Morgunblaðið - 31.01.1997, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ráni á einni flugvéla Atlanta
naumlega afstýrt í Casablanca
Öryggisvörður
vopnaður hnífi
yfirbugaður
Eftir nokkur átök tókst að yfir-
buga manninn og var hann færður
til yfirheyrslu, þar sem hann játaði
að hafa ætlað að fara með vélinni, j
fara upp í stjórnklefa gegnum far- .
þegarýmið og neyða flugmennina
að snúa vélinni til Alsírs. Þar mun 1
hann eiga fjölskyldu þótt maðurinn
sé sjálfur frá Marokkó.
Hafþór segir að fyrir kunnugan
mann sé tiltölulega auðvelt að kom-
ast upp í stjórnklefann frá lestinni,
og hefði því verið torvelt að afstýra
þessari flugránstilraun, hefði mað-
urinn ekki fundist nægjanlega
snemma. I
í áhöfninni voru íslenskar flug- |
freyjur, annar flugmaðurinn sömu-
leiðis og flugvélstjórinn, og voru
flestir flugliðarnir staddir um borð
í stjórnklefanum þegar átökin áttu
sér stað, og urðu þeirra lítt varir,
að sögn Hafþórs.
Hann segir að engir farþegar
hafi verið komnir um borð í vélina,
en brottför tafðist töluverða stund
vegna þessa atviks.
Ekki heill á
geðsmunum
„Það þykir orðið ljóst að maður-
inn sé ekki heill á geðsmunum, og
við teljum ástæðu til að hrósa happi
yfír að ekki fór verr. Við sjáum
hins vegar ekki sérstaka ástæðu
til að óska eftir hertu öryggiseftir-
liti vegna þessa atviks, enda erfitt j
að ráða við það þegar einn öryggis-
varða á hlut að máli,“ segir Hafþór. ,
Harður '
árekstur
rútuog j
fólksbíls !
KALLA þurfti á tækjabíl slökkvi- i
liðsins í Reykjavík til að losa öku-
mann bifreiðar, sem lenti í mjög
hörðum árekstri við fólksflutninga-
bíl á horni Miklubrautar og
Skeiðarvogs skömmu eftir hádegi
í gær. Maðurinn er ekki talinn í
lífshættu. |
Tildrög árekstursins voru með j
þeim hætti að fólksflutningabifreið P
með 20 skólabörn innanborðs á I
leið í tíma í Langholtsskóla ók á
móti grænu ljósi eftir Réttarholts-
vegi á leið inn í Skeiðarvog, þegar
bifreið, sem ekið var Skeiðarvog
til suðurs, beygði í veg fyrir rútuna.
Börnin sluppu vel
Bifreiðarnar lentu mjög harka- ,
lega saman og sendi slökkviliðið *
þijá sjúkrabíla á slysstað auk I
tækjabíls, sökum þess hversu al- k
varlega tilkynningin um slysið
hljómaði. Börnin meiddust hins
vegar ekki, en samkvæmt upplýs-
ingum frá slökkviliðinu fór áhöfn
eins sjúkrabílsins með þeim í bif-
reiðinni sem sótti þau, enda börn-
unum talsvert brugðið.
Nokkrir foreldrar munu og hafa
leitað til slysadeildar í gær með t
böm sín, til að grennslast fýrir um j
hugsanlega áverka. Ökumaður f
fólksbifreiðarinnar mun ekki hafa »
slasast alvarlega.
Hæstiréttur ávítar dómsmálaráðuneytið fyrir málsmeðferð í forsjárdeilu
SAMKVÆMT úrskurði Hæstarétt-
ar svipti dómsmálaráðuneytið Han-
es-hjónin bandarísku í reynd rétti
þeirra til að leggja réttarágreining
sinn og Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins undir dóm Hæstaréttar, með því
að afhenda bandaríska sendiráðinu
Zenith Elaine Helton og móður
hennar sem fór með barnið úr landi
í kjölfarið.
Hæstiréttur ákvað á miðvikudag
að vísa frá kæm Hanes-hjónanna á
úrskurð Héraðsdóms Reylq'aness,
þar sem RLR var heimilað að gera
leit á heimili þeirra að baminu, í því
skyni að taka það úr umsjá þeirra.
Ekki stoð í lögum
í forsendum dómsins segir m.a.
að þar sem það ástand sem leiddi
af hinum kærða úrskurði var um
garð gengið, verði ekki „hjá því
komist að vísa málinu frá“.
Hanes-hjón
svipt kærurétti
I dóminum segir ennfremur að
ákvörðun ráðuneytisins um að ráð-
stafa barninu, sem hald var lagt á
samkvæmt úrskurðinum sem kærð-
ur var, hafí hvergi átt sér stoð í
lögum. Með ákvorðuninni hafí verið
„höfð afskipti af máli, sem að öðr-
um kosti hefði verið skorið úr með
dómi innan fárra daga.“
Til þessa var litið við ákvörðun
greiðslu kærumálskostnaðar Han-
es-hjónanna, og úrskurðaði Hæsti-
réttur að ríkissjóður greiddi hann
alfarið, samtals 250 þúsund krónur.
Þorsteinn Geirsson ráðuneytis-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu segir
að ekki sé hægt að mótmæla dómi
Hæstaréttar, en hins vegar hafi
ákvörðun ráðuneytisins byggst á
því mati að það væri hagsmunum
barnsins fyrir bestu að ekki yrði
dráttur á afhendingu þess til banda-
rískra stjómvalda. Ráðuneytið hafí
auk þess átt von á að málsmeðferð
gæti tekið margar vikur.
Hann minnir sömuleiðis á að
eingöngu bandarískir þegnar hafi
átt hlut að málinu og ráðuneytið
hafi litið svo á að málið væri fyrst
og fremst bandarískt og eðlilegt
megi teljast að réttarágreiningur á
milli hlutaðeigandi, sem varði
barnið, sé útkljáður í Bandaríkjun-
um. Hanes-hjónin hafi ennfremur
verið eftirlýst fyrir að ræna barn-
inu af móðurinni, sem hafði for-
ræði þess samkvæmt úrskurði
dómstóla í Bandaríkjunum, auk
þess að hafa komið hingað á fölsk-
um forsendum.
Kæra til Hæstaréttar frestar
oft ekki framkvæmdum
„Þetta lítur auðvitað ekki vel út,
en þær aðgerðir sem við gripum til
áttu sér stað áður en dómur Hæsta-
réttar féll. Það er nú oft á tíðum
svo, að þótt úrskurðir lægra dóm-
stigs séu kærðir til Hæstaréttar,
frestar það ekki framkvæmdum,"
segir Þorsteinn.
Niðurstöður
Ragnars rangar
ÞORKELL Sigurlaugsson, fram-
kvæmdastjón þróunarsviðs Eim-
skipafélags íslands, segir staðhæf-
ingar Ragnars Aðalsteinssonar
hæstaréttarlögmanns, í greinargerð
sem hann vann fyrir umbjóðanda
sinn á landflutningasviði í október
sl. og greint var frá í Morgunblaðinu
í gær, byggja á röngum forsendum.
Þar af leiðandi telur Þorkell niður-
stöður greinargerðarinnar rangar.
Þorkell segir að í greininni séu
ýmsar rangfærslur og þama hljóti
að vera um að ræða fyrsta uppkast
en ekki skjal sem Ragnar hafí sent
frá sér til opinberrar birtingar.
Ragnar sé almennt þekktur af
vandaðri vinnubrögðum en þeim
sem birst hafi í blaðinu í gær.
„Það er eins og það hafi farið
fram hjá Ragnari að Eimskip er
Kvótamál
Krafa um sam-
þykki veðhafa
BANN við sölu veiðiheimilda frá
skipum nema með leyfí veðhafa mun
draga úr viðskiptum með veiðiheim-
ildir og gera byggðarlögum kleift
að koma í veg fyrir brotthvarf þeirra.
Á Alþingi í gær kom fram að
þennan skilning leggja Sighvatur
Björgvinsson formaður Alþýðu-
flokks, Þorsteinn Pálsson sjávarút-
vegsráðherra og Guðni Ágústsson
alþingismaður Framsóknarflokks, í
frumvarpi til laga um samningsveð.
■ Gæti dregið úr/33
ekki lengur bara skipafélag, heldur
fyrirtæki sem veitir alhliða flutn-
ingaþjónustu bæði á sjó og landi.
Landflutningar hafa auðvitað vaxið
verulega í kjölfar bættra vegasam-
gangna og á sama tíma hefur dreg-
ið úr áherslu á sjóflutninga hér inn-
anlands. í landflutningum höfum
við tekið upp samstarf við aðra eða
keypt önnur fyrirtæki í stað þess
að byggja eigin fyrirtæki upp frá
grunni,“ segir Þorkell. Hann segir
það í engum takt við raunveruleik-
ann að ætla að Eimskip hafi yfír
að ráða 50% hlutdeild af landflutn-
ingamarkaðnum.
Þorkell Sigurlaugsson vísar því á
bug að Eimskip hafi verið að kaupa
sér viðskipti með því að kaupa hlut
í öðrum félögum. „Þessi fyrirtæki
hafa öll verið í viðskiptum við okk-
ur áður og eru það áfram. Það er
ekkert tengt því að við séum að
kaupa okkur viðskipti."
Stefna félagsins að
vikka starfssviðið
í greinargerð Ragnars Aðalsteins-
sonar er fjallað um fjárfestingar
Eimskips í fýrirtækjum í öðrum at-
vinnugreinum en flutningum. Þor-
kell segir að Eimskip hafí verið virkt
á hlutabréfamarkaði á íslandi und-
anfarin ár og hafi stofnað árið 1989
fjárfestingafélagið Burðarás hf.
Þetta sé liður í þeirri stefnu félags-
ins að víkka starfssvið sitt og taka
virkan þátt í íslensku atvinnulífi.
„Með fjárfestingum í fýrirtælq'um,
s.s. í sjávarútvegi, leggur Eimskip
sitt af mörkum til þróunar og arð-
samrar uppbyggingar í þeirri áhuga-
verðu atvinnugrein," segir Þorkell.
Morgunblaðið/Kristinn
ÁREKSTURINN var mjög harkalegur og í fyrstu var óttast að
skólabörnin í fólksflutningabifreiðinni hefðu slasast.
Morgunblaðið/Golli
Pjölmennt
afmæli
heiðurs-
borgara
MIKIÐ fjölmenni sótti 75 ára
afmælisfagnað Aðalsteins Jóns-
sonar forsljóra Hraðfrystihúss
Eskifjarðar í félagsheimilinu
Valhöll á Eskifirði í gærkvöldi.
Talið er að um 500 manns hafi
sótt afmælishóf Aðalsteins, sem
er heiðursborgari Eskifjarðar.
Að loknu borðhaldi og dagskrá
var stiginn dans fram eftir
nóttu. „Þetta er mikill gleðidag-
ur og gaman að sjá allt þetta
fallega fólk í húsinu hér í
kvöld,“ sagði afmælisbarnið.
Hér má sjá Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra óska Aðal-
steini til hamingju með daginn.
VEGNA árvekni hleðslumanns á
flugvellinum í Casablanca í Mar-
okkó tókst naumlega að koma í veg
fyrir tilraun til flugráns á einni vél
Átlanta-flugfélagsins sem þar er í
rekstri, en lungi áhafnar hennar
er íslenskur.
Atburðurinn gerðist um hádegi
að íslenskum tíma, seinasta sunnu-
dag, þegar verið var að hlaða
Boeing 747-vél Atlanta-flugfélags-
ins á flugvellinum, um klukkustund
áður en hún átti að halda til Med-
ína í Saudí-Arabíu.
Stakk lögreglumann
með hnífi
Einn hleðslumanna veitti því at-
hygli að öryggisvörður á flugvellin-
um, sem hafði verið að sniglast í
kringum farangursgáma í lestinni,
hvarf skyndilega og ákvað að til-
kynna starfsfélögum sínum um
atburðinn. Búið var að loka lestinni
en hún var opnuð aftur og þá kom
í ljós að öryggisvörðurinn hafði
falið sig í einum gáminum.
„Öryggisvörðurinn ógnaði
hleðslumönnum með hnífi þegar
hann fannst og þeir kölluðu því
til lögreglu á flugvellinum. Maður-
inn lét sér ekki segjast við af-
skipti hennar, heldur réðst á lög-
reglumanninn sem fór fremstur í
flokki og stakk hann með hnífnum
í handlegginn þannig að hann
hlaut áverka af,“ segir Hafþór
Hafsteinsson flugrekstrarstjóri
Atlanta.