Morgunblaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 31.01.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1997 43 FRÉTTIR Opinn fund- ur um ör- yggis- og varnarmál SAMBAND ungra miðju- manna á Norðurlöndum (NCF) gengst laugardaginn 1. febrúar kl. 14 fyrir opnum fundi í Norræna húsinu um öryggis- og varnarmál í Evr- ópu. Gestir fundarins verða: Halldór Ásgrímsson, utanrík- isráðherra, Juri Reschetov, sendiherra Rússlands á ís- landi og Steingrímur J. Sig- fússon, alþingismaður. „Á fundinum á sérstaklega að reyna að varpa ljósi á og rökræða stöðu Eystrasalts- ríkjanna, stækkun NATO, hlutverk ÖSE í dag, hvert hlutverk WEU á að vera og hvort hlutleysisstefna Finn- lands og Svíþjóðar standist í dag. Gestir fundarins munu hafa framsögu og taka síðan þátt í pallborðsumræðum. Fundurinn er öllum opinn og fer fram á „skandinavísku". NCF eru samtök ungliða- hreyfinga miðflokka á Norðurlöndum. Aðild að því eiga 8 ungliðahreyfingar frá íslandi, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Alandseyjum. Félagar eru um 40.000,“ seg- ir í fréttatilkynningu frá NCF. ■ ÍSLANDSMEISTARA- KEPPNI í frjálsum dönsum fer fram í Tónabæ í febrúar. Undankeppni fyrir stór- Reykjavíkursvæðið fyrir ungl- inga 13-17 ára verður haldin föstudaginn 7. febrúar í Tónabæ. Úrslitakeppnin fyrir allt landið verður síðan föstu- daginn 14. febrúar í Tónabæ. Keppt verður í tveimur flokk- um, einstaklings- og hóp- dansi. Kynnir á keppninni verður Magnús Scheving. Keppnin fyrir 10-12 ára fer fram laugardaginn 22. febr- úar í Tónabæ. Skráning fyrir alla aldurshópa fer fram í Tónabæ. Nýtt í kvikmyndahúsunum Stjöraubíó sýnir mynd- ina Tvö andlit spegils STJÖRNUBÍÓ hefur hafið sýningar á róman- tísku gamanmyndinni Tvö andlit spegils eða „The Mirror Has Two Faces“. Með aðalhlut- verk fara þau Barbra Streisand, Jeff Bridges, Pierce Brosnan, Mimi Rogers, Lauren Bacall og George Segal. Barbra Streisand er jafnframt leikstjóri og framleið- andi myndarinnar. Rose Morgan (Streis- and) kennir rómantískar bókmenntir við Columbia háskólann í New York. í lífi hennar sjálfrar er hins vegar enga rómantík að fínna. Hún býr hjá stjómsamri móður sinni Hönnu Morg- an (Bacall) sem leggur höfuðáherslu á að dóttirin máli sig og gera sig fallega daglega. Rose er líka stjómað af yngri systur sinni Claire, (Rogers), sem leggur allt í ytri fegurð meðan Rose er öllu heldur gefín fyrir innri fegurð. Rose reynir að taka þátt í stefnumótafárinu en er alltaf fýrri til að hringja og afþakka stefnumótið á síðustu stundu. Rose finnst eins og hún muni aldrei hitta draumaprins- inn sinn. Hún er svolítið skotin í unnusta systur sinnar, Alex (Brosnan) en hún verður bara að láta sig dreyma um hann þar sem hann mun gift- ast Claire. Claire er ekki allskostar sátt við stefnu- mótamál Rose. Hún ákveður því að svara einkamálaauglýsingu fyrir systur sína. Höf- undur einkamálaauglýs- ingarinnar er stærð- fræðiprófessorinn Greg- ory Larkin (Bridges) sem kennir við sama háskóla og Rose. Hann hefur átt í fremur mislukkuðum ástarsam- böndum. Gregory hefur þá kenningu að það hafi verið kynlífíð sem hafí verið megin orsakavaldurinn, kynlíf og aftur kynlíf hafí spillt kærleiks- samböndunum hans. Hann hefur því ákveðið að hitta konu sem á að vera með doktorsgráðu, eldri en 35 ára og það sem meira er, útlitið skiptir ekki nokkru máli. Barbra Streisand ERLA Eyjólfsdóttir og Magnea Guðmundsdóttir eig- endur I hár saman. Þröstur efstur ÁTTUNDA umferð af ellefu á Skák- þingi Reykjavíkur var tefld í fyrra- kvöld í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Helstu úrslit urðu: Þröstur Þór- hallsson - Tómas Björnsson 1-0, Sævar Bjarnason - Bragi Þorfinnsson 1-0, Jón G. Viðarsson - Björgvin Víg- lundsson lh - lh, Einar Hjalti Jensson - Davíð Kjartansson 1-0 og Stefán Kristjánsson - Sigurður Páll Steind- órsson 1-0. Staða efstu manna eftir átta um- ferðir eru: 1. Þröstur Þórhallsson með Vh vinning af 8 og í 2. til 6. sæti eru Bragi Þorfinnsson, Jón G. Viðars- son, Sævar Bjarnason, Einar Hjalti Jensson og Stefán Kristjánsson allir með 6 vinninga. 9. umferð verður tefld í dag, föstu- dag, kl. 19.30-24 í félagsheimili T.R. að Faxafeni 12. RAKEL Ólafsdóttir á fótaaðgerðarstofu sinni. Með henni er Sjöfn Olafsdóttir. Ný fótaaðgerðarstofa RAKEL Ólafsdóttur hefur opnað Opnunartilboð verður út febr- fótaaðgerðarstofu að Sólheimum úar á 1.600 kr. Opið er alla daga 1 í samvinnu með Hárgreiðslustof- frá kl. 9-18 og á laugardögum unni Eddu. og á kvöldin ef með þarf. Ihár saman MAGNEA Guðmundsdóttir hefur keypt hlut í hársnyrti- stofunni I hár saman að Grett- isgötu 9 en Magnea hefur starfað á stofunni í tvö ár. Erla Eyjólfsdóttir, annar eigandi stofunnar, stofnsetti hana vorið 1992 en hún er lærður hárskerameistari. Magnea er hársnyrtimeistari frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hársnyrtistofan í hár sam- an er opin alla virka daga frá kl. 10-18. Plötusnúða- keppni fé- lagsmið- stöðvanna FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Frosta- skjól í vesturbænum stendur fyrir árlegri Plötusnúðakeppni félagsmiðstöðvanna í kvöld kl. 19. Þátttakendur í keppninni koma úr flestum félagsmið- stöðvum um allt land og munu að þessu sinni 14 félagsmið- stöðvar taka þátt. „Glæsileg verðlaun eru í boði og munu þrír atvinnu- menn í plötusnúðafaginu dæma um það hverjir hreppa eiga fyrstu þijú sætin,“ segir í fréttatilkynningu. Lifandi tón- list á Kaffi Reykjavík Á KAFFI Reykjavík er lifandi tónlist alla daga. Á föstudags- og laugardagskvöld leikur hljómsveitin Hunang og á sunnudagskvöldinu leikur Birg- ir Birgisson og hljómsveit. Fé- lagamir Ingi Gunnar og Eyjólf- ur Kristjánsson leika svo þriðju- dags- og miðvikudagskvöld. Skíði og skíðaskór 15-60% afsláttur ♦ Vetrarfatnaður 15-80% afsláttur ♦ Skíðagallar 15-70% afsláttur ♦ Skíðaúlpur 15-80% afsláttur Þrekáhöld alltað 45% afsláttur ♦ Reiðhjól aHtað 40% afsláttur 10% stgr. suMtóMr af irorom ébM á útsðlu Armula 40, simar 553 5320 og5688860 Verslunm Alvöru sportvöruverslun - otrulegt vöruurval H4RKIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.