Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 27
LISTIR
Fáséð gull
LEIKLIST
Leikfélag- Akureyrar í
Samkomuhúsinu
KOSSAR 0G
KÚLISSUR
Handrit samið í kringum þekkt lög
úr sýningum LA: Hallgrímur Helgi
Helgason. Leikstjóm: Sunna Borg.
Tónlistarstjóm og útsetningar:
Roar Kvam. Lýsing: Ingvar Bjöms-
son. Búningar: Freygerður Magn-
úsdóttir. Leikmunir. Manfred
Lemke. Hljóðfæraleikur: Gréta
Baldursdóttir og Richard Simm.
Leikarar og söngvarar: Aðalsteinn
Bergdal, Guðbjörg Thoroddsen,
Jónsteinn Aðalsteinsson, Marta
Nordal, Sigríður Elliðadóttir og
Þórey Aðalsteinsdóttir. Kór Leikfé-
Iags Akureyrar: Agústa Olafsdótt-
ir, Ásgeir Magnússon, Guðlaug
Hermannsdóttir, Heiðrún Helga
Snæbjömsdóttir, Hildur María Pet-
ersen, Jóhann Möller, Jón Geir
Hermannsson, Jðnasina Ambjöms-
dóttir, Jónína Sigurðardóttir, Júl-
íus Larsen, Margrét Sigurðardótt-
ir, Maria Loftsdóttir, Oddný Snor-
radóttir, Ragnheiður Ólafsdóttir,
Reynir Schiöth, Sigriður Dal-
mannsdóttir, Sólveig Guðmunds-
dóttir, Stefanía Hauksdóttir, Þórir
Börkur Þórisson og Þuríður Schi-
öth. Fimmtudagur 30. janúar.
SÝNING sú er hér er til um-
fjöllunar er upphaflega hugar-
fóstur Trausta Ólafssonar leik-
hússtjóra. Tilefnið er níutíu ára
afmæli Samkomuhússins á Ak-
ureyri sem hefur hýst flestar
sýningar leikfélagsins á staðn-
um. Forsendan fyrir þessari sýn-
ingu er stofnun Kórs Leikfélags
Akureyrar sem stofnaður var
fyrir hartnær tveimur árum.
Kórinn einbeitir sér að flutningi
leikhústónlistar og tilvist hans
eykur möguleika á að setja upp
metnaðarfullar sýningar þar sem
söngur er í fyrirrúmi.
Hallgrímur Helgi Helgason var
fenginn til að smíða sýningunni
ramma. Honum tekst ótrúlega
vel að skapa heildstæða mynd
úr þessum minningabrotum.
Þráðurinn er spunninn beinn og
blátt áfram, molum og stemmn-
ingum úr sögu leikfélagsins skot-
ið inn í og persónur sem í upp-
hafi eru einhliða öðlast dýpt eftir
því sem líður á verkið. Mestu
skiptir þó að lögin eru vandlega
valin úr þeim sýningum sem sett-
ar hafa verið upp í húsinu og er
þar aldrei dauður punktur.
Kórinn fyllir upp í í hópsenum
og leiksviðið, salurinn og Sam-
komuhúsið sjálft skapa verkinu
þá umgjörð sem sífellt er vísað
í. Þetta er sýning sem gerir sig
vegna þeirrar sögu sem gerst
hefur einmitt í þessu húsi, saga
sem er nátengd sögu leikfélags
sem er samofið bæjarlífinu í því
sérstæða bæjarfélagi sem Akur-
eyri er. Hún gengi ekki upp ann-
ars staðar og mér er efi á að
sýning byggð á sömu forsendum
myndi takast eins vel í Reykja-
vík, jafnvel ekki í gamla Iðnó.
Leikfélag Akureyrar hefur
ekki lengi verið atvinnuleikhús,
ef miðað er við langa sögu.
Lengst framan af stóðu áhuga-
menn þar fremstir í flokki. Það
er því vel til fundið að bjóða
tveimur þeirra, Jónsteini Aðal-
steinssyni og Þóreyju Aðalsteins-
dóttur að taka þátt í sýning-
unni. Bæði eru þau sviðsvön og
allt annað en viðvaningsbragur
á leik þeirra. Þórey er perla í
hlutverki Málfríðar og tekst að
miðla til áhorfenda töfrum húss
og listar. Hún er fulltrúi gamla
tímans sem sífellt er vísað til og
allt byggt á. Jónsteinn kemst
langt á útgeisluninni en getur
líka breytt sér í allra kvikinda
líki og hefur einstaka hæfileika
til gamanleiks.
Lærðu leikararnir láta ekki
Morgunblaðið/Kristján
„ÞRÁÐURINN er spunninn beinn og blátt áfram, molum og stemmningum úr sögu leikfélagsins
skotið inn í og persónur sem í upphafi eru einhliða öðlast dýpt eftir því sem líður
á verkið,“ segir meðal annars í dómnum.
sitt eftir iiggja. Aðalsteinn
Bergdal sýnir ótrúlega ijölhæfni
í söng og leik og er burðarás
atriðanna sem tekin eru úr leik-
ritum. Guðbjörg Thoroddsen er
sannfærandi hvimleið og kvart-
sár í hlutverki fulltrúa nútímans,
leikstjórans Þórgunnar, og vekur
hroll í hlutverki Gróu á Leiti.
Marta Nordal er sterk og blátt
áfram í hlutverki sínu sem Harpa
og sýnir á sér gerólíkar hliðar í
ýmsum smáhlutverkum.
Búningar Freygerðar Magnús-
dóttur eru einfaldir eins og gefið
er tilefni til; svunta, hattur, blæja
eru tákn sem hjálpa leikaranum
við persónusköpun sína. Leikmun-
ir eru líka táknrænir en því meira
lagt í ljósin til að skapa þá
stemmningu sem við á. Bæði í
útliti sýningar og texta er lögð
áhersla á ósamræmið milii hins
hráa nútíma og ljúfra endurminn-
inga. í þessu bragði er galdurinn
fólginn, gömlu atriðin verða ekki
einungis hugljúf heldur bráðfynd-
in þegar áhorfandinn fylgist með
leikurum að leika leikara fasta í
gráma hversdagsins sem leika
leikara í þeim verkum sem voru
hvað vinsælust aftur í móðu for-
tíðarinnar. Útkoman verður fár-
ánleg og uppspretta endalausrar
kímni.
Tónlist og söngur eru svo yfir
og allt um kring. Tónlistin er
fagmannlega flutt af Grétu Bald-
ursdóttur og Richard Simms og
kórinn sér um megnið af söngn-
um, bæði sem heild, kórfélagar
færri saman eða sem einstakling-
ar og stóð sig yfirleitt vel. í ein-
staka fámennum söngatriðum
kom fyrir að raddstyrkur var
ónógur en má vera að þar megi
um kenna frumsýningarskjálfta.
í hópatriðum og sérstaklega þar
sem Sigríður Elliðadóttir söng
einsöng glæsilega skorti hins
vegar ekkert. í heild er sýningin
ákaflega vel heppnuð enda lagt
upp í tilgerðarleysi með það vega-
nesti að skemmta fólki. Leikfé-
lagið sýndi með síðustu upp-
færslu sinni að það skortir ekki
listrænan metnað; núna sýnir það
að líka er hægt að taka lífinu
létt og hafa gaman af.
Sveinn Haraldsson
ÞÉTT
TÖNLIST
Háskólabíó
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Flutt voru verk eftir Sibelius, Snorra
Sigfús Birgisson og Brahms. Einleik-
ari: Snorri Sigfús Birgisson. Stjóra-
andi: Petri Sakari. Fimmtudagurinn
30. janúar, 1997.
TÓNLEIKAR Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands eru, sem endra-
nær, mikil tíðindi, en þó ávallt
með mismunandi hætti og nú
vegna þess, að fluttur er nýr píanó-
konsert eftir Snorra Sigfús Birgis-
son. Segja má að um frumflutning
sunnan heiða sé að ræða, þótt
verkið væri fyrir nokkru frumflutt
á Akureyri, undir stjórn Guðmund-
ar Óla Gunnarssonar og þá eins
og nú, lék höfundurinn á píanóið.
Það er undirritaður man best, hafa
nokkrir píanókonsertar verið
samdir af íslenskum tónskáldum
og þar nefndir til sögu Jón Nor-
dal, Jórunn Viðar, Þorkell Sigur-
björnsson, Áskell Másson, Atli
Heimir Sveinsson, Leifur Þórarins-
son og nú Snorri Sigfús Birgisson,
enda er þar ekki smátt í ráðist,
að semja konsert fyrir píanó og
hljómsveit og leika hann sjálfur,
eins og Jón og Þorkell og Jórunn
gerðu einnig.
Konsertinn hefst á einstrikuðu c
og er ofið um það, sem um væri
að ræða eins konar orgelpunkt er
Morgunblaðið/Arni Sæberg
„ÞETTA er mjög gott verk og var leikur höfundar sérlega sannfærandi,“ segir meðal annars um
píanókonsert Snorra Sigfúsar Birgissonar.
heldur sínu allan innganginn. Þetta
c gægist þó einstaka sinnum í
gegnum aðalþáttinn, sem í heild
er mjög þétt unninn. Það er svo
með hin stærri tónformin, eins og
stór myndverk, að fletirnir verða
meiri um sig en í smáum mynd-
verkum og það er eins með tónverk
fyrir hljómsveit, að kammermúsísk
vinnubrögð geta orðið of smágerð
þegar samið er fyrir stóra hljóm-
sveit, Það er einmitt veikl.eiki kon-
sertsins hjá Snorra, að tónmálið í
heild er bæði þétt og smágert, svo
að ýmsir „núansar" heyrðust varla.
Á móti kemur að konsertinn er
mjög vel unninn og hægi kaflinn
t.d. sérlega fallegur. Þar mátti
OFINN KONSERT
heyra fallegar línur og naut sín oft
fínleg tónskipan, þar sem píanóið
og fýrsta og önnur fíðla fléttuðu
saman línur sínar. Eftir ein-
leikskadensu hefst lokakaflinn og
þar nær Snorri Sigfús að magna
upp mikla spennu.
Konsertinn endar með svipuðum
hætti og hjá klassísku tónskáldun-
um, þar sem hápunkturinn endar
skyndilega og við tekur veikt og
hægferðugt tónferli, er síðan, eins
og með tilhlaupi, vex upp í kraft-
mikla lokahljóma. Þetta er mjög
gott verk og var leikur höfundar
sérlega sannfærandi. Vel mætti
athuga, við endurflutning verks-
ins, hvort á köflum megi ekki stilla
styrk hljómsveitarinnar aðeins nið-
ur, þar sem tónvefurinn er þéttast-
ur, þótt hljómsveitin undir stjórn
Sakari léki mjög vel.
Fyrsta tónverk tónleikanna var
svíta eftir Sibelius, er var meðal
síðustu verka hans og eins og vit-
að er, hætti hann að semja um
svipað leyti. Þrátt fyrir að á stund-
um mætti heyra fallega hljóðfæra-
samsetningu er þetta verk ótta-
lega þunnt og tæplega þess virði
að bjóða fólki upp á slíkt, þótt
verkið væri á köflum ágætlega
flutt.
Lokaverk tónleikanna var sú
fjórða eftir Brahms og í þetta
margslungna verk þarf að leggja
ýmislegt sem stendur utan við
nóturnar. Fyrri hlutinn af hæga
þættinum var fallega fluttur af
hljóðfæraleikurunum en annað var
leikið beint af augum og viðamik-
ill hljómur blásaranna yfirgnæfði
strengina á stundum.
Jón Ásgeirsson