Morgunblaðið - 02.02.1997, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 02.02.1997, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 B 7 -----:------7---5v~--- C \ C H A O J av • ___S •' M X--' X \ E / M I Ð R - o/ / Xp/ AFRÍKULÝÐ V ELDIÐ AF / GÓÐRARVONARHÖFÐA ÁTRÖLLASKAGA 10. áfangi í klóm réttvísinnar Þar sem við biðum á einum gatna- mótum eftir grænu ljósi, eins og lög- hlýðnum borgurum sæmir, renndi lögreglumaður á skellinöðru sér upp að okkur og heimtaði vegabréfin. Þegar vörður laganna rak augun í að við höfðum ekki stimpla fyrir Bangui í vegabréfunum umturnaðist hann gjörsamlega. Við vorum hand- tekin með það sama og gert að aka niður að aðallögreglustöð borgarinn- ar, þar sem vegabréfín voru gerð upptæk, en okkur gert að tjalda inn- an girðingar stöðvarinnar. Lögreglu- stjóranum fannst eitthvað athuga- vert við áritanirnar sem við höfðum fengið í Bangassou, en hann tjáði okkur að sökum þess hve áiiðið væri dags yrði litið á málið daginn eftir, en þangað til máttum við okkur hvergi hræra. Lögreglustöðin stendur á bökkum hins mikla Ubanguifljóts. I höfninni lá myndarleg flutninga- og farþega- feija sem var að leggja af stað í 9 daga siglingu eftir Ubangui og Kongófljóti til Brazzaville, höfuð- borgar Kongó. Birna spurði um sal- erni. Henni var bent á grasbala á bak við aðalbygginguna. Aður en við gengum til náða rölti ég þangað til að kasta af mér vatni. Þar var verið að lúskra á fanga sem grét sárt og bað sér vægðar. Feijan þeytti brottf- ararflautuna og þeirri hugsun laust niður í mig hvort við ættum ekki að lauma okkur um borð. Hinsvegar var lögreglustjórinn með vegabréfín okk- ar. Eg skreið inn í tjald og beið morguns. Áritanir og suður- afrískir flækingar Að morgni röltum við inn á teppið hjá lögreglustjóranum og eftir tölu- verðar samningaumleitanir fengum við vegabréfin svo að við mættum fara í sendiráð Nígeríu, en sökum þess að fararleyfm voru ekki komin þurftum við að skilja tjald og búnað eftir sem tryggingu. Við fengum áritanir á mettíma hjá Nígeríumönn- um og brunuðum því næst í sendiráð Kamerún. Þar hittum við fyrir tvo suðurafríska flækinga á leið til Evr- ópu. Þeir sögðust vera búnir að bíða í 3 daga eftir vegabréfsáritunum til Kamerún! Fyrir okkur voru þetta óhugnanlegar fréttir. Þrír dagar í Bangui. Nei, takk. Konan í afgreiðslunni var hin þurrkuntulegasta við okkur í byijun; en við beittum öllum okkar persónu- töfrum til þess að blíðka hana. Við sögðumst vera skíthrædd í Bangui og gætum varla beðið eftir að kom- ast til hennar yndislega lands, Ka- merún, sem við værum búin að heyra svo margt fallegt um. Þetta hreif. Klukkutíma síðar löbbuðum við framhjá furðu lostnum Suður-Afrík- önunum með vegabréfsáritanir til Kamerún í farteskinu. Sár rakstur A lögreglustöðinni fengum við þær fréttir að fararle_yfið okkar væri ekki ennþá komið. A meðan við biðum rambaði ég fram á göturakara sem bauð klippingu og rakstur gegn vægu gjaldi. Þar sem andlitsgróður minn hafði fengið að vaxa villtur undanfarnar vikur fannst mér hér komið kjörið tækifæri til þess að láta umbreyta mér í mennska veru og ég skellti mér í stólinn. Eftir að rakarinn hafði penslað sápulöðrinu í andlitið á mér tók hann upp raksköfu, líka þeim er tíðkuðust á Islandi fyrir ein- um 30 árum, og hóf raksturinn. Ekki hafði kauði tekið nema nokkrar sköfur á andliti mínu þegar ég var farin að sjá eftir öllu saman. Greini- legt var að rakblöðin voru komin til ára sinna svo að segja má að ég hafi verið reyttur, fremur en rakað- ur. Það sem verra var að meistarinn var ákaflega taugaóstyrkur og náði hann að særa mig víða með skjálf- andi hendinni. Við hörkuðum þó báð- ir af okkur og náði hann einhvem- veginn að plokka skeggið af andliti mínu og hálsi. Þegar kom að efri vörinni komum við okkur saman um að best væri að hætta þessum ljóta leik. Ég borgaði meistaranum og gekk á braut með sára vanga, auk þess sem ég skartaði þessu fáránlega yfirvaraskeggi. Bima hafði á orði að ég liti út eins og Wyatt Earp að loknu flögurra vikna svelti. Komið ykkur úr bænum Þegar hér var komið sögu vorum við enn á ný kölluð inn á teppið hjá lögreglustjóranum. Stjórinn leit á mig með aðdáun og greinilegt var að honum þótti mikið til yfirvara- skeggsins koma. Hvort sem það hef- ur verið hormottunni að þakka, eða því að þeir hafi verið búnir að fá nóg af okkur, veit ég ekki, en við fengum leyfi til að hypja okkur úr bænum. Ég reyndi að fá hann til að stimpla pappírana fyrir bílinn og einnig þurftum við að skipta meiri pening- um áður en lengra yrði haldið. Það var ekki við það komandi. Stjórinn lét okkur í té lögreglumann sem fylgja átti okkur út úr borginni; kvaddi okkur og sagðist vonast til að sjá okkur ekki aftur; í bráð að minnsta kosti. Lögreglumaðurinn fylgdi okkur að borgarmörkunum og sá til þess að við kæmumst klakklaust í gegnum vegatálmana. Hann benti okkur á veginn til Kamerún og óskaði okkur góðrar ferðar. Við veifuðum og héld- um í vesturátt. Á ný vorum við ein á ferð því Michael hafði ákveðið að slást í för með Suður-Afríkönunum. Sól var tekin að lækka á lofti er við kepptumst við að reyna að koma okkur sem lengst frá Bangui fyrir myrkur. Við komum til bæjarins Bossem- beli snemma kvölds. Þar gátum við keypt dísel fyrir afganginn af Afríku- frönkunum og vonuðum við að þetta eldsneyti dygði okkur til landamæra- bæjarins Bouar. í útjaðri Bossembeli fundum við lítið þorp þar sem við fengum að tjalda fyrir nóttina. Snemma næsta morgun erum við enn á ferð. Vegurinn var þokkalega góður og miðaði okkur vel áfram. Vegatálmar voru samt enn að gera okkur lífið leitt og töfðumst við í rúman klukku- tíma á einum er lögreglan tók uppá því að leita í öllum farangri okkar. Við reyndum að láta þetta fara sem minnst í skapið á okkur heldur nutum landslagsins sem er mjög fagurt á þessum slóðum. Við keyrðum nú um savannalendur líkar þeim er við höfð- um kynnst í sunnanverðri Afríku. Við Bouar-landamærin Um hádegi daginn eftir komumst við til Bouar á síðasta olíudropanum. Nú hófst æðisleg leit að einhveijum sem vildi skipta við okkur á dollurum og afrófrönkum. Eftir að hafa spurst fyrir á götunum töluverðan tíma höfðum við uppi á amerískum trú- boða sem féllst á að kaupa af okkur 200 dollara. Þegar við svo síðar renndum inn á bensínstöð til að kaupa olíu fyrir frankana okkar var okkur tjáð að enga díselolíu væri að hafa í augnablikinu. Afgreiðslumað- urinn sagði okkur hughreystandi að dísellinn kæmi að viku liðinni! Eftir töluvert umstang þefuðum við uppi náunga sem selur olíu á svörtu. Hann hefur þann háttinn á að hamstra olíu þegar hún er til, á 8/< dollara lítrann. Þegar bensínstöðin þomar upp, sem hún gerir reglulega, selur hann birgðirnar fyrir 1 dollar lítrann. Með glöðu geði keyptum við 40 lítra af þessum framtakssama kapítalista. Nú var hinsvegar orðið of seint að halda að landamærunum og fengum við að tjalda hjá dönskum trúboðum. Þar komumst við loks í síma og gátum látið áhyggjufulla ættingja vita að við værum ennþá ofan moldar, en við höfðum þá verið sambandslaus við umheiminn síðan í Uganda. Aksturinn til landamæranna morguninn eftir var áreynslulaus. Þar uppgvötvaðist aftur á móti að pappírarnir fyrir bílinn vom óstimplaðir og enn varð nú allt vit- laust. Gamall embættismaður var á vakt og var hann mjög smásmugu- legur og nákvæmur. Að hans áliti höfðum við drýgt hinn versta glæp; og sagði hann að við þyrftum að keyra til baka til Bangui til að fá pappírana stimplaða; fyrr fæmm við ekki um landamæri hans Við höfðum uppi á yfirmanni hans. Sá var kófdrukkinn, en í hinu besta skapi. Hann tók mig inn á skrifstofu sína þar sem nokkrir af undirsátum hans vom saman komnir. Ég lagði 20 dollara framlag í drykkjusjóð þeirra og kættust þeir félagar þá mjög. Gengið var frá skjölum okkar í hvelli. Yfírmaðurinn fylgdi mér út á hlað og kvaddi mig með virktum. Hrærður í bragði sagði hann að langt væri síðan örlátari ferðamenn hefðu farið um hlið sín. Hann var ekki ánægður með hve ferðamanna- straumurinn til landsins hafði minnk- að og sagði hann að þetta væri orð- inn helvítis reitingur. Hann bað mig skila kveðju til þeirra ferðamanna sem á vegi mínum yrðu og útmálaa fyrir þeim hvurskonar ferðamanna- paradís Miðafríkulýðveldið væri. Við kvöddumst. Reikull í spori gekk hann inn á kontórinn, en við héldum yfir til Kamerún. GPS-tækið frá Radíómið- un sýndi N 6, E 15. Enn var langur spölur að heimskautsbaug, en það var þó Ioksins farið að saxast tölu- vert á leiðina. KOMINN AFTUR! Hinn firábæri ofhæmisprófaði heilsukoddi ?kir er kominn aftur. Pantanir óskast sóttar. Koddinn sem sló öllum öðrum við í könnun sænska sjúkraþálfarans Liselott Persson. Hjálpartækjabankinn Hátúni 12, 105 Reykjavík. Sími 562-3333 Útsölustaðir auk Efling, Krónunni, 3. hæð, Akureyri Hjálpartækjabankans: Össur, Hverfisgötu 105, Reykjavík Skemmtikvöld Úrvals-fólks fyrir alla 60 ára og eldri. Miðvikudaginn 19. febrúar verður skemmtikvöld Úrvals-fólks í Súlnasal Hótels Sögu kl. 18.30, húsið opnar kl. 18.00. Fjölbreytt skemmtiatriði, kórsöngur, einsöngur, dans, happdrætti, ferðakynning og hin einstaka úrvals-fólks stemmning. Pantaðu snemma - það borgar sig Þríréttaður matseðill Létt ferðakynning Kórsönaur Kór eldri borgara á Selfossi, stjórnandi Sigurveig Hjaltested. Danssyning Dansflokkur frá Dansskóla Sigvalda. Happdrætti VegLegir vinningar i boði. Dans Hljómsveit Hjördísar Geirs sér um fjörið. Miðasala og borðapantanir hjá Rebekku og Valdísi á skrifstofu Úrvals-Útsýnar í Lágmúla 4 frá kl. 9.00-17.00 í sima 569 9300. Verð aðeins 1.990 kr. Miðinn gildir sem happdrættismiði. ftk ÚRVAL-ÚTSÝN Lágmúla 4: sími 569 9300, Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavtk: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: stmi 462 5000 - og hjá umboðsmönnum urn land allt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.