Morgunblaðið - 21.02.1997, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
í kerfínun
r&tAuKio
ÞAÐ hefði nú varla breytt miklu í subbuskapnum, Gunna mín, þó þeir hefðu fengið sér-
staka umbun fyrir viðvikið að rölta sjálfir út í fínu jeppanasína . . .
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Ljósmyndasýning Morgunblaðsins
Mósambík og framtíðin
Ófrjósemisaðgerðir
Óleyfilegt
gjald
innheimt
MISMUNANDI er milli heilbrigðis-
stofnana hvort greiða þarf fyrir
ófrjósemisaðgerðir en samkvæmt
lögum eiga þessar að aðgerðir að
vera sjúklingum að kostnaðar-
lausu.
A Landspítalanum og ýmsum
fleiri heilbrigðisstofnunum eru þær
ókeypis, en á Sankti Jósefsspítala
í Hafnarfirði hafa konur þurft að
greiða rúmar 14.500 krónur fyrir
þessa aðgerð. Þetta kom fram í
fyrirspum Guðrúnar Siguijóns-
dóttur, varaþingmanns Alþýðu-
bandalagsins, á Alþingi.
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð-
isráðherra staðfesti að gjald hefði
verið tekið fyrir ófijósemisaðgerðir
á ákveðnum heilbrigðisstofnunum,
en að það hefði verið leiðrétt í kjöl-
far fyrirspumar þingmannsins. Hún
sagði að þeir sjúklingar sem hefðu
þurft að greiða fyrir aðgerðirnar
ættu rétt á endurgreiðslu. Aðspurð
taldi hún þó ekki ástæðu til að
auglýsa þann rétt sérstaklega.
MÓSAMBÍK er eitt fátækasta land
heims og illa leikið eftir langvinn-
ar styijaldir og alræðisstjórn. En
þetta stóra Afríkuríki er engu að
siður land möguleikanna. Ýmsar
líknar- og hjálparstofnanir hafa
verið að leggja landsmönnum lið
við að bæta lífskjörin. Á meðal
þeirra eru Hjálparstofnun kirkj-
unnar og Þróunarsamvinnustofn-
un Islands.
Þorkell Þorkelsson, ljósmyndari
Morgunblaðsins, ferðaðist nýverið
um Mósambík og fylgdist m.a. með
brunnagerð og jarðsprengju-
hreinsun auk þes sem hann beindi
linsum sínum að litskrúðugu
mannlífinu. I anddyri Morgun-
blaðsins, Kringlunni 1, hefur verið
komið upp yfirlitssýningu á völd-
um myndum sem teknar voru í
ferðinni. Sýningin hefst í dag og
lýkur föstudaginn 7. mars. Hún
er opin á afgreiðslutima blaðsins
kl. 8-18 alla virka daga og laugar-
daga kl. 8-12.
Allir myndir á sýningunni eru
til sölu.
Safnkortshafar fá að auki 3% afslátt í punktum.
nllt tit tí//s
Gagnvegi * Skógarseli • Stórahjalia * Ægisiöu ■ Lækjargötu Hafnartiröi
Ráðstefna um nýgræðinga í flórunni
Nýjar skuldbind-
ingar um plöntu-
innflutning
Heiðrún Guðmundsdóttir
FELAG garðyrkju-
manna stendur fyrir
ráðstefnu um inn-
flutning plantna og sögu
og áhrif innflutnings og
hugsanlega framtíð hans
þessa dagana. Að sögn
Heiðrúnar Guðmundsdótt-
ur, sem séð hefur um
fræðslumál félagsins, er
þessari ráðstefnu ætlað að
gefa bæði fagmönnum og
áhugamönnum innsýn í
sögu flóru íslands og
hvernig hún hefur þróast
eftir landnám. En skyldi
flóra Islands hafa tekið
miklum breytingum?
Það eru menn ekki alveg
sammála um, en vitað er
að búsetu manna fylgja
ákveðnar illgresistegundir,
einnig er vitað að landn-
ámsmennirnir tóku með sér
plöntur bæði til ræktunar, lyfja-
gerðar og til að bragðbæta mat.
- Hvaða tegundir sem við not-
um í dag tóku landnámsmennirnir
með sér?
Talið er að þeir hafi tekið með
sér ætihvönn, ertublóm, svo sem
fuglaertur, en sú planta eykur
uppskeru grasa. Taiið er að þeir
hafi einnig tekið með sér bygg og
villilauk sem finnst á mjög afmörk-
uðum svæðum á landinu. Garða-
brúða er líka talin hafa komið hing-
að til lands með landnámsmönnum.
Hún inniheldur efni sem verkar
slævandi, hún hefur líklega verið
notuð sem svefnlyf. Mjög mikið
af þeim plöntum sem almenningur
flokkar sem illgresi eru nytjaplönt-
ur á þann veg að þær innihalda
mörg efni sem notuð voru í lækn-
ingaskyni. í bókinni íslenskar
lækningajurtir má fræðast um
þetta efni t.d.
- En hvað um helstu nytjaplönt-
ur nútímans, svo sem kartöflur?
Þær komu flestar miklu seinna,
kartöflurnar eru ættaðar frá Suð-
ur-Ameríku og kom hingað frá
Danmörku fyrir um 200 árum.
„Illgresið“ njólinn nam hér land á
17. öld. Sagt er að Danakonungur
hafi sent Islendingum njólann sem
matjurt, hann er næringarrík hail-
ærisfæða og mjög harðgerður.
Blöð hans og rætur voru borðaðar
en hafa varla þótt herramanns-
fæða, í það minnsta eru þeir fáir
sem borða njóla í dag. Njóli og
rabarbari eru skyldar tegundir.
- Frá hverju verður sagt á fyr-
irhugaðri ráðstefnu?
Fjölmargir fyrirlestrar verða
haldnir á ráðstefnunni sem verður
í húsi Ferðafélags íslands í Mörk-
inni 6 og hefst klukkan 10 árdegis
í dag. Helstu fyrirlesarar eru Hörð-
ur Kristinsson, sem talar um upp-
runa íslensku Flórunn-
ar. Jóhann Pálsson,
garðyrkjustjóri Reykja-
víkur, talar innflutning
gróðurs í garða og
merkur. Þorsteinn
Tómasson, forstjóri
Rannsóknarstofnunar landbúnað-
arins, talar um aðfluttar tegundir,
kynbætur og yrkisrétt. Aðalsteinn
Sigurgeirsson skógerfðafræðingur
ræðir um innflutning plantna til
landgræðslu og skógræktar. Sig-
urður H. Magnússon plöntuvist-
fræðingur talar um ágengar teg-
undir, einkenni og hegðun. Jón
Gunnar Ottósson, forstjóri Nátt-
úrufræðistofnunar, talar um al-
þjóðlegt samstarf og þróun þess
og Ámi Bragason, forstöðumaður
rannsóknarstöðvarinnar á Mógilsá,
ræðir um hvers vegna alþjóða-
samningar eru gerðir um skóg-
rækt. Amorgun snúum við okkur
að markmiðum gróðursetningar og
►Heiðrún Guðmundsdóttir
fæddist á Akureyri árið 1957.
Hún lauk verslunarprófi árið
1976 frá Verslunarskóla Islands.
Tveimur árum seinna lauk hún
garðyrkjprófi frá Garðyrkju-
skóla ríkisins. Hún bjó tvö ár í
Álaborg og starfaði þar við
garðyrkj ustörf. Stúdentsprófi
Iauk hún frá Flensborgarskól-
anum árið 1982. Prófi sem líf-
fræðingur lauk hún frá Háskóla
Islands í febrúar 1994. Heiðrún
kenndi um tíma við Garðyrkju-
skóla ríkisins og forfallakennslu
við Flensborgarskóla en hefur
starfað mikið að félagsmálum
hjá Félagi garðyrkjumanna.
Heiðrún er gift Guðmundi Gunn-
arssyni, verkfræðingi hjá
Brunamálastofnun, og eiga þau
einadóttur.
notkun gróðurs.
- Verður eitthvað rætt um
framtíð innflutnings á plöntum?
Já, einkum með tilliti til plöntu-
sjúkdóma og meindýra. Einnig
verður rætt um erfðabreyttar
plöntur og nafngiftir ræktaðra
plantna. Fyrirlestrar verða haldnir
um hlutverk grasagarða í innflutn-
ingi garðplantna, notkun þeirra hjá
einkaaðilum og bæjarfélögum og
hvaða áhrif framtak einstaklings-
ins getur haft á útbreiðslu plantna.
- Skógrækt er heitt mál hjá
garðyrkjumönnum í dag?
Flestir garðyrkjumenn hafa
áhuga á skógrækt og landgræðslu
og einn fyririestur verður m.a. um
markmið og ábyrgð skógræktar.
-Er haft eftirlit með innflutn-
ingi plantna?
Nei, það er ekki gert nema að
um lifandi plöntur sé að ræða.
Ekkert eftirlit eða skráning er með
fræinnflutningi. Nátt-
úrufræðistofnun íslands
er að byija að taka sam-
an og skrá hvaða er-
lendu plöntur séu hér í
görðum. Erlendis eru
nú uppi harðar kröfur
um að ræktendur hafi leyfi fyrir
viðkomandi plöntu og stjórnvöld
hafi undirritað alþjóðlega samn-
inga um plöntuinnflutning. Við
höfum undirritað slíka samninga
en ekkert í íslenskum lögum skyld-
ar menn til að fara eftir þeim nema
hvað snertir sjúkdómavamir, en
þetta mun breytast fljótlega.
- Hvaða hagnýtt gagn getur
áhugafólk haft af þessari ráð-
stefnu?
Það getur fræðst um íslensku
flóruna, hvaðan hún er komin og
um uppruna garðplantna og skóg-
ræktarplantna. Farnar hafa verið
söfnunarferðir víða um heim og frá
þeim verður sagt þama.
Ekkert eftirlit
eða skráning
er með fræ-
innflutningi