Morgunblaðið - 16.02.1997, Page 12

Morgunblaðið - 16.02.1997, Page 12
12 B SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ ARL Guð- mundsson heillaði mig upp úr skón- um strax við fyrstu kynni. Þessi líflegi en þó hljóð- láti drengur tjáir sig aðallega með svipbrigðum, meðal annars með breiðu brosi, sem fyllir andlitið og augun, þannig að útgeislunin nær til alls líkamans. Greinilegt er líka að skopskynið er til staðar. Nokkrir krakkar á Islandi eru í svipuðum sporum og Kalli. Það sem hann hefur umfram þau er að ganga í venjulegan skóla, vera inni í kennslustofunni allan skólatímann og taka fullan þátt í hópverkefnum. Líklegast er hann eina fatlaða barnið á íslandi sem býr við þessar aðstæður, því þó að mörg þeirra gangi S skóla með ófötluðum fara þau jafnan stóran hluta dags í sér- kennslu eða æfingar utan bekkjar- ins. Þó að Kalli hafi sérkennara með sér allan tímann eru bekkjar- kennararnir tveir jafn ábyrgir fyrir sérkennslunni og bekknum. „Þetta þykir mjög sérstakt því venjulega sér sérkennarinn alfarið um fatlaða barnið," segir Helga Ragnheiður Gunnlaugsdóttir sérkennari sem sinnti kennslu Kalla þann tíma sem blaðamaður og ljósmyndari voru staddir í skólanum. Hvílíkt jafnvægi! Það var áhugavert að fylgjast með kennslu í 4. bekk 25 í Lundar- skóla morgun einn í janúar. Tvennt vakti sérstaka athygli, í fyrsta lagi hversu mikið jafnvægi og friðsæld ríkti innan bekkjarins og í öðru lagi hvernig félagar Kalla, þeir Villi, Friðrik, Erlendur, Helgi, Stefán og Fúsi komu til hans að spjalla eða ljós að það var alls ekki á spjöldun- um, svo Helga Ragnheiður fann möppu og loks fannst orðið: „Hve- nær“. Blaðamaður kveikir á perunni og spyr: Ertu að spyija hvenær greinin birtist í blaðinu? Og þá færist þetta geislandi bros yfir and- litið, sem gefur til kynna að spurn- ingin var rétt. Ekki þarf viðkom- andi heldur að vera lengi í návist Kalla áður en skynjað er á svip- brigðum hvað þýðir nei eða hvað er neikvætt. Stundum notar hann einnig „á“ og „ei“ fyrir já og nei. Því næst var drifið í að fara yfir margföldunartöfluna. Til að Kalli geti verið þátttakandi notar Ingi- björg þá aðferð að láta krakkana keppa. Hlutverk Kalla er að vera tímavörður með aðstoð Helgu Ragnheiðar og greinilegt er að hon- um er skemmt. Þegar nýtt met, 3,48 mínútur fyrir 5 sinnum töfi- una, er slegið heyrist gleðióp frá bekknum og Kalli brosir út undir eyru. Vcrkcfniö verólaunaó Sá árangur, að hafa fjölfatlað bam inni í hefðbundnum bekk, þar sem umgengnin er á sömu nótum og annarra, hefur náðst með sam- stilltu átaki stórs hóps. Þetta eru foreldrar Kalla, þau Ingibjörg Auð- unsdóttir sérkennari og Guðmundur Svafarsson verkfræðingur, kennar- arnir Ingibjörg Haraldsdóttir og Ragna Pálsdóttir sem var samkenn- ari Ingibjargar fyrstu tvö árin, skólastjórinn Hörður Ólafsson, nemendur og foreldrar nemend- anna. Svo vel hefur tekist til að Ingibjörg Haraldsdóttir hlaut síð- astliðið haust gullverðlaun í sam- keppni á vegum Evrópusambands- ins um besta verkefni til aðstoðar fötluðum í grunn- og framhalds- skólum. Samkeppnin er hluti af leUtuaí í HÖFTUM Á LEIÐ í ÚTRÉTTINGAR. Ingibjörg Auðunsdóttir, mamma Kalla, ber hann út í fjölskyldubílinn. Á SKIPTIBORÐI í SKÓLANUM. Ingibjörg Haraldsdóttir kennari hefur verið stoð og stytta fjölskyldunnar. HLEGIÐ MEÐ HELGU. Fléttuna flottu fékk Kalli á Kanaríeyjum nú um nýárið þegar fjölskyldan fór eftir nokkurt hlé til sólarlanda. Samskipti fjölskyldu fatlaðs barns við opinbera þjónustu Heilsugæsla Barnalæknir Heimilislæknir Tannlæknir Fræðsluskrifstofa Norðurlands eystra Fræðslustjóri Tölvuséríræðingur Sérkennslufulltrúi Sálfræðingur Sjálfsbjörg Akureyri Sjúkraþjálfun Reykjavík ----O------- Öskjuhlíðarskóli Hjálpartækjamiðstöðin Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Hjálpartækjabankinn Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Stoðtækjasmiður Tölvumiðstöð fatlaðra Lundarskóli Skólastjórnendur Tveirkennarar Sérkennari Hjúkrunarfræðingur Talkennari Akureyri Svæðisskrifstofa málefna fatiaðra á Norðurl. eystra Framkvæmdastjóri Leikf.safn + tengii. Félagsráðgjafi Starfsmaður foreldra fatlaðra barna' og aðstandenda þeirray á Akureyri Sumardvðl Stuðningsfjölsk. Félagsmálastofnun Tómstunda- Akureyrar og félagsmál Félagsmálastjóri Liðveisla Deildarstjóri Liðveitandi dagvistardeildar n Tryggingastofnun ríkisins Tannlæknaþjónusta Styrkur eða lán til bifreiðakaupa Ferðakostnaður o.fl. Skóladagheimili Tveirforstöðum Stuðningsaðili Myndin sýnir þær stofnanir og einstaklinga sem fjölskylda meö fjölfatlað barn þarfað hafa samskipti við mörgum sinnum á ári. „Á tveggja mánaða timabili fór ég á 30 fundi og skráði 60 símtöl i tengslum við Kalla. Þetta var fjórðungur af minum vinnutíma“ segir Ingibjörg Auðunsdóttir móðir hans. sprella þegar tækifæri gafst. Þetta eru bestu vinir hans og nær vin- skapurinn utan skóla, þannig að þeir heimsækja hann og hann þá. „Vinir Kalla hafa mikil samskipti við hann í tímum og fylgjast vel með því sem hann er að gera. Einn- ig sýna þeir skólavinnu hans áhuga. Þessi samskipti trufla ekki og við lítum á þau sem jafn eðlileg og písk- ur,“ segir Ingibjörg. í fyrsta tíma var stafsetningar- æfing og á meðan Ingibjörg nánast hvíslaði textann fyrir nemendur lét Helga Ragnheiður Kalla lesa. Það gengur þannig fyrir sig að orð eru öðrum megin á síðunni en teikning- ar af sömu hlutum hinum megin. Efst á síðunni vinstra megin festir Helga já og hægra megin nei. Síðan hefst lesturinn með því að hún bendir á fyrsta orðið, Kalli les það í buganum, Helga bendir á fyrstu teikninguna, augu Kalla staðnæm- ast við „nei“ og þannig heldur hún áfram þar til augu Kalla staðnæm- ast við ,já“. Síðan tengir Helga Ragnheiður orð og teikningu með striki. Ef Kalli getur ekki rétt er hann beðinn að lesa aftur og byijað er upp á nýtt. Talaö meó „blissi“ Þegar hér var komið vildi Kalli fá að spyrja blaðamanninn spum- ingar og þá var „blissið" tekið fram. Það era táknmyndir með orðum, sem Kalli notar til að tjá sig. Á höfuð hans eru sett gleraugu með tæki sem beinir geisla á orðin og þarf mikla einbeitingu til að beina geislanum á rétt orð. Á Kalli eftir að styrkja hálsinn enn meir til að ná betra valdi á hreyfingunum. Ennfremur krefst þetta mikils sam- spils kennara og nemanda. Eftir mikla leit að orðinu kom í HELIOSII víðtækri samstarfsáætl- un á vegum ESB um málefni fatl- aðra. Ingibjörg Auðunsdóttir, móðir Kalla, ítrekar að sá árangur að gera Kalla kleift að fylgjast með hinum krökkunum, hafi ekki komið af sjálfu sér. Hún þakkar öllum þeim sem á undan hafa gengið og þokað málefnum fatlaðra í þessa átt. „Það að leyfa Kalla að lifa eins eðlilegu lífi og mögulegt er hefur verið mikil barátta á öllum stigum en við höfum alla tíð fengið farsæl- ar lausnir." Hún bætir við að á Norðurlandi eystra sé sérstaklega vel staðið að Sautján fötluð börn hefja nám í fyrsta bekk á næsta ári á Akureyri einni málefnum fatlaðra og stefna fræðsluskrifstofu skýr í málefnum barna með sérþarfir. Markvisst hafi verið unnið að því að öll börn fengju nám í sínum heimaskóla, sem komi sér vel þar sem sautján fötluð börn muni heija nám í fyrsta bekk á næsta ári. „Skólarnir neita þeim ekki um aðgang heldur velta strax fyrir sér hvað hægt er að gera til að mæta þörfum þeirra. Þetta lýsir því hvað skólarnir hér og kennar- arnir eru orðnir faglega sterkir,“ segir Ingibjörg. Hún tekur einnig fram að Akureyrarbær hafi alla tíð staðið vel að málefnum sem snúa að Kalla en segir að án nöfnu sinn- ar hafi hún ekki getað verið. „Þetta «cta allir“ Ingibjörg Haraldsdóttir, sem er þroskaþjálfi og íþróttakennari, seg- ir að ekkert mál sé að aðlaga starf bekkjarins að fjölfötluðum einstakl- ingi. Hún telur ekki að það skipti sköpum að hún hafi unnið mikið með fötluðum og álítur aðra kenn- ara fullfæra um að taka að sér fatl- að barn í bekk. „Ég held að það sem skipti máli sé fyrst og fremst viðhorf kennarans og skólans gagn- vart hinum fatlaða. Kennarinn verður þó að vera þeim eiginleikum búinn að vera opinn og hafa margt á tilfinningunni. Nákvæmlega svona finnst mér að samstarf eigi að vera, því að mínu mati eiga fötl- uð börn fullan rétt á að vera í sínum hverfisskóla með jafnöldum úr göt- unni. Það myndast vinskapur þegar krakkarnir ganga í sama skóla og einnig þegar mikil tengsl eru innan bekkjarins. Aftur á móti verður vin- skapurinn mun minni ef krakkarnir era teknir út úr bekk í sérkennslu- stofu. Þannig verður hinn fatlaði alltaf gestur í skólastofunni.“ Ingibjörg leggur áherslu á að blönduninni verði að stýra strax í upphafi, því það komi ekki af sjálfu sér. „í fyrstu unnum við markvisst með bekkinn þannig að krakkarnir fóru í hlutverk Kalla. Þau léku sér í tækjunum hans og stundum völd- um við eitt og eitt barn sem mátti ekki tala. Meira að segja í einum tíma mötuðum við eitt barnið, alveg eins og gert er við Kalla, þannig að þau reyndu ýmislegt,“ segir Ingi- björg. Þó að rólegt yfirbragð og jafn- vægi einkenni bekkinn nú segir Ingibjörg að svo hafi ekki alltaf verið. Það vora jafn hávaðasöm og fyrirferðarmikil börn sem hófu nám í 1. 25 eins og í öðrum 1. bekkjum. Munurinn er sá að þau urðu strax að tala tillit til Kalla því hann stífn- aði upp eða fór að gráta við hvell hjóð eins og þegar þau kölluðu hátt sín á milli. „Þá notuðum við tæki-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.