Morgunblaðið - 16.02.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 16.02.1997, Síða 20
20 B SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ BFrá Mýrarhúsaskóla Seltjarnarnesi Starfskraft, helst uppeldismenntaðan, vantar til starfa við heilsdagsskóla (Skólaskjól) í 50% starf. Upplýsingar veita skólastjórar í síma 561 1980. Grunnskólafulltrúi. Ertu sjálfstæð, samviskusöm, þjónustulunduð og viltu stjórna fólki ? Stórt og traust fyrirtæki óskar eftir að ráða manneskju í fullt starf, til að ráða og stjórna stórum hópi fólks og vera í miklum sam- skiptum við viðskiptavini fyrirtækisins. Viðkomandi manneskja þarf að vera sjálfstæð, þjónustulunduð, skipulögð og samviskusöm. Áhersla er lögð á kurteisa og þægilega framkomu. Vinnutími er frá kl,13:00 virka daga. Mánaðarlaun eru kr. 120-140.000.-. Boðið verður upp á góða starfsþjálfun. Að fenginni reynslu er Ijóst að þetta starf höfðar ekki síður til kvenna en karla. Guðrún Hjörleifsdóttir veitir nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er alla virka daga frá kI.10-16. STRÁi ÍGALLUP ..I I STARFSRAÐNINGÁR Mörkinni 3,108 Reykjavik Síini: 588 3031. bréfsúni: 588 3044 lllillí:ííii.'Sí!í:i ii::r:i:::r(iUðny MarÖardOttir Landgræðsla ríkisins óskar eftir að ráða tvo starfsmenn til starfa. Útgáfu- fræðslu- og kynningarmál. (oæ) Helstu verkefni: Ritstjórn Arbókar og Landgræðslufrétta. Umsjón með og gerð fræðsluefnis og bæklinga. Umsjón með sölu á útgáfuefni stofnunarinnar. Sjá um auglýsingar, fréttatilkynningar, undirbúning funda og ráðstefna. Veita upplýsingar um starf- semina og annast móttöku gesta í Gunnarsholti. Æskileg reynslafþekking: Þekking á náttúrufræðum. Reynsla af útgáfustarfsemi, uppsetningu á prentuðu efni og kunnáttu í meðferð útgáfuforrits. Gott vald á íslensku og ensku. Eigi auð- velt með að tjá sig og geti starfað sjálf- stætt. Þróunarverkefni. (087) Helstu verkefni: Aðstoð við þróunarverkefni á melgresi og lúpínu og við framleiðslu á Rhizobium lúpínusmiti. Æskileg þekking/reynsla: Hafi BSc í líffræði eða aðra sambærilega menntun. Hafi reynslu af rannsóknarstarfi og kunnáttu við tölvuvinnu. Hafi gott vald á íslensku og ensku og reynslu af kynningarstarfi. Nauðsynlegt/æskilegt að viðkomandi séu eða verði búsettir í héraðinu. Laun samkvæmt kjarasamningi opin- berra starfsmanna. Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Ollum umsóknum verður svarað. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar númeri viðkomandi starfs fyrir 1. mars n.k. Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavik Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang: hagvang@tir.skyrr.is Veffang: http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RAÐNINGARÞJÚNUSTA Rétt þekking á réttum tima -fyrir rétt fyrirtæki Leiðandi fyrirtæki í Internet þjónustu leitar aö fjármálastjóra og markaösstjóra Skíma og Miðheimar, brautryðjendur í Internet þjónustu á íslandi, hafa sameinað krafta sína í einu öflugasta þjónustufyrirtæki landsins á sviði Internet tengipga, margmiðlunar og rafrænna samskipta. Þau leita nú eftir kraftmiklu og hugmyndaríku fólki til að hafa umsjón með fjármálum og markaðsstarfi hins nýja fyrirtækis. Markaðsstjóri: Við leitum að hugmyndaríkri manneskju með tölvunarfræðimenntun, verkfræðimenntun eða sam- bærilega menntun og reynslu á sviði tölvusamskipta. Fjármálastjóri: Við leitum að viðskiptafræðingi eða manneskju með sambærilega menntun og reynslu á sviði fjármála. Með sameiningu Skímu og Miðheima er komið fram á sjónarsviðið traust fyrirtæki sem veitir fyrirtækjum jafnt sem einstaklingum fjölbreytta og áreiðanlega þjónustu á sviði margmiðlunar. Ef þú hefur áhuga á að starfa hjá vaxandi fyrirtæki i ört vaxandi atvinnugrein viljum við ræða við þig. MIÐHEIMAR skTma INTERNETÞJÓNUSTA Sendiö umsóknir til Skímu, merkt „Skíma/Miöheimar 97" fyrir kl. 17:00, föstudaginn 21. febrúar 1997. Fariö veröur meö umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaöarmál. Trésmiðir Viljum ráða trésmiði. Upplýsingar í símum 565 3845 og 565 3847. Friðjón og Viðarehf., Félagsmálastofnun Reykj avíkurborgar Deildarstjóri fjármálasviðs Starfsmaður óskast í stöðu deildarstjóra fjár- málasviðs, við fjármála- og rekstrardeild Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Þau störf, sem deildarstjóri annast og ber ábyrgð á gagnvart yfirmanni, eru m.a. áætl- anagerð, innra eftirlit og ráðgjöf/aðstoð við forstöðumenn. Deildarstjóri þarf einnig að geta unnið ýmis sérverkefni tengd daglegum rekstri stofnun- arinnar. Menntunar- og hæfniskröfur: Viðskipta- fræðimenntun eða sambærileg menntun (skilyrði). Starfsreynsla æskileg. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og hafa góða samstarfshæfileika. Laun skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst þar sem starfið er laust nú þegar. Umsóknarfrestur er til 26. feb. nk. og skal umsóknum skilað til Stellu K. Víðisdóttur, yfirmanns fjármála- og rekstrardeildar Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðu- múla 39, Reykjavík. Athygli er vakin á því, að það er stefna borg- aryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum á vegum borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja. Ráðgjafi Auglýst er eftir starfsmanni til að sinna meðferð og ráðgjöf við unglinga/börn og fjöl- skyldur þeirra á hverfisskrifstofu fjölskyldu- deildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar, Skógarhlíð 6. Um er að ræða 100% afleysingastöðu í 10 mánuði. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og þekkingu á málefnum unglinga. Krafist er háskólanáms á sviði félagsráðgjaf- ar eða hliðstæðrar menntunar á sviði félags-, upeldis eða sálarfræði. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. og skal umsóknum skilað til starfsmannahalds Fé- lagsmálastofnunar, Síðumúla 39, á eyðu- blöðum sem þar fást. Nánari upplýsingar veita Aðalbjörg Trausta- dóttir, forstöðumaður hverfaskrifstofu FR í Skógarhlíð og Ragnheiður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Unglingadeildar, í síma 562-5500. Félagsráðgjafar og aðrir Laus er til umsóknar 70% staða á forvarnar- sviði fjölskyldudeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Krafist er félagsráðgjafamenntunar eða hlið- stæðrar menntunar á sviði uppeldis. Meðal verkefna forvarnarsviðs er að vinna að forvörnum, einkum með áherslu á barna- vernd í samvinnu við aðrar stofnanir, sinna fræðslu, námskeiðahaldi og hópvinnu. Umsóknarfrestur er til 2. mars nk. og skal umsóknum skilað til starfsmannastjóra, Síðumúla 39, á eyðublöðum sem þar fást. Nánari upplýsingar veitir Rúnar Halldórsson, yfirmaður forvarnarsviðs, í síma 588-8500.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.