Morgunblaðið - 02.02.1997, Side 22

Morgunblaðið - 02.02.1997, Side 22
22 B SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Afgreiðslufulltrúi Við leitum að samviskusömum, reglusömum og úrræðagóðum starfsmanni til að sjá um afgreiðslu í vöruskemmu og á skrifstofu okkar í Reykjavík. Reyklaus vinnustaður. Skriflegar umsóknir sendist til Flugflutninga ehf. fyrir 7. febrúar. Flugflutningar ehf. Cargoluxá íslandi, Héðinsgötu 1-3, 105 Reykjavík. Stýrimaður - háseti Stýrimann og háseta vantar á ferjuna Fagra- nes á ísafirði nú þegar. Umsóknir sendist á skrifstofu Hf. Djúpbáts- ins, Sindragötu 11, 400 ísafjörður, eigi síðar en 10. febrúar. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Sími 456 3155. Fax 456 4185. Hf. Djúpbáturinn. ALMENNA VERKFRÆÐISTOFAN HF. Verkfræðingur Almenna verkfræðistofan hf. er ein af elstu og stærstu verkfræðistofum landsins. Starfsmenn í dag eru 37, þar af 30 tækni- menn á byggingar-, véla- og rafmagnssvið- um. Áhugaverð verkefni, innlend og erlend, eru í deiglunni hjá verkfræðistofunni, m.a. stór barnaspítali í Saudi-Arabíu, og stendur því til á næstu vikum að ráða til starfa: Tvo (2) vélaverkfræðinga. MS-próf frá þýsk- um háskóla æskilegt svo og 1-3 ára starfs- reynsla við hönnun. Góð þýskukunnátta nauðsynleg. Starfssvið: Hönnun flókinna loftræsi- og lagnakerfa og almenn vélaverkfræði. Einn (1) byggingarverkfræðing. MS-próf- gráða eða 1-3 ára starfsreynsla við hönnun er æskileg. Sérsvið burðarþolshönnun. Vinna við erlend verkefni fer að mestu fram í Reykjavík, en að einhverju leyti erlendis, m.a. í Þýskalandi og Saudi-Arabíu. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 588 8100. Fulltrúi - ritari Laus er til umsóknar staða fulltrúa/ritara á skrifstofu forseta íslands. Um er að ræða fullt starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í marsmánuði nk. Starfið felst í hefðbundnum skrifstofustörf- um m.a. ritvinnslu, skjalavörslu, móttöku þeirra sem til embættisins leita og símsvör- un. Umsækjendur verða að geta starfað sjálf- stætt og hafa hæfileika til mannlegra sam- skipta. Nauðsynlegt er að umsæjendur hafi góða kunnáttu í íslensku og æskileg er kunn- átta í a.m.k. einu Norðurlandamáli og ensku svo og í notkun tölvu. Starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum starfsmannafélags ríkisstofnana. Nánari upplýsingar um starfið gefur Vigdís Bjarnadóttir, deildarstjóri, sími 540 4400. Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 1997. Umsóknir sendist til skrifstofu forseta ís- lands, Staðastað, Sóleyjargötu 1, 150 Reykjavík, en þær þurfa ekki að vera á sér- stökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Snyrtivörur - kynningar Starfsmaður óskast í hlutastarf til að kynna snyrtivörur í verslunum. Um er að ræða þekkt vörumerki á markaðinum. Vinsamlegast sendið umsóknir til afgreiðslu Mbl. merktar: „S - 110“ fyrir föstudaginn 7. febrúar. FERÐAMIÐSTÖÐ AUSTURLANDS HF. í Reykjavík Verkefnastjóri Óskum eftir verkefnastjóra í innanlandsdeild fyrirtækisins í Reykjavík. Starfssvið: í starfi verkefnastjóra í innanlandssöludeild felst skipulagning og frágangur á ferðum og þjónustu fyrir erlenda ferðamenn. Hæfniskröfur • Nauðsynleg mjög góð kunnátta í þýsku og ensku. • Reynsla og/eða nám í ferðaþjónustu. • Tölvuþekking; Windows umhverfi, Word, (Excel). • Nákvæmni, skipulagshæfni, eiga auðvelt með samskipti. • Geta unnið sjálfstætt sem og í hóp, aðlög- unarhæfni, geta unnið undir álagi, sér- staklega yfir sumartímann. Ráðningartími Um er að ræða heilsdags framtíðarstarf og þarf viðkomandi að geta byrjað sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Vinsamlega sendið umsóknir með upplýs- ingum um nám og fyrri störf, fyrir 11. febr- úar nk. til Ferðamiðstöðvar Austurlands ehf., starfsmannahald, Stangarhyl 3a, póst- hólf 9088, 129 Reykjavík. Farið verður með allar umsóknir sem trún- aðarmál og öllum verður svarað. Leikskólakennarar Fellahreppur á Fljótsdalshéraði auglýsir eftir leikskólakennara til afleysinga í stöðu leik- skólastjóra í Fellbæ frá 1. mars 1997 til 31. desember 1997. Um er að ræða 100% stöðu með deildar- starfi. Nánari upplýsingar veita: Ásta María, sími 471 1442 eða 471 1748 og Guðlaugur, sími 471 1341. Umbrotsmaður - hönnuður óskar að ráða umbrotsmann/hönnuð til starfa við auglýsingaframieiðslu. Viðkomandi verður að geta unnið með QuarkXPress og hafa einhverja þekkingu á Photoshop og Freehand. Vaktavinna (dag- og millivaktir). Leitað er að afkastamiklum starfsmanni sem reykir ekki. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar nk. Guðni Tónsson RÁDGÍÖF & RÁDNINGARÞjÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 LANDSPITALINN .../ þágu mannúðar og vísinda... ORKUSTOFNUN GRENSÁSVEGI » . 108 REYKJAVÍK ■■ ■ORKUSTOF _ ■ jr m Deildarstjori jarðeðlisfræðideildar Starf deildarstjóra jarðeðlisfræðideildar á rannsóknasviði Orkustofnunar er laust til umsóknar. Um er að ræða sérfræðingsstarf en viðkomandi mun falið að gegna hinu aug- lýsta yfirmannshlutverki í 5 ár í senn. Verksvið deildarstjóra er að stýra starfi jarðeðl- isfræðideildar og hafa faglega forystu í þróun og notkun jarðeðlisfræðilegra mælinga í auð- lindarannsóknum, einkum jarðhitaleit. Laun samkvæmt kjarasamningum ríkis- starfsmanna. Eftirfarandi kröfur eru gerðar: • Viðkomandi hafi a.m.k. meistarapróf frá háskóla í eðlis- eða jarðeðlisfræði. • Viðkomandi ráði yfir djúpri faglegri kunn- áttu og skilningi á aðferðum við jarðeðlis- fræðilega könnun, einkum til rannsókna háhitasvæða og hafi verulega starfs- reynslu á þessum sviðum. • Sérstök áhersla er lögð á að viðkomandi hafi reynslu og kunnáttu á sviði viðnáms- mælinga með rafsegulaðferðum og úr- vinnslu fjölrása endurkastmælinga. Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri rannsóknasviðs Orkustofnunar í síma 569 6000 eða á tölvupóstfangi ogf@os.is. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfsreynslu og annað sem máli kann að skipta skal skila til starfsmannastjóra Orku- stofnunar eigi síðar en mánudaginn 17. febr- úar 1997. Öllum umsóknum verður svarað. Orkumálastjóri. ...í þágu mannúðar og vísinda... Hjúkrunarfræðingar óskast á eftirtaldar deildir: Skurðdeild Landspítalans. Deildin er vakta- vinnudeild. Leitað er að áhugasömum hjúkr- unarfræðingi sem vill taka þátt í að móta nýtt og áhugavert skipulag hjúkrunar. Athygli er vakin á að áformað er nám í skurð- hjúkrun við Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands á komandi hausti. Svæfingadeild Landspítalans. Deildin er vaktavinnudeild. Á ofannefndum deildum er boðið upp á að- lögun eftir þörfum og möguleikum á hluta- starfi eftir að aðlögun lýkur. Upplýsingar veitir Ásta B. Þorsteinsdóttir, hjúkrunarframkv.stj. í síma 560 1300. Umsóknir berist til skrifstofu hjúkrunarfor- stjóra fyrir 25. febrúar 1997 ásamt upplýsing- um um nám og fyrri störf. Umsóknir gilda í þrjá mánuði. Handlækningadeildir Landspítalans. Upplýsingar veitir Kristín Sophusdóttir, hjúkrunarframkv.stj. í síma 560 1000. Lyflækningadeildir Landspítalans. Upplýsingar veitir Bergdís Kristjánsdóttir, hjúkrunarframkv.stj. í síma 560 1000. Umsóknarfrestur fyrir handlækninga- og ly- flækningadeildir er til 15. febrúar nk. Umsóknir gilda í þrjá mánuði. Bókasafnsfræðingur óskast á bókasafn Landspítalans í 100% starf í eitt ár. Upplýsingar veitir Sólveig Þorsteinsdóttir í síma 560 1525. Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra. Umsóknareyðublöö fást hjá starfsmannahaldi Ríkisspitala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala. Öllum umsóknum verður svarað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.