Morgunblaðið - 21.02.1997, Síða 23

Morgunblaðið - 21.02.1997, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 23 LISTIR Morgunblaðið/Júlíus „HVAR er betra að sýna blómamálverk en í Blómavali? Þar skreppur heimurinn saman enda var „interflóran", svo sem kunnugt er, til löngu á undan „internetinu“,“ segir Tolli. Stefnumót við fjöldann TOLLI opnar sýningu á stórum olíumálverkum og vatnslitamyndum í glænýju galleríi í verslun Blómavals við Sigtún í dag kl. 18. Er hann fyrsti myndlistarmað- urinn sem ryður sér til rúms þar á bæ en sýningin stend- ur til 2. mars næstkomandi. „Þessi sýning fellur inn í þá „taktík" sem ég hef við- haft undanfarin ár við að kynna verk mín,“ segir Tolli sem er hvergi smeykur við að fara ótroðnar slóðir við val á sýningarrými. Nægir þar að nefna Kringluna og hálfkarað leikhús á Sel- fossi. „Ég er alltaf að leita að nýjum snertiflötum við samfélagið." Listamaðurinn sækir yrkisefni sitt að þessu sinni í jiirtaríkið - nema hvað! „Ég hef alltaf veigrað mér við að mála blóm þar til nú að ég ákvað að láta það eft- ir mér. Og hvar er betra að sýna slík verk en í Blómavali? Þar skreppur heimurinn saman enda var „interflóran", svo sem kunnugt er, til löngu á undan „internetinu“.“ Að sögn ToIIa er tilvalið að eiga stefnumót við fjöldann á „markaðstorgi blómanna". Galleríið, sem innréttað var sérstaklega fyrir sýninguna í einum garðskála Blómavals, sé „flott“ og minni um margt á Listamannaskálann. „Þarna hittir maður fyrir fjöldann all- an af fólki sem annars fer ekki á myndlistarsýningar og ég er sannfærður um að þetta á eftir að verða vinsæll sýningarstað- ur í framtíðinni." Tolli segir að gróskan í ís- lenskri myndlist hafi sjaidan verið meiri en einmitt nú - virk- um myndlistarmönnum fari sí- fellt fjölgandi. Það segi sig því sjálft að menn verði í auknum mæli að beita hugmyndafluginu við leit að sýningaraðstöðu - ekki geti allir verið á sama stað. Segir hann galleríin ekki geta leyst vandann nema að hluta, og að sum þeirra séu orðin að aktu taktu búðum og ekkert nema gott um það að segja, því að fjöldi listamanna hafi lífsvið- urværi sitt af því að selja gegn- um þessi gallerí. Það er þörfin og markaðurinn sem býr til gallerí af þessu tagi. „Listamenn mættu því gera miklu meira af því að leita uppi húsnæði. Ekki til að selja á laggirnar stofnun, heldur búa til „festival" og hverfa siðan á braut.“ í þessu samhengi kveðst listamaðurinn hafa auga- stað á nokkrum byggingum í Reykjavík og mun hug- myndin fráleitt vera bundin við myndlist eingöngu. Þarf það vart að koma á óvart, þar sem hann hefur verið ötull við að skipuleggja list- viðburði af ýmsum toga hin síðari misseri. „Tónlist, ljóðlist, myndlist - ég er opinn fyrir öllu!“ Tolli gengur meira að segja svo langt að halda því fram að listin sé alls staðar - allir séu á sinn hátt lista- menn. Því til staðfestingar má geta þess að hann sér rithönd blaðamanns í list- rænu ljósi en hún hefur til þessa eingöngu verið upp- spretta forvitni, undrunar - og hláturs. „Uppeldishlutverk“ lista- safna, listfræðinga og annarra aðila sem beint eða óbeint eru í aðstöðu til að hafa áhrif á skoð- anir og smekk almennings dreg- ur Tolli jafnframt í efa. Leggur hann því til að öllum listasöfnum í landinu verði Iokað í tilrauna- skyni í eitt ár eða tvö og allir opinberir styrkir lagðir niður „til að finna fyrir andrúminu". „Ég held að aðgerðir af þessu tagi myndu ekki skaða ónæmis- kerfi menningarlíkama þjóðar- innar, auk þess sem það væri feikilega forvitnilegt að sjá hvað myndi gerast!" TOTEM leikhúsið - ævintýra- leikhús án orða - sýnir Rap- unzel sunnudaginn 23. febr- úar kl. 14 í Norræna húsinu. Norræna húsið Barnaleikhús frá Finnlandi TOTEM leikhúsið - ævintýraleikhús án orða - sýnir Rapunzel sunnudag- inn 23. febrúar kl. 14 í Norræna húsinu, þetta er barnaleikhús frá Finnlandi. „Leikritið Rapunzel er byggt á einu Grímsævintýranna og hefst á því að fátæk hjón skipta á dóttur sinni, Rapunzel, og hatti fulium af káli frá galdrakarli sem þau hitta. Rapunzel elst upp hjá galdrakarlin- um sem heldur henni innilokaðri í turni í dimmum skógi. Einn daginn á prins leið um skóginn og sér flétt- urnar hennar hanga út um turn- gluggann og vekur þetta forvitni hans. Þar með hefst prinsinn handa við að bjarga Rapuzel. Galdrakarlinn er auðvitað ekki ánægður með þetta, en allt fer nú samt vei að lokum,“ segir í kynningu. Totem leikhúsið hefur starfað í 10 ár og farið víða með sýningar sínar. Sýningin er ætluð börnum á aldr- inum 4 ára og eldri. Teater og Dans í Norden styrkti komu þeirra til Is- lands. Aðgangur er ókeypis. Sjáver Bjarna SJÓNÞING, Sjáver, Sjónver, Ísvís verður opnað í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, laugardaginn 22. febrúar nk. kl. 14. Frumkvöðlar Ísvís og aðstand- endur Sjónþingsins eru þeir Bjarni H. Þórarinsson og Guðmundur Oddur Magnússon. Sjónþing er skilgreint serm nýtt menningarfyrirbrigði, nýr vettvangur nýjunga í listum, hönnun, heimspeki og vísindum. Sjónþingið hefst kl. 14. Þar heldur frumkvöðull Sjónþings, Bjarni H. Þórarinsson fyrirlestur um Vísiakademíu. Kl. 16 verður svo formleg opn- un myndlistarsýningar á Sjón- þinginu. Kl. 17. kveður við nýjung - Sal- þing, þingleikar í fræðum, spjall- stefna, spjallborðsumræður um Vísiakademíu og benduvísifræði með þátttöku fjölda listamanna og fræðimanna. Guðmundur Oddur Magnússon stýrir umræðunni. Þinggestum gefst kostur á að taka til máls. Sjónþingið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-16 og því lýkur 9. mars. Amerískar fléttimottur. Qv/rka -Á.v Mörkinni3, s. 568 7477. HELENA RUBINSTEIN Kynnum vorlitina ídag. Skemmtileg snyrtibudda ásamt vöru fylgir þegar keyptir eru tveir eða fleiri litir úr nýju litalínunni. Komdu og fáðu prufu af nýja „Softwear" farðanum. H Y G E A dnyrtivöruvertflun Austurstrœti, s. 511 4511 (SNYRTIVORUVERSLUNIN GLÆSHÆ s. 568 5170 n á myndinni kostar 55.620 kr. án hurða Tvær hæðir Margar breiddir Margir litir Mikið úrval hurða Homskápar Pax klæðaskápasamstæða l- A X K k i- lK Lv Komdu í verslun IKEA og kynntu þér möguleikana Afgreiðslutími Mán.-fÖStud.: 10:00-18:30 Laugardag: 10:00-17:00 Sunnudag: 13:00-17:00 IKEA Holtagörðum • l'yrir tilln sttjalla Sími: 568 6650

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.