Morgunblaðið - 21.02.1997, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Rætt um að Rússland fái fulltrúa
í herstöðvum NATO
Ekki komið til
tals að Rússar
verði í Keflavík
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segir að ekki hafi komið
til tals að fulltrúar rússneskra
stjórnvalda verði í varnarstöðinni
í Keflavík. Madeleine Albright,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
hefur lagt til að liður í auknu sam-
starfi ríkja Atlantshafsbandalags-
ins og Rússlands verði að fulltrúar
NATO og Rússa starfi saman í
herstöðvum bandalagsins.
„Það hefur ekki verið rætt og
ég sé slíkt ekki fyrir mér í náinni
framtíð, enda byggist starfsemi
varnarstöðvarinnar á varnarsamn-
ingnum við Bandaríkin," segir
Halldór. „Við leggjum mikið upp
úr því að viðhalda þeim samningi
og það gera Bandaríkjamenn líka.
Við höfum ekki verið með neinar
óskir um breytingar á honum.“
Halldór segir að hins vegar sé
staðreynd að næsta sumar verði
haldin hér á landi almanna-
vamaæfíngin Samvörður ’97 á
vegum Friðarsamstarfs NATO,
sem sveitir frá Rússlandi og mörg-
um öðrum fyrrverandi austan-
tjaldsríkjum muni taka þátt í.
Aldrei að vita hvert
þróunin leiðir
„Það er því aldrei að vita hvert
þessi þróun leiðir. Það er alveg
ljóst að öryggismálum í Evrópu
verður ekki komið í viðunandi horf
án Rússa,“ segir Halldór. „Með
samstarfí við þá í Bosníu hafa
menn öðlazt mikla reynslu og
segja má að opnazt hafi alveg ný
sýn í þessum efnum, sem enginn
sér fyrir endann á. Það er því
engin leið að fullyrða hvað geti
gerzt. Ef um það næst samstaða
að vinna sameiginlega að auknu
öryggi í Evrópu, hlýtur það meðal
annars að felast í að starfa saman
og vera saman að ákveðnu marki.“
Formaður Bandalags háskólamanna
Vilja fresta breyt-
ingu á launakerfi
MARTHA Á. Hjálmarsdóttir, for-
maður Bandalags háskólamanna,
segir að BHM-félögin séu almennt
þeirrar skoðunar að fresta eigi
umræðum um breytingar á launa-
kerfi opinberra starfsmanna fram
á næsta samningstímabil. Samn-
ingsaðilar þurfi lengri tíma til að
vinna að svo viðamiklum breyting-
um sem samninganefnd rikisins
hafi kynnt.
„BHM-félögin eru almennt
þeirrar skoðunar að það sé ekki
mögulegt að vinna svo hratt að
breytingum á launakerfinu eins
og samninganefnd ríkisins gerir
tillögur um. Við teljum að það sé
ekki hægt að semja um þessar
breytingar í yfirstandandi samn-
ingaviðræðum. Tillögur samninga-
nefndar ríkisins fela í sér lélega
þýðingu á dönsku kerfi sem er í
smíðum og verður ekki prufukeyrt
fyrr en í apríl á næsta ári. Ég tel
að nefndin sé komin fram úr sjálfri
sér og viti ekki frá degi til dags
hvað hún er að meina. Þetta trufl-
ar verulega samningaviðræðurnar
núna og þess vegna fer best á því
að geyma þessa vinnu.
Þörf á nýju
launakerfi
Félögin eru hins vegar almennt
þeirrar skoðunar að það þurfí nýtt
launakerfí, en það þarf að vinna
að því milli samninga þannig að
það sé hægt að búa til kerfí sem
geti staðið einhvern tíma og fólk
sé sátt við. Við höfnum þeim hug-
myndum sem ríkið er með. Við
viljum að samningsaðilar reyni að
nálgast hvor annan frá jafnréttis-
sjónarmiði þannig að báðir aðilar
komi með hugmyndir inn í viðræð-
urnar,“ sagði Martha.
Út að
borða?
Q
Select
ALLTAF FERSKT
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
PALLI með krökkunum á Kirkjugerði um borð í bátnum Gogga sem stendur á lóð leikskólans.
Tuskubrúðan
Palli á lands-
homaflakki
BIRTA Baldursdóttir vegur salt með
Palla á leikskólanum Kirkjugerði. Með
á myndinni eru Laufey og Bragi sem
sáu um heimsókn Palla til Eyja.
Vcstmannaejjum. Morgunbladið
TUSKUBRÚÐAN Palli
var í heimsókn í Vest-
mannaeyjum fyrr í vik-
unni en undanfarnar
tvær vikur hefur Palli
flakkað milli landshluta.
Ferðalag Palla um land-
ið er til komið vegna
verkefnis sember heitið
Landið okkar Island og
er hópvinnuverkefni um
ísland sem fimm og sex
ára börn á leikskólanum
Kjarrinu í Garðabæ eru
að vinna. Að sögn Jón-
ínu Ásgeirsdóttur,
starfsmanns á leikskól-
anum, kviknaði þessi
hugmynd, þegar verið
var að vinna að verkefn-
inu sem miðar að því að
fræða börnin á Ieikskól-
anum um Island, um að
senda tuskudúkku i
ferðalag um landið og
afla þannig upplýsinga
um hina ýmsu staði sem
dúkkan kæmi á. Tusku-
brúða, sem fékk nafnið
Palli, var búin ferðaföt-
um og bakpoka sem í
er dagbók og í hana átti
að færa allt sem á daga
Palla drifi. Jónina sagði að mæð-
ur tveggja barna á leikskólanum
væru flugmenn hjá Flugleiðum
og hefðu þær tekið að sér að sjá
um að Palla yrði komið milli
staða með vélum Flugleiða og
hefði verið ráðgert að hann
heimsækti alla áætlunarstaði fé-
lagsins.
Jónína sagði að öll börnin á
leikskólanum vissu af ferðalagi
Palla, þótt einungis þau elstu
ynnu að verkefninu og allir væru
spenntir að fá fréttir af honum.
í dagbókinni sem fylgir Palla
sést að hann hóf ferðalag sitt 6.
febrúar sl. er hann flaug með
Fokker í áætlunarflugi til Akur-
eyrar. Hann dvaldi fyrst á Akur-
eyri en síðan ferðaðist hann víða
þaðan. 9. febrúar fór hann til
Vopnafjarðar og Grímseyjar og
í töskunni var viðurkenningar-
skjal til staðfestingar á að hann
hefði komið norður fyrir heim-
skautsbaug. Þann 11. lá leiðin til
ísafjarðar og degi seinna var
ferðast til Kópaskers og Raufar-
hafnar. 13. febrúar fór Palli frá
Akureyri til Egilsstaða og þaðan
ferðaðist hann með rútu til Nes-
kaupstaðar með viðkomu á Reyð-
arfirði og Eskifirði. í dagbókinni
sést að ferðin frá Egilsstöðum
til Neskaupstaðar tók langan
v tíma sökum ófærðar.
Palli staldraði Iengi við á Nes-
kaupstað og lenti í ýmsum ævin-
týrum. Meðal annars fór hann í
heimsókn um borð í flutninga-
skipið Alexöndru frá Nassau á
Bahamaeyjum og heimsótti leik-
skólann Sólvelli. Á þriðjudaginn
kom Palli til Eyja eftir að hafa
verið strandaglópur í Reykjavík
þar sem ófært var til Eyja. Far-
ið var með hann í skoðunarferð
um Eyjar og hraungrýti úr Eld-
felli sett í tösku hans til minja
um skoðunarferðina. Þá var far-
ið með hann í sundlaugina, á
Náttúrugripasafnið og í heim-
sókn á leikskólann Kirkjugerði.
Þá var farið með hann niður að
höfn til að skoða drekkhlaðna
loðnubátana. í Eyjum gisti Palli
hjá Laufeyju og Braga starfs-
mönnum Flugleiða sem sáu um
PALLI kíkir út um stýrishúss-
gluggann á Gogga VE á lóð-
inni framan við Kirkjugerði.
PALLI rogginn með bakpok-
ann troðinn af upplýsingum
að af landinu.
dvölinni í Eyjum
Palli hélt frá Eyjum síðdegis
á miðvikudag með áætlunarvél
Flugleiða. Jónína Ásgeirsdóttir,
starfsmaður leikskólans Kjarrs-
ins, sagði að þegar Palli kæmi
til Reykjavíkur yrði athugað í
dagbókinni hvort hann væri bú-
inn að ferðast til allra áætlunar-
staða Flugleiða og ef svo væri
kæmi hann á leikskólann með
bakpokann sinn og farið yrði að
vinna úr þeim upplýsingum sem
Palli hefur aflað.
Jónína sagði að þótt flakki
Palla um ísland væri nú að Ijúka
væri hann síður en svo hættur
að ferðast því framundan væru
ferðalög til útlanda. Næsta verk-
efni sem unnið yrði að á leikskól-
anum yrði verkefni sem héti
Heimurinn okkar og þá yrði Palli
gerður út af örkinni á ný til að
afla upplýsinga. Hann færi því í
nokkurskonar heimsreisu því þá
myndi hann ferðast til áætlunar-
staða Flugleiða bæði í Evrópu
og Ameríku.
I
\
i
!
í
t
r
t
i
i
i