Morgunblaðið - 16.02.1997, Page 26

Morgunblaðið - 16.02.1997, Page 26
26 B SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ Silkiprentun Maður, vanur silkiprentun, óskast. Um er að ræða gott, uppbyggjandi starf með miklum tengslum við viðskiptavini. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 22. þ.m., merktar: „Reynsla - 1222“. Með allar umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál. „Au pair“ Þýskalandi Leitum að barngóðri „au pair“-stúlku til að gæta fjögurra barna (aldur 7, 3, 3, 1) frá og með júní '97. Þýskukunnátta æskileg. Herbergi með sérbaðherbergi. Umsóknir, með mynd, sendist til Thomas og Birgit Schulze, Schwingestr. 51, 21717 Fredenbeck (60 km frá Hamborg), Þýskalandi. Sími 0049-41498881. Starfskraftur óskast í bóka- og ritfangaverslun í miðborg Reykja- víkur. Hálft starf. Reynsla æskileg. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 28. febrúar, merktar: „Bækur - 1419“. Verkstjóri Vantar verkstjóra, vanan jarðvinnu. Upplýsingar í síma 565 3140. Klæðning ehf. Atvinna óskast Karlmaður á miðjum aldri óskar eftir starfi Hef víðtæka reynslu af verslunarstörfum. Er reglusamur, stundvís og heiðarlegur. Góð meðmæli. Svör sendist til afgreiðslu Mbl., merkt: „Verslunarmaður", fyrir 25. febrúar nk. Hjúkrunarfræðingur Handlæknastöðin Glæsibæ óskar að ráða hjúkrunarfræðing með skurðstofureynslu. Um er að ræða 80% starf. Upplýsingar veitir Ólafía Andrésdóttir, deild- arstjóri, og Friðrik Guðbrandsson í síma 568 6311 milli kl. 9.00 og 16.00. Lögmannsstofa Ungur lögmaður óskar eftir skrifstofuað- stöðu á lögmannsstofu. Ýmis konar sam- starf kemur til greina. Tilboð berist Mbl. fyrir 28. febrúar 1997, merkt: „L - 4095". Nýsköpunarsjóður námsmanna Laus er til umsóknar staða umsjónarmanns Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Umsóknir berist til skrifstofu Stúdentaráðs Háskóla íslands fyrir 28.02.1997. Nánari upplýsingar fást í síma 562 1080. HAGKAUP Skeifunni óskar að ráða starfsfólk í hlutastörf í kjötborði. Einhver reynsla æskileg. Upplýsingar um störfin veitir Ólafur Júlíus- son, verslunarstjóri, á staðnum. Hársnyrting Hefur ekki einhver hárgreiðslusveinn eða meistari áhuga á að vinna á hársnyrtistofu á Norðurlandi vestra? Góð laun og húsnæði til staðar. Umsóknir sendist afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 21. febrúar, merktar: „H - 7585.“ „Au pair“ - Flórfda Fjölskylda á Flórída óskar eftir „au pair“. Tvö börn, 7 og 10 ára. Hringið eða sendið símbréf, með upplýsing- um um fyrri störf og menntun, meðmæli og mynd, til 00 1 305 383 7421. Faglærðir starfsmenn? Útvega frá Mið-Evrópu fagmenntaða starfs- krafta íflestar greinar iðnaðar og handverks. Upplýsingar í síma 854 1112. RAÐAUGl YSINGAR Sjóður Odds Ólafssonar Umsóknir um styrki Stjórn Sjóðs Odds Ólafssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja: 1. Rannsóknir á fötlun og fræðslu um hana. 2. Forvarnir í þágu fatlaðra og endurhæf- ingu þeirra. 3. Rannsóknarverkefni á sviði öndunar- færasjúkdóma og fræðslu um þá. 4. Forvarnir og endurhæfingu vegna önd- unarfærasjúkdóma. 5. Fatlaða til framhaldsnáms og rannsókn- arstarfa. Umsóknir um styrki úr sjóðnum í samræmi við ofangreind markmið ásamt ítarlegum upplýsingum um umsækjendur og væntan- leg verkefni, ber að senda til stjórnar Sjóðs Odds Ólafssonar, Öryrkjabandalagi íslands, Hátúni 10, 105 Reykjavík, en í síma þess 552-6700 má fá frekari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk. Menntamálaráðuneytið Styrkir til háskólanáms í Kína og T ékklandi 1. Stjórnvöld Alþýðulýðveldisins Kína bjóða fram tvo styrki handa íslendingum til há- skólanáms í Kína námsárið 1997-98. 2. Ennfremur bjóða tékknesk stjórnvöld fram styrk til átta mánaða námsdvalar við háskóla íTékklandi skólaárið 1997-98. Styrkir til skemmri námsdvalar koma einn- ig til greina, þó ekki skemur en til tveggja mánaða. Umsóknum um styrkina skal komið til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 18. mars nk., á umsókn- areyðublöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt meðmælum. Menntamálaráðuneytið, 14. febrúar 1997. Minningarsjóður Guðjóns Samúelssonar Minningarsjóður dr. phil. húsameistara Guðjóns Samúelssonar auglýsir hér með eft- ir umsóknum um styrkveitingar úr sjóðnum. Styrkir eru veittir annað hvert ár og fer styrk- veiting fram í annað sinn nú í byrjun sumars. Tilgangur sjóðsins er skv. skipulagsskrá „að útbreiða þekkingu á húsagerðarlist í íslenskum anda.“ Styrkveitingar munu að þessu sinni nema allt að kr. 300.000.- Skriflegar umsóknir skulu berast skrifstofu Arkitektafélags íslands, Hafnarstræti 9, 101 Reykjavík, merktar: „Minningarsjóður" í síðasta lagi 15. mars 1997. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR Borgartúni 3, 105 Rvík, s. 563 2340, myndsendir 562 3219 Landakot og næsta nágrenni Kynning á deiliskipulagi Landakotsreits fer fram í sýningarsal Borgarskipulags og bygg- ingarfulltrúa, Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 9.00- 16.00 virka daga og stendur til 17. mars 1997. Verkef na- og námsstyrkjasjóður Kennarasambands íslands Auglýsing um styrki til rannsókna- og þróunarverkefna Stjórn verkefna- og námsstyrkjasjóðs Kenn- arasambands íslands auglýsir styrki til félags- manna sinna, sem vinna að rannsóknum, þróunarverkenfum eða öðrum umfangsmikl- um verkefnum í skólum skólaárið 1997-1998. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Kenn- arasambandsins og hjá trúnaðarmönnum í skólum. Umsóknir sendist Verkefna- og námsstyrkja- sjóði KÍ, Kennarahúsinu, Laufásvegi 81, 101 Reykjavík, í síðasta lagi 1. mars 1997. Auglýsing um breytingár á deili- skipulagi f Hveragerði Auglýst er breyting á deiliskipulagi innan reits, sem afmarkast af Breiðumörk, Austur- mörk, Grænumörk og Suðurlandsvegi. Innan reitsins er blönduð landnotkun versl- unar, þjónustu og iðnaðar, skv. breytingu á aðalskipulagi, sem staðfest var af umhverfis- ráðherra 17.12.1996. Ennfremur er auglýst breyting á deiliskipu- lagi fyrir hesthúsasvæði á Vorsabæjarvöllum. Bæjarstjórn Hveragerðis samþykkti upp- drætti að deiliskipulagi ofangreindra svæða ásamt skilmálum 13.2.1997 og liggja gögn þessi frammi til kynningar á skrifstofu bæjar- ins í 4 vikur frá birtingu auglýsingar þessar- ar, skv. gr. 4.4.1 í skipulagsreglugerð nr. 318/1985 með síðari breytingum. Skriflegar athugasemdir skulu berast skrif- stofu Hveragerðisbæjar í síðasta lagi 21. mars 1997. Bæjarstjórinn í Hveragerði. m Útboð SIGLINGASTOFNUN Ólafsvík - Ennisbakkar - Sjóvörn Siglingastofnun íslands óskar eftir tilboðum í gerð sjóvarnar í Ólafsvík. Verkefnið er fólgið í því að endurbyggja sjó- vörn undir Ennisbökkum. Helstu magntölur: Endurröðun 2.700 m3 Grjótúrnámu 1.200 m3 Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. maí 1997. Útboðsgögn verða afhent á Siglingastofnun, Vesturvör 2, Kópavogi frá og með miðviku- deginum 19. febrúar, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudag- inn 6. mars 1997 kl. 11.00. Siglingastofnun Islands. •mm ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.