Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ GOÐRARVONARHOFÐI - TROLLASKAGI - 10. AFANGI Misjafnir dagar í Miðafríku íslenska fjölskyldan sem ók frá syðsta odda Afríku áleiðis að Tröllaskaga á íslandi náði því takmarki að halda jólin heima. En ferða- sögu þeirra hjóna Friðriks Más Jónssonar, Bimu Hauksdóttur og bamanna Andra, Stefáns og Rannveigar er ekki lokið. Síðasta kafla lauk þegar þau sluppu úr myrkviðum Zaír með ævintýralegum hætti. FJÖLSKYLDAN fékk tvisvar að tjalda á trúboðsstöðvum í þessum áfanga. Önnur er rekin af banda- rískum baptistum, en sú seinni af dönskum trúboðum. RANNVEIG heldur á Iitlum apa sem sniglaðist í kringum tjald fjölskyldunnar í einum næturstaðnum. Miðafríkulýðveldið er eins og nafnið bendir til í miðri álfunni. Stærð landsins er 625 þúsund ferkílómetrar og er það allt ein há- slétta, sem er 600-700 metra yfir sjávarmáli. Suðurhluti landsins er þakinn regnskógi, en norðurhlutinn er „hálf-eyðimörk“ er myndar hluta af Sahel, en svo er nefnt landsvæðið fyrir sunnan Sahara sem nær þvert yfir álfuna; frá Súdan í austri til Máritaníu í vestri. 3,5 miljónir manna byggja landið og er opinbert tungu- mál þess franska. 85% þjóðarinnar lifa af landbúnaði. Bokassa nær völdum Fyrsti forseti landsins, Dacko, að- hylltist hefðbundinn afrískan stjóm- unarstíl og varð fljótlega einræðis- herra. Dacko var steypt af stóli árið 1966 af náunga að nafni Bokassa, en telja verður hann með ógeðfelld- ari pólitíkusum aldarinnar. Næstu 13 árin upplifðu þegnar Miðafnku- lýðveldisins mestu ógnarstjórn er þekkst hafði í álfunni. Vald Bokassa var algjört og var öll andstaða við hann miskunnarlaust brotin á bak aftur. Minnsti grunur um andstöðu við forsetann var næg ástæða til þess að hinir grunuðu voru barðir til dauða opinberlega, og var Bokassa sjálfur stundum í hlutverki böðulsins. Á meðan bijálæðingurinn Bokassa niðurlægði þegna sína högnuðust frönsk fyrirtæki á gæðum landsins, svo sem námuvinnslu. Árið 1977 breytti Bokassa landinu í keisara- dæmi og tilnefndi sjálfan sig keisara til lífstíðar. Krýningarathöfnin kost- aði 20 milljónir dollara, en það var þjóðarframleiðsla landsins þetta ár. Tveimur árum seinna bárust fréttir af fjöldamorðum á skólabömum í höfuðborginni, og nú voru meira að segja Frakkar búnir að fá nóg. Þeg- ar Bokassa brá sér í opinbera heim- sókn til Lýbíu flugu Frakkar Dacko, ásamt 700 fallhlífarhermönnum, til Miðafríkulýðveldisins og skipt var um forseta í landinu. Að þessu sinni hékk Daeko við völd til ársins 1981 er honum var velt úr sessi af Kolingba. Sá var síst meiri lýðræðissinni en fyrirrennarar hans og var öll andstaða við ríkis- stjórnina bönnuð með lögum árið 1986. Bokassa, sem lifað hafði í vel- lystingum í París frá árinu 1979, flaug nú til Miðafríkulýðveldisins með það fyrir augum að frelsa landa sína undan oki einræðisins! En Bo- kassa var handtekinn og dæmdur til dauða, m.a. fyrir mannakjötsát, en dómnum var síðan breytt í lífstíðar fangelsi. Bokassa hrökk uppaf á síð- asta ári, eftir að hafa dúsað í áratug í dýflissum þeim er hann hafði sjálf- ur kvalið fanga í á meðan hann fór með völd í landinu. Vegna alþjóðlegs þrýstings voru haldnar kosningar í landinu fyrir nokkrum árum og núverandi forseti, Patesse, komst til valda. í maí síðast- liðnum gerði herinn uppreisnartil- raun, en Frakkar sendu 15.000 manna lið úr Útlendingaherdeildun- um til Miðafríkulýðveldisins til að berja uppreisnina niður og gæta franskra hagsmuna í landinu. Ástandið var sem sagt ekkert gull- tryggt þegar okkur var róið, ásamt bílnum og hafurtaski, á flmm ein- tijáningum frá Zaír til Miðafríkulýð- veldisins • á þeim Drottins degi 15.9.96. Bangassou Er við komum til Bangassou þótt- umst við hafa himin höndum tekið, frumskógar Zaír lágu að baki og framundan voru betri vegir. Fimm mánuðir voru liðnir síðan við lögðum i hann, frá Höfðaborg, og Síldaræv- intýrið á Sigló löngu búið, nú var takmarkið að ná til Tröllaskagans fyrir jól. Við hlóðum farangri okkar á bílinn, kvöddum ræðarana sem höfðu flutt okkur yfir Ubanguifljótið og keyrðum inn í bæinn. Þar sem við komum til landsins á sunnudegi var skrifstofa útlendingaeftirlitsins lokuð og ekkert annað fyrir okkur að gera en að leita að gististað fyrir nóttina. Bangassou er lítill og fremur óaðlaðandi bær. Þar er þó símstöð, sem að vísu var lokuð, bensínstöð og matvöruverslun. Hér lentum við í því, í fyrsta sinn í ferðinni, að menn voru ekki spenntir fyrir dollur- um og áttum við í mesta basli með að skipta þeim í afríska franka. Tveir líbanskir bræður, sem reka matvöru- verslunina í bænum, féllust þó að lokum á að skipta fyrir okkur 200 dollurum. Við gátum því birgt okkur upp af vistum og í fyrsta sinn í lang- an tíma gátu krakkarnir gætt sér á gosdrykkjum og súkkulaði. Flækingurinn, Michael, sem ferð- ast hafði með okkur síðustu 4 dag- ana í Zaír, kvaddi og tékkaði sig inn á sóðalegt hótel í bænum, en hann ætlaði að taka rútu til höfuðborgar- innar daginn eftir. Þar sem ástandið var ennþá nokkuð viðkvæmt í landinu eftir byltingartilraunina í maí þótti okkur vissara að reyna að finna ör- uggt tjaldstæði fyrir nóttina. Við hittum hollenskan prest sem starfað hefur í landinu í 20 ár. Sá var ákaf- lega hrifrnn af því að geta- talað við Rannveigu á sínu móðurmáli, en hollenska og afrikaans, sem Rann- veig talar reiprennandi, eru keimlík tungumál. Hann benti okkur á trú- boðsstöð í útjaðri bæjarins hvar hann taldi að við gætum fengið að reisa tjaldið fyrir nóttina. Trúboðsstöðin er rekin af banda- rískum baptistum, en þeir höfðu ver- ið fluttir í burtu er ófriðurinn geisaði í maí og voru ekki komnir til baka. Hinsvegar veittu innfæddir starfs- menn stöðvarinnar okkur góðfúslegt leyfl til að tjalda á landareigninni, sem við tókum fegins hendi. Stöðin stendur á hæð á bökkum Ubangui- fljótsins og höfðum við gott útsýni yflr til Zaír. Nú í ljósaskiptunum virt- ist það okkur jafn leyndardómsfullt og ógnandi og það hafði fyrst birst okkur fyrir fjórum vikum frá landa- mærum Úganda. Taminn api og blóðþyrstur varðhundur Api var að sniglast í kringum tjald- ið, krökkunum til ómældrar ánægju. Hann tók fljótt ástfóstri við Stefán og Rannveigu sem fóðruðu hann á nýfengnu „slikkeríi" úr líbönsku búð- inni. Apinn vildi hvergi annars staðar vera en á öxlum barnanna, en er líða tók á kvöldið lét hann sig hverfa út í nóttina, sennilega kominn með slæmt iðrakvef eftir allt sælgætisát- ið. Á lóðinni var og varðhundur hinn ógurlegasti sem tjóðraður var með gildri keðju við áhaldaskúr stöðvar- innar. Hann lét óátalið þó að infædd- ir rápuðu um lóðina, en ef við hvít- ingjamir voguðum okkur nálægt yf- irráðasvæði hans óð hann froðufell- andi í átt til okkar með hvílíkum krafti að þegar strekktist á keðjunni fannst okkur að áhaldaskúrinn færð- ist til um nokkrar tommur. Við ákváðum að láta lítið fara fyrir okk- ur um nóttina. Frá Bangassou til Bangui Snemma næsta morguns vorum við mætt hjá útlendingaeftirlitinu til þess að ganga frá pappírunum. Vegabréfsáritanir okkar voru út- runnar, en það var hinsvegar auð- sótt mál að fá nýjar eftir að 240 dollarar höfðu skipt um eigendur. En pappírana fyrir bílinn (carnet) fengum við ekki stimplaða, hversu mikið sem við reyndum. Offíserarnir töluðu aðeins frönsku,en þar vorum við á ákaflega þunnum ís. Það var ekkert fyrir okkur að gera annað en að láta til leiðast og halda áfram með skjölin í ólestri. í bænum hittum við ferðafélaga okkar, Michael, sem sagði farir sínar ekki sléttar. Rútan sem hann hafði ætlað með hafði verið sneisafull, en honum verið boðið að sitja á farangr- inum, á toppgrindinni, ásamt 20 öðr- um farþegum. Hann brast kjark að taka þessu tilboði, en falaðist eftir plássi með okkur til höfuðborgarinn- ar, og var okkur það Ijúft að taka þennan ævintýramann með okkur á ný. Áður en lagt var af stað fengum við okkur hádegisverð á einum af götuveitingastöðum bæjarins. Ekki var annað í boði en réttur dagsins sem samanstóð af stórum kjötflykkj- um er svömluðu í sósugumsi í hlóðar- pottinum. Við slógum til, en miðað við umfang bitanna sem við fengum á diskana gátum við þess helst til að hér væri um flóðhestakjöt að ræða. Þetta smakkaðist hinsvegar ákaflega vel og kostaði ekki nema 2 dollara fyrir allan hópinn. Södd og ánægð lögðum við af stað vestur á bóginn. Regnskógurinn var að baki og í fyrsta sinn í langan tíma höfðum við útsýni til allra átta. Það sem meira var að nú vorum við á þokkalega góðum vegi og gátum loks sett „su- burbaninn í drævið“. Við sigldum áfram á 80 km hraða, en miðað við keyrslu undanfarinna vikna fannst okkur við vera næst því að ijúfa hljóðmúrinn. Þessi sæla var þó skammvinn, því að 50 km eftir að við lögðum af stað keyrðum við fram á fyrsta vegatálma lögreglunnar. Eftir töluvert þref komumst við áfram án þess að stórt skarð yrði höggvið í hálftóman ferðasjóðinn. Hinsvegar töfðu vegatálmarnir, sem voru með reglulegu millibili, okkur svo að það tók okkur tvo daga að keyra þessa 700 km til höfuðborgar- innar, Bangui, þó svo að vegurinn væri góður. Bangui - skuggaleg borg Bangui er víggirt á alla vegu og eru öflugir vegatálmar á innaksturs- leiðum til borgarinnar, en við runnum áreynslulaust framhjá þeim. Stimpla þarf vegabréf allra ferðamanna sem koma til borgarinnar, en vegna ís- lenskra auglýsinga á bílnum hafa hermennimir, sem gættu vegatálm- anna, sennilega haldið að við værum starfsmenn hjálparstofnana og veif- uðu þeir okkur áfram. Við renndum inn í borgina og hugðumst hafa uppi á sendiráði Nígeríu. Ef svo illa vildi til að við fengjum ekki vegabréfsárit- un til Nígeríu yrðum við að sleppa Kamerún og halda norður til Tsjad, en það var kostur sem við vonuðum að við þyrftum ekki að taka. Það sem kom okkur mest á óvart, þar sem við vorum að snúast í borginni, var að götuvitar voru í lagi og umferðar- reglur voru virtar. Borgin bar hins- vegar glöggt merki þess að þar höfðu stríðsátök farið fram. í miðbænum voru veggir flestra húsa skreyttir með kúlnagötum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.