Morgunblaðið - 16.02.1997, Side 6

Morgunblaðið - 16.02.1997, Side 6
6 B SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Át undan sjálfri sér Jörð, þú ríst aftur úr hafi. Enginn vafí. Mannskepnan, sníkjudýrið, óværan óseðjandi á þér ei lenpr er. Hún át undan sjálfri sér. En ekki er allt jafn einfalt og sýnast lætur. Hver annast um guðinn Jahve og greiðir honum atvinnuleysisbætur? Þótt ljóð Kristjáns J. Gunn- arssonar sé frá 1993 sýnist það texti dagsins í dag. Umræðan um jafnvægi milli þess að eyða jörðinni undan sjálfum sér þegar til framtíðar er litið eða forða frá atvinnuleysi. Fáir efast lengur um að við erum skipulega að eyða hinu líf- snauðsynlega ósonlagi og auka hitastigið á jörðinni með fram- leiðslu og útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda. Merkin um hlýnun eru að koma í ljós með ísbráðn- un á heimskautasvæðunum. Við suðurskautið komast skip orðið lengra suður í ísinn, og nú hefur skipi tekist að sigla í kringum eyju, sem hingað til var múruð inni í norðurheimskautsísnum og gengið var yfir í heimskauta- ferðum. Skýringin er talin sú að hlýnað hafi nóg til að bræða ísinn á hafinu í kring. Raunar nægilega langt síðan menn grunaði þetta til þess að á Rió- ráðstefnunni 1992 var þessi mengun lofthjúpsins talin hættulegasta ógnun við líf okkar á jörðinni og þjóðimar tóku sig saman um að draga úr losun þessara hættulegu lofttegunda. Skuldbundu sig meira að segja hver um sig með undirskrift til 'að auka ekki losun gróðurhúsa- loftegunda fram til næstu alda- móta - íslendingar líka. Þar stöndum við betur að vígi en flestar þjóðir því við framleiðum orku með rafmagni úr vatnsafls- stöðvum og hitum hýbýli með heitu vatni beint úr jörðinni. Við eigum kannski líka enn meira undir hitastigsbreytingu en flestir aðrir, því þarmeð getur Golfstraumurinn sveiflað sér suður á bóginn og fiskurinn líka. Hvar stöndum við þá? Þótt við mengum ríflega okkar skammt í þessum hættulega útblæstri á hann sér ekki landamæri. Við ruggum þar sama báti og aðrar þjóðir. Þessvegna ríður á að halda fast við að allar þjóðir - hver ein og einasta - haldi sig við sinn kvóta til að ná markmið- inu. Við líka, sem lofað höfum að auka ekki fram að aldamótum út- blástur koltvísýr- eftir Eltnu Pálmadóttur ÍngS frá því sem nú ----------------------- er og erum með í samningaferli á al- þjóðavettvangi um lagalega skuldbindandi enn harðari samn- ing. Þessa langtímahagsmuni ís- lendinga og annarra hefur um- hverfisráðuneytið tekið að sér í stjómsýslunni. En þá fer í verra. Ekki nægir að geta framleitt mengunar- lausa orku úr hreinu sjálfbæru vatni ef ekki nýtist nema brot af henni í landi með lítið annað af auðlindum til að lifa á og hafa atvinnu af. Ef á með dýrum virkjunum að gera langtíma- samninga um að selja orkuna um streng úr landi er lítil von til þess að slíta nokkurn tíma þann naflastreng. En með því að koma hér upp orkufrekum iðnaði mun þessi mikla fjárfest- ing í virkjunum þó borga sig upp á ákveðnum tíma, eins og Búrfellsvirkj- un hefur þeg- ar gert. Orku- verið þá vera hrein eign þjóðarinnar til endurskoð- aðra nota. Og það aflar tekna sem um munar og veitir atvinnu á tímum minnkandi at- vinnumögu- leika á tækniöld og með kvóta- bundnar fiskveiðar og landbún- að. Ferðamennsku eiga menn svosem ekkert fremur vísa eftir fjárfestingar en aðra sveiflú- kennda atvinnu. Ferðamenn eru duttlungafullir sem síldin. Lönd komast í tísku og víkja fyrir nýrri tískubylgju eins og dæmin sanna. Ætli fari ekki best á því að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni. Ekki er allt eins einfalt og sýnast lætur, svo sem segir í vísunni. Til að leysa umfram- blástur af mengunarefnum út í lofið, sem fylgir verksmiðjum - raunar landbúnaði og brennslu fiskiskipaflotans líka - bólar á snjallræði. Að kalla á Skara skrípó og með töfrabrögðum láta það hverfa, púff. Galdra til okkar útblásturskvóta Þjóð- verja með keyptum verksmiðju- hlutum án þess að þeir taki eft- ir því. Þá getur_galdrakarlinn látið skóg vaxa og anda að sér öllum umframkoltvísýringnum. Trén verða bara að vaxa hratt í rétta stærð, svo þau verði öll farin að anda um aldamótin eftir 4 ár. Ekki þó of stór, þvi gömul tré taka til sín minni koltvísýring. Trjáfjármagnið fer hvort eð er í bændaskóga og þá geta enn fleiri fengið vinnu við að halda tijánum í réttri öndunarstærð. Nú dugar víst skammt að binda áformuð 22 þúsund tonn upp í útblástur 540 tonna gróðurhúsaútblásturs frá tveimur meintum verksmiðjum. Við getum þá líka aftur farið að búa til mýrarnar sem við eyddum, svo þær bindi meira af koltvísýringi. Svo getur tö- framaðurinn kannski fækkað allt of mörgum skipum að veiða of fáa fiska og reiknað niður eldsneytisbrennsluna. Mögu- leikarnir eru margir með hug- myndaflugi og íslenskri reikn- ingskúnst. MANNLIFSSTRAUMAR DANS /Hvert var vidhorfRómverja til dans? Ofbeldi, dans og skemmtanir Rómvería RÓMVERJAR eru meðal annars frægir í sögunni fyrir útsjónar- sama verkfræði, leiðtogann Júlíus Cesar og mikilfenglega bygging- arlist. Þeir byggðu vatnsveitur sem teygðu sig yfir mörg hundruð kílómetra og stór hringleikahús sem tóku allt að þijú hundruð þúsund manns í sæti. Vinsældir hringleikahúsanna urðu ótrúlega miklar þegar líða tók á veldistíma Rómveija en þau fylltust nokkrum sinnum í viku. Rómveijar hafa ekki verið þekktir fyrir að vera miklir listunnendur svo spumingar vakna um hvað það var í leikhús- unum sem dró að sér slíkan fjölda nokkrum sinnum í viku. Iupphafi Rómaveldis voru Róm- veijar undir miklum menn- ingarlegum áhrifum frá Grikkjum og menntaðir Rómveijar litu á Grikkland sem uppsprettu sið- menningar og menntunar. Mennt- —■ aðir Rómveijar töluðu grísku, höfðu gríska kennara og til- SVONA sáu höfundar Asterix bókanna látbragðs- og dans- sýningar Rómveija fyrir sér. . & einkuðu sér grísk- l*u ar bókmenntir og listir. Danslist eftir Rögnu varð mjög vinsæl Söru Jónsdóttur í Róm enda hafði hún verið mikilvægur þáttur í menningu Grikkja. Dansskólar nutu vinsælda, sérstaklega meðal aðalsmanna sem sendu böm sín í dansskóla til að læra göfugar hreyfingar. Grískir danskennarar voru vinsælastir, þóttu fágaðastir og kenndu börnum rétta siði. Þeg- ar leið á Rómaveldi var þessum skólum lokað af rómverskum yfir- völdum sem töldu dans óhollan og hættulegan skapgerð unga fólks- ins. Áður en sú skoðun yfírvalda kom upp hafði dans einnig verið hluti af trúarbrögðum samfélags- ins. Haldnar voru hátíðir og helgi- leikir til heiðurs ýmsum guðum þar sem dans var mikilvægur liður í hátíðarhöldunum. Flestir hópar þjóðfélagsins dönsuðu á sinn hátt. Smalar döns- uðu sérstaka dansa til heiðurs guðinum Pales, prestar trúar- hreyfmgarinnar Luperci dönsuðu naktir um stræti Rómaborgar til heiðurs samnefndum guði og í desember var haldin hátíð til heið- urs Satúrnusi þar sem ærlega var drukkið og dansað á götum Rómar og öll stéttaskipting hvarf. Kenn- ingar hafa komið fram um að Satúrnusarhátíðin hafi síðar verið innleidd í hátíðarhöld kristinna Rómveija sem „messa Krists“ (,,Christs-mass“) eða jólin. Með aukinni útþenslu og þeim gífurlega fjölda þjóða sem með tímanum urðu hluti af Rómaveldi breyttist bæði viðhorf til dans og hlutverk hans. Aðalhlutverk dans varð á sviði hringleikahúsa þar sem dansarar, sem oftast voru þrælar, dönsuðu fyrir tugþúsund- ir áhorfenda. Mörg tungumál voru töluð í Róm og besta leiðin til að skemmta öllum var með tjáningu líkamans, án orða. Upp úr því varð látbragðsleikur til en hann var nátengdur dansi og reyndar voru sjaldnast dregin mörk þar á milli. Látbragðsleikur varð gífur- lega vinsæll í Róm um og eftir 22 fyrir Krist jafnvel þótt siðferð- TÆKNI/ Hafa kenningar Prigogine varpab vísindalegu Ijósi á tilurd lífsins? __ llya Prígogine og uppruni lífsins ÞESSI grein er allfræðileg. Þeirri skoðun vex fylgi, að líf sé ekki sérstakt fyrirbrigði tengt skilyrð- um á jörðunni, heldur eðlileg þróun efnis við kringumstæður sem eru langt í frá að krefjast þess að vera mjög sérstakar. Tvö atriði úr stjamfræði hafa orðið til að renna stoðum undir þessa skoðun. Annað er að á Mars hafa fundist, að því er talið er, ummerki sem túlka má sem vitni frumlífs. Hitt er að með æ öflugri mælitækni og nákvæmari túlkun gagna er farið að renna stoðum undir það að sólkerfi, þ.e. reikistjömur á braut um fastastjörnur, sé fyrir hendi á mörgum stöðum á vetrar- braut okkar, og ólíklegt annað en að skilyrði sem eru ekki allfrá- brugðin og á jörðu séu á mörgum þeirra. En, það er líkt og hafi farið hljótt um að ákveðnu fræði- legu ljósi hefur einnig verið varpað á málið. Sú fræðigrein eðlisfræði ■■■■■■ (og efnafræði) sem helst varpar ljósi á uppmna lífsins er varma- aflfræði og hliðar- greinar hennar. Sé horft yfir- eftir Egil borðslega á meg- Egilsson inniðurstöður hennar virðist svo sem fyrirbrigðið líf sé í andstöðu við fræðin. Þau segja að allt sem heitir skipulag, kerfisbundin röðun, eða hvað við kunnum að kalla það, eyðist með tímanum. Á það við um okkur? Já! Þegar við eram dáin. Fyrr ekki. Hvernig getur lífvera þá verið til? Þversögnin leysist ef haft er í huga að reglur varmaaflfræðinnar eiga við um efni sem er einangrað frá öðru, en það á fráleitt við um lífverur. Varmaaflfræði vinnur með hugtakið óreiðu, sem er and- stæða reiðu, og vex með tímanum. Belginn Prigogine og félagar hans hafa leitt að því líkur að í kerfi sem orka streymir um geti óreiðan minnkað en ekki aukist. (Til skýr- ingar: „Kerfi“ er nafn eðlisfræð- innar á samsafni efnisagna.) Kerfi sem er upphaflega í jafnvægi get- ur þá hrokkið í nýtt jafnvægis- ástand, sem felur í sér minni óreiðu, meira skipulag. Dæmi um þetta af daglegri stærð er svoköll- uð eining Bénards, vökvi milli tveggja láréttra laga, hitaður að neðan. Við hitunina myndast nýtt jafnvægisástand með reglulegu straummynstri, sívalningar sams- íða hringstrauma (sjá mynd). Til- viljun ræður hvort sívalningarnir myndast með vinstri skrúfu eins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.