Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 43

Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 43 FRÉTTIR Opinn fund- ur um ör- yggis- og varnarmál SAMBAND ungra miðju- manna á Norðurlöndum (NCF) gengst laugardaginn 1. febrúar kl. 14 fyrir opnum fundi í Norræna húsinu um öryggis- og varnarmál í Evr- ópu. Gestir fundarins verða: Halldór Ásgrímsson, utanrík- isráðherra, Juri Reschetov, sendiherra Rússlands á ís- landi og Steingrímur J. Sig- fússon, alþingismaður. „Á fundinum á sérstaklega að reyna að varpa ljósi á og rökræða stöðu Eystrasalts- ríkjanna, stækkun NATO, hlutverk ÖSE í dag, hvert hlutverk WEU á að vera og hvort hlutleysisstefna Finn- lands og Svíþjóðar standist í dag. Gestir fundarins munu hafa framsögu og taka síðan þátt í pallborðsumræðum. Fundurinn er öllum opinn og fer fram á „skandinavísku". NCF eru samtök ungliða- hreyfinga miðflokka á Norðurlöndum. Aðild að því eiga 8 ungliðahreyfingar frá íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Alandseyjum. Félagar eru um 40.000,“ seg- ir í fréttatilkynningu frá NCF. ■ ÍSLANDSMEISTARA- KEPPNI í frjálsum dönsum fer fram í Tónabæ í febrúar. Undankeppni fyrir stór- Reykjavíkursvæðið fyrir ungl- inga 13-17 ára verður haldin föstudaginn 7. febrúar í Tónabæ. Úrslitakeppnin fyrir allt landið verður síðan föstu- daginn 14. febrúar í Tónabæ. Keppt verður í tveimur flokk- um, einstaklings- og hóp- dansi. Kynnir á keppninni verður Magnús Scheving. Keppnin fyrir 10-12 ára fer fram laugardaginn 22. febr- úar í Tónabæ. Skráning fyrir alla aldurshópa fer fram í Tónabæ. Nýtt í kvikmyndahúsunum Stjöraubíó sýnir mynd- ina Tvö andlit spegils STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á róman- tísku gamanmyndinni Tvö andlit spegils eða „The Mirror Has Two Faces“. Með aðalhlut- verk fara þau Barbra Streisand, Jeff Bridges, Pierce Brosnan, Mimi Rogers, Lauren Bacall og George Segal. Barbra Streisand er jafnframt leikstjóri og framleið- andi myndarinnar. Rose Morgan (Streis- and) kennir rómantískar bókmenntir við Columbia háskólann í New York. í lífi hennar sjálfrar er hins vegar enga rómantík að fínna. Hún býr hjá stjómsamri móður sinni Hönnu Morg- an (Bacall) sem leggur höfuðáherslu á að dóttirin máli sig og gera sig fallega daglega. Rose er líka stjómað af yngri systur sinni Claire, (Rogers), sem leggur allt í ytri fegurð meðan Rose er öllu heldur gefín fyrir innri fegurð. Rose reynir að taka þátt í stefnumótafárinu en er alltaf fýrri til að hringja og afþakka stefnumótið á síðustu stundu. Rose finnst eins og hún muni aldrei hitta draumaprins- inn sinn. Hún er svolítið skotin í unnusta systur sinnar, Alex (Brosnan) en hún verður bara að láta sig dreyma um hann þar sem hann mun gift- ast Claire. Claire er ekki allskostar sátt við stefnu- mótamál Rose. Hún ákveður því að svara einkamálaauglýsingu fyrir systur sína. Höf- undur einkamálaauglýs- ingarinnar er stærð- fræðiprófessorinn Greg- ory Larkin (Bridges) sem kennir við sama háskóla og Rose. Hann hefur átt í fremur mislukkuðum ástarsam- böndum. Gregory hefur þá kenningu að það hafi verið kynlífíð sem hafí verið megin orsakavaldurinn, kynlíf og aftur kynlíf hafí spillt kærleiks- samböndunum hans. Hann hefur því ákveðið að hitta konu sem á að vera með doktorsgráðu, eldri en 35 ára og það sem meira er, útlitið skiptir ekki nokkru máli. Barbra Streisand ERLA Eyjólfsdóttir og Magnea Guðmundsdóttir eig- endur I hár saman. Þröstur efstur ÁTTUNDA umferð af ellefu á Skák- þingi Reykjavíkur var tefld í fyrra- kvöld í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Helstu úrslit urðu: Þröstur Þór- hallsson - Tómas Björnsson 1-0, Sævar Bjarnason - Bragi Þorfinnsson 1-0, Jón G. Viðarsson - Björgvin Víg- lundsson lh - lh, Einar Hjalti Jensson - Davíð Kjartansson 1-0 og Stefán Kristjánsson - Sigurður Páll Steind- órsson 1-0. Staða efstu manna eftir átta um- ferðir eru: 1. Þröstur Þórhallsson með Vh vinning af 8 og í 2. til 6. sæti eru Bragi Þorfinnsson, Jón G. Viðars- son, Sævar Bjarnason, Einar Hjalti Jensson og Stefán Kristjánsson allir með 6 vinninga. 9. umferð verður tefld í dag, föstu- dag, kl. 19.30-24 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. RAKEL Ólafsdóttir á fótaaðgerðarstofu sinni. Með henni er Sjöfn Olafsdóttir. Ný fótaaðgerðarstofa RAKEL Ólafsdóttur hefur opnað Opnunartilboð verður út febr- fótaaðgerðarstofu að Sólheimum úar á 1.600 kr. Opið er alla daga 1 í samvinnu með Hárgreiðslustof- frá kl. 9-18 og á laugardögum unni Eddu. og á kvöldin ef með þarf. Ihár saman MAGNEA Guðmundsdóttir hefur keypt hlut í hársnyrti- stofunni I hár saman að Grett- isgötu 9 en Magnea hefur starfað á stofunni í tvö ár. Erla Eyjólfsdóttir, annar eigandi stofunnar, stofnsetti hana vorið 1992 en hún er lærður hárskerameistari. Magnea er hársnyrtimeistari frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hársnyrtistofan í hár sam- an er opin alla virka daga frá kl. 10-18. Plötusnúða- keppni fé- lagsmið- stöðvanna FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Frosta- skjól í vesturbænum stendur fyrir árlegri Plötusnúðakeppni félagsmiðstöðvanna í kvöld kl. 19. Þátttakendur í keppninni koma úr flestum félagsmið- stöðvum um allt land og munu að þessu sinni 14 félagsmið- stöðvar taka þátt. „Glæsileg verðlaun eru í boði og munu þrír atvinnu- menn í plötusnúðafaginu dæma um það hverjir hreppa eiga fyrstu þijú sætin,“ segir í fréttatilkynningu. Lifandi tón- list á Kaffi Reykjavík Á KAFFI Reykjavík er lifandi tónlist alla daga. Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Hunang og á sunnudagskvöldinu leikur Birg- ir Birgisson og hljómsveit. Fé- lagamir Ingi Gunnar og Eyjólf- ur Kristjánsson leika svo þriðju- dags- og miðvikudagskvöld. Skíði og skíðaskór 15-60% afsláttur ♦ Vetrarfatnaður 15-80% afsláttur ♦ Skíðagallar 15-70% afsláttur ♦ Skíðaúlpur 15-80% afsláttur Þrekáhöld alltað 45% afsláttur ♦ Reiðhjól aHtað 40% afsláttur 10% stgr. suMtóMr af irorom ébM á útsðlu Armula 40, simar 553 5320 og5688860 Verslunm Alvöru sportvöruverslun - otrulegt vöruurval H4RKIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.