Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR SKAGAMENN hafa sankað að sér verðlaunum á undanförnum árum og Gunnar er stoltur af árangrinum. Meistaraflokkur karla, flaggskip ÍA, hefur orðið íslandsmeist- ari undanfarin fimm ár, varð tvöfaldur meistari 1983, 1984 og 1993 og þrefaldur í fyrra. Þegar Gunn- ar kom inn í stjómina í fyrsta sinn eftir að hafa verið formaður Knattspymufélagsins Kára í nokkur ár vildi hann rífa félagið upp úr ákveðnum farvegi og hrinti hugmyndum sínum í framkvæmd með tilætluðum árangri. Félagsstarfið heillaði Engum dylst mikilvægi íþróttastarfsins en með auknum kröfum og æ erfiðari rekstrar- skilyrðum endast menn yfirleitt ekki lengi í stjómarstörfum í hreyfingunni. En hvers vegna valdi Gunnar sér þennan vettvang? „Ég hef alltaf haft gaman af tónlist og knattspymu, var í hljómsveitum og lék með yngri flokkunum og örfáa leiki í meistara- flokki, en þegar ég var í 2. flokki fann ég að ég hafði meiri áhuga á að koma nálægt knatt- spymu og félagsstarfi þar en að vera í tón- listinni. Peningarnir væm í músíkinni en flestir vinir mínir vom í knattspyrnunni. Ég þótti sæmilega duglegur í fjáröflun, var með- al annars formaður fjáröflunarnefndar 3. flokks vegna Norðurlandafarar sem aflaði vel, og þegar fyrir lá að vinna þurfti upp tölu- vert tap sem varð á fyrstu þátttöku LA í Evr- ópukeppni var ég beðinn um að koma í ráðið, takast á við tapið. A þessum ámm vissu menn ekki hvemig átti að standa að málum í Evrópukeppni, hvemig átti að semja. IA dróst á móti Spörtu í Hollandi 1970 og var heimaleikurinn seldur út. Hins vegar unnu Spartverjar með miklum mun í íyrri leiknum og því var enginn áhugi á þeim seinni sem var okkar leikur. Mér fannst verkefnið spennandi enda hef ég alltaf haft gaman af að glíma við erfiða hluti. Við brydduðum upp á ýmsum nýjung- um og fómm ótroðnar slóðir. Vomm með hlutaveltu og happdrætti, allt sem mönnum datt í hug í sambandi við fjáröflun. Við beitt- um sömu aðferðum og ég viðhafði fyrir fyrr- nefnda ferð 3. flokks, þær gengu upp og ég hélt áfram þar til á dögunum.“ Breytingar með Haraldi Langisandur hefur löngum reynst Skaga- mönnum dýrmætur á undirbúningstímanum en fyrir 25 ámm var aðstaða knattspymu- manna á Akranesi að öðm leyti síst betri en annars staðar, sparkvellir hér og þar, malarvöllur og grasvöllur. Nú em íþróttamannvirkin á Jaðars- bökkum stærri og glæsilegri en annars þekkist hér á landi. „Breytingarnar em ótrúlegar," sagði Gunnar og áréttaði að Har- aldur Sturlaugsson, þáverandi leik- maður og formaður knattspymu- ráðs ÍA, hefði verið helsti hvata- maður þeirra. „Þegar Haraldur tók við formennskunni 1973 fóram við að hugsa alvarlega til framtíðar, hvað hægt væri að lagfæra í þeim tilgangi að gera Akranes að stór- klúbbi í knattspymu. Haraldur var og er mikill hugsuður og við höfum ávallt unnið mildð saman en stökkið hófst með stjóminni undir hans for- ystu, seinni gullöldin byrjaði." Gunnar sagði að augu manna hefðu fyrst og fremst beinst að því að hugsa meira um leikmenn en áður hafði þekkst. „Við reyndum að hlúa eins vel að þeim og hægt var, einkum í aðbúnaði. Mikið var lagt upp úr samvera og mannlega þætt- inum enda verður að segjast eins og er að knattspyman er hvorki fugl né fiskur ef samskipti allra sem hlut eiga að máli em ekki í lagi.“ Jákvæðir yfirmenn Það er meira en að segja það að vera ólaunaður íþróttaleiðtogi um árabil, hvað þá í áratugi. Gunnar sagði að áhuginn og metnaðurinn hefðu verið drifkrafturinn en stuðn- ingur yfirmanna sinna hefði gert sér kleift að halda eins lengi áfram og raun ber vitni. „Ég fór út í þetta vegna þess að ég hélt að ég gæti látið gott af mér leiða fyrir IA og bæinn okkar. Metnaðurinn hafði allt að segja og ekki hefur skemmt fyrir að oftast nær hefur þetta verið ofboðslega skemmtilegur félagsskapur. Hins vegar hefði ég aldrei getað staðið í þessu ef yfirmenn mínir hverju sinni hefðu ekki hvatt mig til starfa fyrir hreyfinguna og gert mér það mögulegt. Ég var bakari í Harðarbakaríi þegar ég byrjaði í þessu vafstri og síðan inn- heimtustjóri Akranesskaupstaðar. Þórður Ásgeirsson réð mig til Olís fyrir um 15 áram, Óli Kr. Sigurðsson tók við af honum og Einar Benediktsson hefúr stjómað ferðinni undan- farin ár en allir þessir menn hafa sýnt mikinn skilning á mikilvægi íþróttastarfsins. Það er mikils virði fyrir hreyfinguna að yfirmenn vilji hafa starfsmenn, sem vinna fyrir hana, því án slíks stuðnings gengur þetta ekki. Svona menn era gulls ígildi og ljóst er að enginn getur verið í stjórn knattspyrnufélags eða leikið knattspymu í eins háum gæða- flokki og við höfum gert án stuðnings at- vinnurekenda og bæjarfélagsins. Sem betur fer höfum við nánast getað unnið að þessum málum á Akranesi eins og ein fjölskylda og þess vegna hefur þessi árangur náðst.“ Samningur ÍA og Feyenoord vegna kaupa hollenska félagsins á Pétri Péturssyni haust- ið 1978 markaði viss tímamót. í fyrsta sinn fengu Skagamenn álitlega upphæð fyrir leik- mann auk þess sem Feyenoord lék æfinga- leiki á Islandi. Gunnar sagði að samningarnir hefðu verið erfiðir en umtalið á eftir hefði komið verst við sig. „I hollenskum blöðum var sagj; að ég hefði hagnast svo mikið á söl- unni að ég hefði selt einbýlishús hérna í bæn- um og væri að flytja í ríkra manna hverfi á Akranesi þar sem ég væri að ljúka við bygg- ingu annarrar villu. Það er raðhúsið sem við sitjum í og eins og sjá má er þetta ósköp venjulegt raðhús. Hins vegar er staðreyndin sú að ég átti kjallaraíbúð sem ég seldi og vinir mínir, leikmenn og fleiri, hjálpuðu mér að koma þessu húsi upp á mettíma. Eyleifur Haf- steinsson lagði til dæmis allt raf- magn og tók ekki krónu fyrir. Nafnamir Jón Gunnlaugsson og / Jón Alfreðsson vom líka drjúgir auk annarra. Þessi samvinna er það sem ég er einna þakklátastur / fyrir í starfinu og hún hefur átt ; stóran þátt í að ég hef haldið áfram svona lengi. Þessi samheldni gerði það að verkum að menn vildu vinna iyrir félagið, þótt það kostaði tíma , og pening. Menn, sem sinna svona störfum, vita að þeim fylgir mikOl beinn kostnaður vegna nauðsyn- legra boða og fleiri þátta, kostnað- ur sem er ekki undir 200.000 til 300.000 krónur á ári. Því er fúlt að menn í þessari stöðu skuli stöðugt vera bomir ásökunum um að þeir hagnist fjárhagslega á þessari sjálfboðavinnu.“ / Hann sagði að æ erfiðara væri að , stjórna svona félagi og það tæki oft ' á taugamar. „í raun er þetta að ; verða þannig að varla er gerandi fyrir nokkum mann að gefa kost á sér í svona starf. Abyrgðin er svo mikil að ekkert má út af bregða. Ég hef verið taugaóstyrkur á öllum leikjum því hver leikur er spurning um peninga. Tap í fyrstu leikjum íslandsmóts þýðir færri áhorfend- ur á næstu leiki og minni afkomu en allt sem gert er fyrir leikmenn og öll uppbygging stendur og fellur með henni. Oft kom fyrir að dóm- arar eyðilögðu íyrstu leikina vegna þess að þeir vom ekki í sambæri- legri æfingu og leikmennirnir. Þessi þáttur dómaranna fór oft í taugamar á mér en hann hefur lag- ast þó enn megi gera betur. I því sambandi eiga dómarar að hætta Gunni bakari EKKI er víst að allir viti við hvem er átt þegar Gunnar Sigurðsson er nefndur en allir innan íþrótta- hreyfingarinnar og þó víðar væri leitað vita hver Gunni bakari er. Hann lærði í Harðarbakaríi á Akranesi, var siðan í skóla í Dan- mörku í átta mánuði, vann í bak- aríi í Reykjavík í nokkra mánuði og rak bakarí á Blönduósi vetrar- Iangt en hefur síðan ekki komið nálægt bakstri nema í eldhúsinu heima. „Þegar ég var strákur vandi ég komur mínar í Nýja bakarí og ákvað snemma að verða bakari. Ég hóf nám hjá Herði Pálssyni í Harðarbakaríi, þegar ég var 16 ára og var þar í þrjú ár en þó ekki væri annar Gunnar á staðnum var ég alltaf kallaður Gunni bakari og nafnið festist við mig,“ sagði Gunnar aðspurður um viðurnefn- ið. „Sumir hafa haldið að með þessu sé verið að gera lítið úr mér en ég hef aldrei fundið fyrir því og mér þykir ákaflega vænt um nafnið. I þessu sambandi er vert að geta þess að ég lærði ekki bara að baka í Harðarbakaríi heldur lærði ég mikið af Herði. Reyndar hef ég lært mest af honum og Grími Gislasyni, bónda í Saurbæ og fréttaritara útvarpsins á Blönduósi, en ég var í sveit hjá honum í sex sumur og hann kenndi mér að vinna. Það var minn h'fsins skóli. Þessir menn hafa kennt mér að vega og meta hlutina, hvað er númer eitt og hvað er númer tvö en auk þess hefur samstarfið við Harald Stur- laugsson verið mér heilladrjúgt." A myndinni er Gunni bakari á fullu í bakstrinum. I i I I \ ) l i t í > í í > t > I i i > I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.