Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 B 11 DÆGURTÓNLIST EITTHVAÐ NÝTT Tónlistarbylting tíunda áratugarins Músíktilraunir Upprelsnartónlist Eldar Ástþórsson og Arnþór S. Sævarsson skýjum ofar. MorKllnblaðlð/Þorkel1 byijað með jungle-þátt sinn hafí fátt verið um slíka tónlist í útvarpi, en þeir Amþór höfðu þá fylgst með tónlistarstefn- unni frá því 1991 að hún kallaðist hardcore. „Þá var þáttur á Útrás sem spilaði slíka tónlist, en þegar rás- in lognaðist útaf sinnti enginn tónlistinni og því fannst okkur heillaráð að taka upp þráðinn." Eldar segir að á sínum tíma hafi hardcore lent í hálfgerðum þrengingum, þar hafí verið of mikið að drasltónlist, menn hafi keyrt hraðann um of upp, og fyrir vikið hafi menn kallað tónlistina krakka- tónlist. Þó hafi góð lög verið inn á milli og þá lög sem lifa enn þann dag í dag. „1993/94 var jungle mikil jaðartónlist um allan heim, en 1995 tóku Bretar mjög við sér og það sama gerðist hér seinni hlutann á síðast ári, að vegur tón- listarinnar óx mjög hér á landi,“ segir Eldar en bæt- ir við eftr smá þögn: „Það er svo aftur spurning hvort það sé af hinu góða. Víst bætast fleiri hlustendur við, en það fara margir af stað sem eru með popplög í höndunum og bæta inn í jungletöktum af því það er vinsælt. Það eru slæm dæmi um það hér á landi, en ekki er vert að amast við því.“ Þróunin í jungle er af- skaplega hröð og Eldar segir að það sé eitt það skemmtilegasta við tón- listina, „ekki síður en hvað jungle og drum ’n bass er mikil uppreisnartónlist, tónlist sem foreldrunum fínnst yfírleitt bara há- vaði.“ Ekki er Eldar á því að hraðinn sé of mikill, eða þá að hægt hafi á þróun- inni. „Það koma upp nýjar stefnur fram á hveiju ári, tvær eða þrjár á þessu ári, en þó sumir haldi því fram að allt það helsta hafí komið fram, þá sér enginn fyrir byltinguna." NÝ GERÐ danstónlistar, sem sumir kalla jungle en aðrir drum ’n bass, hefur rutt sér til rúms um allan heim á undanförnum miss- erum og þá sérstaklega á síðasta ári sem mátelja árið þegar jungle sló í gegn á heimsvísu. Reyndar má ganga svo langt að telja jungle helstu tónlistarbylt- ingu tíunda áratugarins, byltingu sem ekki sér fyrir endann á. Asíðasta ári komu út hér á landi tvær breiðskífur þar sem heyra mátti jungle-takta, þó á ólíkum forsendum væri, og ýmis lög náðu hylli sem skotin voru jungle. Hér á eftir Árna !an„dl Matthíasson hafa ver' íð oþreyt- andi að kynna tónlistina þeir Eldar Ástþórsson og Arnþór S. Sævarsson sem haldið hafa úti útvarps- þættinum Skýjum ofar á X-inu í hálft ár. Eldar segir að jungle- áhuginn sé mikill hér á landi og alltaf nokkuð um að lagasmiðir hafi komið í þáttinn með frumsamda tónlist. „Margt af því er ekkert merkilegt eins og gengur, en það líka margt sem er mjög gott, og ég veit að verið er að vinna að útgáfu á sumu. Að mínu mati eru þrír íslenskir jungletónlistarmenn meira en útgáfuhæfír, en þá er líka fullt af liði sem er nýbúið að uppgötva tón- listina og á eftir gera góða hluti. Eitt af því besta við jungle er að menn geta ráðið sér sjálfir, það þarf ekki að eiga mikla peninga til að kaupa sér tæki og ekki þarf að vandræðast með að fá menn til að mæta á æfíngar." Eldar Ástþórsson segir að þegar þeir félagar hafí UNDANFARIÐ hafa ís- lenskir rapptónar heyrst í útvarpi og tvær sveitir hasl- að sér völl á því sviði. Fyrir jól kom út stuttskífa hljóm- sveitarinnar Quarashi, sem er víst uppseld með öllu, en önnur sveit, Subterranean, gerir sig líklega til að gefa út og hefur meðal annars sent frá sér tvö lög til kynn- ingar í útvarpi Subterranean er skipuð fjórum ungmennum sem kalla sig sérstökum sviðsnöfnum; Magse, DJ Demo, Cell 7, og Smarij. Magse og DJ Demo bjuggu í Svíþjóð og störfuðu þar og starfa enn, þó vík sé milli vina, í hljómsveit sem kallast Creation Crew. Þeir fluttust til íslands fyrir tveimur árum og kynntust Smarij og byij- uðu að vinna saman að tón- list. Cell 7 hljóp svo í skarð- ið sem rappari á skemmtun í Hólabrekkuskóla og í kjöl- farið var henni boðið að rappa með í Subterranean. Framhald sögunnar er að DJ Demo var tíður gestur í útvarpsþættinum The Chronic í X-inu hjá Robba Rapp, en í honum er einung- is leikið rapp. Magse hefur komið með honum í þættina og rappað freestyle. Þegar þau síðan fóru að pæla í að gefa út plötu gerðu þau pruf- ur og ein slík var leikin í Chronic. „Það var þó bara pmfa, en það var einhver á X-inu sem fannst það svo gott að hann fór að spila brot úr laginu og kallaði það lag. Við kláruðum síðan lag- ið og það hefur verið mikið spilað undanfarið." Subterranean rappar jafnt á íslensku og ensku og segja liðsmenn að þó það sé erfið- ara að semja góða texta á íslensku sé það skemmtilegt, ekki síst fyrir það að þau vilji helst gera eitthvað nýtt. „Við viljum þó ekki einblína á íslensku eða ensku, en frekar gera það sem við fíl- um hverju sinni.“ Eins og áður segir stefndi Suterranean á breiðskífu, en vinna við þá skífu gengur ágætega, fimmtán lög eru nánast fullbúin og mikið af hugmyndum í smíðum. Þau hafa einnig verið iðin við að troða upp. „Við erum á fullu að gera okkar hluti, en við erum ekkert að semja tónlist til að slá í gegn. Við kunnum að meta það ef fólk hefur gaman af tónlistinni, en það skiptir ekki máli hvort það eru fímm eða fimmþúsund, við erum að gera þetta fyrir okkur fyrst og fremst.“ framundan MÚ SÍKTILRAUNIR Tóna- bæjar eru framundan, en þá keppa hljómsveitir hvað- anæva af landinu um hljóð- verstíma og ýmisleg fleiri verðlaun. Undan- farið hefur sigur- sveitum Músíktil- rauna farnast vel; sumar hafa sent frá sér fleiri en eina breiðskífu í kjölfarið og skemmst að minnast þess að sigursveitin 1995 var fyrir skemmstu á tónleikagferð með Blur í Bretlandi. bland við rokk ýmissar gerð- ar. Undanfarin ár hafa þátt- tökursveitir verið vel á þriðja tuginn og aukakvöldi bætt við til að tryggja að sem Sigursveít Liðsmenn Stjömukisa hampa sigurlaunum Músíktilrauna 1996. Músíktilraunir hafa speglað það sem hæst ber í íslensku tónlistarlífí hveiju sinni og eins víst að mikið verði um allskyns danstónlist að þessu sinni og jafnvel láti einhveijar rappsveitir frá sér heyra í flestar komist að. Fyrsta til- raunakvöld að þessu sinni verður fímmtudaginn 6. mars, annað kvöldið 13. mars, þriðja 14. mars, loka undanúrslitakvöld 20. mars og úrslit síðan 21. mars. Skráning fer fram í Tónabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.