Morgunblaðið - 31.01.1997, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
TUTTUGASTA Kvikmyndahátíð
Gautaborgar hefst í kvikmynda-
húsinu Drekanum, sem tekur rúm-
lega sjö hundruð manns í sæti,
síðdegis þann 31. janúar. Þar verða
sýndar myndir frá 46 þjóðlöndum
og safnað fé til styrktar kvik-
myndahúsi í Bosníu. Listamenn
koma fram án endurgjalds og svo
verður dansað til klukkan þijú hina
fyrstu nótt í febrúar. „Cinebosnia"
er samnefnarinn fyrir söfnunar-
og kynningardagskrána.
Síðasta gönguferðin
Gerð leikinna mynda hefur að
mestu legið niðri í Bosníu meðan
á stríðinu stóð. Ein af fáum undan-
tekningum er „Neocekivana
Setnja“ eða Síðasta gönguferðin
(Bosníu-Herzegovínu 1995-97)
sem verður sýnd þrisvar á hátíð-
inni. Hún hefur ekki verið sýnd
utan heimalandsins fyrr, enda ný-
komin heim og saman með stuðn-
ingi víða að. Myndin lýsir hinum
unga Nenad sem þráir Senka svo
mjög að hann yfírgefur sjúkrahús-
ið, þrátt fyrir bardagasárin. En
hann er í umsetinni borg, Sarajevo,
þar sem það eitt að sækja vatn er
flókið og lífshættulegt, og þar sem
virðing fyrir lífí fólks og lífíð sjálft
er sundurtætt. Ekkert verður eins
og Nenad hugsar sér, ekki heldur
elskan hans. Leikstjórinn Francois
Lunel er fæddur í París (1971) en
starfar í Sarajevo.
Mánudaginn 3. febrúar verður
dagskrá undir stjórn Bibi Anders-
son um kvikmyndagerð í Bosníu;
einnig sýndar heimildarmyndir
sem fylgt verður eftir með sam-
ræðum kvikmyndagerðarfólksins
um stríðslýsingar. Þessi atriði eru
öllum opin og aðgangur ókeypis
eins og raunar á alla umræðufundi
hátíðarinnar, en meðal nýjunga í
ár má nefna pallborðsumræður í
girnilegum bunum dagana 6.-8.
febrúar, sem fá samheitið „Cinem-
ix“.
Margar frumsýningar
Evrópskir kvikmyndagerðar-
menn eiga flestar myndir á hátíð-
inni, bæði leiknar myndir og heim-
ildarmyndir. Margar myndanna
eru frumsýndar á hátíðinni.
Frá Frakklandi kemur m.a. „For
Ever Mozart", hin nýja mynd gam-
alkunna meistarans Jean-Luc
Goddard. Þá verður minning Marc-
ellos Mastroiannis heiðruð með
sýningu á seinustu myndinni sem
hann lék í, „Trois vies et une se-
ule mort“ (þrjú líf og aðeins einn
dauði) undir stjóm Raul Ruiz.
„Irma Vep“ nefnist mynd eftir
Oliver Assayas, sem er kvikmynd
um kvikmynd með Jean Pierre
Léaud í hlutverki franska leikstjór-
ans að fást við nýjar upptökur á
þöglumyndaseríunni Blóðsugur.
Maggie Cheung, kvikmynda-
stjarna frá Hong Kong, hefur ver-
ið fengin til að leika kvenhetjuna
Irmu Vep og ýmsar andstæður
myndast, austur og vestur, þögult
og hávært, hugsjónir og ranghug-
myndir, svo úr verður kómík. Til
gamans má nefna að Claire Denis
sem var gestur Kvikmyndahátíðar
Reykjavíkur fer með hlutverk í
mynd frá árinu 1995 „En Avoir
(ou Pas)“, sem mætti þýða Að
hafa (eða ekki), eftir Lætitia Mas-
son, auk þess sem mynd hennar
„Nénette et Boni“ verður einnig
sýnd hér.
Meðal mynda, sem Bretar fram-
leiða, má nefna „Trojan Eddie“,
nýja mynd eftir Skotann Gillies
McKinnon. í fyrra átti hann eina
umdeildustu mynd hátíðarinnar
„Small Faces“ sem hann fram-
íeiddi sjálfur. McKinnon nam upp-
haflega málaralist við Glasgow
School of Art, en eftir tilraunir
sínar í formi stuttmynda dreif hann
sig í kvikmyndaskólann National
Film School. Höfundur handritsins
„Trojan Eddie“ er Billy Roche og
eftir honum er haft að hann hafi
viljað skrifa handrit að mynd sem
gæti orðið jafn írsk og frönsk
mynd getur verið frönsk. Hún ger-
ist meðal írskra húsvagnaflökku-
þar sem ólöglegir innflytjendur eru
látnir vinna verkin. Einnig verður
sýnd ný gamanmynd „Camping
Cosmos" eftir Jan Bucquoy, höf-
und myndar sem sýnd var á kvik-
myndahátíð í Reykjavík með heit-
inu Kynlíf Belga. Ein mynd er frá
Lúxemborg; „Blac Dju“ eftir Pol
Cruchten, með Philippe Leotard
meðal leikara.
Sem dæmi um þýskar myndir,
má nefna „Stille Nacht“ eftir Dani
Levi, sem fýrir fímm árum var á
ferðinni með myndina „I was on
Mars“. Nýja myndin byggir á ást-
arsögu og Maria Schrader leikur
aðalhlutverkið, konu sem á bágt
með að gera upp á milli elskhug-
ans og sambýlismannsins, nema
þá símleiðis! Til þýskra mynda telst
einnig mynd leikstjórans Zoran
Solomun frá Króatíu, sem býr og
starfar í Berlín. „Miide Wegge-
fuhrten" (Þreyttir förunautar)
nefnist mynd hans og er lýst sem
annál um fólk á flótta ... og
undir lokin um fjölskyldu sem kem-
ur til baka þegar vopnahlé kemst
á . . . til að jarða ættingja. Með-
al þýsku heimildarmyndanna má
nefna mynd leikstjórans og óperu-
unnandans Wemers Schroeter,
sem hreifst svo af gamalli upptöku
með Verdi-söngkonunni Anita
Cerquetti að hann leitaði hana
uppi og fann 65 ára gamla konu,
löngu hætta að syngja, en ekki að
segja frá. Hún er því með í mynd
hans „Abfallprodukten der Liebe“
(Afgangar ástarinnar) þar sem
hann lætur Isabelle Huppert og
Carloe Bouquet spyija fleiri út úr
um óperufortíð, ástir, stríð og
hvaðeina hverfult.
Að sunnan og austan . . .
Frá Spáni kemur myndin „Ti-
erra“, undarleg og dreymin niynd
eftir eftir Juiio Medem. Önnur
mynd er eftir spánska leikstjórann
Gracia Querejeta, „E1 ultimo viaje
de Robert Rylands" (Síðasta ferð
Róberts Rylands), en hún er á
ensku og gerist í Oxford.
Frá Ítalíu kemur m.a. „Nerolio“
mynd Aurelios Grimaldis um Pier
Paolo Pasolini (sem var bönnuð á
Feneyjahátíðinni!) en einnig mynd
eftir nýliðann Edorado Winspeare
sem þegar er talin hin nýja von
ítalskrar kvikmyndagerðar. Mynd
hans „Pizzicata“ gerist á lands-
byggð Suður-Ítalíu og hann velur
að vinna frekar með heimaleikur-
um, heldur en öðrum þekktari.
Frá Austurríki kemur „Charms
Zwischenfúlle" sem Michael
Kreishl leikstýrir og byggir á ritum
rússneska rithöfundarins Daniil
Charm, sem lögregla Stalíns tók
höndum og lét lífið áður en stríðinu
lauk. Samkvæmt lýsingu Gunnars
Bergdahls, formanns Kvikmynda-
hátíðar, einkennist myndin af
svörtum húmor og því hvernig hill-
ingar martraðanna geta varpað
okkur inn í óumdeilanlegt Kafka-
ástand.
Frá Sviss kemur „Nacht der
gaukler" (Nótt trúðsins) eftir Mic-
hael Steiner og Pascak Walder.
Frá Rúmeníu er mynd sem nefn-
ist „Asphalt tango“ eftir Nae Car-
anfil en frá Sloveníu kemur heim-
ildarmyndin „Predictions of Fire“
eftir Mechael Benson, frá árinu
1995.
Frá Ungveijalandi kemur mynd-
in „Bolse vita“ eftir Ibolya Fekete,
sem heimamenn útnefndu sem
bestu mynd ársins 1996. Önnur
leikin mynd kemur þaðan eftir
Peter Gothar, en einnig heimildar-
mynd eftir Judith Elek, um ferð
Elies Wiesels meira en fimmtíu ár
aftur í tímann og sömu leið og þá
frá Transsylvaníu um Auschwitz
og Birkenau og til Buchenwald.
Frá Tékkum kemur m.a. „Mar-
ian“, verðlaunuð mynd um sí-
gaunadreng eftir Petr Vaclav.
Önnur þaðan nefnist „Kolya“ eftir
hinn þrítuga leikstjóra Jan Sverek,
með góðar myndir að baki eins og
„Easy Riders“, sem var á hátíðinni
í fyrra og reyndist bráðskemmtileg
vegamynd. Nú speglar hann enda-
lok kommúnismans í Prag árið
PÓSTURINN fer sína leið heitir hollensk heimildarmynd eftir Bernie Ijdis, þar sem hann Iýsir
ferð um hina 1000 km póstleið á Java í Indonesiu.
Myndir frá 46 löndum á kvikmyndahátíð Gautaborgar
Víst er að færri en vilja
komast á vígslu Kvik-
myndahátíðarinnar
í Gautaborg, þar sem
íslenska „Djöflaeyjan“
verður hátíðarmyndin
segir Krístín Bjarna-
dóttir. Myndin verður
sýnd að lokinni ræðu
menntamálaráðherrans
Marita Ulvskog og 7
mínútna myndinni
„Tuzla, TV-skármen
som rekviem“, eftir
Göran Olsson.
manna. Þar er lýst átökum í liði
John Powers, sem hefur fundið sér
samastað og gerst smákóngur og
glæpaforingi. Eddie tilheyrir liði
John Powers, en sættir sig ekki
við harðstjórn hans. Það rignir alla
myndina sem sagt er að einkennist
af hrottaskap og nöturleika. Ekki
ólíklegt að hún eigi einnig eftir að
verða umdeild. Á skömmum tíma
er leikstjórinn Michael Winterbott-
om, frá Blacburn orðinn vel þekkt-
ur m.a. fyrir myndina „Family“,
frá 1994 byggða á handriti eftir
Roddy Doyle og síðan hefur hann
gert „Butterfly Kiss“, „Go Now“
og loks „Jude“, sem hér verður
sýnd. Þar fara Christopher Eccles-
ton og Kate Winslett með aðalhlut-
verk.
Einnig verður sýnd írska Felix-
verðlaunamyndin „Some Mothers
son“ eftir Terry George sem segir
okkur nútímasögu Norður-írlands
frá nýstárlegum sjónarhóli.
Pósturinn fer sína leið
Frá Hollandi kemur m.a. heim-
ildarmyndin „Jalan Raya pos/De
groote postweg" eða Pósturinn fer
RICHARD Harris og Aislin McGuckin dansa brúðkaupsvalsinn
í hlutverkum John Power og Kathleen í kvikmyndinni „Trojan
Eddie“.
SVISSNESKA kvikmyndin Nótt trúðsins er eftir Michael Stein-
er og Pascak Walder.
sína leið, eftir Bernie Ijdis. Hann
lýsir ferð um hina 1.000 km póst-
leið á Java í Indonesíu, veg sem
hollenskir nýlenduherrar létu gera.
Tær og farðalaus mynd með svið-
settum samtölum, en einn þráður
hennar er spunninn með viðtölum
við indónesíska rithöfundinn
Pramudya Anata Tur.
Frá Belgíu kemur myndin „La
Promesse“ eða Loforðið eftir bræð-
urna Jean-Pierre & Luc Dardenne.
Það er dramatísk mynd í grófkorn-
uðum heimildastíl og er látin ger-
ast í Charleroi. En þar er sögð
saga 15 ára drengs sem hjálpar
föður sínum, þó ekki árekstra-
laust, að reka byggingarfyrirtæki
Hátíð til styrkt-
ar bíói í Bosníu