Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 B 27 ' Liðveisla/tilsjón Félagsmálaskrifstofa Seltjarnarnesbæjar óskar eftir að ráða fólk til liðveislustarfa. Liðveisla er stuðningur við fatlaða sem felst m.a. í að fara með þeim út af heimilum í tómstundir og ýmsa afþreyingu. Þetta eru hlutastörf (tímavinna) oft unnin utan venjulegs dagvinnutíma, um kvöld og helgar, og er vinnutími sveigjanlegur. Verið er að leita að liðveislu fyrir börn og ungt fólk. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af að vinna með fötluðum. Allar nánari upplýsingar veitir félagsmála- stjóri á Bæjarskrifstofum Seltjarnarness, Austurströnd 2. Sími 561 2100 Félagsmálastjóri. Framkvæmda- OG MARKAÐSSTJÓRI óskast fyrir vaxandi verkfræðistofu á sviði framleiðslutækni og upplýsingameðhöndlimar henni tengdri. Kröfur: _ Véla-, iðnaðar eða rafmagnsverkfræðingur með reynslu af markaðsstörfum. M.Sc. er kostur en ekki nauðsynlegt. _ 1. Launaður starfsmaður stofunnar. 2. Grunnlaun + laun tengd árangri. 3. Reynslutími með samningi um eignaraðild, hvort sem er aukningu hlutafjár eða kaup á hlutum að reynslutíma loknum. RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN HÁALEITISBRAUT 58-60, SÍMI 588 3309, FAX 588 3659. RADAUGl YSINGAR Kaupmannahöfn Við erum að leita að rúmgóðri íbúð í Kaup- mannahöfn frá og með ágúst nk. Til greina koma skipti á rúmgóðri íbúð á svæði 104 í Reykjavík. Upplýsingar veitir Árni Geir Pálsson í síma 553 1001 eða 562 1488. Húsnæðitil leigu Rúmgott og sérstakt vinnuhúsnæði er til leigu í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. Hentar vel sem vinnustofa listamanna en margs konar önnur starfsemi getur farið þar fram. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma ^51 9030. Iðnaðarhúsnæði Við Grensásveg til leigu 365 fm iðnaðarhús- næði á götuhæð. Hentar vel fyrir léttan iðnað, lager eða sem geymsluhúsnæði. Gott verð. Upplýsingar í s: 565 6104 eftir kl. 18. Útgerðarmenn athugið Hef verið beðinn um að útvega tvö frystiskip til veiða við Afríku. Æskileg stærð 30-60 m. Allar frekari upplýsingar í síma 483 4967 milli kl. 21 og 22. Bókhald - skattframtöl Bókhald, uppgjör og skattframtöl fyrir ein- staklinga og minni fyrirtæki. Upplýsingar í síma 567 0718 og 581 1599. Bandarískur flugmaður sem býr í seglbáti við sólríka strönd í Ft. Lauderdale í Flórída óskar eftir að kynn- ast myndarlegri, reyklausri ungri konu til að búa hjá sér um borð, með framtíðarsamband í huga. Sendið uppl. og mynd til 4420 N. University Dr., Ft. Lauderdale, Flórída, U.S.A. KENNSLA HEILSUSETUR ÞÓRGUNNU Bak- og andlitsnudd Helgamámskeið 15. og 16. febrúar. • Slökunarnudd með ilmolíum. • Punktanudd. • Svæðanudd. Upplýsingar og innritun á Heilsusetri Þórgunnu fyrir 7. febrúar, í síma 562 4745 milli kl. 12.00 og 14.00 á virkum dögum. HEILSUSETUR ÞÓRGUNNU Ungbarnanudd 4ra vikna námskeið fyrir foreldra með börn á aldrinum 1-10 mánaða byrjar fimmtudag- inn 6. febrúar kl. 12.00. Gott fyrir öll börn, m.a. við magakveisu, lofti í þörmum og óró- legum svefni. Upplýsingar og innritun á Heilsusetri Þórgunnu í síma 562 4745 milli kl. 12.00 og 14.00 á virkum dögum. KENNARA- HÁSKÓU ÍSLANDS Almennt kennaranám til B.Ed.-prófs ífjarskóla Kennaraháskóla íslands Almennt kennaranám, fjarnám, við Kennara- háskóla íslands hefst 9. júní 1997. Námið er 90 einingar og lýkur því að vori 2001. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar nk. Umsóknum skal fylgja staðfest afrit af próf- skírteinum og meðmæli frá kennara eða vinnuveitanda. Inntökuskilyrði eru stúdents- próf, önnur próf við lok framhaldsskóla eða náms- og starfsreynsla sem tryggir jafngildan undirbúning. Fjarnámið er ætlað kennaraefnum sem eiga erfitt með að sækja nám í Reykjavík og hyggja á kennslu í grunnskólum á lands- byggðinni. Stúdentsefni á vori komanda, sem ekki hafa hlotið prófskírteini, láti fylgja umsókn sinni staðfestingu viðkomandi framhaldsskóla á rétti þeirra til að þreyta lokapróf í vor. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðu- blöðum fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð, 105 Reykjavík, sími 563 3800. Rektor. VINNUEFTIRLIT RÍKISINS Administration of occupational safety and health Bíidshöföa 16 • Pósthólf 12220 • 132 Reykjavík Réttindanámskeið fyrir bílstjóra fyrir flutning á hættulegum farmi Dagana 17.-20. febrúar 1997 verður haldið námskeið á Bíldshöfða 16, Reykjavík, ef næg þátttaka fæst, fyrir stjórnendur öku- tækja sem vilja öðlast réttindi (ADR-skír- teini) samkvæmt reglugerð nr. 139/1995 til að flytja hættulegan farm á vegum á íslandi og innan Evrópska efnahagssvæðisins. Námskeiðsgjald er kr. 35.000. Staðfestingar- gjald kr. 10.000 skal greiða í síðasta lagi 10. febrúar 1997. Skráning og nánari upplýsingar hjá Vinnueft- irliti ríkisins, Bíldshöfða 16, 112 Reykjavík, sími 567 2500, fax 567 4086. Sumarhús Stéttarfélag óskar eftir að leigja sumarhús fyrir félagsmenn sína. Upplýsingar fást í síma 552-6040 á milli kl. 15 og 17 alla virka daga. Bar - skemmtistaður Ungur metnaðargjarn og hugmyndaríkur maður óskar eftir að taka á leigu bar eða skemmtistað í fullum rekstri á höfuðborgar- svæðinu sem hefur verið í lægð. Allt kemur til greina. Svör sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „B -129“. Veitingastaður (pöbb) á besta stað í miðbæ Reykjavíkur til leigu strax. Áhugasamir leggi inn upplýsingar til af- greiðslu Mbl., merktar: „Ölkrá - 17“, fyrir 8. febrúar. Kynnumst Costa Rica Costa Rica er nýr áfangastaður íslendinga sem vilja upplifa hitabeltisnáttúru, fjölbreytt dýralíf og kyrrlátar strendur. Á ferðakynningu Landnámu á Hótel Borg í dag, sun. 2. febr- úar, kl. 14 kynnumst við þessu heillandi landi. Sesselja Bjarnadóttir, líffræðingur leiðir okkur í allan sannleika um leyndardóma frumskóga Costa Rica. landnAma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.