Morgunblaðið - 21.02.1997, Side 18

Morgunblaðið - 21.02.1997, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI ÚR VERIIMU Sala hljómplötuframleiðenda árið 1996 / milljónum króna (í heildsölu án vsk.) Skífan 0 Skífan-eigin framl. C Polygram c EMI-Virgin BMG Innfl. án einkaumb. Önnur innlend MSO Castle Önnur erlend 20 40 60 80 100 J 60,38 Spor-eigin framl. Sony Music Warner Music Önnur erlend mm 8,89 CjZD 8,21 P 0,75 0,00 3 54,69 3 54,52 Onnur innlend Time Life Music Collection Soulheimar 0,09 4,70 3,63 52,78 2,40 Grétar Orvarsson @2,36 Toco International b 1,39 Bergey 01,29 Innfl. án einkaumb. Japis Önnur innlend Önnur erlend Japis-eigin framl. Eyrað Innfl. án einkaumb. Naxos Smekkleysa Pop R&R Music Hljóðsmiðjan 114,13 132,72 Samtals 225,790 millj. kr. «50,74 Samtals 208,297 millj. kr. 92,07 14,05 3 3,69 Rymur 01,50 ísl. Tónv.miðst. Eigin framleiðsla ■ 2,61 24,13 19,77 13,05 12,05 10,83 ■ 9,93 6,58 5 36,84 Samtals 142,405 millj. kr. fsl. Tónv.miðst. 0,5% K 39 ífan Spc ,0% 36,C »% i Sala hljómplatna jókst um tæp 13% SALA geislaplatna, hljómplatna og hljómsnældna í heildsölu nam alls 579 milljónum króna á árinu 1996 og jókst um 74 milljónir eða 12,7% frá árinu á undan. Seldust alls 643.729 eintök á árinu sem svarar til um 13% aukningar. Ef miðað er við að smásöluálagning hafi verið 45% að meðaltali fæst sú niðurstaða að veltan á smásölumarkaðnum hafi verið um 1.045 milljónir með virðis- aukaskatti á árinu. Þetta kemur fram í skýrslu Hag- vangs hf. um hljómplötumarkaðinn á síðasta ári, sem unnin er úr tölum frá stærstu framleiðendunum og dreifingaraðilunum, þ.e. íslenskri tónverkamiðstöð, Japís hf., Skífunni hf. og Spori hf. Samkvæmt skýrslunni jókst sala á innlendu efni um 15,5% en á er- lendu efni um 10,3%. Kemur fram að áberandi mikil aukning sé meðal smærri inniendra framleiðenda. Samkvæmt skýrslunni er hiutur Skíf- unnar í sölu hljómplatna 39%, hlutur Spors 36%, hlutur Japis 24,6% og íslenskrar tónverkamiðstöðvar 0,5%. Flugleiðir kaupa Island Tours FLUGLEIÐIR hf. hafa keypt helm- ings hlut meðeigenda sinna í fyrir- tækjunum Island Tours í Þýskalandi og Islandsferðum. Félagið hefur ver- ið hluthafi í Island_ Tours frá árinu 1991 ásamt þeim Ómari Benedikts- syni, Böðvari Valgeirssyni og Skúla Þorvaldssyni. Það jók hlut sinn í 50% í fyrra og hefur nú eignast allt fyrir- tækið. Isiand Tours var stofnað í Þýska- landi árið 1986 og annast svonefnda ferðaheildsölu. Fyrirtækið hefur sér- hæft sig í að útbúa og selja skipu- lagðar ferðir til íslands. Það ruddi brautina á ýmsum sviðum, t.d. með því að bjóða upp á dýrar hótelferðir um ísland, áramótaferðir og vetrar- ferðir. Aðalskrifstofan er í Hamborg í Þýskalandi, en einnig eru skrifstofur í Frankfurt og Múnchen og auk þess í Sviss og Hollandi. Þá hefur fyrir- tækið haft umboðsaðila í öðrum löndum, þ. á m. í Austurríki, Lúxem- borg og Belgíu. Flugleiðir munu ekki hafa sérstök áform um breyt- ingar á starfseminni erlendis, en ekki liggur fyrir hvernig starfsemi íslandsferða hér innanlands verður háttað í framhaldi af þessari breyt- ingu. Vilja sameigmlegt boð í Thomson París. Reuter. FRANSKA stjórnin hefur hvatt fyr- irtækin Alcatel Alsthom og Lagard- ere til að bjóða sameiginlega í raf- eindafyrirtækið Thomson, sem er í ríkiseigu, og mynda þannig stórfyr- irtæki, sem keppt gæti á alþjóða- markaði. Lagardere og Thomson framleiða rafeindavörur fyrir her- gagnaiðnaðinn. Franska stjórnin bauð aftur út 58% hlut í Thomson í fyrradag en í fyrra útboðinu í október sl. tók franska stjórnin boð Lagarderes fram yfir boð Alcatels. Þegar það kom hins vegar ljós, að Lagardere ætlaði að selja Multimedia, sem er ein deildin í Thomson og framleiðir rafeindavörur fyrir almennan mark- að, til Daewoo í Suður-Kóreu, var hætt við söluna. Nú hefur verið ákveðið, að Multimedia verði selt sérstakiega. Alcatel hefur fengið til liðs við sig flugiðnaðarfyrirtækin Aerospat- iale og Dassault og viðbrögð fjár- máiamarkaðarins við því eru þau, að hann vill heldur Alcatel en Lag- ardere. Sérfræðingar hafa þó hall- ast þó að því, að ríkisstjórnin muni ekki vilja viðurkenna, að sér hafi ef til vill skjátlast í október og muni því draga taum Lagardere áfram. Yfirlýsing frönsku stjórnarinnar um að fyrirtækin bjóði saman í Thomson getur að sjálfsögðu breytt stöðunni en talsmenn þeirra höfðu ekki tjáð sig um hana í gær. 0,4% minni hagvöxtur vegna lítillar loönufrystingar á Japansmarkað á núverandi vertíð Margt annað kann að vega áhrifin upp MIÐAÐ við horfur í loðnufrystingu fyrir Japansmarkað er líklegt talið að tekjumissir frá því sem gert hafði verið ráð fyrir í þjóðhagsspá geti numið allt að þremur milljörð- um króna sem þýðir hagvaxtar- minnkun upp á rétt innan við hálft prósent af landsframleiðslu. „Ef ég met bara áhrifin af því að menn geta ekki fryst nema mjög lítið brot af því sem áætlað var fyrir Japansmarkað, eru áhrifin um það bil 0,4% af landsframleiðslu. Það má hins vegar ekki gleyma því að margt annað er að gerast í efna- hagslífinu. Meðal annars eru menn að skoða aðra markaði, sem kunna að vega þetta upp að hluta þannig að nettótapið verði í reynd ekki jafn mikið og 0,4% gefa til kynna. Þeg- ar litið er á loðnuvertíðina alla og þá framleiðslu, sem fæst af þessum veiðum, þá verður nettótapið hugsanlega minna vegna þess að það er einnig verið að framleiða fyrir aðra markaði og þar verður hugsanlega aukning," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar. 1% meiri hagvöxtur vegna stóriðjuáforma Að sögn Þórðar var í síðustu þjóðhagsspá hvorki gert ráð fyrir fjárfestingu Columbia Ventures Corporation í nýju álveri hér á landi né stækkun verksmiðju Járnblendi- félagsins. „Ef þeim áformum hvor- um tveggja verður hrint í fram- kvæmd í ár, eins og áætlanir eru um, er ljóst að hagvaxtaráhrifin af þeim yrðu miklu meiri en sem nem- ur brottfalii Japansmarkaðar eða um 1% strax á þessu ári, og vegur álverksmiðjan í því samhengi mun þyngra.“ Þjóðhagsstofnun vinnur nú að nýrri þjóðhagsspá, sem væntanlega verður gefin út eftir nokkrar vikur. „Við viljum vita það með vissu hvort af þessum stóriðjuáformum verður áður en við gefum út nýja og endur- skoðaða þjóðhagsspá auk þess sem mikilvægt er að fyrir liggi eitthvað meira um kjarasamningana en nú gerir svo að hægt sé að taka saman þjóðhagsáætlun á sæmilega traust- um forsendum." Þjóðhagsstofnun gerði í síðustu spá sinni fyrir árið 1997 ráð fyrir að Japansmarkaður gæfi svipaða Hagvaxtaráhrif stóriðjuáforma mun meiri en sem nemur brottfalli Japansmarkaðar niðurstöðu og í fyrra þegar fram- leidd voru á þann markað um 37 þúsund tonn af frystri loðnu. Þórður segir að í ljósi markaðsstöðunnar og mikilla birgða, sem fyrir voru í Japan, mætti ef til vill orða það svo að um ofmat hafi verið að ræða í þessu samhengi. „Að hluta til lá að baki hjá okkur sú staðreynd að menn höfðu auga- stað á því að vinna frysta loðnu einnig fyrir aðra markaði og það sem við gerðum í raun og veru var að gera ráð fyrir því að mjög svip- uð nýting yrði á ioðnunni í frystingu og bræðslu og var á síðasta ári. Við gerum hins vegar ekki sérstaka áætlun fyrir Japansmarkað, heldur áætlum við hlutfall loðnu sem fer annars vegar í bræðslu og hins vegar í frystingu. Reyndin sýnir náttúrulega að líklegt er að við höfum ofmetið það hlutfall, sem átti að fara í frystingu. Verðmæti þess, sem fer í fryst- ingu og síðan til Japans er nálægt því að vera tífalt hærra heldur en þess hráefnis sem fer i bræðslu. Þess vegna er þetta hlutfall milli bræðslunnar og frystingarinnar svo mikilvægt í þjóðhagsspám. Við vor- um hins vegar ekki með neitt ná- kvæmt yfirlit um það hvort eitt- hvert verulegt magn yrði fryst fyr- ir Rússlandsmarkað eða aðra mark- aði í formlegri áætlanagerð okkar. Það kann að vega þessi áhrif upp að hluta.“ Tilkostnaður mestur við Japansfrystingu Aðspurður hve mikið þyrfti að frysta á aðra markaði til þess að vega upp tekjutap í Japan, svaraði Þórður því til að það þyrfti að vera mun meira en sem næmi því magni, sem á Japansmarkað vantaði, ein- faldlega vegna þess að verðið væri mun lægra á öðrum mörkuðum. Ef Japanir borguðu að meðaltali þrefalt verð á við Rússa, væri ekki óeðlilegt að ætla að frysta þyrfti þrefalt það magn fyrir Rússland sem ætlað hefði verið fyrir Japan. Á móti kæmi hins vegar að mun minni tilkostnaður væri samfara framleiðslu á frystri loðnu fýrir Rússlandsmarkað en til Japans- markað. „Japansmarkaður er kröfuharð- asti markaðurinn og það þýðir ósköp einfaldlega að kostnaður við það að vinna fyrir þann markað er meiri heldur en að vinna fyrir aðra markaði. Það eru því nettótölurnar en ekki brúttótölurnar sem skipta máli þegar verið er að meta efna- hagslegt tap,“ segir Þórður. Fjárfest í samræmi við tiltekna þróun Þjóðhagsstofustjóri sagði að ekki væri hægt að svara því á einfaldan hátt hvort menn hafi farið offari í fjárfestingum að undanförnu. „Eg treysti mér ekki til þess að halda því fram að menn hafi endilega farið of geyst í fjárfestinguna. Menn gerðu ráð fyrir tiltekinni þró- un og fjárfestu í samræmi við það. Þó að komi tímabundin frávik frá þeim forsendum, þá fer það eftir því hversu varanleg þau verða hvort farið hefur verið of geyst í hlutina. Það er auðvitað alveg ljóst að menn telja að gríðarlega mikið af loðnu muni berast að landi á þessu ári og reyndar eru horfurnar taldar vera góðar fyrir loðnuveiðar á næstu misserum. Það hefur áreið- anlega verið kominn tími til að end- urbæta framleiðslutæki í loðnu- bræðslum, en sé hins vegar miðað við að framleiðsla á Japansmarkað verði í einhverri lægð á næstu árum, þá hafa menn kannski farið of geyst í fjárfestingu til loðnufrystingar. Um þetta er ekki hægt að fullyrða fyrr en séð verður hvernig markað- ir þróast, t.d. í Rússlandi. Þar kunna að vera góð tækifæri í framtíðinni. Vertíðin kann að verða okkur hag- stæðari á næsta ári og það kann að vera að við náum því að frysta fyrir aðra markaði þó ekkert sé fast í hendi eins og er. Það er náttúrlega mjög mikil- vægt fyrir okkur að geta í framtíð- inni nýtt loðnuna í ríkari mæli í frystingu en í bræðslu vegna þess gríðarmikla verðmætaauka sem felst í frystingunni," segir Þórður. Mjög góð loðnuveiði á Herdísarvíkinni í gær Japanir slaka á kröfum um flokkun o g stærð loðnunnar MJÖG góð loðnuveiði var í gær inni á Herdísarvík og fylltu skipin sig þar hvert af öðru. Að minnsta kosti tvö skip kældu hluta aflans niður og héldu með hann til fryst- ingar fyrir Japansmarkað á Aust- fjörðum, en þangað er um sólar- hrings sigling. Loðnan er enn smá og hafa Japanir dregið úr kröfum sínum um flokkun og kaupa meira en ætlunin var af smárri loðnu. Heildarfrysting fyrir markaðinn í Japan er líklega orðin um 8.000 tonn. Um 5.000 tonn hafa verið fryst hjá framleiðendum innan SH, en alls frystu þeir um 22.000 tonn á vertíðinni í fyrra. Veiðin er enn nær eingöngu úr vestustu göngunni, sem komin er að Reykjanesi, en loðnan úr henni hefur verið smá. Þá er hún eitt- hvað farin að „leka“, en þá er hrognafylling orðin það mikil, að loðnan þolir ekki frystingu. Hrognavinnsla gæti þá hafizt upp úr helgi. Halldór G. Eyjólfsson, sölustjóri hjá SH, segist vonast til að fryst- ing standi fram yfir helgi, en á þeim tíma sé hægt að frysta veru- legt magn. Veiðin er eins og áður sagði úr vestustu göngunni, en loðnan í hinum austari er einnig smá, en styttra komin á leið til hrygningar. Hólmaborgin er væntanleg nú fyrir hádegið til heimahafnar á Eskifirði með 2.400 tonn. Þar af eru um 800 tonn í kælitönkum. Beitir NK frá Neskaupstað er einnig með ioðnu í kælitönkum, en þegar svo löng sigling er til heimahafnar er kæling forsenda þess að hægt sé að frysta loðnuna. Jóhann Kristjánsson, stýrimað- ur á Hólmaborginni, lét vel af veiðinni í gær. Hann sagði í sam- tali við Morgunblaðið að það væri loðna allt frá Papey og vestur að Reykjanesi. Menn héldu sig þó vestast við veiðarnar, því þar gengi veiðin bezt. Síðan færu menn að huga að veiðinni eitthvað austar. I | ) \ I I ) I I > >

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.