Morgunblaðið - 21.02.1997, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Frystingu
að ljúka
Grindavík. Morgfunblaðið.
LOÐNUGANGAN er nú úti fyrir
Grindavík og koma loðnubátar
Fiskimjöls og Lýsis hf. hver á
fætur öðrum drekkhlaðnir með
loðnu til frystingar. Jón Sigurðs-
son GK kláraði að landa um há-
degisbilið í gær og var kominn
aftur inn upp úr kvöldmat með
fullfermi. Oddeyrin EA, skip
Samherja, fyrrum Albert GK frá
Grindavík, var einnig komin inn
um hádegisbil í gær með full-
fermi og á myndinni sést hvar
japanskir eftirlitsmenn eru að fá
sýni frá einum skipverjanum svo
hægt sé að meta hvort farmurinn
sé hæfur til frystingar.
Að sögn Hermanns Guðmunds-
sonar, verksljóra í frystihúsi
Fiskimjöls og Lýsis hf., var
farmur Oddeyrarinnar mjög
blandaður eða með 55 til 60
stykki í kilói sem er á mörkum
þess að vera frystingarhæft.
Hermann sagði einnig að þetta
væri síðasti eða næstsíðasti sólar-
hringurinn sem væri verið að
frysta fyrir Japansmarkaðinn
þar sem loðnan væri að verða
ófrystingarhæf vegna hrogna-
fyllingar.
Formanni Félags ferskra fjárbænda vísað úr Kaupfélagi V-Húnvetninga
Rekinn vegna kjötvið-
skipta sinna við Hagkaup ;
EYJÓLFI Gunnarssyni, bónda á
Bálkastöðum í V-Húnavatnssýslu
og formanni Félags ferskra fjár-
bænda, hefur verið vísað úr Kaup-
félagi V-Húnvetninga á þeim for-
sendum að hann hafi leynt og ljóst
unnið að því að telja félagsmenn
kaupfélagsins á að flytja viðskipti
sín frá félaginu og því geti hann
ekki verið þar félagi. Eyjólfur seg-
ist undrandi á þessum vinnubrögð-
um og segir ástæðuna m.a. vera
þá að Félag ferskra fjárbænda eigi
viðskipti við Hagkaup með sauð-
fjárafurðir og hafi beitt sér fyrir
áburðarkaupum beint frá Áburðar-
verksmiðjunni fyrir félagsmenn
sína.
Gunnar V. Sigurðsson, kaupfé-
lagsstjóri KVH, sagðist í samtali
við Morgunblaðið ekki vera til við-
ræðu um þetta mál.
„Þetta virðist allt snúast um það
að við [sauðfjárbændur í V-Húna-
vatnssýsluj gerðum samninginn
við Hagkaup í fyrravor, sem gekk
alveg einstaklega vel í fyrrasumar
og haust og var endurnýjaður nú
um áramótin undir merki nýrra
samtaka, Félags ferskra fjár-
bænda. Þetta virðist fara svona
óskaplega í taugarnar á mönnum
hér að þeir reyna að höggva alls
staðar eins og hægt er,“ sagði
Eyjólfur.
Afsláttur á áburðarverði
í Félagi ferskra fjárbænda eru
rúmlega 70 sauðfjárbændur í Dala-
sýslu, Strandasýslu og V-Húna-
vatnssýslu, og er Eyjólfur sá eini
þeirra á félagssvæði Kaupfélags
V-Húnavatnssýslu sem vísað hefur
verið úr kaupfélaginu. Hann segir
að athugun Félags ferskra fjár-
bænda á sameiginlegum innkaup-
um á áburði þar sem bændum hafi
verið boðinn 10% afsláttur hafi leitt
til þess að kaupfélagið hafi boðið
sama afslátt og jafnvel betur.
„Þeir fá miklu meiri afslátt frá
Áburðai-verksmiðjunni heldur en
við, sem segir okkur auðvitað
ákveðna sögu um viðskiptalegt sið-
ferði Áburðarverksmiðjunnar. Þeir
þurfa því ekki að óttast neina sam-
keppni hafi þeir áhuga á að taka
á móti okkur, en það virðist bara
vera viðkvæðið hjá þessum ágætu
mönnum að reyna að höggva ein-
hvem veginn í okkur út af þessum
afurðasölumálum. Ég held hins
vegar að þeir séu að skjóta sig í
fótinn með þessu.“
Búseta ekki skýring á
brottvísun
Eyjólfur er með búskap á Bálka-
stöðum i V-Húnavatnssýslu en
hann á lögheimili á Brú í Hrúta-
firði, sem er í Strandasýslu. í bréfi
kaupfélagsstjóra KVH, þar sem
Eyjólfi er tjáð að hann hafi verið
tekinn af félagaskrá í kaupfélaginu
um síðustu áramót, er einnig til-
greind sú ástæða að hann búi ekki
á félagssvæði kaupfélagsins.
„Þetta tel ég bara vera yfirklór
vegna þess að ég hef alla tíð átt |
lögheimili á Brú á meðan ég hef ■
verið í kaupfélaginu. Það er því *
fjarri lagi að þetta sé einhver skýr-
ing á því að mér hefur verið vísað
úr félaginu. Þetta breytir engu
fyrir mig, heldur hvetur þetta mig
einungis enn frekar til dáða. Sam-
starfið við Hagkaup hefur verið
einstaklega gott og ljúft, og þetta
hvetur mig enn frekar til að stuðla <
að bættum hag sauðfjárbænda eins
og Félag ferskra fjárbænda er
stofnað til,“ sagði Eyjólfur. |
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Ragnar Aðalsteinsson lögmaður
Sævars M. Ciesielski
Tel lagaskilyrði
til endurupp-
töku uppfyllt
RAGNAR Aðalsteinsson hæstarétt-
arlögmaður mun í dag ieggja grein-
argerð sína fram í Hæstarétti til
stuðnings beiðni um endurupptöku
svokallaðra Guðmundar- og Geir-
finnsmála. Ragnar var að ósk Sæv-
ars M. Ciesielski skipaður talsmaður
hans fyrir um ári, en Sævar var
dæmdur fyrir að hafa orðið mönnun-
um að bana ásamt öðrum.
Ragnar hefur unnið að söfnun
gagna fyrir greinargerðina um eins
árs skeið og segir undirbúninginn
hafa verið miklu viðameiri en gert
var ráð fyrir í upphafi. Pjöldi skjala
fylgir greinargerð hans.
Engin hliðstæða
hérlendis
„Niðurstaða mín er sú að lagaskil-
yrðum til endurupptöku sé full-
nægt,“ segir Ragnar en kveðst ekki
vilja greina frá þeim að svo stöddu,
enda eigi eftir að taka greinargerð-
ina til athugunar og um margvísleg
og flókin atriði sé að ræða.
Ósk um endurupptöku í eins viða-
miklu máli á sér ekki hliðstæðu hér-
lendis, en Ragnar segir ýmis dæmi
frá útlöndum um endurupptöku
mála af sambærilegum toga.
Lög um endurupptöku hafa ekki
breyst efnislega frá 1920, andstætt
því sem víða hefur gerst erlendis og
segir Ragnar að mun auðveldara sé
að bera fram slíka beiðni í t.d. Nor-
egi og Danmörku, einkum síðar-
nefnda landinu.
„Hér virðist þetta ekki vera dóms-
mál, heldur stjórnsýsluathöfn.
Hæstiréttur sendir greinargerðina
til umsagnar til setts ríkissaksókn-
ara, Ragnars H. Hali og í kjölfar
þess verður tekin ákvörðun um hvort
beiðnin verður tekin til greina eða
ekki. Verði henni hafnað er mögu-
legt að æskja þess sama að nýju
seinna,“ segir Ragnar Aðalsteinsson.
Stofnun Vilhjálms
Stefánssonar
Rekstrar-
kostnaður
20-25 millj.
LAGT hefur verið fram á Al-
þingi stjórnarfrumvarp um að
sett verði á fót stofnun kennd
við Vilhjálm Stefánsson.
Henni er ætlað að sinna um-
hverfisrannsóknum á norður-
slóðum. Gert er ráð fyrir að
starfsmenn stofnunarinnar
verði sex þegar hún verður
komin í fullan rekstur og er
kostnaðurinn áætlaður 20-25
milljónir króna á ári. Aðsetur
stofnunarinnar verður á Ak-
ureyri.
í greinargerð með frum-
varpinu segir að stofnun Vil-
hjálms Stefánssonar muni
meðal annars vera samstarfs-
vettvangur um rannsóknir á
áhrifum mengunar og á nýt-
ingu náttúruauðlinda og sinna
alþjóðasamstarfi á þessu sviði
á norðurslóðum. Frá árinu
1995 hefur verið starfandi níu
manna samvinnunefnd um
málefni norðurslóða og hefur
hún unnið að undirbúningi
stofnunarinnar.
Þjóðhagsstofnun fyrir VR og VSÍ
Verulegt svig-
rúm til að auka |
framleiðni
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN sendi frá
sér í gær minnisblað um laun, verð-
lag og atvinnu sem var tekið saman
að beiðni Verzlunarmannfélags
Reykjavíkur og VSÍ vegna yfir-
standandi kjaraviðræðna. Þjóð-
hagsstofnun leggur ekki mat á
kjarakröfur VR en lýsir áætluðum
launa- og verðlagsbreytingum í ríkj-
um OECD og fjallar um samband
verðlags og launa hér á landi.
Meðallaunahækkanir innan
ESB 5% í ár og 4,2% á næsta ári
Fram kemur á minnisblaði Þjóð-
hagsstofnunar að áætlað er að ár-
legar meðallaunahækkanir í flest-
um ríkjum innan OECD á árunum
1997 og 1998 verði á bilinu 2-5%
og verðbólga á bilinu 0-3%. í lönd-
um Evrópusambandsins er áætlað
að laun hækki að meðaltali um 5%
á þessu ári og um 4,2% á því næsta.
þjóðhagsstofnun segir erfitt að
segja fyrir um hvort samband verð-
lags og launa verði svipað hér á
landi á næstu árum og það hafí
verið að undanförnu en vafalítið sé
verulegt svigrúm í hagkerfinu til
aukinnar framleiðni og hagræðing-
ar. Það svigrúm nýtist þó varla
nema áfram ríki stöðugleiki ogjafn-
vægi í hagkerfinu.
„Til þess að saman geti farið
stöðugleiki, næg atvinna og al-
mennar launabreytingar umfram
það sem gerist að jafnaði í sam-
keppnislöndunum er nauðsynlegt
að framleiðni og afköst aukist meira
hér á landi en annars staðar. Því
verður ekki svarað með óyggjandi
hætti hvort svo verði á næstu árum
en viðunandi jafnvægi í þjóðarbú-
skapnum eykur líkur á árangri, sem (
meðal annars gæti birst í minni |
verðbólgu en spáð er eins og gerst .
hefur undanfarin ár. Rétt er að '
ítreka að hér er fjallað um meðalt-
öl. Það liggur í hlutarins eðli að
staða fyrirtækja og svigrúm þeirra
til að hagræða og auka framleiðni
er mismunandi. Fyrir vikið eru að-
stæður til launahækkana misjafn-
ar,“ segir á minnisblaði Þjóðhags-
stofnunar.
Viðræður VR og VSÍ
hefjastídag *
VR hefur ekki átt viðræður við ^
samtök vinnuveitenda frá 10. febr-
úar þegar kröfugerð félagsins var
lögð fram en ákveðið hefur verið
að næsti samningafundur verði
haldinn í dag kl. 10.30. Félagið
hefur átt viðræður undanfarna
daga við nokkur stór fyrirtæki sem
eru ekki aðilar að samtökum vinnu-
veitenda s.s. 10-11 búðirnar, Félag 1
stórkaupmanna og Stöð 2. Magnús I
L. Sveinsson, formaður VR, segir (
að umfjöllun Þjóðhagsstofnunar sé
í samræmi við þau gögn sem VR
notaði sem grunn að kröfugerð
sinni.
„Það kemur ekkert fram á
minnisblaði Þjóðhagsstofnunar sem
hrekur eitt einasta atriði af því sem
við höfum notað sem grundvöll að
okkar kröfugerð. Það er mikilvægt (
að fá það fram,“ segir Magnús.
Kona í varðhald aftur
HÆSTIRÉTTUR felldi í gær úr
gildi þann úrskurð héraðsdóms að
réttmætt væri að láta lausa konu
sem handtekin var skömmu eftir
áramót í tengslum við rannsókn á
umfangsmiklu smygli á hassi.
Konan hafði þegar verið látin
laus úr haldi, en nokkuð er síðan
gæsluvarðhaldsúrskurður yfír
henni rann út.
Lögreglan óskaði eftir lengra
gæsluvarðhaldi en héraðsdómur
sinnti ekki þeirri beiðni. Eftir úr-
skurð Hæstaréttar þarf að setja
konuna aftur í gæsluvarðhald.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðins eru talin svo sterk rök (
fyrir sök konunnar, að ástæða
þykir til að hún sitji bak við lás og 1
slá. .. ,