Morgunblaðið - 21.02.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 35
AÐSENDAR GREINAR
Eldri borgarar
o g þjóðfélagið
VIÐ í Félagi eldri
borgara urðum bæði
sár og reið, þegar ráð-
herra lét hafa það eftir
sér fyrir rúmu ári, að
við eldra fólkið værum
orðin svo mörg, að við
værum að verða mikil
byrði á þjóðfélaginu.
Þetta var tóm
þvæla, sem fékk ekki
staðist. Sennilega var
þessi hugmynd komin
frá frændum okkar
Svíum, sem hafa verið
mun óduglegri en ís-
lendingar að eiga börn.
íslenska þjóðin er
nefnileg tiltölulega
Margrét H.
Sigurðardóttir
ung. Árið 1995 vorum við, sem eldri
vorum en 67 ára, aðeins 9,8% þjóð-
arinnar, sem taldist vera 267.958
í des. 1995. Þá voru 39 ára og
yngri 63,1%.
A sama ári fengu 23.334 ellilíf-
eyrisþegar eða 8,7% þjóðarinnar
greidda 10,57 milljarða króna í elli-
lífeyri, en á þeim tíma nam verg
landsframleiðsla 455,42 milljörðum
króna. Það þýddi, að 2,32% af vergri
landsframleiðslu fóru í bætur til
ellilífeyrisþega á íslandi 1995. Árið
1994 var þessi prósenta 2,38% og
Ef maður lítur 20 ár
aftur í tímann, höfðu
foreldrar okkar, sem
erum nýkomin á ellilíf-
eyri, segir Margrét H.
Sigurðardóttir, það til-
tölulega mun betra, en
við höfum það í dag.
sú langlægsta á Norðurlöndunum.
Svíar greiddu þá 10,5% af vergri
landsframleiðslu til sinna ellilífeyr-
isþega. Enda hefur komið í ljós,
þegar ég hef rætt við eldra fólk á
hinum Norðurlöndunum, að það
hefur það betra fjárhagslega en við.
Og hver var nú hlutur hvers þess-
ara 23.334 ellilífeyrisþega frá al-
mannatryggingum? Hann var
452.901 kr. árið 1995 eða 37.742
kr. á mánuði að meðaltali. Vissu-
lega fengu sumir meira og aðrir
minna, en er þetta ekki skammar-
lega lítið miðað við bankastjóra-
laun?
Að vísu fá nú margir einhveija
upphæð úr lífeyrissjóði, sem í flest-
um tilfellum er ekki há, og þá eiga
þeir eftir að borga staðgreiðslu-
skatt, eignaskatt og fasteignagjöld.
Og 45% af lífeyrissjóðstekjunum
skerða tekjutryggingu, svo ráðstöf-
unartekjurnar hjá flestum eru ekk-
ert til að hrópa húrra fyrir.
Ef maður lítur 20 ár aftur í tím-
ann, höfðu foreldrar okkar, sem
erum nýkomin á ellilífeyri, það til-
tölulega mun betra, en við höfum
það í dag. Tekjutrygging var þá
87,76% af ellilífeyri, sem allir fengu
óskertan. Ef hlutfallið væri það
sama nú, þá væri ellilífeyririnn
28.597 kr. á mánuði, en er aðeins
13.640 kr. óskertur.
Greiðslur úr lífeyrissjóði voru
sæmilegar og skattar lágir. Við-
haldskostnaður á húsnæði var frá-
dráttarbær til skatts. Fasteignamat
var miklu lægra en nú og þar af
leiðandi voru fasteignagjöld og
eignaskattar miklu lægri. Það var
mun betra fyrir hinn almenna lífeyr-
issjóðsþega að komast af en er í
dag.
Við búum mörg í stóru húsnæði,
sem er of hátt metið. Peningar til
viðhalds eru varla fyrir hendi. Ef
við getum selt, er andvirði hús-
næðisins ekki nægilegt
fyrir lítilli íbúð. Þá
verðum við að taka lán,
en okkur er illa við að
skulda. Við ætluðum
að njóta efri áranna
eftir áratuga annríki,
en það verður nú lítið
úr því, ef við eigum
rétt fyrir salti í graut-
inn vegna lélegra bóta-
greiðslna og hárra
skatta. Við, sem búin
erum að vinna mikið í
tugi ára og gjalda þjóð-
félaginu það sem því
bar, eigum heimtingu
á því að fá að lifa sóma-
samlegu lífi án skatt-
píningar. Við eigum að hafa meira
milli handanna en rétt fyrir brýn-
ustu nauðsynjum. Ekkert fer verr
með aldrað fólk en öryggisleysi í
peningamálum.
Við eigum að geta skemmt okkur
svolítið, farið í leikhús, á tónleika
og í eina ódýra sólarlandaferð á
ári, það bætir heilsuna. Annars
koðnum við niður og þurfum að
leggjast inn á sjúkrahús eða hjúkr-
unarheimili miklu fyrr en ella. Það
verður mun dýrara fyrir þjóðfélag-
ið. Þetta ættu þingmenn og ráðherr-
ar, sem eiga rétt á háum greiðslum
úr lífeyrissjóðum, þegar þeir kom-
ast á efri ár, að íhuga, er þeir eru
að setja vanhugsuð, ótímabær lög
og reglugerðir í þeim eina tilgangi
að skerða hlut ellilífeyrisþega. Vel-
ferðarþjóðfélaginu, sem við höfum
átt þátt í að byggja upp, ber skylda
til þess að gera okkur það mögu-
legt að lifa lífinu lifandi, meðan við
erum fær um það. Við, sem nú erum
farin að eldast, erum ekki búin að
segja okkar síðasta orð. Ef ekkert
verður gert til að leiðrétta þær
skerðingar, sem við höfum orðið
að þola á síðustu árum, þá munum
við grípa til róttækra ráðstafana
fyrir næstu kosningar.
Höfundur er viðskiptafræðingur
og varaformaður Félags eidri
borgara í Reykjavík ogn&grenni.
*
Um sölu Aburðar
verksmiðjunnar
Magnús B.
Magnússon
EITT af meginein-
kennum þeirra
stjórnarhátta sem við
búum við hér á landi
í dag virðist vera að
virða að vettugi við-
horf launþega, hvað
þá að hafa fyrir því
að ræða við þá um
hugsanlegar breyt-
ingar á högum þeirra.
Hagræðing, hluta-
bréf og hámörkun
arðs af þeim eru trú-
arbrögð gróðahyggj-
unnar sem fylgt er
eftir af blindni. Við
urðum vitni að þessu
í síðustu viku þegar
í Morgunblaðinu birtist grein um
að auglýsa eigi Áburðarverksmiðj-
una til sölu um miðjan mánuðinn.
Einkavæðingarnefnd ætlar að fara
að áeggjan Verzlunarráðs og hefur
Við erum nýrisin upp
úr mikilli niðursveiflu í
atvinnulífinu, segja
Magnús B. Magnússon
og Vilhjálmur Krist-
jánsson, þar sem hvert
starf var mikils metið.
tekið ákvörðun um framtíð verk-
smiðjunnar. Starfsfólki eða trúnað-
armönnum í Áburðarverksmiðjunni
er ekki sýnd sú lágmarkskurteisi
að ræða þessa ákvörðun við það,
þvert á móti hefur starfsfólki itrek-
að verið sagt að ekki hafi verið
teknar neinar ákvarðanir um breyt-
ingar á rekstrarformi verksmiðj-
unnar.
Starfsfólk, sem að stærstum
hluta hefur starfað við verksmiðj-
una í fjölda ára er virt að vettugi,
viðhorf þess eru einskis metin og
framtíð þeirra stefnt í öryggisleysi.
Því verður vart mótmælt að það
hefði verið eðlilegra og nær þeim
Vilhjálmur
Kristjánsson
verð fyrir áburð. Hversu mikið er
það? Hversu miklu skila þau 100
grundvallarstörf sem eru í verk-
smiðjunni í þjóðarbúið?
Horfandi yfir þetta sjónarsvið
kemur fram í hugann kvæði eftir
John Voight.
Ef allir væru rikir
og allir gætu lifað
á skuldabréfum
eða vöxtum
Þyrfti enginn að vinna
og allir myndu deyja úr hungri.
Fyrir hönd trúnaðarmanna í
Áburðarverksmiðjunni.
Höfundar eru trúnaðarmenn í
Áburðarverksmiðjunni.
mannlegu þáttum sem við hér á
landi höfum hingað til þó talið eðli-
legt að fara eftir, að kynna fyrir
starfsfólki að hveiju sé stefnt og
ræða um leið hveijar horfur væru
framundan. En starfsmenn einka-
væðingarnefndar vaða í fjölmiðla
blindir af hugsanlegum arði af
hlutabréfum og firrtir sjálfsögðu
tilliti til þeirra starfsmanna sem
málið snertir.
Við erum nýrisin upp úr mikilli
niðursveiflu í atvinnulífínu þar sem
hvert starf var mikils metið. Iðnað-
arráðherra hefur sent litprentaða
bæklinga um víða veröld þar sem
því er lýst fjálglega fyrir erlendum
fjárfestum hversu vænlegt það sé
að reisa stóriðju á íslandi. Orka sé
ódýr, umhverfisreglugerðir fijáls-
legar, skattar fyrirtækja litlir og
laun lág. Samtímis þessu er liðlega
100 grundvallaratvinnutækifærum
stefnt í hættu, að því sem virðist
til þess eins að örfáir félagsmenn
Verzlunarráðs geti hagnast á inn-
flutningi á framleiðsluvörum verk-
smiðjunnar. Benda má á tvískinn-
ung stjórnvalda, þau eru ekki fáan-
leg til þess að fara að GATT reglu-
gerðum og lækka verð á landbúnað-
arvörum, en þau setja upp svip
vandlætingar þegar rætt er um
málefni Áburðarverksmiðjunnar og
segja að það sé nú ótækt að land-
búnaðurinn þurfi að greiða of hátt
Eigum fyrirliggjandi
takmarkað magn hand-
lyftivagna á frábæru verði.
Verð m. vsk. aðeins
kr. 34.891,- stgr.
Á tvöföldum hjólum,
2500 kg. lyftigeta.
SMIDJUVEGI 70. KÚP. • SlMI 564 4711 • FAX 564 4725
I
E I NA
SÆNG
3af rótgrónustu byggingavöruverslunum
landsins Málarinn, Veggfóðrarinn og Málning
og járnvörur hafa verið sameinaðar af nýjum
eiganda M.M.V. ehf. Nýja verslunin er til húsa í
Skeifunni 8. Þar er í boði
úrval vegg- og gólfefna
ásamt málningarvörum
á einum stað.!
ÚTSALA
70%
ALLT AÐ
AFSLÁTTUR
METRÓ
s
MALARINN
SKEIFUNNI 8 • S: 581 3500 • 568 7171