Morgunblaðið - 02.02.1997, Page 17

Morgunblaðið - 02.02.1997, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 B 17 ikjálftann mikla 1906, eru nú aðeins 37 vagnar eftir. Þeir eiga sinn þátt í að setja sérstakan svip á borgina.. FRÁ Twin Peaks-hæðum er frábært útsýni yfir borgina. Við höfnina ber skýjakljúfa fjármálahveríisins hæst. hesta afturbak niður bratta brekku. Þetta var árið 1869 og fjórum árum síðar var fyrsti kapalvagninn kom- inn á göturnar. Fljótlega voru komnar átta áætlunarleiðir með 6(1Q, vögnum. Við jarðskjálftann mikla 1906 eyðilagðist nánast allt kerfið og ákveðið var endurbyggja það ekki. Enn ganga þó 37 vagnar á þremur leiðum og setja mikinn svip á samgöngur borgarinnar. Kapal- vagnarnir renna á sporum, en neð- anjarðar snýst sterkur kapallinn hring eftir hring og vagnamir fær- ast úr stað þegar stjórnendur þeir- ra krækja í kapalinn líkt og þegar menn fara í skíðalyftu. Mótorinn sem knýr kaplana áfram lætur ekki mikið yfir sér, en hann geta menn skoðað þar sem stjórnstöð vagn- anna er efst á hæð í Nob Hill-hverf- inu. I San Francisco blómstar tónlist- in, hverju nafni sem hún nefnist og gömul söfn og ný veita innsýn í sí- breytilegan heim myndlistar. Borg- in hefur einnig haslað sér völl í amgöngum við flóann. ÞÓ GÖMUL hverfi viktoríanskra húsa séu áberandi í San Francisco eru háhýsin þar líka. BRENDA Jordan og Margrét Ásgeirsdóttir lyfta glösum í vínhéraðinu þekkta Napa Valley. Spáni og Kalifornía varð mexíkósk. Stríð braust út árið 1846 þegar bandaríski sjóherinn réðst til at- lögu við Mexíkó-búa og bærinn Yerba Buena varð að San Francisco undir yfirráðum Bandaríkjamanna. Tveimur árum síðar, þegar stríð- inu var að ljúka og Kalifornía öll til- heyrði orðið Bandaríkjunum, fann maður að nafni James Marshall gull. Þarmeð hófst nýr kafli í sögu San Francisco. Á árunum fram til 1850 jókst íbúafjöldinn úr nokkrum hundruðum í um 25 þúsund. Bær- inn fékk miður gott orð á sig og gekk undir nafninu Villimanna- ströndin þar sem menn lifðu hratt og mannslífið var lítils metið, en þegar gullið hvarf komst á stöðug- leiki meðal þeirra íbúa sem héldu tryggð við staðinn. Smám saman varð San Francisco auðug hafnar- borg og auðurinn jókst enn þegar silfur fannst í Nevada og járnþraut- arsamgöngur komust á. Golden Gate-bniin er án efa ein frægasta brú í heimi og mikil bylt- ing varð í samgöngum við flóann þegar hún var tekin í notkun. Brúin var í byggingu á kreppuárunum í Bandaríkjunum og til framkvæmd- anna var aflað fjár með einstæðum hætti, íbúar við flóann lögðu það fram í formi hlutafjárkaupa. Golden Gate er þó ekki eina þrúin sem tryggir góðar samgöngur við flóann eða setur svip á San Francisco. Þar trónir einnig San Francisco- Oakland Bay Bridge eða Bay-brúin. Kapalvagnar í brekkum San Francisco-búar fullyrða að í borginni séu hvorki fleiri né færri en 43 hæðir, sú hæsta 270 metrar. Brattinn reyndist mönnum erfiður á tímum þegar hestar og kerrur voru algeng farartæki. Skoskur verkfræðingur fékk hugljómun er hann varð vitni að slysi þegar hestasveinn missti vagn sinn og ÞAÐ gildir einu hvort gripinn er skyndimatur við höfnina eða setið á fínum veitingastöðum, maturinu er góður. kvikmyndaheiminum. Veitingahús- in þykja með þeim bestu sem finn- ast, flóra þeirra er fjölbreytileg og í nágrenninu vaxa vínþrúgurnar í Napa- og Sonoma-vinhéruðunum ])ekktu. Mannlífið Fjöldi lystigarða er í borginni, til dæmis Golden Gate-garðurinn, sem á fáa sína líka, þótt ekki sé nema vegna stærðarinnar. Stutt er út í sveit frá borginni, vatnið er alls staðar í kring, ströndin, eyjarnar. Allt þetta setur svip heilbrigði og ferskleika á borgina, ólíkt svo mörgum öðrum stórborgum. Þetta endurspeglast í íbúunum sem láta sér ekki vaxa í augum að skokka upp og niður hæðirnar fjörutíu og níu og gera lítið úr því orði sem oft fer af Bandaríkjamönnum með því að hafna hamborgurum og kleinu- hringjum og kjósa frekar að narta í salat. Mannlífið er enda það sem hvað sterkastan svip setur á San Francisco þrátt fyrir mannvirki sem hafa borið hróður borgarinnar víða. Fjölbreytilegt og iðandi þar sem frjósemi hugans ræður ríkjum. Þarna hafa um áraraðir mæst ólíkir straumar og stefnur, menn hafa lært að lifa í sátt og samlyndi og njóta þess hve vel hefur tekist við að fleyta rjómann ofan af, skilja his- mið frá kjarnanum. Utkoman er einstök. AF 600 kapalvögnum sem runnu um götur borgarinnar fyrir jarð- skjálftann mikla 1906 eru nú aðeins 37 vagnar eftir. Þeir eiga sinn þátt í að setja sérstakan svip á borgina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.