Morgunblaðið - 16.02.1997, Síða 18

Morgunblaðið - 16.02.1997, Síða 18
18 B SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Heilsugæslulæknir óskast til afleysinga í nokkra mánuði við Heilsugæslustöðina og sjúkrahúsið á Hvammstanga. Upplýsingar veita Gísli Þ. Júlíusson, yfir- læknir, vs. 451 2345, hs. 451 2357, eða Guðmundur Haukur, framkvæmdastjóri, vs. 451 2348, hs. 451 2393. Heilsugæslustöðin og Sjúkrahúsið Hvammstanga. BÚNAÐARBANKl ÍSLANDS Tölvunarfræðingar /forritarar í tengslum við nýtt afgreiðslu- og sölukerfi, auk annarra sívaxandi verkefna, óskum við eftir að ráða efnilega tölvunarfræðinga eða fólk með hliðstæða menntun til hönnunar og forritunar. Öll útibú og stoðdeildir Búnaðarbankans eru samtengd í víðneti og er umhverfið NT net- þjónar, Windows95/NT útstöðvar, MsEx- change, MsOffice, skjáhermar o.fl. Auk þess er verulegur hluti upplýsingavinnslu innan bankans unninn á Unix og AS/400. Þróun á nýju afgreiðslukerfi stendur yfir sem byggir á klasasöfnum frá UNISYS og mun það keyra á NT útstöðvum og nota MsSQL Server gagnagrunn. Notaðar eru hlutbundn- ar aðferðir og forritað á PowerBuilder 5.0, Visual Basic og C++ o.fl. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Nánari upplýsingar veitir Ingi Örn Geirsson, forstöðumaður tölvudeildar, í síma 525 6451. Hafir þú áhuga á skemmtilegu og krefjandi starfi, þá sendu skriflega umsókn, með upp- lýsingum um nám og fyrri störf, til starfs- mannahalds, Austurstræti 5,155 Reykjavík. Yfirþjónn Óskum að ráða yfirþjón, veitingastjóra, til starfa nú þegar. Upplýsingar í síma 565 8678 í dag og eftir kl. 18.00 eftir helgi. Um er að ræða áhuga- vert starf fyrir áhugasamt fólk. Veitingahúsið Jónatan Livingston Mávur, Tryggvagötu 4-6, Reykjavík. Heilsugæslustöðin Hólmavik Sjúkrahúsið á Hólmavík Hjúkrunarfræðing vantar til sumarafleysinga á Heilsugæslustöð Hólmavíkur til að leysa af hjúkrunarforstjóra. Upplýsingar veitir Sigurósk, hjúkrunarfor- stjóri, í síma 451-3188, heimasími 451-3435 og Jóhann Björn, framkvæmdastjóri, í síma 451-3395. Hjúkrunarfræðing vantar á Sjúkrahúsið Hólmavík til afleysinga í starf hjúkrunarfor- stjóra frá apríl nk. til 1. nóvember 1997. Upplýsingar veitir Margrét, hjúkrunarfor- stjóri, í síma 452-3477, heimasími 451-3173 og Jóhann Björn, framkvæmdastjóri, í síma 451-3395. Umsóknir, með upplýsingum um fyrri störf og menntun, sendist til Jóhanns Björns Arn- grímssonar, framkvæmdastjóra, Borgabraut 6, 510 Hólmavík. Einnig vantar sjúkraliða/starfsfólk til sumar- afleysinga á Sjúkrahús Hólmavíkur. Öllum umsóknum verður svarað. VILTU TAKAST Á VIÐ SPENNANDI VERKEFNI ERLENDIS? Viðskiptavinur okkar, öflugt og traust fyrirtæki, hefur tekið að sér stórt verkefni við stjórnun erlends útgerðarfyrirtækis sem gerir út á fjarlægum miðum. Óskað er eftir reyndum mönnum til að stjórna veiðum og annast vinnslustjórnun um borð í skipum á N-Kyrrahafi nú þegar. Hér er um að ræða áhugavert tækifæri fyrir þá er vilja takast á við spennandi og krefjandi verkefni. Þeir sem áhuga hafa á að kynna sér málið hafi samband við ráðningarþjónustu Guðna Jónssonar. Farið verður meö allar upplýsingar sem trúnaðarmál. ORKUSTOFNUN GRENSÁSVEGI 9 - 108 REYKJAVfK Tæknifræðingur - verkfræðingur Starf tæknimanns á forðafræðideild rann- sóknasviðs Orkustofnunar er laust til umsókn- ar. Verksvið tæknimannsins er að annast rekstur, viðhald og nýþróun borholumælitækja og sinna borholumælingum ásamt öðrum starfsmönnum deildarinnar. Laun samkvæmt kjarasamningum ríkisstarfs- manna. Gerðar eru kröfur um haldgóða þekkingu á rafeindatækjum og að viðkomandi hafi próf í rafeindatæknifræði eða rafeindaverkfræði. Frekari upplýsingar veitir deildarstjóri forða- fræðideildar í síma 569 6000 eða á tölvupóst- fangi vs@os.is. Umsóknum, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, og annað, sem máli kann að skipta, skila skila til starfsmannastjóra Orkustofnunar eigi síðar en mánudaginn 3. mars 1997. Öllum umsóknum verður svarað. Orkumálastjóri. Við leitum að duglegum kokki og bjóðum starf með góðu og afkastamiklu matreiðslufólki. Við leitum einnig að barþjóni Eiginleikar eins og starfsgleði, ábyrgðartil- finning og hæfileiki til að vinna í hóp, eru mikils metnir varðandi báðar stöðurnar. Útvegum húsnæði. Laun skv. samkomulagi. Byrjað skv. samkomulagi. Skriflegar umsóknir. Nánari upplýsingar veitir yfirmatreiðslumað- ur Bent Larsen og yfirbarþjónn Nils Einar Steinsto, Hotel Ullensvang, 5774 Lofthus í Hardanger. Sími 00 47 53 66 11 00, símbréf 00 47 53 66 15 20, e-mail Ullensv@hardangernett.no Hotel Ullensvang Hótel Ullensvang er eitt af stærstu fjarðarhótelum Noregs. Ferða- menn á sumrin. Námskeið, ráðstefnur og helgargestir á öðrum hlut- um árs. Innahúss tennis, golf, squash, keila. Baðhús. 157 herbergi, 312 rúm. Stækkað árið 1996, þegar hótelið átti 150 ára afmæli. gllllllllll iiiiiiseiii IMIitlIIII Háskóli íslands Háskólamenntaður starfsmaður Heimspekideild Háskóla íslands óskar eftir að ráða háskólamenntaðan starfsmann á skrifstofu deildarinnar í 50% starf. Reiknað er með að ráða í starfið frá og með 1. apríl næstkomandi. Starfsmaðurinn þarf að geta unnið sjálfstætt að ýmsum verkefnum, svo sem gerð kennslu- skrár deildarinnar, alþjóðasamskiptum á veg- um deildarinnar o.fl. Næsti yfirmaður starfs- mannsins verður skrifstofustjóri heimspeki- deildar. Launakjör verða skv. kjarasamningi Félags háskólakennara og fjármálaráðherra. Nánari upplýsingar um starfið veitir María Jó- hannsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 525 4401. Umsóknarfrestur um ofangreint starf er til 7. mars 1997 og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs háskólans, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Öllum um- sóknum verður svarað og umsækjendum greint frá því hver var ráðinn til starfsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.