Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.02.1997, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Fulltrúi á skrifstofu Starfsmannafélag ríkisstofnana leitar eftir starfsmanni á skrifstofu félagsins. Helstu þættir starfsins eru: -Skjalavarsla -félagsskrá í tölvuvæddu formi -veita félagsmönnum upplýsingar um kaup og kjör -almenn skrifstofustörf Viðkomandi þarf að hafa reynslu af algengum tölvuforritum. Skriflegum umsóknum ber að skila fyrir 15. febrúar til: SFR, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík. Starfsmannafélag ríkisstofnana. VAK$ Vaki er 10 ára framsækiö, vaxandi fyrirtæki iþróun, framleiðslu og útfiutningi á hátæknibúnaði, einkum til fiskeldis. Fyrirtækið er meö umboðsaðila i 15 löndum, en hefur selt framleiðslu sína til um 30 landa. Starfsmenn eru 9, eigendur 65 og er fyrir- tækið skráð á OTM. Starf í Noregi Vaki óskar eftir að ráða starfsmann til starfa í Noregi í a.m.k 2 ár. Starfssvið: Frekari uppbygging markaðs- og sölu- mála fyrirtækisins í Noregi. Starfið er að einhverju leiti í samvinnu við og til stuðnings við umboðsmanninn þar. Við leitum að manni sem hefur menntun/þekkingu á fiskeldi, líffræði og/eða sjávarútvegi. Tungumál: Norska, íslenska, enska. Tölvukunnátta: Word, Windows o.fl. Viðkomandi þarf að stunda vönduð vinnubrögð, hafa örugga framkomu, geta skapað traust og vera reglusamur. Krafist er sjálfstæðra vinnubragða og hæfileika til mannlegra samskipta. Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar "Vaki 485" fyrir 15. febrúar n.k. Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfs/mi: 568 8618 Netfang: hagvang@tir5kyrr.is Veffang: http://www.apple. /hagvangu g: is'VF' sj HAGVANGUR RAONINGARNÚNUSIA Rétt þekking á réttum tfma -fyrir rétt fyrirtæki Sláturfélag Suðurlands er ieiðandi matvælafyrirtæki sem starfar á heildsölu- stigi og dreifir vörum á tandsvisu. Félagið er með leiðandi markaðshlutdeild I unnum kjötvörum auk þess að vera stærsti einstaki sláturleyfishafi landsins. Pá flytur félagið inn og selur vörur frá nokkrum þekktum erlendum fyrirtækjum. Sláturfélagið er stofnað árið 1907 af bændum á Suðurlandi. Félagið leggur rika áherslu á vöruþróun og gæði framleiöslu sinnar. Matvælafræðingur Sláturfélag Suðurlands á Hvolsvelli óskar eftir að ráða matvælafræðing til starfa. Hér er um fjölbreytt og skemmtilegt starf að ræða. í starfinu felst m.a.gæða- stjórnun og þátttaka í vöruþróun, rekstur rannsóknastofu og umsjón með hrein- læti og þrifum. Umsjón og framkvæmd með sýnatöku, gerlarannsóknum, efna- greiningu og skynmati o.fl. Við leitum að einstaklingi sem getur sýnt frumkvæði og er góður í liðsvinnu. Háskólamenntun á sviði matvælafræði er skilyröi. Með allar umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál og þeim öllum svarað. Upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar "Matvælafræðingur 054" fyrir 10. febrúar n.k. Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang: hagvang@tir.skyrr.is Veffang: http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RADNINGARMÖNUSIA Rétt þekking á réttum tíma -fyrir rótt fyrirtæki Kynningarfulltrúar Leitað er eftir fólki með óþvingaða og hátt- vísa framkomu fyrir fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörukynningum. Skemmtileg og áhuga- verð störf, vinnutími sveigjanlegur. Vinsamlegast leggið inn umsóknir ásamt mynd, inn á afgreiðslu Mbl. merktar: „Kynningar - 1466“ fyrir 12. febrúar. Rafmagnsverkfræöingur- tæknifræðingur Securitas er leiðandi fyrirtæki á sviði öryggis- mála. Fyrirtækið hefur nýlega haslað sér völl á sviði hússtjórnarkerfa og býður því I dag heildar- lausnir þeirra mála sem snúa að rekstri húsnæðis. Securitas leitar að verkfræðingi/ tæknifræðingi til starfa í tæknideild fyrirtækisins til að annast umsjón með uppsetningu, þjónustu og forritun á hús- stjórnarkerfum. Einnig mun viðkomandi annast markaðssetningu og sölu á ofan- greindum kerfum. Nám eða reynsla í stýritækni er æskileg. Rafvirki Fyrirtækið óskar einnig eftir að ráða rafvirkja til starfa til að annast upp- setningu og þjónustu á öryggisbúnaði. Sveinspróf er skilyrði. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir Með allar fyrirspurnir verður farið með sem trúnaðarmál og öllum umsóknum verður svarað. Umsóknarfrestur er til og með 9. febrúar n.k. Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang: hagvang@tir.skyrr.is Veffang: httpy/www.apple /hagvangur •g: ísno^ s T ur^A HAGVANGUR RADNINGARMÖNUSTA Rétt þekking á réttum tíma -fyrír rótt fyrírtæki A KÓPAVOGSBÆR Lausar stöður við leikskóla Óskað er eftir að ráða leikskólakennara, þroskaþjálfa eða aðra uppeldismenntaða starfsmenn í stuðning vegna barna með sérþarfir, í eftirtalda leikskóla: Kópasteinn v/Hábraut. Sími 564-1565, 75% staða. Grænatún v/Grænatún. Sími 554-6580, 25% staða kl. 14-16. Upplýsingar gefa leikskólastjórar viðkomandi leikskóla. Starfsmannastjóri. Umbrotsmaður - hönnuður óskar að ráða umbrotsmann/hönnuð til starfa við augiýsingaframleiðslu. Viðkomandi verður að geta unnið með QuarkXPress og hafa einhverja þekkingu á Photoshop og Freehand. Vaktavinna (dag- og millivaktir). Leitað er að afkastamiklum starfsmanni sem reykir ekki. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, og skal umsóknum skilað á sama stað. Umsóknarfrestur er til 4. febrúar nk. gjÐNT TÓNSSON RÁDGIÖF & RÁDNINCARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI5-62 13 22 intranet ehf Við óskum eftir starfsfólki í eftirfarandi störf Umsjónarmanneskja skrifstofu: Starfið feist í því, að sjá til þess að allt gangi hratt og örugglega fyrir sig á skrifstofunni. Móttaka viðskiptavina, umsjón með bókhaldsgögnum, símsvörun, skjalavarsla og annað sem tengist hefðbundnum rekstri skrifstofu. Forritari: Starfið felst í að leysa fjölbreytileg forritunarverkefni. Æskilegt er að viðkomandi hafa reynslu í C, C++ eða SQL. Markaðsstjóri: Starfið felst í umsjón með allri markaðsstarfsemi Intranets. Markaðssetningu á Netscape(R) hugbúnaði og öðrum hugbúnaði og þjónustu sem Intranet býður. Samskipti við viðskiptavini, gerð markaðs- og söluáætlana og yfirumsjón með sölufólki. Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun í eða mikla reynslu af markaðsmálum og haldgóða þekkingu á Internetinu og Veraldarvefnum. Grafískur hönnuður: Starfið felst í hönnun fyrir Veraldarvefinn, margmiðlunardiska (CD-ROM) og á notendaviðmóti hpgbúnaðar frá Intraneti. Mikilvægt er að viðkomandi hafi þekkingu á þeim forritum sem nota þarf við myndvinnslu í tölvu og á Veraldarvefnum. HTML forritari (Vefari) Starfið felst í að vinna að verkefnum fyrir viðskiptavini og á innri vef fyrirtækisins. Macromedia Director/Authorware Starfið felst í vinnslu á verkefnum fyrir Intranet auk þess að halda námskeið í notkun á hugbúnaðinum. Viðkomandi þarf að hafa reynsiu í að leiðbeina og halda námskeið. Við erum að leita að hæfileikaríku fólki sem getur unniö siálfstætt og er fljótt að tileinka sér nýjungar. Ef þú telur að þú búir yfir hæfileikum eða hugmyndum sem gætu nýst Intraneti, en eru ekki í listanum aö ofan, hafðu þá endilega samband við okkur. Nánari upplýsingar í síma 551 3150 Umsóknir sendist afgreiðslu Morgunblaðsins merktar: „Intranet 97" eða í tölvupósti: starf@intranet.is eða starf@netscape.is um intranet Intranet ehf. er leiðandi fyrirtæki já íslandi í lausnum fyrir Inter- og intranet. Við erum að leita eftir kraftmiklu fólki til að efla fyrirtækið og byggja upp í framtíðinni. Helstu verkefni fyrirtækisins eru á eftirtöldum sviðum: Vinnsla fyrir WWW þ.e. vefsíðugerð og forritun, gagnagrunnsforritun og tenging gagnagrunna við Inter- og intranet. Streamed audio og video. Grafísk hönnun bæði í tví- og þrívídd (VRML). Intranet er umboðsaðili Netscape á íslandi N

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.