Morgunblaðið - 02.02.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 02.02.1997, Síða 8
8 B SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Hökt um í haftí ÉR kann að virðast 5% at- vinnuleysi lítið. En sért þú í hópi þess- ara fimm prósenta er atvinnuleysi þitt 100% og þá skiptir það fjári miklu máli, er haft eftir Harold Wilson, fyrrum forsætisráðherra Breta. Laukrétt. Góð afkoma þjóðarbúsins, segir nú réttilega hver um annan. En fyrir gamla manninn sem kollega Víkvetji sagði frá að fengi ekki nema 8 þúsund krónur á mánuði af þeirri óheppni að hafa safnað í dágóðan lífeyri, sem ríkið nær af honum í ýmsum myndum þegar hann lendir á dvalarheimili, skipta prósentu- tölur um góða eða vonda heildarút- komu litlu. Skila- boðin sem „þjóð- arbúið" sendir út í þjóðfélagið með því að hirða í margvíslegri mynd allt af þeim sem reyndu að tryggja sig sjálfir í ellinni er auðvit- að að það þýði ekki neitt, maður verði síst betur settur. Þeir sem yngri eru nú eigi alls ekki að spara til elliáranna. Enda virðist það vera að komast til skila. Við að hagur Strympu hefur batnað og ráðstöfunar- tekjur aukist hefur fólk aukið skuldir heimilanna enn hraðar. Og gengið svo vel fram í því að skuldirnar hafa á sama tíma aukist um nálægt 15% umfram ráðstöfunartekjur. Þeir sem taka ábendingunni og sjá að þeir geta ekki notið lífsins og peninganna sinna öðruvísi en að nota þá jafnóð- um flýta sér að nýta ábótina. Og ívið betur með því að gera allt á sömu 5-10 árunum, mennta sig, eignast börnin, byggja og kaupa allt sem þeir girnast til frambúðar. Með því má koma sér upp álitlegum langtímaskuldum til að borga af næstu 40 árin. Þeirri lífssýn fylgir auðvitað að setja sig í haft obbann af ævinni. Með því t.d. að binda allt upp í 30% af tekjum sínum í mánuði hveij- um í húsbréfum af íbúðinni, eins og félagsmálaráðherra einn taldi óhætt, hökta menn í slíku hafti næstu áratugina. Geta til dæmis varla hætt á að fara úr leiðu starfi og leita að öðru, ekki tekið launalaust ár í endurhæfingu eða til að sjá sig um í veröldinni, ekki vera frá vinnu eða atvinnulaus í stuttan tíma án þess að allt fari í rúst o.s.frv., því afborg- unin kemur jafnt og þétt og óaflátanlega. Það sem obbinn af því fólki stendur sjálfsagt andspænis núna er að hafa ekki með nokkru móti efni á að fara í verkfall til að bæta hag sinn. Skuldbindingarnar stöðvast ekki á meðan. En þannig kýs obbinn af einstakl- ingunum að skipuleggja sitt líf, að eignast allt á fáum árum upp í skuld og vera út ævina eða næstu áratugi í hafti af- borgana. Lítur vart á aðra kosti við upphaf lífsleiðar. Verðtryggingin, sem er alls- ráðandi á Islandi og einsdæmi í veröldinni, gerir það að verk- um að fólk getur ekki glöggt séð út í hvaða skuldbindingar það er að fara þegar það tekur lán. Það borgar og borgar og skuldin bara hækkar. Fer m.a. eftir því hve mikið hinir bruðla í utanferðir, áfengiskaup o.s.frv. og hækka neysluvísitöluna. Opinberir sjóðir geta jafnvel hækkað vextina einhliða eftir undirskrift samn- inga. Haftið er vel reyrt og losnar ekki. Þetta kemur nú að litlu gagni aldraða fólkinu, sem hélt annað vænlegt áður en þessi boð voru send út í samfélagið, þ.e. að halda í við sig og þræla til að eigast skuldlaust og jafn- vel neita sér um eitthvað til að koma sér upp varasjóði - kannski tilneytt af því að ekki var þá svona greiður aðgangur að lánum. Það er óöruggt, veit ekki hvað kemur næst. Yfirvöld virðast þó farin að átta sig á þessu. Forsætisráðherra sendi út þau skilaboð um helgina á fundi og í viðtali að einna brýn- ast sé að lagfæra jaðarskatta og bótatengingu, sem einmitt leikur fólk eins og gamla manninn hér að ofan svona illa. Nú síðast komu þau skilaboð að til að komast aldraður á hjúkrunarheimili verði fólk helst að vera flutt fárveikt á slysavarðstofuna og lagt þá leið inn á sjúkrahús, þaðan sem það svo neitar að fara heim til sín. Ekkert er skiljanlegra en að samfélagslega sé óbrúklegt að nota dýrustu rúmin í há- tæknispítulum sem hjúkrunar- heimili, en er von til að létti af þeim ef nær allir aldraðir þurfa fyrst að fara þar í gegn þegar þeir af heilsufarsástæð- um geta ekki lengur verið heima hjá sér. Hjúkrunarheim- ilin eru auðvitað ekki geymslu- staður til að parkera öldruðum og Iosa nánasta umhverfi við umstangið, en jafnsjálfsögð úrræði þegar þörf krefur. En hver er víst sjálfum sér næst- ur, spítalamir jafnt sem heimil- in og ekki einfalt úr að leysa. Hvílík raunarolla! Svona fer þegar maður dettur í fjármálin, sem útlendingar segja gjarnan að sé uppáhaldsumræðuefni okkar íslendinga. Afsökunin er að skattskýrslan hefur dott- ið inn um bréfalúguna og neyð- ir nú hvem mann til að líta á tekjur, inneign og skuldir. Á spariféð í bönkum og annars staðar, þar sem vextir verða nú skattlagðir og á húsnæðis- skuldirnar, sem borga verður af vexti til ríkisins án þess að þá megi draga frá á móti. Oll þessi misvísandi skilaboð blasa við þessa dagana. Kannski við flokkum þetta bara eins og hann Káinn undir „Grátlegt hlátursefni": Það sepr einn, að svart sé hvítt, og sannað getur það, og alltaf kemur eitthvað nýtt og annars fyllir stað. En eitt er það, sem oft ég sá og að því stundum hló, að þar sem vitið vantar, þá af vitleysunni er nóg. C árur eftir Elínu Pálmadóttur MANNLÍFSSTRAUMAR MÍSVHDl/EilíJt lífl Klukkan ígenunum LÍFSÞRÁIN er sterk og frá upp- hafí hefur menn dreymt um langlífí og eilífa æsku. Vissulega hafa ævi- líkur og lífsgæði fólks í velferðar- samfélögum stóraukist á undan- förnum áratugum, fyrst og fremst vegna bættra lífsskilyrða, aukins hreinlætis og framfara á sviði læknavísinda. Margir hafa því velt því fyrir sér hvortkynslóðir framtíð- arinnar geti vænst lengra lífs en í dag og hvort slíkri framlengingu séu endanleg takmörk sett sem engin vísindi eða breyttar lífsvenjur fá nokkru um breytt. Nýlega hafa vísindamenn við Háskólann í Mon- treal í Kanada uppgötvað að ákveðnar breytingar á erfðaefni þráðorma geta framlengt líf þeirra all verulega. Þessari lífslengingu fylgja ýmsir ókostir og vafasamt er að þetta stökkbreytta afbrigði ormanna mundi lifa af undir nátt- úrulegum kringumstæðum. VÍSINDAMENNIRNIR í Mon- treal hafa um margra ára skeið gert tilraunir á erfðaefni þráðorma með það í huga að lengja líf þeirra. Með því að framkvæma erfðabreyt- ingar, sem leiða til nýs afbrigðis þráðorma, hefur þeim tekist að lengja líf þeirra allt að því sexfalt og er það mesta lífslenging sem vísindamönnum hefur tekist að framkvæma hjá nokkurri lífveru. Ormarnir sem vísindamennirnir notuðu voru af tegundinni Caenor- habditis elegans sem venjulega lifa í u.þ.b. tíu daga. Þessir ormar eru eftir Sverri Olafsson í JS JS| HVER vill langt líf ef tilþrifin og lífsgleðin hverfa? vinsælt viðfangsefni erfðafræðinga og þangað til nýlega hafði þeim tekist að framleiða afbrigði sem lifði í mesta lagi í 20 til 30 daga. Nýja afbrigði ormsins, sem vísinda- mennirnir í Montreal rannsökuðu, lifír hinsvegar í allt að því 70 daga og u.þ.b. helmingurinn í rétt rúm- lega 50 daga. Vísindamennirnir, Lakowski og Hekimi notuðust við orma sem höfðu orðið fyrir erfðabreytingum fyrir tilstuðlan útfjólublás ljóss eða efna sem valdið geta skemmdum á DNA strengjum. Þeir nefna stökkbreyttu genin, sem virðast stýra líflengd ormanna, „klukku- gen“. Aðrir vísindamenn höfðu framleitt langlífa orma með því að valda stökkbreytingum á þeim genum sem stýra þróun ormanna á lirfustigi. Það var með því að kynblanda þessum tveimur af- brigðum þráðormanna sem vís- indamönnunum tókst að lengja líf þeirra jafn mikið og raun ber vitni. Þótt lengi hafí verið ljóst að erfðaefni hefur sterk áhrif á ævi- lengd veit enginn með vissu hvaða lífefnaferlar það eru nákvæmlega sem stýra aldursþróun orma og líf- vera almennt. Vitanlega er dauði einstakra lífvera forsenda þróunar og framkomu nýrra lífvera. En ekki eru allir sammála um það hvort öldrun og dauði séu óhjá- kvæmileg útfrá grundvallarlögmál- um eðlis- og efnafræði. Trúlegt er að svo sé, þótt fáir efíst um það að mögulegt sé að framlengja líf orma (og annarra lífvera) um all- langan tíma. En hvaða afleiðingar hefur slík framlenging lífsins fyrir þá sem njóta hennar? Líf- og hátterni langlífu ormanna er allt annað en skammlífari af- brigðanna. Efnaskiptin eru langt- um hægari og eins er öll hreyfing ormanna minni en óbreytta af- brigðisins. Trúlegt er að lykillinn TÆKNlÆr veruletki vísindamannsins hugarsmíbf Trú á vísindi, trú og vísindi TRÚARBRÖGÐ Vesturlandabúans eru raunvísindi en ekki kristni. Þetta er að vissu leyti skiljanlegt. Þau hafa gert miklu fleiri okkur kleift að lifa hér á jörð en ella hefði verið, og það þægilegra lífí en lifað var í samfé- lögum í Evrópu miðalda. Trúin á raunvísindin er takmarkalaus. Ef Jón Jónsson biður Guð að hjálpa sér um bíl, verður hann ekki var við bæn- heyrslu, nema eftir mjög fijálslega túlkun á veruleikanum. Þeir sem hafa hjálpað honum í raun og veru um bílinn eru varmaeðlisfræðingar fortíðar- innar, vélaverkfræðingar og efnisfræðingar, jarðfræðingar sem hafa þró- að aðferð til að fínna olíu, efnafræðingar sem fínna út meðhöndlun henn- ar, raffræðingar á borð við H.C. Örsted, Volta, Faraday, Tesla, Ampere, og marga aðra sem lögðu til skilning á raffyrirbærunum sem stjórna bíln- um og gera hann starfhæfan. í fjölmiðlum er ýkjulítið haldið fram þeirri mýnd að vísindin ráði við allt. Sjáið uppskriftina að þætti undir einhvers konar titli um vísindi: 0) Allir eru hamingjusamir. 1) Vandamáli er lýst. 2) Hræðilegum afleiðingum þess er lýst, ef það fær að breiðast út. 3) Góður vísindamaður studdur góðu fyrirtæki eða góðri ríksisstjórn greinir vandamálið. 4) Sami góði maður studdur hjálparmönnum leysir vandann. 5) Allir eru hamingjusamir á ný. EKKI er nema von að svona gangi þegar megnið af þeim sem meðhöndla þau flóknu fræði í fjölmiðlum er ómenntað í þeim. í íslenskum fjölmiðlum eru því lítil takmörk sett hvað lesendum er boðið upp á. Með- höndlun raunvís- inda ætti ekki að vera í fjölmiðlum í höndum annarra en menntaðra raunvísinda- manna, vegna þess hvað illt er að sjá í gegnum hina afskræmdu mynd. Dæmi um afskræminguna er t.d. það að ímynda mætti sér af meðhöndlun fjölmiðla að mikill meirhluti sjúk- dóma sem herja á mannkynið sé læknanlegur. Það er ekki rétt. En náttúruvísindaguðinn er óskiljan- legur og fjarlægur manninum á götunni, rétt eins og sá Guð sem hann sór trú á fermingardaginn. En náttúruvísindaguðinn virðist gefa miklu meira í aðra hönd, meiri efnisleg gæði og sparar vinnu. Trúna sterku á þennan guð má m.a. sjá af því að á Vesturlöndum (að e.t.v. íslandi undanskildu) er það trú manna að peningum til raunvísindarannsókna sé vel varið, þó svo að Jón á götunni hafí ekki minnstu tök á að skilja hvað þær snúast um. Sem hliðstæðu má nefna að sami Jón myndi snúast öndverður gegn opinberri styrk- veitingu til málara nútímalistar sem hann skilur álíka ekkert í og í vísindarannsókninni. Hann heldur að raunvísindamaðurinn fjalli um áþreifalega mælanlega hluti, sem allir geti verið sammála um hveijir séu, sé þeim aðeins gefin sú ofur- gáfa að skilja þá. Þessi mynd vís- indamanna og vísinda er ekki rétt. Vísindin eru miklu mannlegri, skeikulli og ímyndunarkenndari en gefið er til kynna. Ekki aðeins er svo, eins og réttilega er kennt í skólum, að t.d. eðlisfræðin sé ein- faldað líkan hins óendanlega flókna raunveruleika, heldur er langt í frá að hugtök smíðuð af eðlisfræðing- um hafí alltaf skýra merkingu né ákveðna samsvörun í hinum efnis- lega veruleika. Ekki aðeins að vís- indamenn Sovétrússlands yrðu frægir fyrir að byggja kenningak- astala án samsvörunar við efnis- heiminn, heldur mega Vesturlanda- vísindamenn gá að sér einnig (N. Bohr: „Það er ekki til neinn skammtafræðilegur raunveru- leiki.“). (Þetta er líklega þó öllu heldur merki um að Bohr gerði sér grein fýrir vöntun vísindanna á hlutlægni.) Eða: (R. Oppenheimer við stjórnun á gerð fýrstu kjarn- orkusprengjunnar: „Hlífið mér við samviskubiti ykkar. En - Guð minn almáttugur hvað þetta eru fallegar kenningar."). Varla fékk þó nokkur meira samviskubit yfír gerðum sín- um en Oppenheimer. Tilsvarið ber keim af því sem ekki fer hátt í heimi eðlisfræðinnar: Kenning er smíðuð, kenningarinnar vegna. Það er íjármagnað og rökstutt með að frumrannsóknir búi til heildarmynd efnisfyrirbrigða, en hver og einn þáttur þeirra hafí þó ekki fyrirsjá- anlegt efnahagsgildi, en heildar- myndin hafí það, og það sjáist ekki fyrr en eftirá. Skammtafræðin, megingrein nútímaeðlisfræði felur ekki aðeins í sér óútreiknanleik, sem allir viðurkenna, svo að ekki er hægt að segja fyrir um rás at- burða, en hún felur í sér fyrir- brigði, kallað 'F, sem er ógerlegt að mæla með nokkrum tækjum og er stranglega til tekið aðeins til í hugum eðlisfræðinga og á sér enga beina samsvörun í efnisheiminum. eftir Egil Egilsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.