Morgunblaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 81. JANÚAR 1997 41*
ungir og atorkusamir sölumenn
hefðu varla staðist honum snúning
þegar hann var um áttrætt. Ég
nefni hér eitt dæmi máli mínu til
sönnunar. Við vorum tveir einir inni
á skrifstofu hans ásamt breskum
viðskiptavini okkar þegar siminn
hringdi. Þar sem enginn var frammi
til að taka símann svaraði Guido.
Það reyndist vera einhver sem hafði
hringt í skakkt númer, en af sinni
alkunnu kurteisi bauðst Guido að
sjálfsögðu til að fletta upp í síma-
skánni að réttu númeri. Eitthvað
töluðu þeir svo áfram saman um
daginn og veginn, en áður en sím-
talinu lauk tók Guido sér penna í
hönd og páraði niður á blað þó
nokkuð væna pöntun frá síma-
hringjandanum. Geri aðrir betur.
Það var samt ekki eingöngu við-
skiptalegt lífsnesti sem Guido gaf
mér. Maður, sem fær að halda jafn
góðri heilsu og andlegu atgervi
fram til 95 ára aldurs, eins og
Guido, kann sitthvað fyrir sér í því
hvernig lifa skal lífinu. Hann kunni
að rata hinn gullna meðalveg hófs,
en samt að njóta. Hann var ávallt
hress í bragði og það var stutt í
brosið hjá honum og kímnina. Hann
hafði hvorki geð i sér né nennu, til
að standa í deilum við menn, en
var aftur á móti fljótur að leita að
björtu hliðunum á hverju máli. Eitt
ráð gaf hann mér, einfalt og áhrifa-
ríkt, sem gerir tilveruna til muna
skemmtilegri. Það er að hafa alltaf
eitthvert gleðiefni að hlakka til,
bara ekki of langt framundan. Til-
hlökkunin gefur lífskraft og heldur
fólki ungu.
Guido er sárt saknað jafnt af fjöl-
skyldu sem öllum, sem voru þeirrar
gæfu aðnjótandi, að kynnast honum
á hans löngu ævi. Guð almáttugan
bið ég að blessa minninguna um
ljúfan mann, sem vildi öllum vel.
Börnum hans og fjölskyldum þeirra
votta ég mína dýpstu samúð. Guð
styrki ykkur og lini sorg.
Ólafur H. Ólafsson.
Þegar ég gekk út úr veislunni í
Garðastræti þennan sumardag fyrir
rúmu hálfu ári, hugsaði ég með
mér: „Þetta eru forréttindi." For-
réttindi að geta haldið upp á 95 ára
afmæli sitt með stæl. Tekið á móti
hátt í 100 gestum yfir daginn, skál-
að í oggulitlu viskítári með vinum
sínum, geta rifjað upp allt sem skipt
hefur mann máli á langri lífsleið,
skellihlegið að öllu saman og
skemmt sér konunglega fram á
kvöld. Já, og það eru forréttindi að
hafa þekkt svona mann.
Ef velja þyrfti eitt orð til að lýsa
þessum yndislega frænda mínum,
yrði það líklega orðið „sjentilmað-
ur.“ Guido var maður sem átti að
vera uppáklæddur með gullúr í
keðju, virðulegan hatt og útskorinn
staf. Hann bara var þannig. Ekki
að þar færi aðalsmaður með nefið
í skýjunum - engan veginn. Hóg-
værð var honum eðlislæg. Hann var
bara svo flottur. Og stórskemmti-
legur í þokkabót.
Stuttu eftir afmælið ákvað ég
að drífa í því sem mig hafði alltaf
langað að gera. Að taka við hann
viðtal um fyrirtækið sem hann vann
hjá á þriðja áratugnum, Ó. Johnson
& Kaaber. Þeir eru ekki margir
eftir sem muna hvernig viðskiptum
var háttað í þá daga. Við völdum
dag og tíma fyrir viðtalið og það
reyndist ógleymanlegt. Ekki ein-
asta fékkst þar góð heimild um
horfna tíma, heldur var þessi stund
svo skemmtileg. Við hlógum og
sprelluðum, borðuðum afmælisgott-
erí, drukkum kaffi og sögðum sög-
ur. Að tala við hann var eins og
að tala við jafnaldra - að vísu að-
eins lífsreyndari.
Og Guido kenndi okkur öllum
mikilvæga lexíu sem vert er að
muna þegar elli kerling knýr dyra:
Maður kemst langt á góða skapinu
og húmornum. Það vantar sjaldan
góða gesti hjá þeim sem hefur
ánægju af lífinu og kann að lifa
því þótt eitt og annað í líkamanum
bili.
Guido missti eiginkonu sína og
ævifélaga, Maju, fyrir tæpum 14
árum og varð það mikill missir. En
þrátt fyrir ýmsan mótbyr sem lík-
Íega flestir verða að þola um ævina,
var Guido staðráðinn í því að launa
Guði lífsgjöfina með því að njóta
hennar. Blessuð sé minning þessa
yndislega manns.
Helga Guðrún Johnson.
Guido Bernhöft stórkaupmaður
var fæddur í hjarta Reykjavíkur -
Kirkjuhvoli, við Kirkjutorg, gegnt
Dómkirkjunni. Öll sín 95 ár bjó
hann í Reykjavík, sannkallað alda-
mótabarn. Sá sem þessar línur ritar
kynntist Bernhöftsheimilinu í gegn-
um Ragnar, yngri son þeirra hjóna,
Maríu M. Bernhöft og Guidos, þeg-
ar þau bjuggu á Freyjugötu 44,
fyrir síðari heimsstyrjöldina. Eldri
sonur var Guido Örn, kvæntur
Svövu Bernhöft, fulltrúa hjá ÁTVR.
Þau eiga einn son, Sigurð Bernhöft.
Öll mín bemskuár vorum við
Ragnar óaðskiljanlegir vinir. Sann-
ast sagna man ég lítið eftir mér
fyrstu tíu árin öðruvísi en með
Ragnari. Man ég vel mína fyrstu
bíóferð í Nýja bíó, en þangað bauð
Guido okkur Ragnari og Erni
sunnudag einn. Það var stórkost-
legt.
Árið 1941 byggði Guido ásamt
Sverri bróður sínum húsið Garða-
stræti 44, og þangað flutti fjöl-
skyldan í ársbyijun 1942. Þar hefur
hún búið síðan. Eftir að Bernhöfts-
íjölskyldan flutti í Garðastræti, vor-
um við Ragnar saman allar helgar.
Því kynntist ég Guido vel, og öllu
heimilisfólkinu. í Garðastrætinu
fæddist dóttirin Kristín, sem er gift
Pétri Orra Þórðarsyni skólastjóra.
Eiga þau þijú börn.
Mér vitanlega vann Guido Bern-
höft öll sín starfsár við skrifstofu-
og innflutningsstörf. Á árunum fýr-
ir 1920 vann hann hjá Laxdal, sem
byijaði með gosdrykkjagerð. Eftir
að vera í Verzlunarskóla íslands
vann hann hjá móðurbróður sínum,
Ólafí Johnson, við fýrirtækið Ó.
Johnson og Kaaber. Þar vann
frændi hans einnig, Ólafur Haukur
Ólafsson, bróðursonur Einars
skálds Benediktssonar.
Gudio og Ólafur voru systrasyn-
ir. Þegar frændurnir höfðu starfað
saman um tíu ára skeið hjá O.John-
son og Kaaber, sem var fyrsta inn-
lenda innflutningsverzlunin & ís-
landi, stofnuðu Guido og Ólafur
Haukur innflutningsfyrirtækið H.
Ólafsson og Bemhöft árið 1929,
og byijuðu starfsemi sína í Austur-
stræti 14. Síðan voru þeir félagar
lengst af í Edinborgarhúsinu í
Hafnarstræti, með skrifstofur sín-
ar, þar sem nú er Landsbanki ís-
lands. Fljótt eftir að H. Ólafsson
og Bernhöft var stofnað, voru þeir
frændur komnir með umboð fyrir
vinsæl, heimsþekkt vörumerki.
Guido Bernhöft missti eiginkonu
sína, frú Maríu M. Bernhöft, árið
1983, eftir 54 ára hamingjuríkt
hjónaband.
Hann hefur ávallt síðan búið
með Ragnari syni sínum í Garða-
stræti 44. Það hefur verið gaman
að fylgjast með því, hversu vel
Ragnar hefur hugsað um föður
sinn, og heimilið, síðan Guido
missti konu sína. Þegar mikið lá
við, kom dóttirin Kristín og dótt-
urdæturnar, og allir lögðust á eitt
með að gera allt sem hægt var til
að gera Guido mínum allt til hæf-
is. Minnist ég síðast hversu glaður
hann var, þegar hann gat haldið
upp á 95 ára afmæli sitt, heima
hjá sér, í faðmi fjölskyldu og vina,
við ágæta heilsu.
Fram að 90 ára aldri fór Guido
Bernhöft daglega til starfa á skrif-
stofu sína. Slíkt er fáheyrt. Heilsan
var góð, nema hvað sjónin fór að
gefa sig til lestrar. Ragnar sá um
að lesa blöðin fyrir föður sinn.
Þegar ég fer yfir það í huganum
hveijir unnu hjá fyrirtækinu H.
Ólafsson og Bernhöft, þá hélst þeim
þannig á fólki, að dömurnar hættu
þegar þær giftu sig og stofnuð fjöl-
skyldu, en karlmenn voru allir fram
yfir löglegan eftirlaunaldur, engum
sagt upp. Ein kona sem búin var
að vinna meir en 50 ár, spurði hvort
ekki væri í lagi að hætta. Hún var
85 ára að aldri við góða heilsu.
RAGNHILDUR
TEITSDÓTTIR
Guido Bemhöft var annálaður
fyrir ljúfmennsku sína. Alltaf hlýr
og ljúfur í viðmóti, hvar sem maður
hitti hann, hvernig sem á stóð. Ljúf-
ari og hlýrri manni hef ég aldrei
kynnst, enda vinsæll og vel metinn
borgari. Reglusemi, stundvísi og
snyrtimennska var hans aðal. I
klæðaburði bar hann af. Enginn
gekk á betur burstuðum skóm í
Reykjavík.
Það er sjaldgæft að menn nái
þeim aldri að verða rúmlega 95
ára. En það sem meira var, hann
hafði svo óvenju gott bæði skamm-
tíma- og langtímaminni. í borgar-
stjóratíð sinni hafði Davíð Oddsson
forsætisráðherra komið því til leiðar
að húsið Lækjargata 4 var flutt upp
að Árbæjarsafni. Það var æsku-
heimili frú Kristínar Bemhöft, móð-
ur Guido. Guido var fenginn fyrir
skömmu til að skýra frá því hvem-
ig húsið var notað, þegar hann var
ungur sveinn um og fyrir 1910 og
hvað hann vissi um húsið. Þegar
Guido var kominn á staðinn, leit
hann í kring um sig, óskaði eftir
að fá að setjast niður. Guido bað
um blað og penna og teiknaði á það
herbergjaskipan og allar skonsur
að þeirra tíma hætti og útskýrði
hvaða hlutverki hvert herbergi
gegndi.
I byijun nóvember sl. varð Guido
Bernhöft_ fyrir því slysi að fót-
brotna. Á milli jóla og nýárs sl.
heimsótti ég hann, þar sem hann
lá á sjúkrahúsi. Hann var hress að
vanda og leit vel út miðað við að-
stæður. Mikið lifandis ósköp var
hann ánægður yfir að hafa getað
haldið upp á aðfangadag og jóladag
hjá Kristínu dóttur sinni og Pétri
manni hennar með allri fjölskyldu
sinni.
Það er mikil gæfa hveijum manni
að eiga mann eins og Guido Bern-
höft að samferðamanni í lífínu.
Ég votta öllum aðstandendum
vinar míns Guido Bernhöfts dýpstu
samúð mína.
Þorkell Valdimarsson,
Flórída.
+ Ragnhildur Teitsdóttir
fæddist í Reykjavík 25. jan-
úar 1963. Hún lést 23. janúar
síðastliðinn í Reykjavík og fór
útför hennar fram frá Foss-
vogskirkju 29. janúar.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vom grætir,
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(Hallgr. J. Hallgr.)
Með þessu ljóði kveðjum við þig,
kæra vinkona, með söknuði og
þakklæti fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum með ykkur Bensa
og börnunum.
Það er huggun harmi gegn að
vita að nú getur þú aftur vafið
Sveinbjörn litla örmunum þínum og
þið saman haldið verndarhendi yfir
litlu íjölskyldunni_ ykkar.
Elsku Bensi, Ágúst Már, Anna
Guðný, Guðný amma og aðrir að-
standendur sem nú eiga um sárt
að binda. Guð styrki ykkur og leiði
í gegnum þessa þungu raun.
Thea, Jón, Jónína
og Þorsteinn.
Kallið er komið, og þrautagöngu
lokið. Ung kona í blóma lífsins
hefur kvatt okkur allt of snemma.
Ragnhildur var góður nágranni og
hennar fjölskylda ákaflega kær-
komin í hverfið okkar. Dætur okk-
ar hafa tekið ástfóstri við Ágúst
Má og Önnu Guðnýju, eins og þau
væru systkin þeirra. Andlit þeirra
ljóma af gleði þegar þau koma í
heimsókn til þess að leika sér sam-
an. Þrátt fyrir mikinn aldursmun.
Einnig voru þær stundir ófáar sem
við Ragnhildur áttum saman úti í
garði. Þessar stundir eru mér ákaf-4*
lega dýrmætar. Mun ég minnast
þín, kæra Ragnhildur, með hlýhug
og þakklæti fyrir þessar stundir
okkar.
Elsku Bensi, Ágúst Már og
Anna Guðný. Ykkar missir er mik-
ill. Megi Guð veita ykkur huggun
og blessun á þessari þungbæru
stundu. Okkar innilegustu samúð-
arkveðjur til ykkar allra, ættingja
og vina. Guð blessi minningu
Ragnhildar Teitsdóttur.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(V. Briem)
Hallveig, Magnús og dætur.
* T i 11 Doösdagar! Púöar - Lampar 20 - 30% afsláttur
iittolo ppl Laugavegi 24, FINI ANH IVCl 1 Ll slmi SA9 4525
Safnar blaðburðarkerra
eða blaðburðarpoki ryki í geymslunni þinni ?
Þeir blaðberar, fyrrverandi og núverandi, sem eru með blaðburðarkerrur
og/eða -poka en þurfia ekki á að halda við blaðburð, vinsamlegast hafi samband
við áskriftardeild í síma 569 1122.
Við sækjum kerruna og/eða pokann til þín.
fltrgMitpteMlr