Morgunblaðið - 21.02.1997, Síða 4

Morgunblaðið - 21.02.1997, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Glugga- þvottur RYSJÓTT tíð að undanförnu hef- ur orðið til þess, að rúður hafa orðið Iítt gegnsæjar. Þessi réðst í gluggaþvott við Laugaveginn í gær, en miðað við veðurhorfur á næstunni, eru líkur á að brátt þurfi á ný að grípa til hreinsunar- aðgerða. Ibúar um norðan- og austan- vert landið voru ekki að hugsa um gluggaþvott í gær því þar var mikil snjókoma og varð víða ill- fært um vegi vegna ófærðar og snjóblindu. Morgunblaðið/Ásdís Formaður bankaráðs íslandsbanka um breytingu á ríkisbönkum Fögnum því að starfa ájafnréttisgrundvelli KRISTJÁN Ragnarsson, formaður bankaráðs íslandsbanka, segir að fyrirhuguð breyting ríkisviðskipta- bankanna, Landsbankans og Bún- aðarbankans, í hlutafélög sé fagn- aðarefni og samkeppnisstaða við- skiptabankanna verði þá jafnari en verið hefur. „Við höldum aðalfund í næsta mánuði og ætlum að leggja þar til mörg hundruð milljóna króna arð- greiðslu út úr íslandsbanka. Ríkið hefur aldrei gert þá kröfu til eigna j sinna í ríkisbönkunum að fá arð af því fé, þannig að með því að gera bankana að hlutafélögum verður samkeppnisstaða þeirra þá jöfnuð við íslandsbanka að þessu leyti,“ sagði Kristján. Hann segir að ef einhveijir vilji kaupa minnihluta í ríkisviðskipta- bönkunum með ríkinu þá undirstriki það arðsemiskröfuna. „Þeir eigendur munu ekkert líða það að fá ekki arð af eign sinni þótt ríkið kynni að falla frá sinni kröfu á meðan það á þetta alfarið. Ég held því að það myndi bara styrkja stöðu bankanna ef einhver vildi kaupa. Við erum alveg tilbúnir að mæta þeirri samkeppni sem þannig kæmi upp og fögnum því að starfa á jafnréttisgrundvelli við þessa banka. Það er mikið fram- faraspor að breyta þeim í hlutafélög og ennþá meira þegar þeir verða seldir," sagði Kristján. Ekki mikil einkavæðing í stofnun Fjárfestingarbanka Varðandi fyrirhugaða stofnun Fjárfestingarbanka atvinnulífsins hf. þar sem eignir Fiskveiðasjóðs, Iðnlánasjóðs, Iðnþróunarsjóðs og Útflutningslánasjóðs verða lagðar til sem hlutafé, sagði Kristján að hann teldi ekki mikla einkavæðingu felast í því að taka sjóði atvinnuveg- anna, sem væru öflugir og hefðu meira og minna verið reknir á ábyrgð atvinnugreinanna og ekki hefðu verið taldir ríkisfyrirtæki, og búa til einn ríkisbanka til viðbótar. Hvað útveginn varðar hefði áherslan verið á að breyta sjóðum sjávarútvegsins og iðnaðarins í hlutafélög, afnema aðgreininguna um atvinnuvegina og úrelt ákvæði sem spilla samkeppnisstöðu sjóð- anna, og síðan yrði hlutafé sjóðanna boðið til sölu. Sagði Kristján að þetta hefði getað þróast í góðu sam- ræmi við almenna þróun á fjár- magnsmarkaði og orðið meiri einka- væðing en sameining sjóðanna í banka í meirihlutaeigu ríkisins. „Fiskveiðasjóður og Iðnlánasjóð- ur hafa verið byggðir upp með bein- um framlögum atvinnugreinanna í áratugi, ekki bara með því að borga eðlilega vexti af lánum heldur með beinum framlögum greinanna til að byggja upp eigið fé þessara sjóða. Nú ætlar ríkið að taka þetta í ríkissjóð með því að selja þessa eign sem hefur að okkar mati verið byggð upp af greinunum sjálfum,“ sagði Kristján. Breyting ríkisviðskiptabankanna í hlutafélög Skera þarf ur um biðlaunarétt starfsmanna PÁLMI Jónsson, formaður banka- ráðs Búnaðarbanka íslands, segir að af hálfu starfsmanna bankans sé talinn vafi leika á því hvort þeir eigi rétt á biðlaunum vegna fyrir- hugaðrar breytingar bankans í hlutafélag og telur Pálmi brýnt að sambærileg mál sem séu fyrir dóm- stólum verði útkljáð fyrir Hæsta- rétti. „Það þarf að fá úr því skorið hvort þarna sé um einhvern stjórn- arskrárvarinn rétt að ræða. Það yrði gríðarlegt stórmál ef það þýddi það að starfsmenn ættu slíkan rétt, en eigi að síður þarf að fást niður- staða í því,“ sagði Pálmi. Hann segir að réttindamál starfsmanna bankans séu mjög þýðingarmikil varðandi breytingu bankans í hluta- félag, og ljóst sé að starfsmenn verði að njóta þeirra réttinda sem þeir eiga. Breyting á lífeyriskerfi Pálmi sagði í samtali við Morgun- blaðið að undanfarið hefði mikil vinna verið lögð í það í Búnaðar- bankanum að undirbúa breytingu bankans í hlutafélag. Þar á meðal hefði verið unnið að breytingu á lífeyriskerfi starfsmanna, en lífeyr- isréttindi starfsmanna Búnaðar- banka íslands, sem eru með ríkis- ábyrgð, verða gerð upp þannig að hreint borð verði þegar hlutafélags- banki tekur til starfa. „Þessi vinna er langt komin innan bankans og að henni hafa komið fulltrúar frá starfsmannafélaginu og eins hefur tryggingasérfræðing- ur aðstoðað við þetta verk. Bankinn hefur lagt til hliðar fé sem fært hefur verið til gjalda á rekstrar- reikningi til að mæta öllum lífeyris- skuldbindingum starfsmanna þann- ig að bankinn á að geta gert þá hluti upp,“ sagði Pálmi. Kynning á breytingunni mikilvægust Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbanka íslands, sagði að mikilvægasti undirbúning- urinn fyrir breytingu bankans í hlutafélag myndi felast í því að kynna breytinguna fyrir starfs- mönnum og viðskiptavinum bank- ans bæði hérlendis og erlendis og tryggja það að bankinn njóti sama trausts og vinsælda fyrir og eftir breytinguna. „Það er auðvitað mikil breyting að breytast úr hefðbundnu ríkisfyr- irtæki í hlutafélag sem er að starfa á almennum markaði og nýtur ekki þessarar bakábyrgðar ríkisins leng- ur,“ sagði Kjartan. Hann sagði að verið væri að fjalla um breytingar á lífeyrissjóði bank- ans og fyrir lægju sameiginlegar tillögur bankans og starfsmanna að breyttu lífeyriskerfi. „Við vonumst til þess að það verði afgreitt, en það er út af fyrir sig ekki með neinum hætti tengt þessari hlutafélagsbreytingu. Það er nú að byija þriðja árið síðan byijað var á þessu og það hefur alveg sömu áhrif fyrir starfsfólk og fyrirtækið hvort sem bankinn er hreint ríkisfyrirtæki eða hlutafé- lag, því í tillögunum er stefnt að afnámi bakábyrgðar bankans á líf- eyriskerfinu og að lífeyrissjóðurinn verði sjálfstæður og óháður,“ sagði Kjartan. Hæstiréttur telur mismunun skaðabóta eftir kynferði bijóta gegn stjórnarskránni Nærvera kennara hefði komið í veg fyrir slys HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær fjármálaráðherra til að greiða 24 ára gamalli konu rúmlega 1,5 m.kr. með vöxtum frá árinu 1990 í bæt- ur vegna örorkutjóns sem hún varð fyrir í leikfimitíma í grunnskóla Njarðvíkur arið 1985, þegar hún var 13 ára. í dómi Hæstaréttar eru bætur til stúlkunnar ekki reiknaðar út frá fullum meðaltekjum iðnaðar- manna, en ekki aðeins út frá 75% af meðaltekjum iðnaðarmanna, líkt og gert hefur verið í eldri dómsmál- um, þar sem ungum stúlkum hafa verið dæmdar lægri skaðabætur vegna líkamstjóns en ungum drengjum. Auk þess kemur fram í dóminum að Hæstiréttur gerir ríkar kröfur til upplýsingaöflunar skóla- stjórnenda um slys sem nemendur verða fyrir og einnig til öryggis í skólum. Vísað til stjórnarskrár um jafnrétti í þessum dómi segir að þótt „út- reikningar sýni að meðaltekjur kvenna hafi almennt verið lægri en karla, geti það ekki ráðið úrslit- um, þegar til framtíðar er litið. Mismunun um áætlun framtíðar- tekna, þegar engar skýrar vísbend- ingar liggja fyrir um tjónþola sjálf- an, verður ekki réttlætt með skír- skotun til meðaltalsreikninga, en í 65. grein stjórnarskrárinnar er boð- ið, að allir skuli vera jafnir fyrir lögum og konur og karlar njóta jafns réttar í hvívetna“, segir í dóminum og er mælt fyrir um að óskertar meðaltekjur iðnaðar- manna skuli hafðar til hliðsjónar þegar framtíðartjón stúlkunnar var metið. í málinu er bótaábyrgð felld á ríkið vegna slyss sem varð í leik- fimitíma í Grunnskóla Njarðvíkur 25. október 1985 en ríkið hafði verið sýknað í héraðsdómi. Ríkið ber halla af óljósum aðstæðum í dóminum lætur Hæstiréttur m.a. ríkið bera halla af skorti á réttum upplýsingum um tildrög slyssins. „Margt er óljóst um að- stæður í skólanum á slysdegi," seg- ir I dóminum. „Yfirvöld skólans hlutuðust ekki til um að halda til haga glöggum upplýsingum um þær og vitneskju um það, sem gerst hafði, Þó mátti vera ljóst, að alvar- legt slys hefði orðið í leikfimitíman- um. [.. . Stúlkan] var í gipsumbúð- um í fjórar vikur og gaf það skólayfirvöldum enn tilefni til at- hugunar. Þótt [stúlkan] hafi ekki hafíst handa um að koma bóta- kröfu sinni á framfæri fyrr en tæp- um sex árum eftir slysið, eftir að örorkumat hafði farið fram, verður [ríkið] að bera halla af skorti á réttum upplýsingum um tildrög slyssins. Leiðir það af þeirri ríku ábyrgð, sem hvílir á stjórnendum grunnskóla, en þeim ber að hyggja sérstaklega að velferð nemenda í einu og öllu,“ segir í dóminum. Telpan fótbrotnaði þegar hún var í leikfími að stökkva yfir kistu. Slysið varð þegar skólabróðir henn- ar stökk á eftir henni yfír kistuna og lenti á fæti hennar. Örorka stúlkunnar, sem hefur haft marg- vísleg óþægindi af meiðslum sínum, er metin 10%. í dóminum segir m.a að samkvæmt eigin framburði fyrir dómi hafi leikfímikennarinn verið að sinna öðrum hópi nem- enda, þegar slysið varð. Ríkar kröfur til ýtrasta öryggis „Fullvíst er að áfrýjandi hefði ekki orðið fyrir þeim áverka, sem örorka hennar er sprottin af, hefði drengurinn ekki hlaupið til of fljótt og lent á henni,“ segir í dóminum. „Það hefði ekki átt að geta gerst, ef kennari hefði fylgst með æfíng- unni. Kennarinn hefði þá séð, hvernig áfrýjandi lenti eftir stökkið og haldið aftur af næsta nemanda, þar til [stúlkan] væri staðin upp og farin frá. í áhaldaleikfimi ungl- inga verður að gera ráð fyrir því, að þeir sjálfir gæti ekki alltaf fyllstu varfæmi eða fylgist nægi- lega vel með þeim, sem á undan fara. Verður að telja, að leikfími- kennarinn hefði ekki átt að láta nemendur eina við æfínguna og því hafi hann ekki sýnt þá aðgæslu, sem vænta mátti. í þessu sam- bandi ber að hafa í huga, að sér- staklega ríkar kröfur verður að gera til þess, að ýtrasta öryggis sé gætt í skólum, en hér var um að ræða stóran hóp nemenda í skyldunámi,“ segir í dómi Hæsta- réttar. Bótaábyrgð á tjóni stúlkunnar var því felld á ríkið og henni dæmdar 1.539.400 kr. í skaða- og miskabætur með vöxtum frá árinu 1990 og eru útreikningar bótanna eins og fyrr sagði miðaðar við óskertar meðaltekjur iðnaðar- manna en ekki einungis 75% með- altekna iðnaðarmanna eins og gert hefur verið í skaðabótamálum vegna líkamstjóna sem stúlkur hafa orðið fyrir þegar ekki hefur verið hægt vegna ungs aldurs að byggja útreikning bóta á launa- tekjum þeirra sjálfra. Dóm Hæstaréttar kváðu upp hæstaréttardómararnir Haraldur Henrysson, Guðrún Erlendsdóttir, Hjörtur Torfason, Hrafn Bragason og Pétur Kr. Hafstein. Fyrir hönd stúlkunnar flutti Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson, hrl. í Keflavík, málið en Jón G. Tómasson ríkislögmaður flutti málið af hálfu ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.