Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.02.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 37 sýnismanneskja og leitaðist við að sjá björtu hliðarnar á málunum. Þrátt fyrir fyrri veikindi var ekki bilbug á henni að finna. Hún var ákveðin í því að ljúka stúdentsprófi með okkur í vor. Það var alltaf gaman að fá Eyrúnu í heimsókn yfir í stofuna til okkar í frímínútum og var hún ávallt til taks til að draga mann upp úr svartsýni ef svo bar við. Við vottum aðstandendum henn- ar okkar dýpstu samúð og biðjum Guð um að styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Vinkona mín sem brosir stór og falleg hjá sólinni í apríl Þú ert sú sem horfir í fegurðarátt meðan hlýjan læðist í augu þín og hár Vinkona mín á himninum á morgun springur sólin í maí út og gægist um endalaust hnappagatið á blússunni þinni vinkona mín (Steinunn Sig.) Elsku Eyrún, þín verður sárt saknað. Árný, Halla og Sverrir. Mig langar til að kveðja þig með örfáum orðum, Eyrún mín. Frá því við kynntumst hef ég alltaf verið stolt af þér. Þú hafðir svo sterkan persónuleika, þú varst aðlaðandi stelpa sem bjó yfir ótrúlegum kröft- um. Þú gast kvartað yfir smáatrið- um en þegar á reyndi komu kraft- arnir fram, kraftar sem nýttust vel í óréttlátu lífi út af órléttlátum veik- indum. En þú kvartaðir ekki heldur reyndir þú að lifa sem eðlilegustu lífi með hjálp fjölskyldunnar, vina og Tómasar. Elsku Eyrún mín, þakka þér fyr- ir allt sem þú gafst mér og allar okkar samverustundir. Minningarn- ar um þig geymi ég í hjarta mínu. Ég mun ávallt sakna þín. Víst er þetta löng og erfið leið, og lífið stutt og margt, sem út af ber. En tigið gegnum tál og hverskyns neyð skín takmarkið og bíður eftir þér. Hve oft þú hrasar, oft þig brestur mátt, hve undarlega er gott að sitja kyrr. Samt kemstu á fætur, réttir höfuð hátt, og hraðar þér af stað sem áður fyrr. Svo styttist þessi ganga smátt og smátt, og seinast stendur þú einn við luktar dyr. t (Steinn Steinarr) Martha Sigríður Örnólfsdóttir. Ég trúði því varla þegar mér var sagt að þú hefðir fengið annað heilablóðfall og að þér væri ekki hugað líf. í rúma viku vonaði ég það besta, en síðasta laugardag var hringt í mig og mér sagt að þú værir dáin. Ég gat ekki skilið af hverju þetta þurfti að koma fyrir, þú varst komin langt á veg með að jafna þig eftir heilablóðfall sem þú fékkst fyrir rúmu ári. Ég hitti MINNINGAR þig fyrir vestan um jólin og þá varstu svo ánægð. Þú sagðir mér að þú værir að fara að búa með kærastanum þínum og framtíðin blasti við þér. Enda þótt ég vissi að þú gætir veikst aftur hvenær sem var þá bjóst ég ekki við því svona snöggt. Ég mun alltaf muna eftir þér, löngu samtölunum okkar þegar ég heimsótti þig á spítalann og þegar við hittumst fyrir vestan í fyrrasum- ar. Við vorum ekki vinkonur lengi og hittumst ekki oft en þú kenndir mér margt og ég mun aldrei gleyma því. Fjölskyldu og vinum Eyrúnar sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Mig langar að kveðja Eyrúnu með þessum orðum: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Blessuð sé minning Eyrúnar Bjargar Guðfinnsdóttur. Erla Kristinsdóttir. í dag fyllir sorg huga okkar sem störfum í Verzlunarskóla íslands. Yndisleg og ljúf stúlka er horfin frá okkur, mikil eftirsjá öllum er henni kynntust. Hver sælustund er hverfulleika háð. Hver harmastund á dýpri rætur, er horfnar vonir hugur grætur. Fallvalt er líf og tár og allt vort ráð. Enginn veit hvað morgundagur- inn ber í skauti sér en þessi unga stúlka vissi raunar aldrei hin síðari misseri hvort hún ætti sér morgun- dag. Það er erfitt að ímynda sér hverriig sé að lifa þannig, en hún naut lífsins og átti sínar dýrmætu gleðistundir með fjölskyldu sinni, vinum og unnusta sem bar hana á höndum sér og var stoltur af henni, baráttuþreki hennar og kjarki. Þau áttu yndislegar sælustundir saman á Spáni sl. sumar sem þau nutu ríkulega. Ástin sem fyrnist er aldrei burtu máð, og ilmur fornra gleðitöfra er sætur. Sárasta mein munaðinn hverfa lætur. Minningin ein er geymd í lengd og bráð. Hver sælustund er hverfulleika háð, hver harmastund á dýpri rætur. (Freysteinn Gunnarsson) Eyrún vakti aðdáun allra fyrir æðruleysi sitt og þakkaði fyrir hvern dag sem gafst en bað þess að næsta áfall, ef fleiri yrðu, mætti verða endanlegt því hún vildi ekki verða öðrum byrði. Eyrún var öllum sem til hennar þekktu gleðigjafi til hins hinsta dags. Hún stefndi að því að útskrifast sem stúdent frá Verzlunarskóla íslands. Það er sár- ara en tárum taki að svo megi ekki verða. Það er gæfa Verzlunarskóla ís- lands að eiga góða nemendur. Nú kveðjum við einn slíkan nemanda, ljúfling sem við söknum öll. Sárust er samt sorg fjölskyldunnar sem við biðjum Guð að styrkja. Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunar- skóla ísland Það voru þungar fréttir sem mér bárust sunnudagskvöldið 9. febrúar sl., þú varst komin aftur inn á sjúkrahús eftir annað heilablóðfall. Svo aðeins viku seinna var þetta allt búið. Við erum búnar að vera vinkonur frá því að við vorum mjög litlar en mæður okkar voru æsku- vinkonur. Þú varst ekki nema sex ára gömul þegar móðir þín dó eftir að hafa gengið í gegnum sömu veikindi og þú. Það eru margar góðar minningar sem koma upp í hugann en það var svo margt sem við gerðum saman. Þú varst oft hjá Ingibjörgu eða Immu ömmu þinni og þangað fékk ég oft að koma og leika við þig og endaði oft á því að við báðum um leyfi til að fá að gista. Við vorum duglegar að finna upp á einhveiju skemmtilegu og áttum ávallt góðar stundir saman. Við vorum í dansi, lærðum á fiðlu og fórum saman í sumarbúðir. Þeg- ar þú fluttir vestur á Bolungarvík varstu alltaf dugleg að skrifa og ég átti fullt í fangi með að halda í við þig. Vorið sem þú kláraðir 10. bekk fékkst þú að koma og heim- sækja okkur er við bjuggum í Bandaríkjunum. Þar áttum við margar góðar stundir, ég held að við höfum verið duglegastar við að versla og sóla okkur en margt gerð- um við þetta ógleymanlega sumar. Haustið sama ár hófum við nám í sitthvorum framhaldsskólanum, ég í MH og þú í VÍ. Við hefðum útskrif- ast saman sl. vor en vegna veikind- anna tókst það ekki. Þú gafst samt ekki upp og ætlaðir að klára í vor. En svona er lífið óútreiknanlegt. Þú hefðir orðið 21 árs eftir einn og hálfan mánuð og þá hefðir þú náð mér eins og þú sagðir alltaf þegar að þú áttir afmæli en ég var fljót að láta þig vita að ég væri komin yfir rúmum mánuði seinna. Elsku Eyrún Björg, nú er komið að kveðjustund en það er erfitt að hugsa til þess að ég á ekki eftir sjá þið aftur í þessu lífí en þú munt alltaf lifa ýhjarta mínu og fjölskyldu minnar. Ég mun minnast brosa þinna og hversu dugleg þú varst alltaf og gafst aldrei upp þrátt fyrir erfiðar stundir. Ég þakka Guði fyrir að hafa fengið að eiga þig sem vin- konu. Ég á eftir að sakna þín sárt og bið Guð að vera með þér og passa þig og móður þína. Elsku Guðfinnur, Ingibjörg, Tómas og aðrir ættingar og vinir. Ég bið Guð um að styrkja ykkur og vera með ykkur í sorginni. „Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum." (Sálm. 91:11). Þín vinkona, Nína Björk Þórsdóttir. • Fleirí minningargreinar um Eyrúnu Björgu Guðfinnsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ÞÓRUNN SIG URÐARDÓTTIR + Þórunn Sigurð- ardóttir fæddist á Þingeyri við Dýrafjörð 24. mars 1907. Hún lést að morgni 13. febrúar. Foreldrar hennar voru Þórdís Jóns- dóttir og Sigurður Fr. Einarsson kenn- ari. Systkini Þór- unnar voru ellefu, eftir lifa tvær systr- anna, Fjóla og Hrefna. Þórunn giftist Jens Jenssyni vél- stjóra frá Patreksfirði 1. apríl 1937. Var hann þá ekkjumaður með tvær dætur, Auði, f. 28. maí 1931, og Þyri, f. 29. júní 1932. Þau eignuðust einn kjör- son, Davíð, f. 16. júní 1943. Þórunn missti eiginmanninn 29.janúar 1950 og son sinn Davíð 26. apríl 1954. Hún var símstjóri á Patreksfirði frá 1950 til 1963 en fluttist þá til Þær eru margar minningarnar sem leita á hugann þegar Þórunn Sigurðardóttir, eða Tóta eins og við ávallt kölluðum hana, kveður þennan heim. Hún var traustur vin- ur fjölskyldu minnar og ein besta vinkona móður minnar lengur en minni mitt nær. Jens, eiginmaður hennar sem var besti vinur föður míns, drukknaði þegar togarinn Vörður frá Patreksfirði fórst, en á honum var hann 1. vélstjóri og fað- ir minn skipstjóri. Fyrstu minning- arnar um Tótu eru tengdar Davíð syni hennar, sem lést aðeins 10 ára gamall. Hann var besti vinur okkar Túllu og hafði reyndar einlægan ásetning um það 6 ára gamall að giftast okkur báðum, þess vegna sagði Tóta stundum: „Æ, þú ert næstum tengdadóttir mín, er það ekki?“ Jú, við vorum sammála um það. Það var svo seinna sem ég fór að vinna á símstöðinni á Patreks- firði, þar sem hún var stöðvar- stjóri, að ég kynntist henni með öðrum hætti og fylgdist þá óhjá- kvæmlega með hennar daglega lífi og starfi. Hún bjó í símstöðvarhús- inu og trúmennskan í starfi var slík að hún fór aldrei út úr húsi án þess að við stúlkurnar á stöð- inni vissum hvar hægt væri að ná í hana og margt fleira mætti til nefna um þá samviskusemi, spar- semi og nýtni sem hún sýndi í störf- um_ sínum. Á þessum árum eignaðist Tóta aðdáun mína, væntumþykju og þá virðingu sem ég hef borið til hennar síðan. Hún var mjög virk í öllu fé- lagsstarfi, söng í kirkjukórnum, lék með leikfélaginu, tók þátt í starfí Sjálfstæðisflokksins að ógleymdu starfinu sem formaður Slysavarna- deildarinnar Unnar. Með öllu þessu var gestrisni hennar einstök. Þing- menn og ráðherrar, leikhópar, síma- menn og erindrekar, að ógleymdum Reykjavíkur og vann áfram hjá Pósti og síma til 1973. Þórunn starfaði í slysavarnadeildinni „Unnar" á Patreks- firði í 25 ár og var formaður hennar í 17 ár. Hún var kjör- in heiðursfélagi þar 1963. Þórunn söng og starfaði með kirkjukór Patreks- fjarðar öll sín ár þar og var um tíma formaður hans. Hún tók virkan þátt í leikstarf- semi og var formaður leikfé- lags staðarins um tíma. Þórunn hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og sat í stjórn Sjálfstæðisfélagsins á Patreks- firði. Síðustu 12 ár ævi sinnar var hún vistmaður á Hrafnistu í Hafnarfirði. Utför Þórunnar fór fram í kyrrþey. drengjunum frá Breiðavíkurheimil- inu, á leið að heiman eða heim, heimili hennar stóð opið öllu þessu fólki og á móti því tekið eins og höfðingjum, enginn mannamunur gerður. Það var ótrúlegt hveiju hún gat afkastað, þessi litla fíngerða kona, þrátt fyrir það, að hún var langt því frá að geta kallast heilsu- hraust. Tóta fiuttist suður um svip- að leyti og foreldrar mínir og þetta góða vináttusamband hélst áfram og þær Tóta og mamma áttu saman margar ánægjustundir og þá oft með öðrum gömlum vinkonum frá Patró. Þær voru aðdáunarverðar« þessar vinkonur allar, höfðinglegar í framgöngu og töpuðu aldrei reisn sinni þrátt fyrir að lífið væri þeim ekki alltaf blítt. Það er sannarlega þess virði að reyna að taka þær sér til fyrirmyndar. Þegar ég kom til Tótu í byijun janúar sl. og hitti hana þá fyrst eftir að móðir mín lést í desember sl. fann ég að henni þótti það nokkurt óréttlæti að mamma skyldi fá að fara á undan henni. Tóta var sex árum eldri og hefði orðið níræð 24. mars nk. Lík- aminn var þrotinn að kröftum, en andinn var skýr og við spjölluðum saman góða stund. Eigingirnin ger- ir það að verkum að maður saknar þess sem liðið er og kemur aldrei aftur, en ég samgleðst Tótu, því ég veit að hún þráði hvíld og endur- fundi við ástvinina Jenna og Dabba. Mynd hennar er skýr í huga mér, ávallt fallega klædd og tilhöfð, frjálsleg og um leið glæsileg í allri framgöngu. Dætrum hennar og ást- vinum öllum votta ég innilega sam- úð. Hafðu heila þökk elsku Tóta fyrir allt það sem þú varst mér og mínum. Guð blessi minningu Þórunnar Sigurðardóttur. Guðrún Gísladóttir Bergmann. MAGNÚS GUÐMUNDSSON + Magpnús Guð- mundsson fæddist í Gerði í Norðfirði 26. júní 1926. Hann andað- ist á Landspítalan- um 10. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guð- mundur Halldórs- son, f. 26.12. 1891, d. 29.4. 1976, og Guðbjörg Halldórs- dóttir, f. 4.12. 1894, d. 12.9. 1977. Systk- ini Magnúsar voru Ásgeir, f. 26.6. 1916, (látinn), Emil, f. 1.9. 1917, klukkan Helgi, f. 7.4. 1919, (látinn), Guðrún, f. 21.3. 1921, (látin), Sigurður, f. 23.10. 1923, (látinn), Olína, f. 23.12. 1924, Hjalti, f. 24.12. 1927, Sigríð- ur, f. 27.2.1928, Karl, f. 11.9. 1930, Ásdís, f. 17.6. 1932, Svavar, f. 15.6. 1934, og Jós- ep, f. 15.6. 1934, (lát- inn). Utför Magnúsar fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin 13.30. Hann var Austfirðingur, ólst upp á austasta tanga íslands, það er þriggja tíma ganga frá Gerði út á Horn. Þeir eru afskekktir suðurbæirnir við Norðfjarðarflóa. Við þessar aðstæður ólst hann upp og vann við búskapinn og svo var ýtt bát úr vör og róið til fiskjar. Svo kom að því að það fækkaði í sveitinni og þar sem þurfti mann- skap til að setja fram bát kom það að sjálfu sér að sveitin lagðist í eyði. Hann fluttist suður með foreldr- um sínum árið 1954. Þau settust að á Lyngbergi við Hafnarfjörð. Þetta voru miklar breytingar að flytja úr sveitinni og í fjölmennið. En sú breyting varð mildari hjá þeim en mörgum öðrum, þar sem þau áttu kost á því að hafa hænsni og kindur á Lyngbergi. Það var 1958 sem ég kom fyrst að Lyng- bergi og kynntist fólkinu þar. Mér var vel tekið af öllum á Lyngbergi og skapaðist mikil og góð vinátta með mér og fólkinu þar, sem hef- ur enst til þessa. Með okkur Magn- úsi tókust góð kynni. Hann vann almenna verkamannavinnu, lengst af hjá Hafnarfjarðarbæ við sorp- hirðu. En áður var hann til sjós og við sveitastörf eins og áður er getið. Þegar hann var búinn að ljúka dagsverkinu hjá bænum tók hann til við að afla heyja handa kindunum og var verið að fram á kvöld og um helgar þegar veður leyfði allt sumarið. Það voru marg- ir sem báðu hann um að slá garð- inn hjá sér, sem hann gerði og hirti heyið handa kindunum. Það var víða leitað fanga. Hann hafði á leigu tún við veginn sem liggur upp að Kaldárseli og þar komst maður í heyskap hjá Magnúsi. Þessi búskapur og skepnuhald var hans líf og yndi. Eftir lát foreldra sinna bjó hann einn á Lyngbergi með sinn búskap. Minnisstætt er mér m.a. eitt sumarið sem hey- skapurinn gekk mjög vel að menn sáu fram á frí eina helgina. Þá stakk ég upp á því hvort hann væri ekki til í að koma í veiðitúr. Hann var til í það og var sest upp í Land-Roverinn og keyrt upp að Langavatni í Borgarfirði og veidd- ur silungur. Það var ekki oft sem Magnús gaf sér tíma til ferðalaga þá. Magnús var sagður duglegur við vinnu og féll sjaldan verk úr hendi. Við Erla þökkum fyrir samveru- stundirnar og sendum öllum ætt- ingjum samúðarkveðjur. Guð blessi minningu fósturbróður og vinar. Sigurður Már.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.