Morgunblaðið - 21.02.1997, Page 36

Morgunblaðið - 21.02.1997, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Eyrún Björg Guðfinnsdóttir fæddist í Reykjavík 27. mars 1976. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laug- ardaginn 15. febr- úar síðastliðinn. Faðir hennar er Guðfinnur G. Þórð- arson, bæjartækni- fræðingur í Bol- ungarvík, f. 4. apríl 1947 í Hafnarfirði. Móðir hennar var Asdís S. Leifsdóttir kennari, f. 16. júlí 1952 í Reykjavík, en lést 4 jan- úar 1983. Arið 1987 kvæntist faðir Eyrúnar Bjargar Elísa- betu S. Þórðarson, sagnfræð- ingi, f. 14. júní 1962. Bræður Eyrúnar Bjargar eru Andrés Pétur, f. 15. september 1988, ívar Bergþór, f. 24. júlí 1992, og Þórður Gísli, f. 1. maí 1994. Unnusti Eyrúnar Bjargar er Tómas Halldórsson úr Hafnar- firði, f. 15. janúar 1973. Heimili Eyrúnar Bjargar var fyrst á Hjallabraut 5, en síðan á Sævangi 7 I Hafnarfirði. Árið 1986 fluttist faðir hennar til Bolungarvíkur og bjó hún síðan þar hjá föður sínum, konu hans og bræðrum. Eyrún Björg stundaði grunnskólanám Látin er bróðurdóttir mín, Eyrún Björg, eftir alvarlega heilablæð- ingu. Þessi lífsglaða fjörmikla stúlka sýndi óbilandi kraft og bar- áttu á síðasta ári, eftir að hafa feng- ið heilablóðfall í nóvember 1995 og > vissi í raun hvað í vændum var, aðeins væri spurning um tíma. Með óbilandi krafti og viljastyrk tókst henni að ná ótrúlegum bata og hóf nám að nýju í Verslunar- skóla íslands og tók próf í nokkrum greinum sl. vor. í haust hóf hún nám að nýju og stefndi að stúdents- prófi nú í vor. Með Tómasi unnusta sínum naut hún lífsins eins og best verður á kosið, fór til sólarlanda sl. sumar og naut þess að vera til. Tómas var henni mikill styrkur og á ekki minnstan þátt í því hersu vel hún naut síðasta árs, þrátt fyrir veikindi sín. Það er erfitt að skilja hvers vegna ung stúlka í blóma lífsins er hrifin burt, en við trúum að henni sé ætlað eitthvað annað og meira, og nú hvíli hún í faðmi móður sinn- ar sem lést úr sama sjúkdómi, þeg- ar Eyrún var á sjöunda ári. Eftir að móðir hennar lést bjó hún hjá föður sínum í Hafnarfirði en var heimagangur hjá ömmu sinni og afa þar í bæ. Árið 1987 fluttust þau feðgin til Bolungarvíkur og bjó hún þar uns hún hóf nám í Verslunarskólanum. Hún dvaldi fyrst hjá afa sínum í Reykjavík, en á sl. ári hefur hún búið hjá ömmu sinni í Hafnarfirði. Eyrún var hæfileikarík stúlka og var eftir því tekið. Yfirleitt var létt andrúmsloft í kringum Eyrúnu og hafði hún oft frá mörgu að segja. Hún minntist oft þess tíma sem hún var hjá ömmu og afa í Hafnarfirði. Eyrún vildi vera vel til fara og með aðstoð ömmu sinnar var ýmis- legt saumað. Eg vil þakka Eyrúnu fyrir þann tíma sem við áttum með henni og mun hún lifa með okkur í minning- unni. í friði hún fer sú ferð er ei flúin. Saman syrgjum við hér sæt er minning og trúin. (B.R.Þ.) í fyrstu við Víði- staðaskóla í Hafn- arfirði og síðar við Grunnskóla Bol- ungarvíkur. Að loknu grunnskóla- námi hóf hún nám við Verslunarskóla Islands og Iauk þaðan verslunar- prófi 1994. Hún hélt þar áfram námi í hagfræði- deild (stærðfræði- línu) til stúdents- prófs. Meðan Eyrún Björg stundaði nám við Versl- unarskóla íslands, dvaldi hún fyrst í stað á heimili móðurafa síns Leifs Steinarssonar og sambýliskonu hans Ingibjargar Brynjólfsdóttur á Hofteigi 14 í Reykjavík. I nóvember 1995 veiktist Eyrún Björg, en náði heilsu á ný. Eftir það dvaldi hún hjá föðurömmu sinni Ingibjörgu Bjarnadóttur á Krókahrauni 10 í Hafnarfirði, hélt áfram námi og stefndi að því að ljúka stúd- entsprófi í vor, en veiktist á ný 6. febrúar. Útför Eyrúnar Bjargar fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í dag, og hefst at- höfnin klukkan 15. Eg bið algóðan Guð að vaka yfir þér, Tómasi og fjölskyldum ykkar og veita ykkur styrk í sorginni. Minningin um góða og fallega stúlku mun lifa með okkur í vissu um að henni líði nú vel í faðmi móður sinnar. Blessuð sé minning Eyrúnar Bjargar Guðfinnsdóttur. Bjarni Rúnar, Anna Sigríður og börn. Elsku hjartans Eyrún mín. Þá er þessari erfíðu þrautagöngu þinni lokið og þú komin til guðs. Eg sakna þín sárt, en ég veit að þér líður betur núna, elsku Eyrún mín. Mér finnst þetta svo ósanngjamt því þú varst bara að verða 21 árs eins og ég. Þegar ég kom til þín upp á sjúkrahús fékk ég samviskubit, því að ég greindist heilbrigð af þessum ættgenga sjúkdómi en ekki þú. Af heiju þú en ekki ég? Ég var mjög heppin. En nú ert þú komin til mömmu þinnar og minnar. Þannig að ég veit að það hefur verið tekið á móti þér opnum örmum. En þetta er samt svo sárt því að ég leit meira á þig sem vin en frænku og við brölluðum svo margt saman. Þegar þú fórst vestur til pabba þíns og þegar þú fórst til Bandaríkj- anna skrifuðumst við á. En þetta er víst síðasta bréfið sem fer okkar á milli. Mér finnst mjög sárt, Eyrún mín, að þú náðir ekki að útskrifast sem stúdent, því það var þér mjög ofar- lega í huga áður en þú færir yfir móðuna miklu. Þú áttir að útskrif- ast í fyrra en þú veiktist, en gafst ekki upp og hélst áfram þrátt fyrir fötlun þír.a. Þú áttir að útskrifast í maí, elsku Eyrún, og mér þykir það mjög sárt að þú skyldir ekki ná ætlunarverki þínu. Ég sjálf er ekki orðin stúdent því ég eignaðist yndislegan son í fyrra, en veistu það, Eyrún mín, að ég ætla að reyna að íjúka mínu námi eins fljótt og ég get fyrir þig, því ég veit að þú hefðir viljað það fyrir mína hönd. Mér og þér þótti svo skondið að við skyldum byija með mökum okkar sama dag, sama ár. Við töluðum mikið um þessa tilviljun. Við vorum báðar mjög heppnar, því makar okk- ar eru frábærir. Tommi þinn stóð við hlið þína eins og klettur í gegnum veikindi þín og ég veit að hann sakn- ar þín sárt. Stjáni minn stendur með mér og hjálpar mér í gegnum þessa hræðilegu lífsreynslu að missa þig. Ég þurrka nú saknaðartár af kinnum mínum til þess að þau hindri ekki framgang þinn þar sem þú tek- ur fyrstu skrefín á nýjum stað. Ég kveð þig nú, elsku Eyrún mín, og ég vona að þér líði vel hin- um megin. Ég vona að þetta ljóð hjálpi öðr- um aðstendum líka, eins og mér í þessari miklu sorg. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóss- ins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir líf- inu;“ (Ók. höf.) Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir. Ég man daginn í nóvember 95, er ég frétti að þú hefðir veikst. Mér leið sem heimurinn væri að hrynja. Var komið að okkur. Ég hafði allt- af búið mig undir að ég væri með þennan hræðilega sjúkdóm, en að þú eða einhver af hinum væri með hann, var ég ekki undirbúin fyrir. Og enn í dag hef ég ekki sætt mig við þá staðreynd að þú skulir vera farin en ég standi eftir heilbrigð. Og að þú skulir veikjast á ný og hverfa á braut u.þ.b. ári síðar eftir að hafa náð þér og aðeins þrem mánuðum fyrir útskriftina, sem var það sem þú hafðir óskað þér að ná áður en þú veiktist aftur. Ég hef aldrei séð sanngirni í því, að heil fjölskylda þurfi að þola svo mikla sorg sem fylgir því að horfa á eftir hveijum fjölskyldu- meðlimnum á eftir öðrum hverfa á braut á besta aldri, meðan aðrar fjölskyldur dafna. Eina sem ég get vonað á þessari stundu er að ekki fari fleiri úr þessum hræðilega sjúk- dómi, og eins og Thomas Edison sagði á banasænginni: „Það er afar fallegt þarna fyrir handan.“ Elsku Guðfínnur, Ingibjörg, Tommi, afi og Ingibjörg, megi Guð gefa ykkur styrk til að halda áfram og ykkur hinum sem enn einu sinni eruð að missa ættingja og ástvin úr arfgengri heilablæðingu. Árný Guðmundsdóttir. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna fri, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pét.) Lífsglöð og sterk ung kona í blóma lífsins er farin frá okkur. Það er svo margt sem við mannfólkið ráðum ekki við og þegar veikindi heija á getum við lítið aðhafst. Okkur er minnisstætt síðastliðið sumar þegar Eyrún Björg var á leiðinni til Spánar. Eftirvæntingin var mikil hjá þeim Tomma og það gladdi okkur að sjá hvað þau nutu lífsins vel. Ástin skein alltaf á milli þeirra og hefur Tommi staðið sem klettur við hlið hennar. Elsku Eyrún Björg. Nú ertu kom- in á stað þar sem tekið verður á móti þér hlýjum örmum. Guðfinnur, Tommi, amma og aðrir ástvinir. Missir okkar er mik- ill og við vottum ykkur alla okkar samúð. Minningin um Eyrúnu mun lifa í hjörtum okkar. Þórður Ingi Bjarnason, Linda Hrönn Þórisdóttir. Það voru þungbærar fréttir sem mér bárust um að Eyrún hefði aft- ur fengið heilablóðfall. Reiði og sorg gripu mig. „Af hvetju hún?“ glumdi í huga mér aftur og aftur. Þegar einhver svo ungur er tekinn úr faðmi vina og fjölskyldu á þenn- an kaldranalega hátt fyllist maður mikilli reiði út í almættið. Eyrún var yndisleg og gáfuð ung stúlka. Ég kynntist henni fyrir fimm árum þegar Guðbjörg vinkona mín byijaði í Versló. Álltaf var svo kátt hjá þeim og heyrði maður hlátra- sköllin langar leiðir er þær tvær voru saman. Var alltaf mikið spjall- að og hlegið er Eyrún var í heim- sókn hjá henni. Eyrún hafði þann eiginleika að koma öllum í gott skap sem voru nálægt henni. Það var henni eðlislægt og var eins og hún sendi sólargeisla inn í líf manna með nærveru sinni. Þegar Guðbjörg fór út í lönd fyrir fáum árum fækk- aði samverustundunum sem ég átti með Eyrúnu allnokkuð. Hún fór þó að vera með vini okkar Tomma og því sá ég hana af og til. Samband þeirra var sterkt og hamingjuríkt og leið manni því alltaf mjög vel í návist þeirra. Eyrún var mjög sterk- ur og ákveðinn persónuleiki og kom það skýrast fram í þeim góða ár- angri sem hún náði í endurhæfingu eftir fyrra heilablóðfallið fyrir rúmu ári. Hún naut einnig mikils stuðn- ings frá vinum sínum, fjölskyldu og ekki síst frá Tomma sem var hennar stoð og stytta í þeim bar- daga. Það var því mjög þungbært að frétta að hún hefði aftur fengið heilablóðfall. Elsku Eyrún, það er mjög erfitt að kveðja þig og þín á eftir að verða sárt saknað. Það skiptir þó öllu að þér líður vel núna og verðum við sem eftir sitjum að sætta okkur við orðinn hlut. Elsku Tommi minn og aðrir að- standendur, ég veit að þetta er óbærilega sárt og því bið ég Guð að gæta ykkar og gefa ykkur allan þann styrk sem ykkur vantar. Guð gæti ykkar. Laufey Birna. Elsku Eyrún. Núna þegar þú hefur kvatt lang- ar mig að segja öllum hversu mik- ils virði vinátta þín var mér. Svona ákveðin, þrautseig og jákvæð manneskja eins og þú skilur auðvit- að eftir sig tómleika í tilveru allra sem þekktu þig, en þú skilur líka eftir þig minningar. Minningar eru það dýrmætasta sem við eigum og allar þær dásamlegu minningar sem ég á um þig fylla mig gleði og hjálpa mér. Þú varst alltaf tilbúin í glens og grín og varst mjög dugleg við það að lýsa upp í kringum þig. Þú hjálpaðir mér að sjá hvað það er sem virkilega skiptir máli í lífinu. Bjartsýni þín og þessi mikla þraut- seigja sem mér finnst einkenna þig hefur verið mér mikill innblástur. Ég kveð þig með söknuði, en þú mátt trúa því að þú lifir áfram hjá mér í minningunum. Þín vinkona, Rúna. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera besta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi sem kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (F.G.Þ.) Við munum sakna þess að hitta Eyrúnu ekki lengur hjá ömmu eða fá þær í heimsókn. Hluti af tilverunni hverfur, en íjársjóður minninga streymir um hugann. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Hrafnhildur, Guðjón, Hugrún Ósk, Hafsteinn Þór og Kristinn Ingi. Elsku Guðfinnur, ég veit að þú hefur borið þann kvíða í bijósti í mörg ár að þessi stund kæmi. Það var okkur því mikið áfall þegar Eyrún veiktist fyrst og okkur var Ijóst að hún bæri þennan arfgenga sjúkdóm. EYRÚN BJÖRG GUÐFINNSDÓTTIR * „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Þetta voru orð Eyrúnar í 4. bekkj- arbók Verzlunarskóla Islands vetur- inn 1993-94. Aldrei hafa þessi orð átt betur við en einmitt nú. Eyrún var yndisleg stúlka og góður bekkjarfélagi og hennar verð- ur sárt saknað. Fyrir rúmu ári feng- um við þær hörmulegu fréttir að hún yrði að hverfa frá námi sökum veikinda. Hún lét þó ekki deigan síga heldur barðist af öllum krafti og innritaði sig að nýju í VÍ síðast- liðið haust með það markmið í huga að ljúka stúdentsprófi. Sýnir þetta hversu dugleg og hugrökk Eyrún var. Megi minningin um Eyrúnu Björgu lifa, björt og fögur um ókomna tíð. Við biðjum góðan guð um að gefa aðstandendum og vinum Eyrúnar styrk til þess að takast á við sorg sína. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Bekkjarfélagar árin 1994- 1996 í Verzlunarskóla Islands. Þegar kennarar og starfsfólk Grunnskóla Bolungarvíkur mættu til starfa mánudaginn 17. febrúar beið þeirra sú harmafregn að fyrr- um nemandi skólans, Eyrún Björg Guðfinnsdóttir, væri látin. Sú fregn kom ekki á óvart því að Eyrún hafði átt við veikindi að stríða undanfarin misseri, sömu veikindi og dregið höfðu móður hennar og systur hennar til dauða. Það er alltaf erfitt að horfa á eftir ungu fólki í gröfina, ungu fóki sem á allt lífið framundan og hafði ætlað sér að gera svo margt. En dauöinn er hluti af lífsgöngu okk- ar, hjá sumum kemur hann fyrr en hjá öðrum seinna. Okkar kynni af Eyrúnu hófust haustið 1987 er hún, 11 ára göm- ul, hóf nám við Grunnskóla Bolung- arvíkur. Hún hafði flust hingað með föður sínum er hann var ráðinn tæknifræðingur kaupstaðarins. Það kom fljótt í ljós hve marga góða kosti Eyrún hafði til að bera. Hún var glaðlynd og félagslynd. Hún tík ríkan þátt í félagsstarfi bæði á vegum skólans og félagsmið- stöðvarinnar. Hún var m.a. fulltrúi grunnskóla á á norðanverðum Vest- Ijörðum í „freestyle" danskeppni í Tónabæ árið 1992 er hún stundaði nám í 10. bekk. Eyrún var duglegur og námfús nemandi. Hún var ákveðin í að sækja um skólavist í Verslunarskó- lanum eftir lok grunnskóla. Hún vissi að til þess þyrfti hún að stunda námið vel og það gerði hún. Undanfarna vetur hefur hún stundað nám við Verslunarskólann og gengið vel. Það vill oft verða þannig að þeg- ar nemendur fara burtu til fram- haldsnáms slitna tengslin við þá sem eftir eru á staðnum. Kennarar og starfsfólk skólans hafa fylgst með Eyrúnu úr íjarlægð og glaðst yfir því hve vel henni gekk í því sem hún tók sér fyrir hendur. Því erum við sannfærð um að þar sem Eyrún er nú muni hún ganga að þeim verkum sem þar þarf að vinna með sama hætti og hún gerði hér, af samviskusemi og heiðarleika. Við vottum aðstandendum henn- ar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Megi guð styrkja ykkur í sorg- inni. Kennarar og starfsfólk Grunnskóla Bolungarvíkur. Síðastliðinn laugardag fengum við þær fréttir að Eyrún, skólafé- lagi og vinkona, væri látin. Þetta kom sem reiðarslag þótt við hefðum vitað af veikindum hennar. Við þekktum hana ekki í langan tíma, en samt sem áður er ávallt erfitt að missa vini sína. Hún var bjart-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.