Vís- indaspekikirkjunni. í Bæjaralandi hafa verið sett lög um að þar megi áhangendur Vísindaspekikirkjunn- ar ekki gegna opinberu embætti. Beckstein hélt því fram að samtök- in rækju „fanganýlendur". í „Gull- stöðinni", sem væri um 100 km vestur af Los Angeles í Kalifomíu, væru til dæmis búðir þar sem byggju 700 manns umkringdir gaddavír, hindrunum og fljóðljós- um. Fylgst væri með fólkinu með hjálp myndavéla og falinna hljóð- nema. Einnig væru búðir af þessu tagi í Clearwater í Flórída, Sydney í Ástralíu, Saint Hill í Bretlandi og í Kaupmannahöfn. Yfirlýsing um „fanganýlendur" Beckstein kvaðst styðjast við frá- sagnir „flölda" fólks, sem hefði gengið úr samtökunum. Þeirra á meðal væri kona ein, sem hefði verið látin hlaupa umhverfis staur í 12 klukkustundir á sólarhring á meðan hún iðraðist „rangrar hegð- unar“. „Þetta er allt svart á hvítu og við getum nefnt vitni hvenær sem er,“ sagði í tilkynningu frá bæ- verska innanríkisráðuneytinu. Beckstein vísaði til ásakana frammámannanna 34 í Hollywood og sagði að í stað þess að skrifa opin bréf ættu þessir gagnrýnendur að æsa sig yfir „mannfyrirlitning- unni í starfsemi" Vísindaspekikirkj- unnar. Hollywood-bréfið var skrifað eft- ir að Þjóðverjar höfðu verið hvattir til að hundsa kvikmyndina „Mission Impossible" vegna þess að aðalleik- arinn, Tom Craise, er félagi í Vís- indaspekikirkjunni. Bertram Fields, lögfræðingur Cruise, skrifaði bréf- ið, sem birtist í International Her- ald Tribune, og fékk meðal annars sjónvarpsmanninn Larry King, rit- höfundinn Gore Vidal, leikstjórann Oliver Stone og leikarana Goldie Hawn og Dustin Hoffman til að leggja nafn sitt við bréfið. Ekkert þeirra er í Vísindaspekikirkjunni. Hann kvaðst hafa ákveðið sjálfur að skrifa bréfíð vegna þess að Cruise væri skjólstæðingur sinn. Bréfið hefur verið harðlega gagn- rýnt í Þýskalandi. Helmut Kohl kanslari taldi það ekki svara vert. Rithöfundurinn Jurek Becker, sem var í fangabúðum nasista í Rav- ensbrúck og Sachsenhausen, sagði að samlíkingin við ofsóknir nasista væri hlægileg í viðtali við vikuritið Der Spiegel: „Hvernig myndu bréf- ritararnir bregðast við ef því væri haldið fram að innrás Bandaríkja- manna í Grenada minnti á innrás Hitlers í Pólland? Það væri jafnfrá- leitt.“ Móðgun við minningu sex milljóna gyðinga Abraham Foxman, stjórnandi samtaka B’nai Brith gegn haturs- áróðri, sagði í bréfi til International Herald Tribune, að allar tilraunir til að bera hlutskipti Vísindaspeki- kirkjunnar á okkar dögum saman við það, sem kom fyrir gyðinga í Þýskalandi, væri „sögulega rangt [og] móðgun við minningu sex millj- óna gyðinga, sem vora myrtir í helförinni". í upphafi þessarar viku fengu Þjóðverjar stuðning frá Frökkum í þessu máli. „Ég deili ótta Þjóðveija við þessa söfnuði," sagði Herve de Charette, utanríkisráðherra Frakk- lands, eftir fund með Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, í Brussel. Kinkel fordæmdi samtökin einn- ig: „Þetta era ekki trúarbrögð," sagði ráðherrann. „Þetta er sértrú- arsöfnuður, sem er að reyna að hafa fé af fólki.“ Hcimildir: Der Spiegel, The Internationnl Herald Tribune, The Washington Post, Die Welt, DPA og Reuter. Brosmild- ur Jeltsín BORÍS Jeltsín, forseti Rúss- lands, átti fund í gær í Kreml með Vladímír Túmanov, for- seta stjórnarskrárdómstólsins. Ræddu þeir ýmis sljórnar- skrármál en sumir telja þó, að fundurinn hafi fyrst og fremst verið til að sýna, að allt sé með felldu og Jeltsín á góðum bata- vegi. Lá vel á honum að fundin- um loknum en þetta var í þriðja sinn sem Jeltsín kemur til Kremlar frá því að hann var útskrifaður af sjúkrahúsi, 20. janúar. Á sunnudag mun hann síðan fá Jacques Chirac, for- seta Frakklands, í heimsókn. Reuter Bandarísk mannréttindaskýrsla Hörð gagnrýni á Tyrkland Washington. Reuter. HORÐ gagnrýni á ástand mann- réttindamála í Tyrklandi kemur fram í ársskýrslu bandaríska utan- ríkisráðuneytisins um mannréttindi víða um heim. Segja skýrsluhöfund- ar, að þeim hafi hrakað að ýmsu leyti á síðasta ári. Í skýrslunni segir, að sérstakar áhyggjur veki ástandið í Suðaustur- Tyrklandi þar sem stjórnvöld komi í veg fyrir, að Kúrdar, sem þar eru fjölmennir, fái að njóta grundvallar- réttinda hvað varðar menningu og tungumál. Stjórnin í Ankara er sökuð um að hafa flutt 560.000 manns, óbreytta borgara, nauðungarflutn- ingi vegna átakanna við skæruliða Kúrdíska verkamannaflokksins án þess að hafa komið fólkinu fyrir sómasamlega annars staðar. Þá segir, að mikið sé um, að fólk sé tekið af lífi án dóms og laga og er þá meðal annars átt við þá, sem deyja í gæsluvarðhaldi eða fang- elsi. Um Kúbu segir í skýrslunni, að þar hafi ástandið versnað á síðasta ári og lítið miðað í Rússlandi, eink- um vegna ástandsins í Tsjetsjníju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.