Morgunblaðið - 21.02.1997, Síða 1
72 SIÐUR B/C
43. TBL. 85. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Kínveijar taka andláti Deng Xiaopings með stillingu — útför hans gerð á þriðjudag
Lítil hætta talin á mikilli
valdabaráttu á næstunni
Peking, Hong Kong. Reuter.
KÍNVERJAR syrgðu í gær leiðtoga
sinn, Deng Xiaoping, manninn sem
lyfti þeim úr fátækt og gerði Kína
að efnahagslegu stórveldi. Athygli
vekur þó hvað landsmenn hafa tekið
fráfalli hans með mikilli stillingu og
er það meðal annars haft til marks
um þá breytingu, sem orðið hefur á
kínversku samfélagi á síðustu árum.
Fréttaskýrendur telja lítil líkindi á
valdabaráttu í Kína á næstunni en
það þykir nokkur vísbending um
sterka stöðu Jiang Zemins forseta,
sem Deng vildi, að tæki við foryst-
unni, að hann var skipaður formaður
nefndar, sem mun sjá um útför
Dengs á þriðjudag.
Yfirvöld í Kína hafa fyrirskipað
sex daga þjóðarsorg og fánar voru
í hálfa stöng á opinberum bygging-
um. Að öðru leyti gekk flest sinn
vanagang og einkareknir markaðir
voru opnir. Sögðu sumir, að það
væri engin óvirðing við manninn,
sem hefði brotið hlekki maótímans
og iýst yfir, að það væri eftirsóknar-
vert að verða ríkur.
Minningarathöfn um Deng verð-
ur í Alþýðuhöllinni í Peking á þriðju-
dag að viðstöddum 10.000 manns
en að kínverskum sið verður fulltrú-
um erlendra ríkja ekki boðið til
hennar. Viðhöfnin verður þó meiri
en Deng vildi sjálfur en lík hans
verður brennt og öskunni kastað á
sjó að hans ósk.
Ánafnaði líffæri
í bréfi, sem ekkja Dengs og börn
hafa sent Jiang forseta, segir að
hann hafi óskað eftir því, að horn-
himnur augnanna yrðu gefnar
augnbanka og jafnvel önnur liffæri
nýtt til læknisfræðilegra rann-
sókna.
Jiang Zemin verður formaður 459
manna útfararnefndar og hann þyk-
ir líklegastur til að taka við leiðtoga-
embættinu en hugsanlegir keppi-
nautar hans eru til dæmis þeir Qiao
Reuter
OFT er margt um manninn á Tiananmen-torgi í Peking þegar þjóðfáninn er dreginn að húni snemma
morguns og svo var einnig í gær. Það kom þó mörgum á óvart, að fáninn skyldi fyrst dreginn að
húni og síðan í hálfa stöng en fæstir höfðu þá frétt af því, að Deng Xiaoping hefði látist um nóttina.
Á minni myndinni er verið að minnast Dengs i borginni Shenzhen í Suður-Kína.
Shi, fyrrum yfírmaður öryggislög-
reglunnar og núverandi forseti kín-
verska þingsins, og Li Peng forsæt-
isráðherra. Li Lanqing, varaforseti
Kína, lýsti í gær yfír stuðningi við
Jiang sem arftaka Dengs og benti
á, að á síðasta áratug hefði þjóðar-
framleiðslan í Kína tvöfaldast og hún
hefði tvöfaldast aftur á fyrra helm-
ingi þessa áratugar. Þakkaði hann
Jiang þann árangur.
Samvirk forysta
Winston Lord, fyrrverandi sendi-
herra Bandaríkjanna í Kína, spáði
því í gær, að þing kínverska komm-
únistaflokksins í október í haust
myndi staðfesta, að Jiang væri
„fremstur meðal jafningja". Hann
myndi hins vegar aldrei fá ráðið
jafn miklu og Deng og Maó áður,
heldur yrði hann aðeins formaður
í eins konar tæknikratanefnd.
í Hong Kong þar sem dauða
Dengs hafði verið beðið með nokkr-
um kvíða hafði hann þó lítil áhrif
þegar til kom og margir sögðu það
létti, að óvissunni væri lokið og
hægt að horfa til framtíðar. Af
þeim sökum voru viðbrögðin á Qár-
málamarkaði þar og annars staðar
í Asíu fremur jákvæð.
Þjóðarleiðtogar víða um heim
minntust Dengs með virðingu í gær
og lofuðu hann sem höfuðsmið hins
nýja Kína.
■ Valdaskipti/20
Chirac segir Rússa geta sætt sig við útþenslu NATO
Sagðir faliast á stækk-
un gegn samningum
Búkarest, Moskvu. Reuter.
JACQUES Chirac, forseti Frakk-
lands, sagði í gær, að Rússar væru
reiðubúnir að fallast á, að allt að
fímm ný ríki fengju aðild að Atl-
antshafsbandalaginu, NATO, gegn
því, að bandalagið gerði sérstakan
samning við þá.
Chirac, sem fer í opir.bera heim-
sókn til Rúmeníu í dag, sagði í við-
tali við dagblaðið Adevarul í Búkar-
est, að Rússar hefðu fallist á, að
aðildarríkjum NATO yrði fjölgað
um allt að fímm ef bandalagið gerði
við þá sérstakan samning.
Rússar hafa raunar ýjað að þessu
og Sergei Jastrzhembskí, talsmaður
utanríkisráðuneytisins, sagði í gær,
að hugsanlegur samningur ætti að
„draga sem mest úr neikvæðum
afleiðingum af stækkun NATO“.
„Ekki annars flokks borgarar"
Albright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, kom til Moskvu í
gær og átti þá viðræður við Víktor
Tsjernnmyrdín forsætisráðherra og
Jevgení Prímakov utanríkisráð-
herra Rússlands.
Einn aðstoðarmanna Albrights
nefndi hins vegar hugsanlega
samning við Rússa en lagði áhersiu
á, að í NATO yrðu ekki neinir ann-
ars flokks borgarar og ekki kæmi
til mála að semja á kostnað nýrra
aðildarríkja.
Fulltrúar NATO í Vínarvið-
ræðunum um samdrátt í hefð-
bundnum herafla sögðu í gær, að
bandalagið væri tilbúið til að draga
úr sameinuðum herafla sínum til
að sefa ótta Rússa við stækkun
þess.
Reuter
SÉRFRÆÐINGAR á vegum
Bandaríkjaþings eru í Pól-
Iandi til að kynna sér pólsk
hermál en Pólverjar vonast
til að fá aðild að NATO. Af
þessu tilefni var efnt til her-
æfinga fyrir gestina.
Fílharmónían
í Vínarborg
Konur
fáekki
aðgang
Vín. Reuter.
FORSTJÓRI Fílharmóníunnar
í Vín sagði í gær, að heldur
myndi hann leysa upp þessa
frægustu hljómsveit í Austur-
ríki en hleypa konum að hljóð-
færunum.
„Þetta er einkaklúbbur og
ef það á að neyða okkur til
einhvers munum við heldur
leysa hann upp,“ sagði Werner
Resel, forstjóri hljómsveitar-
innar, í viðtali við austurríska
ríkisútvarpið. Sagði hann, að
hljómsveitinni hefðu borist
mörg hótunarbréf, einkum frá
Bandaríkjunum.
„Hinn helmingurinn"
Fílharmónían í Vín er raun-
ar einkaklúbbur að forminu til
og ber félögum hennar engin
skylda til að greiða um það
atkvæði hvort konur fái að-
gang. Austurrískir stjórnmála-
menn, þar á meðal Viktor
Klima kanslari, hafa hins veg-
ar hvatt til, að hljómsveitin
nýti sér „hæfileika hins helm-
ings mannkynsins".
Meðal þeirra raka, sem Res-
el nefndi fyrir afstöðu sinni,
var að yrði konum hleypt að
gæti svo farið, að hljómsveitin
yrði stundum ófær um að
leika. Átti hann þá við, að
konurnar forfölluðust margar
í senn vegna þungunar.
„Hollusta“
rauðvínsins
einangruð
London. Reuter.
RAUÐVÍN í hófí hefur hin bestu
áhrif á hjarta og æðar að því er
vísindamenn segja og nú geta bind-
indismenn notið þess líka. í Bret-
landi hefur nefnilega tekist að ein-
angra „hollustuna" frá vínandanum.
Norman Williams og Alan How-
ard við Papworth-sjúkrahúsið
skammt frá Cambridge segja, að
þeim hafí tekist að skilja út efnin
í rauðvíninu, sem sögð eru koma í
veg fyrir hjartaáfall, og ætia að
setja þau á markað fljótlega í drykk
með sólbeijabragði. Vonast þeir
sérstaklega eftir góðum viðtökum
í löndum múslima þar sem trúin
bannar mönnum víndrykkju.
Hindrar oxun
Við rannsóknir sínar á efninu,
sem þeir unnu úr rauðvíninu, not-
uðu þeir Williams og Howard 20
sjálfboðaliða og gáfu þeim ýmist
rauðvín, efnin, hvítvín eða óáfengan
drykk daglega í tvær vikur. I ljós
kom, að rauðvín og efnin unnin úr
því komu í veg fyrir oxun en hún
veldur aftur æðaþrengslum og
hjartaáföllum.