Morgunblaðið - 02.02.1997, Síða 9

Morgunblaðið - 02.02.1997, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 B 9 MAIMNLIFSSTRAUMAR IVIATARLIST /Hvad erjógúrt? Jógúrt á morgnana ogjógárt á kvöldin! að langlífi liggi í hægari efnaskipt- um og almennt minni lífvirkni. Brennsla sykurs í frumum líkam- ans leiðir til myndunar hvarf- gjamra efna, s.k. sindureinda, sem í miklu magni geta valdið tjóni á DNA sameindum og öðrum mikil- vægum lífrænum efnum. Það er skoðun margra líffræðinga að það sé einmitt þessi skaðræna virkni sindurefna sem er ein af meginor- sökum öldrunar lífvera. Lakowski og Hekimi telja að hægari efna- hvörf leiði til myndunar færri sind- urefna og dragi á þann hátt úr hraða öldrunarferilsins. Vísindamennimir í Montreal segja að í raun og veru sé öll lífs- starfsemi, vöxtur og hreyfing líf- löngu ormanna langtum hægari en hjá frændum þeirra sem einungis lifa í 10 daga. í ljósi þessa er ólík- legt að fólk, ef það ætti kost á, mundi kæra sig um lengra en langt- um tilþrifaminna líf. Hver vill vera barn í 60 ár eða á eftirlaunum í heila öld? Vissulega er erfðafræði manna langtum flóknari en erfða- fræði orma og því er langt í það að við, eða barnaböm okkar, eigum kost á slíkum boðum. Það er hins- vegar ljóst af hveiju náttúran hefur ekki boðið ormunum upp á það langlífí sem Lakowski og Hekimi hafa gefíð þeim. Jafnlengi til þess að eignast afkvæmi eða hreyfa sig frá einum stað til annars hefði gert þá tilvalin fórnardýr hraðari og sterkari, en skammlífari skor- dýra. Rannsóknir af þessu tagi eru mjög áhugaverðar frá vísindalegu sjónarmiði og hugsanlegt er að vís- indi framtíðarinnar geti haft ein- hver not af þeim. Mikil lenging lífs- ins virðist hinsvegar leiða til lífs- forma sem eru tilþrifaminni og ef til vill óhæf til sjálfstæðs lífs í nátt- úrulegu umhverfi, utan veggja rannsóknarstofunnar. Við ættum því að binda meiri vonir við aðrar leiðir til lengra lífs, s.s. þær sem leiða til betri gmndvallarskilnings á þeim sjúkdómum sem stytta ævi milljóna á hverju ári. Margar kenningar hafa í sér ófull- komleika tilgátunnar, og oft þannig að fáránlegt er að hugsa sér þann efnislega veruleika sem þær tákna. L.D. Landau, hinn frægi rússneski eðlisfræðingur, var síðastur allra sem hafði öll meginsvið eðlisfræð- innar á valdi sínu. Eitt hins ótal- marga sem hann gerði var kenning um samverkan fermieinda, sem gengur alls ekki nema að einhver guðvera hafi við upphaf heims (Á eðlisfræðingamáli heitir það t = - oo) og byijað hægt að setja á kraft sem orkar á milli eindanna, þannig að honum sé akkúrat komið á nú í dag með þeim styrk sem hann mælist. Annað og mun stærra dæmi er að margt er óljóst í sambandi við gang tímans. Hann hefst í klassískri aflfræði á sömu rök- hyggju og er Múnchhausen barón tók sjálfan sig upp á hárinu. Gang- ur himintungla stjórnaði tímanum og aftur var tíminn látinn stjórna gangi himintunglanna. Ekki tekur betra við í nútímaeðlisfræðinni er grundvallaijafna skammtafræði kennd við E. Schrödinger lætur hlutina einnig geta gerst aftur á bak á þann veg að sami atburður er jafneðlilegur sé tekin af honum kvikmynd og hún leikin aftur á bak. Samt er efnisveruleikinn fullur af atburðum sem geta ekki gerst aftur á bak. Vitaskuld hefur margt verið skýrt við þessi vandamál sem er ekki hægt að skýra hér. En allt- ént er mynd almennings af hinum alrétt hugsandi vísindamanni röng. Mig minnir að ég hafi heyrt um eðlisfræðing sem vitnaði í gamla sönnun um að ógerlegt sé að reikna út hvernig þijár eindir hreyfast, sannaði svo það sama um tvær samverkandi eindir, síðan um eina eind og endaði röðina á að sanna að ógerlegt sé að reikna út hvernig engin eind hreyfist. Engin eind er semsé of margar eindir til að hægt sé að henda reiður á hreyfingu hennar. JÓGÚRT er ein elsta fæðutegund jarðar og eins má kalla hana fyrsta skyndiréttinn, en skyndirétturinn sá er afar auðugur af vítamínum og annarri næringu. Náttúruleg, hrein jógúrt inniheldur meira af b-vítamíni tíamíni og riboflavíni heldur en mjólk og eins meira pró- tein. Einnig er hún full af kalsíum og inniheldur líka járn, fosfór og potassium. Jógúrt er tilvalin sem staðgengill fyrir kólesterólgreif- ana ijóma og sýrðan ijóma. Þrátt fyrir þessa góðu eiginleika var jóg- úrtin ekki uppgötvuð á Vestur- löndum fyrr en frekar nýlega, miðað við hvað hún er búin að vera lengi við lýði annars staðar. ÞAÐ voru hirðingjar í Asíu sem „fundu upp“ jógúrtina af til- viljun. Pokarnir sem þeir báru mjólkina í voru úr kindavömbum og þar þrífst hin heillavænlega baktería sem geijaði síðan mjólkina í hitan- um. Margar vísanir til jógúrts er að finna bæði í forn- um menningar- samfélögum Asíu og eins Balkan- löndum Suðaustur-Evrópu. Sumir sem hafa rannsakað Biblíuna halda því fram að um Fyrirheitna landið hafí streymt „laban“ (enn notað sem orð yfir jógúrt) og hun- ang, en ekki mjólk og hunang. Eins má finna ,jógúrttilvísun“ í sjálfri Sköpunarsögunni, er Abra- ham býður mönnunum þreniur sem tilkynntu honum fæðingu ís- aks, jógúrt, sem erfikenning telur hafa verið lykilinn að fijósemi hans og langlífi. Kákasusjógúrt fór að fást hér fyrir nokkrum árum og hún var auglýst með myndum af hressu og spræku eldra fólki þaðan við leik og störf. Súperheilsa fólks frá þessum slóðum er nefnilega meira en goðsögn. Á 19. öld uppgötvaði maður að nafni Ilya Mechnikov að fólk í Búlgaríu vann erfiðis- vinnu og eignaðist börn langt fram yfir þann aldur sem menn eru yfir- leitt vanir. Hann var að rannsaka ófijósemi og orsakir hrörnunar hjá mönnum, og komst að þeirri niður- stöðu að jógúrtin (sem Búlgarar borða mikið af) væri lykillinn að hreysti þeirra. En hvaða töfraefni er í jógúrt- inni? Þessum merka Ilya tókst að einangra tvær höfuðbakteríur jóg- úrtinnar, þær streptococcus thermophilus og lactobacillus bulgaricus. Hans kenning er sú að þessar bakteríur hafi góð áhrif á þarmaflóruna, og hafi þannig stjórn á skað- legum bakter- íum, sem venjulega dvelja í líkam- anum um langa hríð og eitra líkamann og flýta þannig fyrir hrömun hans. Frábær nýjung í ,jóg- úrtflóru" okkar hér er Ab- mjólkin sem allir ættu að gera að sínu daglega brauði, en hún er sýrð með lactobac- illus acidophil- us og bifidobacter- ium bifidum, sem báðir eru einstaklega hollir og góðir fyrir líkamann. Sjálfsagt er að benda fólki líka á í allri þessari flensutíð að drekka nóga Ab-mjólk með hinum illræmdu (fyrir þarmaflór- una), en oft nauðsynlegu penisill- ínkúrum sem margir þurfa stund- um að fara á. Jógúrt er notuð í matseld margra landa. Hjá Indveijum er t.a.m. algengt að bera fram hina frískandi jógúrtblöndu raita með karrýréttunum, annaðhvort ferska eða kryddaða, með grænmeti eða ávöxtum úti í. Einnig búa þeir til úr jógúrt frískandi drykk sem kall- ast ihassi. Grikkir búa til ljúffeng- an eftirrétt úr jógúrt og hunangi, og einnig er réttur þeirra tzatziki margrómaður. Á matseðli Búlgar- íu má finna gómsætt gúllas og paprikurétti með jógúrt í og eins í Rússlandi og Skandinavíu er hún mikið notuð í mat og svo mætti lengi telja. Frakkar hafa löngum einnig verið miklar jógúrtætur, en þeir nota jógúrt mikið í stað sýrðs og venjulegs ijóma Ein leið til að búa til jógúrtina sjálfur er einfald- lega að sjóða mjólk, kæla hana síðan niður í ca líkamshita og bæta síðan dálitlu af tilbúinni jóg- úrt út í og halda blöndunni heitri þar til hún lyftir sér. Tilvalið er að fá sér jógúrt með morgunkomi og ávöxtum (ferskum eða þurrk- uðum) í morgunmat. Þessi blanda er bæði auðmeltanleg og mjög næringarrík auk þess sem hún bragðast afar vel. Jógúrt er ekki eingungis fyrir munn og maga, hún er líka góð fyrir húðina, og sagt hefur verið að fyrirsætur margar hveijar þvoi andlit sitt með hreinni jógúrt. Ég heyrði einhvern tíma að leikkonan Audrey Hepburn notaði jógúrt sem andlitsmaska! í slíkan maska er gott að blanda t.d. haframjöli, ferskum jarðarbeijum og hunangi. Þessi blanda fer mjög vel í húðina og hún ljómar af kæti. Þessi ijómakennda og bragðgóða fæða er frábær því hægt er að nota hana í svo margt, auk þess sem hún er rosalega holl og fitulítil. Við skulum því nýta hana út í ystu æsar, en ekki bara sem morg- unverð. Hún er náttúrlega lostæti með ávöxtum út í, en mjög snið- ugt er líka að setja grænmeti út í hana og borða þannig sem með- læti með kjöti eða fiski, eða eina og sér, sem frískandi sósu eða sjálfstæðan rétt. Hún er frábær í grænmetisrétti og sem staðgengill ijóma t.d. í rétt eins og strogan- offbuff. Notið ímyndunaraflið og borðið jógúrt með nánast hveiju sem ykkur dettur í hug. Með því uppgötvið þið ekki bara frábært nýtt bragð, heldur græðir bæði heilsa og útlit á jógúrtneyslunni. Eggjapúnsfrauðís 3 msk. hunang 1 egg 3 msk. viský 1 'A bolli hrein jógúrt 1 'A bolli mulnir ísmolar Setjið allt hráefnið í matreiðslu- vél (blandara) og hrærið þar til ísmolarnir eru orðnir að ískrapi, Setjið blönduna í frystibox og lát- ið bíða í frysti uns hún er orðin maukkennd, látið hana þá þiðna á ný og setjið hana svo aftur í frysti og látið fijósa vel. Berið fram í háum frauðísglösum eða eftir- réttaskálum. / Iffel GoldStar símabúnaður GoldStar GT-9500 Þráðlaus sími fyrir heimili og fyrirtæki, með innbyggt símtæki í móðurstöð og innanhússtalkerfi milli allt að þriggja þráðlausra síma og móðurstöðvar. Grunnpakki: Móðurstöð með einum þráðlausum síma og öllum fylgihlutum. | Verð kr, 24.490.- stgr. I Auka þráðlaus sími: Þráðlaus sími með fylgihlutum. GoldStar GS-635 Símtæki með hátalara og endur- vali. Sérstakléga falleg hönnun. Litir. Rauður; grænn og Ijós grár Verð kr. 3.900.- stgr. Síðumúla 37 *108 Reykiavík Endursöluaðilar: Eyjaradíó- Vestmannaeyjum, Metró-Akureyri.Tölvuvæðing- Keflavík Sími 588 2800 • Fax 56ö 7447 Hátíðni- Höfn, Snerpa- Isafirði, Versl. Hegri- Sauðárkróki ogiölvuþjónusta Húsavíkur. ® O -V jf eftir Álfheiöi Hönnu Friðriksdóltur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.