Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.02.1997, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG, mamma Kalla, segir að yfirleitt fylgi drengjunum mikið fjör og þeir nái ágæt- lega saman. Eitt sinn voru þeir í byssuleik og hún var að velta fyrir sér hvemig hún gæti tengt Kalla inn í leikinn. Strákarnir voru fljótari til án hennar afskipta, tóku reipi, bundu um úlnlið Kalla og sá sem var tekinn fastur var bundinn við Kalla, sem var að þessu sinni í hlutverki lögreglustjórans! „Svona eru þeir farnir að finna sín- ar leiðir til að láta Kalla vera þátt- takanda," segir hún. Gríðarlcg barátta Þó að allt virðist ganga Kalla og fjölskyldu hans í haginn nú hafa árin tíu verið barátta þar sem sorg og sigrar hafa skipst á. Aður en Kalli fæddist lýsir Ingibjörg fjöl- skyldunni sem dæmigerðri þriggja manna fjölskyldu. „Við vorum vel skipulögð, búin að byggja og lifðum áhyggjulausu lífi. Svo kom löngunin til að eignast annað barn og þegar það kom eftir dálítið langan tíma þá dundu þessi ósköp yfir,“ segir hún. „Drengurinn okkar, Auðunn Svafar, var á 16. ári og hafði feng- ið gott atlæti alla tíð. Ég held að það hafi í raun verið jákvætt fyrir hann í þessum þrengingum að at- hyglin beindist frá honum. Samt var auðvitað jafn sárt fyrir hann og alla aðra að eignast fatlað systk- ini,“ heldur hún áfram. Einmitt þessi afstaða lýsir henni vel, því hún hefur greinilega tamið sér að líta eins mikið framhjá neikvæðu hliðunum og hún getur en gefa þeim bjartari þess meiri gaum. Þrátt fyrir það tárast hún öðm hvom þegar hún rekur baráttu þessara ára en brosir um leið að sjálfri sér og útskýrir að hún hafi lært að leyfa tilfinningunum að koma í ljós. Ingibjörg hafði verið kennari í 15 ár en starfaði sem kennsluráð- gjafi á Fræðsluskrifstofu Norður- lands eystra þegar Kalli fæddist. Hún reyndi að halda starfinu en segir að þrátt fyrir mikinn sveigjan- leika og velvilja hafi hún gefist upp og hætt. „Ég dró mig í hlé frá allri vinnu, félagsstarfi og hugsaði mitt ráð. Ég vann kerfisbundið með sjálfa mig. Það var hryllilega erfið glíma að standa frammi fyrir þessu verkefni, en að mæta óttanum og glíma við hann gerði mig sterkari." Þegar frá leið ákvað hún að leggja fyrir sig sérkennslu. Tók hún hana í fjögurra ára fjarnámi frá Kennara- háskóla íslands og fékk leyfi til að nota Kalla sem nemanda sinn. Fariö í skaöabótamál Foreldramir gerðu sér smám saman grein fyrir að margs konar mistök höfðu átt sér stað í fæðing- unni og ákváðu að fara í skaðabóta- mál við sjúkrahúsið. Segir Ingibjörg að sá ferill hafi verið mjög erfiður og kostað mikil átök. Árið 1992 var þeim dæmt málið í óhag í héraði, árið eftir dæmdi Hæstiréttur Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri til að greiða fjölskyldunni skaðabætur. Var fjallað um það mál í stórri grein í Morgunblaðinu í janúarbyijun 1993. Ingibjörg tekur fram að þegar foreldri eignist barn, sem er ekki heilbrigt, leiti það allra leiða til að bæta ástand þess eða leita lækn- inga. „Ég hafði fengið vísbendingar um bæði hjá vinum og sjúkraþjálf- urum að hægt væri að fá markviss- ari líkamsþjálfun erlendis og þá sérstaklega í Ungveijalandi. Ung- veijar taka ekki fötluð börn inn í skólakerfið nema þau geti talað og gengið. Menn sáu að börn með góða greind höfðu kannski ekki tækifæri til skólagöngu og því þró- aði læknir nokkur, Adreas Petö, aðferð til að þjálfa hreyfihömluð böm. í stað þess að sjúkraþjálfari sjái um líkamann, iðjuþjálfinn um hendurnar, sálfræðingurinn um sál- gæslu, læknirinn um heilsugæsl- una, kennarinn um námið og félags- ráðgjafinn um sinn part vildi hann Morgunblaðið/Golli í NESTISTÍMA. Kalli getur ekki drukkið sjálfur svo gott er að hafa Þóru Björgu Sigurðardóttur til aðstoðar. Á LEIÐ í MYIMDLISTARTÍMA. Kalla er sama þótt færðin sé ekki upp á það besta, bara ef hinir fullorðnu sjá um að koma honum áfram. Kennari: Hvað gerir þú í frístundum? Kalli: ég-(kk) glaður hönd bolti íþrótt Al O' vl © aH með vinur og faðir + + 'k- Mér finnst gaman á handboltaleikjum með vinum og pabba. Skemmtilegast á handbolta með pabba og að ferðast ÁÐUR EN Morgunblaðsmenn fóru norður á Akureyri fékk Kalli sendar spurningar sem hann var beðinn um að svara, þar sem svo langan tíma tekur að fá svörin með bliss-táknum. Hér fylgja tvö svör á blissi en hin eru orðuð eftir kennara hans og mömmu. 1) Hvað er skemmtilegast í skólanum? Kalli: Sund og leiktími. (Þá er spilað, krotað á töfluna, sullað í vaskinum og margt fleira.) Ingibjörg: Er ekkert gaman í hinum námsgreinunum? Kalli: Líka lesa og skrifa á tölv- una. Ingibjörg: Þetta var svona jú-jú svar, allt í lagi. 2) Hverjir eru bestu vinir þínir? Kalli: Eg á marga vini í skólan- um, sem koma heim líka. 3) Hvað finnst þér skemmtileg- ast aðgera með mömmu og pabba? Kalli: Að fara í sumarfrí til Kanaríeyja. 4) Hvað er leiðinlegast í heimi? Kalli: Þegar krakkar eru að striða í frímínútum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1997 B 15 í MYNDLISTARSKÓLANUM. Kalli var að byrja á myndlistarnámskeiði í Myndlista- og handíðaskólnum á Akureyri. í FRÍMÍNÚTUM. Strákarnir skiptast á að vera með Kalla i frímínút- um. Þegar mikil ófærð er á veturna verða þeir að vera innanhúss. GÓÐUR HÓPUR. Félagarnir eru Kalla mikils virði, þó að hann tjái sig ekki með orðum. Læra inn á táknmál hans og skynja oft hvað hann vill. samræma þessa þætti. Hann kom því á fjögurra ára námi í Petö-stofn- uninni þannig að þeir sem þaðan útskrifuðust gátu farið inn á starfs- vettvang allra faggreinanna. Hann sá einnig að eitt það mikilvægasta væri að kenna foreldrum að þjálfa. Ég var því með Kalla inni á stofnun- inni og sinnti honum allan tímann undir handleiðslu þjálfara í 4-6 vikur í senn,“ segir Ingibjörg. Sjö sinnum til Lngverjalands Alls fóru þau sjö sinnum til Ung- veijalands í þessu skyni og þjálfar- ar komu frá Ungveijalandi fjórum sinnum. Auk þess fór fjölskyldan tvisvar til Belgíu, þar sem ung- verskir þjálfarar störfuðu. Ingibjörg segir að stofnunin hafi verið gagnrýnd fyrir of mikinn aga og hörku, en er ekki sammála þeirri gagnrýni. „Því miður er lífíð stund- um erfitt og ef maður ætlar að vinna með þessa krakka þá verður að reyna á. Það gengur ekki öðru vísi,“ segir hún. „Við hefðum óskað að Kalli hefði náð miklu meiri bata, en það hefur ekki gengið eftir. Hann er þó enn að styrkjast og maður er enn að sjá framfarir. Við erum því ekki búin að gefast upp,“ segir hún en bætir við að hægt hafi verið á líkamsþjálfuninni, þar sem hreinlega séu ekki kraftar til að halda áfram á sömu braut. „Þegar ég horfi til baka sé ég að fæðing Kalla var mesta örlaga- stund okkar beggja," segir Ingi- björg. „Möguleikar hans í lífinu eru ekki jafn miklir og annarra barna og ýmsar sárar staðreyndir eru samferðarmenn okkar á hveijum degi. Sagt er að aðalvandinn við erfiðleikana í lífinu sé ekki hvernig HEIMA í STOFU. Það var Kalla mikið gleðiefni þegar hundurinn Abú kom á heimilið, ekki síst þar sem stóri bróðir, Auðunn Svafar, sem hér er með honum á myndinni, er fluttur að heiman. MAMMA AÐSTODAR. Mamma sér mest um hið daglega amstur með Kalla, en segir að hann sé að breytast í mikinn pabbastrák. við leysum þá fyrir fullt og allt, heldur hvernig unnt verði að lifa í sæmilegri sátt við þá. Ég hugsa oft til orða Nelsons Mandela þar sem hann segir að „það sem skilur menn að er ekki það sem þeim er gefíð, heldur það sem þeir gera úr því, sem þeim er gefið“. Sú persóna sem hefur gefið og kennt mér mest í lífinu er Kalli. Ég er stolt móðir, ekki af fötlun hans, heldur vegna þess sem hann gerir þrátt fyrir hana.“ Þrýstingur aóstandcnda Ingibjörg segist hafa verið í fullu starfi í átta ár að sinna Kalla, læra á hann og kenna öðrum, ýta málum í þann farveg sem hún vildi að þau færu og að læra hvemig vinna ætti þetta verk. „Það fór fjórðungur af mínum tíma í að halda kerfinu gangandi, þróa það og leiða það í rétta átt. Það er stór galli á okkar annars góða kerfi hvað aðstandend- ur þurfa að vera sífellt vakandi og þrýstandi," segir hún. Sjálf kveðst hún alltaf reyna að vera einu skrefí á undan kerfínu. Nú sé kominn tími til að safna sam- an upplýsingum um hvemig best verði staðið að málum í framhalds- skólanum. „Mesta reynslan í blönd- un er á leikskólastiginu og leikskól- inn er í raun galopinn, þannig að einstaklingurinn og þarfir hans eru í fyrirrúmi. Augu kennara á gmnn- skólastiginu eru mikið að opnast fyrir nauðsyn þess að mæta þörfum einstaklingsins þannig að þeir fái verkefni við hæfi. Við emm hins vegar styst komin á efri stigum grunnskólans og framhaldsskóla- stiginu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.