Morgunblaðið - 31.01.1997, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Allar bækurnar ættu
að fá verðlaun
Danska skáldkonan Dorrit Willums-
fær bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs fyrir bók sína Bang. En
roman om Herman Bang. Þröstur
Helgason ræddi við tvo dómnefnd-
armenn um valið, um hugsanlegt
ráðabrugg í dómnefndum, álit þeirra
á bókmenntaverðlaunum og íslensk-
um og norrænum bókmenntum.
AUÐVITAÐ vill maður veg landa
sinna sem mestan en það er hins
vegar afar erfitt að vera með eitt-
hvert ráðabrugg til að koma þeim
áfram, slíkt er ekki vel liðið í nefnd-
inni,“ segir Mary-Ann Backsbacka
formaður dómnefndarinnar sem
ákvað í vikunni að danska skáld-
konan Dorrit Willumsen skyldi
hljóta Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs. Preben Meulengracht-
Sorensen, sem var annar dönsku
fulltrúanna í dómnefndinni, tekur
undir með Mary-Ann og segir að
það spyrji allir um það hvort
nefndarmenn séu ekki duglegir við
að koma „sínum“ bókum á fram-
færi. „Og svarið er alltaf það sama,
nei! Menn komast ekki upp með
augljósa hlutdrægni.“
Aðspurð segir Mary-Ann að al-
mennt séð sé hún hlynnt því að
veita bókmenntaverðlaun. „Vitan-
lega er erfitt að bera saman bók-
menntaverk. Bækurnar sem lagðar
voru fram til Bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs að þessu sinni
voru til dæmis allar mjög góðar
enda var lengi tvísýnt um úrslitin.
Að mínu mati ættu allar bækurnar
að fá verðlaun. Bjarta hliðin á bók-
menntaverðlaunum er hins vegar
sú að þau setja bókmenntirnar í
brennidepilinn um sinn í hinni sam-
félagslegu umræðu.“
Mary-Ann segist vera svolítið
hissa á því hvað langt sé liðið síðan
ljóðabók hlaut Norðurlandaverð-
launin. „Þetta var rætt í nefndinni
að þessu sinni. Eg get ekki útskýrt
hvers vegna Ijóð hafa ekki átt upp
á pallborðið en það getur verið að
það sé auðveldara að bera saman
prósaverk og færa rök fyrir því
hvers vegna slík verk eru góð. Sjálf
hefði ég gjaman viljað að finnska
skáldið Claes Andersson hefði
fengið verðlaunin að þessu sinni
fyrir ljóðabókina sína, En lycklig
mánska. Einnig þótti mér ljóðabók
Hannesar Sigfússonar, Kyrjálaeiði,
mjög góð.“
Fann röddina
í skáldsögunni
Bæði eru þau Mary-Ann og Pre-
ben ánægð með bókina sem valin
var til verðlauna í þetta skipti,
Bang. En roman om Herman Bang
eftir Dorrit Willumsen. „Ég hefði
auðvitað viljað að finnsk bók hlyti
verðlaunin," segir Mary-Ann, „en
bók Willumsens er afar góð og
spennandi aflestrar. Mér þykir
Dorrit hafa skrifað sanna bók um
Bang, það er einhver sannur tónn
í henni.“
Preben segir að Willumsen hafi
komið fram í sviðsljós danskra bók-
mennta þegar kvennabókmenntir
vom í mótun. „Hún skrifaði
kvennabókmenntir fyrst í stað og
svipaði kannski til Svövu Jakobs-
dóttur. En Dorrit er meira en
kvennabókmenntahöfundur, ef ég
má orða það svo, með bókinni um
Herman Bang er hún orðin einn
fremsti rithöfundur okkar Dana.
Þetta er mikil og þétt bók sem
skrifuð er á stórkostlegu máli, að
mínu mati. Það liggur gríðarleg
vinna á bak við hana en hún hófst
í byrjun þessa áratugar. Dorrit
hefur rannsakað líf og skrif Bangs
nákvæmlega, til dæmis las hún
bréfín hans sem em brannur af
fróðleik. Það er því margt nýtt sem
kemur fram í þessari sögu um
Bang sem bókmenntafræðingar
hafa verið að rannsaka í gegnum
tíðina.
Bang, sem var uppi á áranum
1857 til 1912, var einn fremsti rit-
höfundur Dana á sínum tíma. Auk
þess að skrifa bókmenntir fékkst
hann við blaðamennsku, leiklist,
leikstjórn og fleira. Hann var mik-
ill spjátrangur og kannski svolítið
skrýtinn. Hann var hommi og átti
í raun hvergi heima; var gerður
útlægur bæði frá Danmörku og
Þýskalandi. En eins og bókin sýnir
var hann merkilegur maður en
bókin fjallar fyrst og fremst um
manninn sjálfan.
Þessi bók er kannski ekki ný á
yfirborðinu. Það hafa verið skrifað-
ar margar bækur um söguleg efni
á Norðurlöndum undanfarin ár. En
Dorrit gerir það á annan hátt en
flestir. Bókin er skáldsaga að formi
en ekki að innihaldi, ef svo má
segja. Þetta er eiginlega ævisaga
í skáldsagnaformi. Kannski vegna
þess að fyrst í stað átti bókin að
verða hefðbundin ævisaga um rit-
höfund en ekki skáldverk í eiginleg-
um skilningi. En Dorrit hætti við
ævisöguformið í miðju kafi því
henni fannst hún ekki fínna sig í
því; hún fann ekki röddina sína. í
skáldsögunni leyfist henni að skrifa
eins og henni sem skáldi er tamt.“
Ennþá jafn mikil
bókmenntaþjóð
Preben talar íslensku nánast
lýtalaust en hann var sendikennari
hér á landi á árunum 1967 til 1971
og lærði þá íslensku. Preben er
prófessor í norrænum fræðum við
Oslóarháskóla en starfar einnig
sem gagnrýnandi við Jyllands Post-
en. Hann hefur þýtt nokkrar ís-
lenskar bækur, svo sem endur-
minningar Tryggva Emilssonar,
Gunnlaðarsögu eftir Svövu Jakobs-
dóttur og Það sefur í djúpinu og
Það rís úr djúpinu eftir Guðberg
Bergsson sem hann segir vera einn
af höfuðrithöfundum Norðurlanda
síðustu áratugi.
„Guðbergur var brautryðjandi í
norrænum bókmenntum á sjöunda
áratugnum, ekki aðeins íslenskum.
Hann hafði ekki mikil áhrif utan
íslands en samt var hann lesinn
af ungum dönskum höfundum á
sínum tíma sem lærðu mjög mikið
af honum. Ég þýddi ekki Tómas
Jónsson. Metsölubók en hún hefði
þurft að komast á danska tungu
því hún var á undan sinni samtíð
á Norðurlöndum. Hún sameinaði
hefðbundna frásögn og hinn brota-
kennda frásagnarhátt sem síðan
hefur orðið sífellt algengari.
Ég hef fylgst lítillega með því
sem hefur verið skrifað á íslensku
síðustu ár og ég held að af því
nefni ég fyrst bók Hannesar
Sigfússonar, Kyijálaeiði, en það er
frábær bók. Hún er ekki bara ell-
iárabók, samin af skáldi sem samdi
bestu bækurnar sínar fyrir fímmtíu
árum; þessi bók hefur margt nýtt
fram að færa.
Ég hef lesið svolítið af skáldsög-
um síðustu ára, svo sem eftir Einar
Má Guðmundsson og Einar Kára-
son. Það er mjög sterkur þráður í
íslenskum Iausamálsbókmenntum
sem er íslenskur; í þeim er íslenskt
efni, íslenskur hugsunarháttur og
fjallað um íslensk vandamál. Thor
Vilhjálmsson var kannski fyrstur
til að ijalla um alþjóðleg efni í bók-
menntum hér.
Einar Már og Einar Kárason eru
hefðbundnir að því leyti að þeir eru
að skrifa um ísland en þeir gera
það með öðrum hætti en áður hef-
ur verið gert. Það er meira frelsi
í skrifum þeirra, meiri húmor, -
kannski eru þeir arftakar Guð-
bergs.
Annars er þessi bókmenntaþjóð
ennþá jafn mikil bókmenntaþjóð
og hún hefur alltaf verið.“
Fjölbreytnin einkennir
Mary-Ann er rithöfundur og
menningarblaðamaður á Wástra
Nyland sem er dagblað skrifað á
sænsku, eða finnlandssænsku.
Einkum fæst hún við að skrifa um
finnskar bókmenntir og segir að í
þeim megi fínna sömu meginein-
kenni og í öðrum norrænum bók-
menntum. „Fjölbreytnin einkennir
kannski einna helst fínnskar bók-
menntir eins og reyndar bókmennt-
ir annarra Norðurlanda; bæði er
verið að skrifa hefðbundnar raun-
sæislegar bókmenntir og bækur
sem flokka má til póstmódernisma.
í framhaldi af bók Dorrit má segja
að það sé mikill áhugi á ævisögu-
legum skáldsögum, það er að segja
skáldsögum um rithöfunda og lista-
menn.
Annars vantar að rithöfundar
fjalli um samfélagsvandamál að
mínu mati. Höfundar hafa verið
að fara inn í sig í meira mæli og
fjalla um sjálfa sig.“
SAMtm
A4MBÍ
m
m
D E N Z E L
WASHINGTON
W H I T N E Y
HOUSTON
The
Preacher s
Wife
TOUCHSTONE PlCniRES-dTHE SAMUELGOLDWYN COMPAItiU* A SAMUELGOLDWYN,
u AniMin .* PARKWAY PR0DUCT10NS -^MUNDYLANE ENTCRTAINMENT A PENNY MARSHAIi
DENZELWASHINGTON WHITNEY HOUSTON "THE PREACHER’S WTFF COIJRTNEY B. VANŒ GREGORYHINES JENIFERLEWIS LORETTA DEVINE
^MERVYNWARREN c^HANSZlMMER ÍÍ5ECYNTHIAFLYNT “?STEPHENA.ROTTER GEORGEBOWERS, axl 'ttJSBILLGROOM
fttSíMIROSLAV ONDRICEK, KSC DEBRA MAR1TN CHASE AMYLEMISCH TIMOTHY M. BOURNE fcSSELUOTABBOTT ROBERT GREENHUT
v£X*VROBERT E SHERWOOD-LEONARDO BERCOVKT ^NATMAULDIN-AliANSCOIT1^SAMUELGOLDWYN, JR.'t PENNY MARSHAII
1«—. pww
'infmmOiumíiliuí ú
Túnlistln úr
myndinni fæsl í
ítalskur veitingastaður
v/Bankastræti
Þú býður elskunni þinni á The Preacher's Wife
í Sambíóunum, Álfabakka eða Kringlubíó og
ferð miða sem gildir á „Tveir fyrir einn“ tilboð
á ftalska veitingastaðinn Caruso.
„Skálhylt-
ingar á mið-
öldum“
GUNNAR Karlsson prófessor talar
um „Upphaf byggðar og upphaf
biskupsstóls í Skálholti“ og Asdís
Egilsdóttir lektor talar um „Jartein-
ir Þorláks biskups helga“ í Skál-
holtsskóla sunnudaginn 2. febrúar
næstkomandi.
í erindi sínu rekur Gunnar hug-
myndir varðandi upphaf Skálholts.
Tvö álitamál er við að glíma. Heim-
ildum ber illa saman um upphaf
byggðar á staðnum og hægt er að
hafa mismunandi skoðanir á því
hvenær orðið hafi til biskupssetur
í Skálholti. Jafnframt tengist um-
fjöllun Gunnars spurningum varð-
andi upphaf byggðar í Tungunum.
Ásdís Egilsdóttir segir í sínu er-
indi frá jarteinum eða sögum af
kraftaverkum Þorláks helga. Þeim
var fyrst safnað saman í heila bók
1199, jarteinabók þá sem Páll Jóns-
son biskup lét lesa upp á alþingi
sama ár. Éinnig fylgja jarteinir öll-
um sögugerðum Þorláks sögu. í
jarteinunum eru merkar lýsingar á
hugarheimi og daglegu lífi manna
á miðöldum. Sagt er frá daglegum
störfum, sjúkdómum og slysum og
trú manna á hjálp Þorláks helga í
hverskyns vanda.
Dagskráin í Skálholtsskóla hefst
kl. 15:30. Að loknum erindunum
verður boðið upp á kaffi og með-
læti. Síðan verða fyrirspumir og
almennar umræður. Yerð er kr. 800
og eru veitingar innifaldar í því.
Ólafur sýnir í
Galleríi Sævars
Karls
NÚ stendur yfír sýning Ólafs Lár-
ussonar í Galleríi Sævars Karls,
Bankastræti 9. Heiti sýningarinnar
er: „?“ „!“.
Verkin á sýningunni eru öll ný,
unnin á síðustu mánuðum. Þetta eru
veggskúlptúrar auk handunnina
bóka. Ólafur hefur haldið fjölda
einkasýninga og tekið þátt í mörgum
samsýningum, bæði erlendis og hér
heima. Þetta er 30. einkasýning
hans.
Sýningu Haf-
steins að ljúka
AKVARELLU sýningu Hafsteins
Austmanns í Listþjónustunni lýkur á
sunnudag. Hefur sýningin staðið yfír
frá 11. janúar. Sá háttur hefur verið
hafður á að fyrir hverja mynd sem
selst hefur komið ný í staðinn.
Sæþór sýnir í
galleríi Geysi
SÆÞÓR Öm Ásmundsson opnar sína
fyrstu einkasýningu 5 galleríi Geysi,
laugardaginn 1. febrúar. Sæþór sýn-
ir málverk unnin úr olíu, akríl og
málmskúlptúr. Sæþór er 19 ára og
er sjálfmenntaður.
Hann hefur tekið þátt í tveimur
samsýningum fyrir ungt fólk. Sýn-
ingin stendur frá 1. febrúar til 10.
febrúar og er opin virka daga kl.
9-23 og kl. 13-18 um helgar.