Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Aleið
heim úr
skólanum
MIKIL snjókoma var á Akur-
eyri í gær og var því vetrar-
legt um að litast í bænum,
ekki síst í eldri hverfunum,
þar sem trén eru stór og
stæðileg. Veturinn hefur
fram til þessa verið snjóléttur
og til að mynda unnu starfs-
menn bæjarins við að fylla
upp í holur í malbiki fyrr í
vikunni. Enn lifir nokkuð
eftir af febrúarmánuði og
vetur konungur ætlar greini-
lega að sýna svolítið hvað í
honum býr áður en Norðlend-
ingar geta farið að vænta
vorsins.
Meirihluti stjórnenda fyrirtækja vill í stærra húsnæði
Bjartsýni um vöxt starf-
seminnar á næstu árum
FORSVARSMENN um fjórðungs
fyrirtækja sem þátt tóku í atvinnu-
málakönnun telja sig vera í óhentugu
húsnæði og var það einkum áber-
andi meðal þeirra sem starfa við
matvælafyrirtæki. Þetta er á meðal
niðurstaðna í könnun sem unnin var
að frumkvæði Rannsóknarstofnunar
Háskólans á Akureyri og Atvinnu-
málaskrifstofu Akureyrarbæjar en
nemar á 2. ári í rekstrardeild háskól-
ans gerðu könnunina. Svör bárust
frá 161 fyrirtæki á Akureyri.
í könnuninni er bent á að það
sé verðugt að skoða hvort það hamli
starfsemi fyrirtækjanna að búa við
óhentugt húsnæði eða hvort það
hafi áhrif á hagkvæmni í rekstri.
Sérstaka athygli vekur hve stórt
hlutfall matvælafyrirtækja er í
óhentugu húsnæði að mati stjórn-
enda þeirra, en möguleg skýring
gæti verið sú að kröfur til hús-
næðis matvælafyrirtækja hafa verið
að aukast að undanförnu og fyrir-
tækin ef til vill ekki brugðist við
þeim enn.
Þörf á auknu húsnæði
Hvað varðar væntingar um hús-
næðisþörf telur mikill meirihluti
stjórnenda eða 88% þeirra að fyrir-
tæki þeirra þurfi á auknu húsnæði
að halda á næstu tveimur árum.
Helsta skýringin sem gefin var á
því voru væntingar um aukna sölu
á vörum eða þjónustu á næstunni,
en 65% svarenda nefndu það atriði.
Viss bjartsýni virðist þannig ríkja
meðal stjórnenda fyrirtækjanna um
vöxt í starfsemi á komandi árum,
en nefnt er í skýrslunni að fátt í
svörum þeirra bendi til fyrirætlana
um þróun í vöru- eða þjónustufram-
boði, 16% þeirra nefna þó aukna
framleiðslu sem skýringu á þörf fyr-
ir aukið húsnæði.
Fáir þurfa að fjölga
starfsfólki
Fæstir stjórnendanna búast við
breytingum á starfsmannafjölda á
næstu tveimur árum. Nokkrir búast
þó við að þurfa að fjölga starfsfólki
á tímabilinu og þá helst í kjölfar
aukinnar sölu á þeim vörum sem
framleiddar eru hjá fyrirtækinu.
Mjög fáir gera ráð fyrir samdrætti
og þá eingöngu vegna hagræðingar
en ekki minnkandi sölu.
Morgunblaðið/Kristján
Aukasýning
á verkinu
Undir ber-
um himni
SÍÐASTA sýning Leikfélags
Akureyrar á Undir berum
himni eftir Steve Tesich var
áformuð í kvöld, föstudags-
kvöldið 21. febrúar. Löngu er
uppselt á sýninguna.
Þar sem fjöldi fyrirspurna
hefur borist um hvort ekki verði
fleiri sýningar á verkinu hefur
nú verið ákveðið að efna til
aukasýningar laugardaginn 1.
mars.
Arnar Jónsson og Þráinn
Karlsson fara með aðalhlut-
verkin, Eyvindur Erlendsson
leikstýrði og Magnús Pálsson
gerði leikmyndina.
Undirbúningur að sýningu
Leikfélags Akureyrar á Vefar-
anum mikla frá Kasmír hefst
á Renniverkstæðinu strax á
mánudagsmorgun.
Atvinnumálanefnd og Ferðafélag Akureyrar
Morgunblaðið/Kristján
HELGA Bryndís Magnúsdóttir leikur ásamt fleiri píanóleikurum á
vígslutónleikum nýs konsertflygils Akureyringa á morgun.
Nýr Steinway
konsertflygill
formlega vígður
Samningur um út-
gáfu gönguleiðakorta
Morgunblaðið/Margrét Þóra
HELGI Jóhannesson forstöðumaður Atvinnumálaskrifstofu, Guð-
mundur Stefánsson, formaður Atvinnumálanefndar, og Ingvar
Teitsson, formaður Ferðafélags Akureyrar, undirrita samning
um útgáfu korta með gönguleiðum á Eyjafjarðarsvæðinu.
SAMNINGUR hefur verið gerður
milli Atvinnumálanefndar Akur-
eyrar og Ferðafélags Akureyrar
vegna útgáfu korta með gönguleið-
um á Eyjafjarðarsvæðinu og munu
þau verða gefin út síðar á þessu
ári. Þá hefur einnig verið undirrituð
viljayfirlýsing þess efnis að nefndin
styrki félagið vegna útgáfu nokk-
urra korta sem gefin verða út á
þessu og næstu tveimur árum.
Við undirritun samningsins kom
fram í máli Ingvars Teitssonar, for-
manns Ferðafélags Akureyrar, að
nú í vor verður endurútgefið kort
af Glerárdal, þar sem verður að fmna
8 gönguleiðir auk afbrigða af nokkr-
um þeirra. Um er að ræða endur-
bætta útgáfu af kortinu, en það var
gefið út fyrir nokkrum árum og er
nú ófáanlegt.
Bakkar Eyjafjarðarár
og gömul þingmannaleið
Þá verður einnig gefíð út kort af
svæðinu austan Eyjafjarðarár og
austan Akureyrarpolls ásamt upp-
lýsingum um áhugaverða staði á
þeim gönguleiðum sem þar verður
lýst.
Meðal gönguleiða sem lýst verður
í bæklingnum má m.a. nefna leið inn
bakka Eyjafjarðarár, frá gömlu
brúnum yfír Leirur inn að brú yfír
Eyjafjarðará hjá Hrafnagili, göngu-
leið fram Garðsárdal, yfir Góngu-
skarð og í Reyki í Fnjóskadal. Einn-
ig leiðina yfir Bíldsárskarð frá Leifs-
stöðum í Fjósatungu og gömlu þing-
mannaleiðina yfír Vaðlaheiði frá
Kaupangi að Hróarstöðum, sem og
einnig leið um gamla veginn undir
klettabeltinu ofan Hallands á Sval-
barðsströnd upp á Steinaskarð.
Síðar, eða á árunum 1998-’99,
stendur til að hugað verði að út-
gáfu korta á svæðum vestan Akur-
eyrar.
Guðmundur Stefánsson, formaður
Atvinnumálanefndar, sagði samstarf
við Ferðafélag Akureyrar ánægju-
legt og vel heppnað. I kjölfar þess
sem og væntanlegs samstarfs við
hestamannafélagið Létti um útgáfu
reiðleiðakorta myndu liggja fyrir
greinargóðar og fjölbreyttar upplýs-
ingar um leiðir { nágrenni bæjarins.
NÝR konsertflygill Akureyringa
verður formlega vígður á tónleikum
í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á
morgun, laugardaginn 22. febrúar
og hefjast þeir kl. 14. Á tónleikunum
verður einleikur á píanó, samleikur
á selló og píanó og kórsöngur við
píanóundirleik.
Þeir sem fram koma eru píanóleik-
ararnir Daníel Þorsteinsson, Dórót-
hea Dagný Tómasdóttir, Guðrún
Anna Kristinsdóttir og Helga Bryn-
dís Magnúsdóttir, Hólmfríður Bene-
diktsdóttir sópransöngkona, Stefán
Örn Arnarson sellóleikari, Kór Akur-
eyrarkirkju undir stjórn Björns
Steinars Sólbergssonar og tríóið
Skipað þeim en í því eru Gunnar
Gunnarsson píanóleikari, Árni Ketill
trommur og Jón Rafnsson bassi.
Umræður um kaup á nýjum kon-
sertflygli hafa staðið um nokkurt
árabil, en Petrof-flygill Tónlistarfé-
lagsins þykir ekki lengur gegna því
hlutverki að vera tónleikaflygill Ak-
ureyringa. Hann var smíðaður 1954
og kom til bæjarins 1960 en margir
frægir píanóleikarar hafa leikið á
hann, s.s. Rudolf Serkin, Philip Jenk-
ins, Vladimir Askenasy, Martin
Berkovski og nú síðast András Schiff.
Flyglinum hefur verið komið fyrir í
nýjum sal Menntaskólans á Akureyri.
Margir hafa lagt hönd á plóg
Nýi flygillinn er af gerðinni
Steinway D, eða af stærstu gerð frá
þessum þekktasta flyglaframleið-
enda heims. Þeir Jónas Ingimundar-
son píanóleikari og Leifur Magnús-
son hljóðfærasmiður fóru gagngert
til Hamborgar til að velja flygilinn
úr nokkrum sem til greina komu og
verksmiðjan hafði tilbúna.
Flygillinn, sem kostaði um 6,5
milljónir króna, var að hluta keyptur
fyrir fé sem safnaðist á minningar-
tónleikum um Ingimar Eydal tónlist-
armann sem haldnir voru síðasta
haust, en Ingimar var það hjartans
mál að Akureyringar ættu góðan
flygil. Fjölmargir hafa lagt sitt af
mörkum til að af kaupunum gæti
orðið, fjöldi listamanna sem fram
kom á tónleikunum og fyrirtæki
gerðu þá mögulega, en einnig má
nefna að bæjarstjórn Akureyrar
lagði fram þrjár milljónir króna í
Minningarsjóðinn. Eimskip flutti
flygilinn endurgjaldslaust frá Ham-
borg til Akureyrar, Hljóðfæraversl-
un Leifs Magnússonar útvegaði
flygilinn og gaf með honum vandað-
an píanóbekk og ábreiðu, Slippstöðin
gaf efni og vinnu við að smíða bún-
að til að auðvelda flutning hljóðfær-
isins. Þá rann hagnaður af sölu
tveggja geisladiska, „Kvöldið er okk-
ar“ og „Skálm“ í sjóðinn, auk þess
sem Tónlistarskólinn á Akureyri og
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
lögðu fram fé og Tónlistarfélag
Akureyrar lagði fram andvirði gamla
Petrof-flygilsins í sjóðinn.
Staðsetning ákveðin síðar
Flygillinn var fyrst notaður á ný-
árstónleikum Sinfóníuhljómsveitar
Norðurlands þar sem Snorri Sigfús
Birgisson frumflutti ásamt hljóm-
sveitinni nýjan píanókonsert eftir
sig. Endanleg ákvörðun um stað-
setningu flygilsins hefur ekki verið
tekin, en athugun hefur farið fram
á því hvernig hann hljómar í safnað-
arsal Glerárkirkju og kirkjunni
sjálfri og tekur nú við samskonar
athugun í Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju þar sem flygillinn verður
fyrst um sinn.