Morgunblaðið - 16.02.1997, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 16.02.1997, Qupperneq 8
8 B SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ GOÐRARVONARHOFÐI - TROLLASKAGI: 11 AFANGI _ Morgunblaðið/Friðrik Már Jónsson VIÐA er ægifagurt í Kamerún, enda er landið talið búa yfir miklum möguleikum á sviði ferðaþjónustu. KAMERÚN er land mikilla andstæðna. Þetta landflæmi, 475 þúsund ferkílómetrar, nær frá regnskógum Kongó til eyðimerkur Tsjad. Um miðbik landsins eru gró- in savannalönd og virk eldljöll. íbúaíjöldi er 13 milljónir. Bantufólk byggir suðurhluta landsins en fólk með arabískt blóð norðurhlutan. Nokkuð hefur borið á ættflokkaetj- um á milli hinna ólíku ættbálka landsins. Fram á 19. öldina var norðurhlutanum stjómað af stór: vesímum í Yola (Nígeríu). Líkt og í Miðafríkulýðveldinu er franska allsráðandi þótt svo eigi að heita að opinber tungumál landsins séu tvö, enska og franska. Gjaldmiðill landsins er afríkufranki. Kamerún er með auðugustu ríkjum svörtu Afríku og eitt af þeim fáu í álfunni sem ekki þurfa að flytja inn mat- væli til að fæða þegna sína. Saga Þjóðverjar lögðu undir sig landið á síðasta áratug 19. aldar. Þeir hófust fljótt handa við að „þróa“ landið af dæmigerðum þýskum ákafa. Járnbrautir voru lagðar, sjúkrahús byggð og plantekrur ruddar, en þessu náðu þeir m.a. fram með því að hneppa infædda í nauðungarvinnu. Töluvert af at- hafnaorku Þjóðverjanna fór þó í að beija niður uppreisnargjama ættflokka. Þjóðveijar misstu Ka- merún í hendur Englendinga og Frakka í fyrri heimstyijöldinni, eins og aðrar nýlendur sínar í Afríku. Bretar fengu 1/5 landsins í sinn Áfram heldur ferðasaga íslensku fjölskyld- unnar, hjónanna Friðriks og Bimu og bama þeirra, Andra, Rannveigar og Stefáns, norð- ur eftir Afríku, þótt sjálf séu þau komin heim til ættlandsins. Nú segir frá því hvemig Kamerún tók á móti þeim. hlut og sameinuðu þeir það nýlendu sinni í Nígeríu, en Frakkar fengu afgang landsins. Það er kaldhæðnislegt að flestar þær framfarir er urðu í landinu á milli heimstyijaldanna má rekja til Þjóðveija, er komu til landsins sem óbreyttir borgarar eftir fyrri heim- styijöldina og hófust handa við að þróa landbúnaðinn. Hinsvegar hlýddu þeir kalli nasismans á 4. áratugnum og vora af þeim sökum reknir úr landi, en eigur þeirra mnnu til franskra fyrirtækja. Franski hluti landsins fékk sjálf- stæði árið 1960 og Ahidjo varð fyrsti forseti landsins. Ýmsir lands- hlutar gátu ekki sætt sig við að Ahidjo var kosinn forseti, en hann er múslimi frá norðurhlutanum, og gerðu uppreisn. Franskir hermenn og orrustuflugvélar börðu upp- reisnina niður. Breski hlutinn fékk sjálfstæði ári seinna, en eftir þjóðaratkvæða- greiðslu vom landshlutarnir sam- einaðir og Kamerún tók á sig þá mynd sem það hefur nú. Ahidjo var við völd til 1982 sem gerir hann einn af lífseigari leiðtogum álfunn- ar. Kamerún tók á sig ímynd stöðugleika í stjórnartíð Ahidjo, en skýrslur Amnesty sýndu að mann- réttindi voru þverbrotin í landinu og fangelsin voru full af pólitískum andstæðingum ríkisstjórnarinnar. Ahidjo fór sjálfviljugur frá völdum og útnefndi eftirmann sinn Byia, sem er kristinnar trúar og er frá suðurhluta landsins. Árið 1984 var gerð misheppnuð uppreisnartilraun gegn Biya. Hann sakaði Frakka um að hafa átt hlut að uppreisninni og varð samband landanna stirt um hríð. Stjórnar- andstaðan hóf nú að skipuleggja sig, en 1990 voru sex leiðtogar hennar myrtir af lögreglunni. Arið 1992 voru fyrstu fjölflokka kosn- ingarnar í 25 ár haldnar í landinu. Biya náði að hanga áfram með naumum meirihluta, en innlendir sem erlendir eftirlitsmenn kosning- anna töldu að úrslitum hefði verið hagrætt. Allt er nú með kyrrum kjörum í Kamerún. Ríkisstjórn landsins hefur loks viðurkennt ferðaþjónustu sem mikilvægan þátt í gjaldeyrisöflun og er Kamerún orðið áhugaverður kostur fyrir þá ferðamenn sem stöðugt leita nýrra áfangastaða. Afslappað lið Við komum að Kamerúnlanda- mærunum, við bæinn Garua Boulai, seinnipart dags. Landa- mæraverðirnir voru ólíkir starfs- bræðrum sínum í Zaír og Miðafr- íkulýðveldinu. Hér þurfti ekkert að borga, ekkert mútuvesen; á 10 mínútum vorum við komin löglega inn í Kamerún. íbúar bæjarins voru einnig sérstaklega vingjarnlegir og er við spurðumst fyrir um tjald- stæði var okkur fylgt á stað þar sem Lútherska kirkjan rekur sjúkrahús. Amerískir starfsmenn stöðvarinnar veittu okkur leyfi til að tjalda innan girðingar. Við röltum um bæinn eftir að skyggja tók. Undir fögru skini stjamanna skoðuðum við götu- markaðinn þar sem vingjarnlegir sölumenn buðu okkur varning sinn. Það var dásamlegt að geta gengið um óhult á ný og blandað geði við fólkið á götunni; nokkuð sem við höfðum ekki getað gert í Miðafríku- lýðveldinu. Kostuleg matráðskona Við römbuðum inn á götuveit- ingahús. Þar réði ríkjum júfferta mikil; ein af þessum hláturmildu og óbugandi mæðrum Afríku. Ég virti fyrir mér með lotningu sigg- grónar hendur hennar, sem sögðu svo mikla sögu. Hendur sem höfðu hampað 10 bömum. Fætt þau og klætt, þvegið föt þeirra í ánni, bor- ið heim vatn um óravegu og þrælað á akrinum svo að aldrei skorti mat á borð fjölskyldunnar. Þessar hend- ur höfðu farið ástúðlega með þau börn er skaparinn hafði rétt þeim, en þær höfðu einnig grafið í mold þau sem hann hafði tekið aftur. Slíkt er hlutskipti þeirra. Mér var hugsað til formæðra minna. Skyldi ekki hlutskipti afr- ískra kvenna vera líkt því sem þær þekktu fyrir tveimur öldum síðan? Mundu afrískar konur einhvern- tíma fá að lifa við efnisleg gæði og öryggi líkt því sem við njótum nú til dags? Ég hrökk upp úr þess- um þunglyndislegu hugleiðingum við dillandi hlátur maddömmunar er hún jós vel útilátnum skömtum af kjötkássu og hrísgijónum á diska okkar. Henni lék forvitni á að vita af ferðum okkar og við reyndum að útskýra málið með takmörkuð- um frönskuorðaforða. Frönskutilburðir okkar vöktu mikla kátínu á staðnum og hló maddaman svo dátt að hún hristist frá hvirfli til ilja og tár runnu nið- ur búsnar kinnarnar. Greinilegt var að henni þótti mikið til þess koma að hafa evrópska fjölskyldu í mat hjá sér. Eftir matinn bar hún í okkur dísætt kaffi og var öll á hjól- um í kringum okkur. Þegar við kvöddum hana, síðla kvölds, pönt- uðum við morgunverð kl. átta næsta morgun. Malaría og vondir vegir Um morguninn var komin rign- ingarsuddi. Ég var hálfslappur, en taldi að hér væri aðeins um flensu að ræða. Töluverðan tíma tók fyrir okkur að ganga frá blautu drasl- inu, skipta peningum og fylla upp af olíu. Klukkan var orðin níu þeg-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.