Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1997 B 11 DÆGURTÓIMLIST Ferskur David Bowie í nýju gervi; táknrænt fyrir ástandið í bresku þjóðlífi. TÓNLIST UR NORÐURKJALLARA EINN HELSTI tónleika- staður höfuðborgarinnar, Norðurkjallari Menntaskól- ans við Hamrahlíð, lætur ekki mikið yfir sér, en þó hafa þar verið haldnir marg- ir merkustu tónleikar neð- anjarðarsveita síðustu miss- era. Til að fagna því halda aðstandendur mikla tón- leikahátíð sextán sveita í kjallaranum næstkomandi föstudag og verða þeir tón- leikar hljóðritaðir til útgáfu í vor. Bogi Reynisson verður fyrir svörum þegar leitað er eftir upplýsingum um væntanlega tónleika og segir að líflegt starf Norðurkjallarans sé helst til komið vegna áhuga nemenda á öflugu tónleika- haldi, aukinheldur sem góður skilningur hafi verið fyrir hendi hjá skólayfir- völdum. „Það hjálpar líka að í Norðurkjallaranum er frá- bær tónleikaaðstaða og mæting hefur yfirleitt verið góð,“ segir Bogi, „þó hún sé vitanlega misjöfn eftir hljómsveitum, sumar sveit- ir, eins Ham sáluga, sprengja utan af sér húsið á hverjum tónleikum en minni sveitir fá kannski nokkra tugi áheyrenda,“ segir Bogi en skemmst er að minnast pönkhátíðar- innar Pönk ’97, sem haldin var í Norðurkjallaranum með miklum bravúr um miðjan janúar og komust færri að en vildu. „Tónleikarnir á föstudag eru ekki síst til þess að draga athyglina að minna þekktum hljómsveitum," segir Borgi, en verst allra frétta af því hvaða sveitir muni spila. „Það er ekki fullákveðið enn, en það verður stans- laust straumur sveita á svið allt kvöldið og eins og komið hefur fram verða tónleikarnir hljóðritaðir og stendur til að gefa út úrval laga í apríl.“ MITUPAC Shakur var skotinn til bana seint á síð- asta ári eins og mörgum er í fersku minni. Móðir hans, Afeni, stendur nú í stappi við útgáfu Shakurs, Death Row, og hefur krafið hana um milljón dali vegna sölu á ýmsum varningi með nafni Shakurs. Fleiri vilja þjarma að eiganda Death Row, Marion „Suge“ Knight, því nú stendur op- inber rannsókn á fyrirtæk- inu vegna gruns um ýmsa glæpastarfsemi. Skammt er síðan Knight var sakfelldur fyrir að hafa rofið skilorð vegna níu ára fangelsis- dóms sem hann hlaut fyrir alvarlega líkamsárás fyrir Ljósmynd/Katrin Eliasdóttir Aðstandendur TÚNS, Tónlistarúr Norður- kjallara, Örvar, Haukur Már, Björn, Valgerður, Stefán Ingi og Bogi. hálfu öðru ári, en þá hamaðist Knight að tveimur ungum röppurum. Skilorðið rauf hann með því að mæta ekki í lyfjapróf, sem þó var skylda í ljósi dómsins, og að lenda í handalögmálum við ónefndan mann í Las Vegas kvöldið sem Shakur var veginn. Knight heldur fram sakleysi sínu en þegar dómarinn sá myndbands- upptöku af atburðinum, og fór ekki milli mála að Knight var að sparka í liggj- andi mann, sagði hann Knight alræmdan ofstopa- mann sem væri best geymdur á bak við lás og. slá. Málið verður tekið fyrir annan föstudag og segja lögvísir að Knight megi búast við fimm til níu ára fangelsisdómi. Annað skil- orðsbrot bíður umsagnar dómara, en það er vegna dóms sem Knight hlaut fyr- ir tveimur árum vegna skot- vopnabrasks. Lögmaður Knight segist undrandi á umstanginu; Suge Knight sé stólpi samfélagsins, góð- ur við fátæka, liðtækur í kirkjukórnum og að auki hafi hann bara verið að stilla til friðar, því honum þyki ekkert eins miður og að horfa upp á lita beijast við lita. Enn dtt stökídð tugur. ólíkt öðrum rokkstjömum sem náð hafa svo virðulegum aldri er Bowie langt frá því að gefast upp á tónlistinni eða fastur í gömlum lummum eins og sannast á nýútkominni breiðskífu hans Earthling, en i kjölfar skífunnar hyggst hann halda f heimsreisu. Iupphafi þessa áratugar var sem David Bowie hefði beðið sama listræna skipbrotið og flestir jafn- wmmmmmmmm aldrar hans. Breið- skífuna Never Let Me Down, sem eftir Amo kom út MatthíQsson 1987 má telja með lélegustu plötum níunda áratugar- ins og Tin Machine-sam- starfið sem fylgdi í kjöl- farið var hreinræktaður hryllingur, ekki síst tón- leikaplatan sem sveitin sendi frá sér í lokin. Sjálf- ur segist Bowie hafa ver- ið að því kominn að setj- ast í helgan stein undir lok síðasta áratugar, en Reeves Gabrels, sem stofnaði með honum Tin Maehine, kveikti aftur með honum áhuga á tón- list. í dag segir Bowie að Tin Machine hafi verið nauðsynleg meðferð fyrir tónlistarmann sem gefist hafði upp á tónlist. Breið- sklfa síðasta árs, Outside, sem Bowie kynnti meðal annars hér á landi, kom slðan skemmtilega á óvart fyrir frumleika og ferskar hugmyndir, og fyrir stuttu kom út áður- nefnd Earthling sem sannar að hann hefur náð áttum. í nýlegu viðtali við breska tónlistartímaritið Q lýsir Bowie því að hon- um hafi þótt svo gaman á Outside-tónleikaförinni að hann skellti sér í hljóð- ver um leið og tónleika- haldi lauk til að taka upp nýja breiðskífu, enn með Gabrels á gítar. Varla var búið að hljóðblanda þá skífu að Bowie lagði aftur upp og framundan er mikil heimsreisa. Á plötunni nýju má heyra að Bowie hefur tek- ið enn eitt stökkið framá- við í tónlist; fer ekki á milii mála að hann hefur dregið líka ályktun af þró- un síðustu missera og U2; áttað sig á að næstu ár eiga eftir að markast af danstónlist. Þannig er að fmna á Earthling ýmisleg jungle-krydduð lög í bland við hefðbundnari Bowie-tónsmíðar. Fyrstu merki um nýja tíð var smáskífan Telling Lies, sem gefin var út á alnet- inu I þremur útgáfum, en Little Wonders, sem magnað myndband er við, gerir einmitt góðlátiegt grín að hinum gamla Bowie eins og sjá má í myndbandinu, um leið og það er einskonar úttekt á tónlistarlífi Bretlands í dag. Aðal plötunnar er kannski vísanir í eldri verk, settar fram af gam- ansemi; greinilegt að Bowie hefur sæst við fyrri gervi, þó hann segi í áður- nefndu viðtali að hann muni lítið frá sumu því sem hann hefur sent frá sér. Meðal annars segist hann hafa hlustað á Stati- on to Station sem væri hún eftir annan tónlistar- mann og líkað vel. David Bowie er því búinn að hreinsa til á háaloftinu og sanna að hann hefur enn sitthvað að segja. UFREMSTI rappflokkur Bandaríkjanna er án efa Wu-Tang gengið frá Stat- en Island í New York, sem hann kallar reyndar Shaol- in. Undanfarin ár hefur hver gullskífan af annarri komið frá Wu-Tang liðum, en veldi hans hófst með breiðskífunni 36 Charn- bers fyrir margt löngu. Sú fór hægt af stað en tók síðan flugið og seldist í bílförmum þegar upp var staðið. Sólóskífur liðs- manna flokksins hafa og selst vel, allar náð gullsölu. Annarrar breiðskífu Wu- Tang-flokksins hefur verið beðið með mikilli óþreyju og loks hillir undir hana því síðustu fréttir herma að hún komi út í marslok, verði tvöföld og heiti Wu World Order. Meira Wu- Tang efni er í burðarliðn- um, því ný skífa frá Meth- od Man er væntanleg með vorinu og O’l Dirty Bast- ard, sem heitir nú Osiris, sendir einnig frá sér skífu á árinu ef að líkum lætur, aukinheldur sem fleiri fé- lagsmenn hyggja á útgáfu. Það hefur reyndar gengið fjöllunum hærra að O’l Dirty Bastard/Osiris verði ekki með á skífunni tvö- földu, en fæst ekki stað- fest. ~ J V. *,?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.