Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ 4 ATVIN NUAÍJC/ YSÍNGAR Atvinna úti á landi Óska eftir atvinnu úti á landi, hef reynslu í að sjá um mötuneyti, innkaupum, afgreiðslu og fleira. Margt kemur til greina. Góð meðmæli. Svör sendist til Mbl. merkt: „L - 770“. Atvinna óskast 35 ára fjölskyldumaður óskar eftir framtíðar- starfi. Iðnmenntaður, reynsla á sjó og landi. Upplýsingar gefur Magnús í síma 557 4344. Holtaskóli Vegna forfalla vantar kennara nú þegar í Holtaskóla í Keflavík. Um er að ræða hluta- starf (2/3), bæði bekkjar- og stuðnings- kennslu. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 421 1135 (vs.) eða 421 5597 (hs.). Skólamálastjóri Reykjanesbæjar. AKUREYRARBÆR Slökkvistöð Akureyrar Lausar eru til umsóknar tvær stöður slökkvi- liðsmanna á Slökkvistöð Akureyrarbæjar. Starfið felst í sjúkraflutningum, slökkvistarfi og vinnu á slökkvistöð. Umsækjendur þurfa að uppfylla ákveðin skil- yrði sbr. reglugerð um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna og samþykkt fyrir slökkvilið Akureyrar. Laun skv. kjarasamningi Landssambands slökkviliðsmanna eða STAK og Launanefnd- ar sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið gefa slökkviliðsstjóri á Slökkvistöð Akureyrar, Árstíg 2 og í síma 462 3200 og starfsmannastjóri í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást á starfsmannadeild Akureyrarbæjar í Geislagötu 9. Umsóknar- frestur er til 14. febrúar 1997. Starfsmannastjóri. Iðntæknistofnun vinnur að tækniþróun og aukinni fram- teiðni í íslensku atvinnulífi. Á stofnuninni eru stundaðar hagnýtar rannsóknir, þróun, ráðgjöf, gæðaeftirlit, þjónusta, fræðsla og stöðlun. Áhersla er lögð á hæft starfsfólk til að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er. Matvælafræðingur Matvælatæknideild Iðntæknistofnunar óskar að ráða matvælafræðing til rannsókna- og þróunarstarfa. Verkefnin sem starfsmanninum er ætlað að sinna eru unnin í samstarfi við matvælafyrir- tæki og sérfræðinga, innan og utan Iðn- tæknistofnunar. Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða. Umsækjandi þarf að hafa B.Sc. í matvæla-, efna- eða líffræði eða sambærilega mennt- un. Reynsla úr atvinnulífinu er æskileg. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar veitir Hannes Hafsteins- son, deildarstjóri, í síma 587 7000. Umsóknir berist til matvælatæknideildar fyr- ir 14. febrúar nk. Iðntæknistofnun Keldnaholti, 112 Reykjavík, sími 587 7000. Kennari Frá Grunnskólanum á Raufarhöfn. Kennara vantar í 6 til 8 vikur til afleysinga. Upplýsingar veitir skóla- stjóri í síma 465 1241, sveitarstjóri í síma 465 1151 og formaður skóla- nefndar í síma 465 1339. Viðskiptafræðingur /hagfræðingur Neytendasamtökin óska eftir að ráða starfs- mann til að sinna verkefnum, meðal annars á sviði samkeppnismála og kannana. Óskað er eftir starfsmanni með menntun á háskólastigi, t.d. rekstrar-, viðskipta- eða hagfræðingi. í umsókn skulu m.a. koma fram upplýsingar um menntun og fyrri störf og er umsóknar- frestur um þetta starf framlengdur til 10. febrúar nk. Umsóknir skal senda á skrifstofu Neytendasamtakanna, Skúlagötu 26, Reykjavík, eða senda í pósthólf samtakanna nr. 1096, 121 Reykjavík. Nánari upplýsingarum starfið veitir Jóhannes Gunnarsson, framkvæmdastjóri, í síma 562 5000. Neytendasamtökin. S0RPA Viltu starfa á endurvinnslu- stöðvum Sorpu? Við erum skemmtilegur starfshópur sem er- um að leita eftir áhugasömu og duglegu samstarfsfólki, konum jafnt sem körlum. Um er að ræða fjölbreytt vaktavinnustörf á Endurvinnslustöðvum SORPU. Sorpa starfrækir 7 endurvinnslustöðvar víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu sem þjónusta almenning og smærri fyrirtæki. Viðkomandi starfsmenn þurfa að vera já- kvæðir, þjónustulundaðir og geta sinnt leið- beinendastörfum. Skriflegar umsóknir sendist til SORPU, Gufu- nesi, fyrir 7. febrúar nk. SORPA, Gufunesi, box 12100, 132 Reykja vík, sími567 6677, bréfsími 567 6690. Leikskólar Reykjavíkurborgar óska að ráða eftirtalið starfsfólk í neðan- greinda leikskóla: Holtaborg v/Sólheima Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Guðbjörg Guðmundsdóttir, í síma 553 1440. Laufskálar v/Laufarima Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% stöðu strax og einnig frá 1. mars. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Lilja Björk Olafsdóttir, í síma 587 1140. Seljaborg v/Tungusel Leikskólakennari og annað uppeldismenntað starfsfólk í 50% stöðu eftir hádegi. Upplýsingar gefur leikskólastjóri, Guðrún Antonsdóttir, í síma 557 6680. Dagvist barna Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. Laus staða hjá Hafrannsókna- stofnuninni Staða sérfræðings á nytjastofnasviði er laus til umsóknar. Leitað er eftir starfsmanni með háskólapróf í fiskifræði eða skyldum grein- um. Staðgóð þekking í stærðfræði og töl- fræði er nauðsynleg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist stofnuninni fyrir 15. febrúar. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, sími 552 0240. Stálsmiðjan hf. Starfsmaður á efnislager Stálsmiðjan hf. auglýsir eftir starfsmanni á efnislager í plötusmiðjunni á Mýrargötu. Starfið felur í sér móttöku og afgreiðslu á plötu og stangarefni ásamt umgengni og umhirðu á því efni og á því svæði sem það er geymt á. Einnig skráningu á efni inn á lager og út á viðkomandi verk eða beint til utanaðkomandi kaupanda. Leitað er eftir áhugasömum og nákvæmum manni sem hefur réttindi eða reynslu í járn- smíði eða skyldum greinum. Þeir sem hafa áhuga á að sækja um starfið eru vinsamlegast beðnir um að skila inn skrif- legri umsókn til Bjarna Thoroddsen, skrif- stofu Stálsmiðjunnar, Mýrargötu 10-12, merktri: „Lagerstarf". ALÞ 1 N G I Alþjóðaritari Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða starfs- mann í stöðu alþjóðaritara á alþjóðasviði Alþingis. Alþjóðaritari sér um þjónustu við alþjóðanefndir þingsins og önnur verkefni varðandi alþjóðasamskipti. Krafist er háskólamenntunar á sviði alþjóða- mála auk þess sem reynsla af alþjóðasam- skiptum er æskileg. Einnig er gerð krafa um mjög góða tungumálakunnáttu, einkum í frönsku og þýsku auk ensku og Norðurlanda- mála. Starfsmaðurinn þarf að geta hafið störf sem fyrst. Fulltrúi Staða fulltrúa á alþjóðasviði Alþingis er laus til umsóknar. Fulltrúi sér um þjónustu við þingmenn vegna þátttöku þeirra í alþjóðlegum samskiptum. Umsækjendur þurfa að hafa mjög góða mála- kunnáttu, einkum í Norðurlandamálum og ensku. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu í alþjóðlegum samskiptum. Umsækjendur þurfa að geta starfað sjálf- stætt og byrjað sem fyrst. Launakjör eru skv. kjarasamningi milli Alþingis og Félags starfsmanna Alþingis. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 563 0698 milli kl. 10.00 og 12.00. Umsóknarfrestur um báðar stöðurnar er til 16. febrúar nk. Umsóknir er tilgreini menntun, fyrri störf og meðmælendur, berist rekstrar- skrifstofu Alþingis, Austurstræti 14, Rvík, fyrir kl. 17.00 mánudaginn 10. febrúar nk. merktar „alþjóðaritari" eða „fulltrúi". Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.