Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Kristinn Nýtt Viðskipta- og hagfræðingatal Árétting í YFIRLITI yfir tilnefningar á athyglisverðustu auglýsingum ársins 1996 í viðskiptablaði Morgunblaðsins í gær féll nið- ur nafn GSP sem framleiðanda með Hvíta húsinu að auglýs- ingunni Tvö glös á dag í flokknum auglýsingaherferðir. Þá féll einnig nafn sama fyrir- tækis niður sem meðframleið- anda að auglýsingunni Jón Sigurðsson í flokknum Um- hverfisgrafík og þar var auk þess farið rangt með auglý- sandann, sem er Mjólkursam- salan. BÓKAÚTGÁFAN Þjóðsaga í samvinnu við Félag viðskipta- fræðinga og hagfræðinga gaf í gær út nýtt Viðskipta- og hagfræðingatal 1877-1996 og afhenti formaður FVH, Friðrik Jóhannsson, þeim Gylfa Þ. Gíslasyni, Ólafi Björnssyni og Klemensi Tryggvasyni, heið- ursfélögum Félags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga, fyrstu eintökin. Hið nýja stéttartal leysir af hólmi eldri útgáfu frá 1986. Sú útgáfa nær yfir 1.135 einstakl- inga en síðan hefur íslenskum viðskipta- og hagfræðingum fjölgað um 1.477 manns, eða 130%. Ritstjóri verksins er Gunn- laugur Haraldsson þjóðhátta- fræðingur, en ritnefnd skipa Gylfi Þ. Gíslason, Jóhannes Nor- dal og Siguijón Pétursson. Launavísitalan ll%hækkuná tveimur árum LAUNAVÍSITALAN hefur hækkað um 11% á síðastliðnum tveimur árum. Vísitalan var 133,9 í ársbyij- un 1995, en reyndist í janúarmán- uði í ár hafa hækkað í 148,8 stig. Hækkunin að meðaltali í fyrra var 6,4%, en samsvarandi hækkun á árinu 1995 var 4,5%. Þetta kemur fram þegar gögn frá Hagstofu íslands um launavísi- töluna eru skoðuð. Hækkun vísi- tölunnar frá desembermánuði til janúar nam 0,1%. Vísitalan miðast við meðallaun í hveijum mánuði og er reiknuð út og birt í mánuðinum á eftir. Þá hefur Hagstofan reiknað út hækkun byggingarvísitölunnar. Vísitalan reyndist vera 218,6 stig og hækkaði um 0,2% frá janúar- mánuði. Þessi vísitala gildir fyrir marsmánuð. Samsvarandi vísitala miðað við eldri grunn er 699 stig. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 4,6%. Undanfarna þijá mánuði hefur vísitalan hækkað um 0,4% sem jafn- gildir 1,5% verðbólgu á heilu ári. Launavísitalan 1994*1997 Hlutfallslegar breytingar 21,7 milljóna tap hjá TVG-Zimsen HVSARK NAMSTEFNA ÞRIÐJUDAGINN 25. FEBRUAR: John Frazer- Robinson Nú eni liöin rúm 4 ár frá því John Frazer-Robinson tók þátt í vel heppnaöri námstefnu um markaösmál á Hótel Örk. Allir sem þar voru muna eftir áhugaverðum efnistökum Frazer-Robinsons og líflegri og skemmtilegri framkomu hans. ímark fagnar því aö geta boðið markaðsfólki aö heyra aftur í Frazer-Robinson á námstefnu sem haldin verður þrlSjudaginn 2S. febrúar kl. 9:00 -12:30 á Hótel Sögu í Þingsal A á 2. hæð. Erindi og umraeður veröa á ensku. Dagskrá: 9:00 - 9:50 Beyond Örk! How has Marketing Changed in the Last Five Years - in lceland and Abroad? 9:50 -10:20 The Soft Sell Works Harder 10:20 -10:40 Kaffihlé 10:40 -12:00 If You Don’t Want to Do It For Love, Do it For the Money 12:00-12:30 Umræður og spurningar Verö fyrlr félagsmenn ímark er 4.900 kr. en fyrir aðra 7.900 kr. Skráning í síma/fax 568 9988 eöa netpósti: imark@mmedia.is. Stuöningsaöilar ÍMARK1996 -1997 eru: -milHll- iLSVANS^ isl aSNVAS? opusaWt OPIN KERFI HF Margt smátt PÓSTUR OG SÍMI A u c ! V !, N C A V O « U . Muniö íslenska markaösdaginn, föstudaginn 28. febrúar nk. í Háskólabíói. Dagurinn hefst meö námstefnunni „Tæknivædd framtíö í miölun og markaössetningu". Aöalgestirnir eru frá CNN-lnteractive, þeir Scott Woelfel, varaforseti, og Stefán Kjartansson, aöalhönnuöur fyrirtækisins. Aö námstefnunni lokinni veröa afhent AAÁ-verölaunin fyrir athyglisveröasta auglýsinga- og kynningarefni ársins. Einnig veröur sýning í anddyri Háskólabíós á þjónustu fyrir markaös- og auglýsingafólk. Allt markaös- og auglýsingafólk er velkomiö á AAÁ-verölaunaafhendinguna. TAP TVG-Zimsen hf. nam alls tæp- um 22 milljónum króna eftir skatta á síðasta ári að því er fram kemur í ársskýrslu félagsins sem sam- þykkt var á aðalfundi í gær. 1995 varð hagnaðurinn 16,2 milljónir í frétt frá TVG-Zimsen kemur fram að árið 1996 hafi verið ár mikilla breytinga hjá Tollvöru- geymslunni hf. í byrjun árs samein- uðust Tollvörugeymslan hf. og Skipaafgreiðsla Jes Zimsen hf. und- ir nafninu Tollvörugeymslan Zims- en hf. Til þess að gera samanburð miili ára raunhæfan er búið að sam- eina tölur TVG og Jes Zimsen fýrir 1995. Allur kostnaður við sameiningu fyrirtækjanna var gjaldfærður á árinu 1996. Þá er einnig gjaldfærð- ur óreglulegur liður fyrri ára, 24,8 milljónir króna, sem er tilkominn vegna breyttra aðferða við mat á útistandandi kröfum og við eigna- mat fastafjármuna, frá því sem verið hafði áður. Þetta endurspegl- ast í rekstraruppgjöri sem sýnir tap eftir skatta uppá 21,7 milljónir króna, segir í frétt frá TVG-Zims- en. Rekstrartekjur TVG-Zimsen á árinu 1996 námu 198,8 milljónum króna samanborið við 193,1 milljón árið 1995. Rekstrargjöld fyrir fjár- magnsliði námu 198,2 milljónum króna en voru 168,6 milljónir 1995. Nýtt stjórnskipulag var tekið upp með skiptingu fyrirtækisins í fjórar deildir eða svið, flutningssvið, geymslusvið, fjármálasvið og útibú á Akureyri. Hlutafé TVG-Zimsen er rúmar 198 milljónir króna og í árslok skiptist það á 555 hluthafa. Eim- skip er stærsti hluthafinn með 74%. A aðalfundi fyrirtækisins voru kosnir í stjórn Þórður Magnússon, Vilhjálmur Fenger, Ingi Björn Al- bertsson, Jón H Bergs og Kristján Jóhannsson. TVG - ZIMSEN Úr reikningum ársins 1996 Rekstrarreikningur Miiijónir kmna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 198,8 193,1 +2,9% Rekstrargjöld 198.2 168.6^ +17.6% Rekstrarhagn. f. fjármagnsliði og skatta 0,6 24,5 -97,5% Fjármagnsgjöld (1,9) (3,3) Önnur qjöld (24,8) 0 Hagnaður (Tap) tímabilsins (21,7) 16.2-1 Efnahagsreikningur MíUjónir króna 31/12'96 31/12'95 Breyting I Eignir: \ Veltufjármunir 69,4 81,0 -14,3% Fastafjármunir 280,7 313,8 -10,5% Eignir samtals 350,1 394,8 -36,6% l Skuidir oo eioið té: I Skammtímaskuldir 58,5 57,0 +2,6% Langtímaskuldir 43,2 64,2 -32,7% Eigið fé 248.4 273.5 -9,2% Skuldir og eigið fé samtals 350,1 394,8 -36,6% Veltufé frá reksfri Milljónir króna 21,6 48,7 -55,6% Eiginfjárhlutfall 71%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.