Morgunblaðið - 21.02.1997, Page 45
1
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1997 45
FRÉTTIR
Hafnarfjarðarkirkja
Síðustu hjóna- og sam-
búðarnámskeið vetrarins
Málþing
um þarfir
langveikra
barna
UMHYGGJA, félag til stuðnings
sjúkum börnum, heldur málþing um
þarfir langveikra barna laugardag-
inn 22. febrúar í tengslum við aðal-
fund félagsins fyrr um daginn.
Markmið málþingsins er að upplýsa
hvaða þarfir skapast þegar barn
greinist með alvarlegan sjúkdóm,
hvernig þeim er mætt í samfélaginu
og að hvetja til átaks í að bæta
aðbúnað langveikra barna og fjöl-
skyldna þeirra.
Málþinginu verður skipt í tvo
hluta. í fyrri hluta munu fulltrúar
nokkurra foreldrahópa sjúkra barna
halda stutt erindi um eigin reynslu
og sjónarmið. Má þar nefna hópana
„Einstök böm“ (foreldra barna með
sjaldgæfa sjúkdóma), Neistann
(styrktarfélag hjartveikra barna),
Foreldrafélag axlarklemmubarna,
PKU-félagið (félag um arfgenga
efnaskiptagalla) og Foreldrafélag
sykursjúkra barna og unglinga.
Síðari hluti er pallborðsumræður
þar sem fulltrúar frá stofnunum,
samtökum o.fl., sem hafa með mál-
efni langveikra barna að gera, taka
þátt. Þar er um að ræða heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneytið,
Tryggingastofnun ríkisins, mennta-
málaráðuneytið, Samband íslenskra
sveitarfélaga, ASÍ og BSRB.
Málþingið verður haldið að Hótel
Loftleiðum og hefst kl. 13.15. For-
seti íslands, herra Ólafur Ragnar
Grímsson og eiginkona hans, frú
Guðrún Katrín Þorbergsdóttir munu
heiðra Umhyggju og málþingsgesti
með nærveru sinni.
Stjórnandi málþingsins verður
Elín Hirst. Málþingið er öllum opið
á meðan húsrúm leyfir og er aðgang-
ur ókeypis.
Náttúrufræð-
ingar ræða um-
brotin eystra
NÆSTI fræðslufundur Hins ís-
lenska náttúrufræðifélags á þessu
ári verður mánudaginn 24. febrúar
kl. 20.30. Fundurinn verður haldinn
í stofu 101 í Lögbergi, Lagadeildar-
húsi Háskólans.
Fundarefnið verður helgað undan-
gengnum umbrotum í Vatnajökli og
á Skeiðarársandi. Á fundinum flytja
þeir Haukur Jóhannesson, jarðfræð-
ingur á Náttúrufræðistofnun íslands
og Árni Snorrason, vatnafræðingur,
forstöðumaður Vatnamælinga Orku-
stofnunar, fræðslufyrirlestra í tilefni
þessara stórbrotnu náttúruhamfara.
Haukur nefnir erindið sitt Vatnajök-
ulsgosin 1902-1910 í ljósi síðustu
umbrota.
Þar segir hann frá heimildakönn-
un frá þessum tíma þar sem málin
I skýrast í ljósi síðustu atburða. Gos
varð í Bárðarbungu síðla árs 1902
með hlaup í Skjálfandafljót og Jök-
ulsá á Fjöllum og einnig til Gríms-
vatna sem hljóp úr sex mánuðum
síðar en því fyljgdi mikið stórgos í
Grímsvötnum. A næstu árum varð
vart við eldgos öðru hvoru á þessum
slóðum fram til 1910. Árni fjallar
hins vegar um jökulhlaupin í
fræðslufyrirlestri sínum sem hann
nefnir: Skeiðarárhlaup í nóvemeber
1996.
í erindi sínu mun Árni segja frá
hinu tröllslega hamfarahlaupi sem
kom í kjölfar eldsumbrotanna í Bárð-
arbungu sem hófust um mánaðamót-
in september til október í haust.
Meira vatn safnaðist í Grímsvötn en
áður hefur mælst þar og hlaupið
ruddist fram sneggra og aflmeira
en áður hefur gerst á þessari öld.
Talið er að hlaupvatnið hafi verið
meira en hálfur fjórði rúmkílómetri
I og hámarksrennsli á Skeiðarársandi
hafi verið um 55.000 rúmmetrar á
i sekúndu.
Fræðslufundir HÍN eru öllum opn-
[ ir og aðgangur ókeypis.
FRÁ ÞVÍ í október á liðnu hausti
hafa verið haldin námskeið um hjóna-
bandið og sambúðina. Nú eru aðeins
tvö námskeið eftir á þessum vetri.
Hið fyrra verður haldið 25. febrúar
en hið síðara 11. mars. í vor verður
síðan öllum er hafa tekið þátt í nám-
skeiðunum boðið að taka þátt í fram-
haldsnámskeiði í Skálholti.
„Hvert námskeið stendur eitt kvöld
og hefur aðsókn verið mikil. Hafa
pör þurft að skrá sig fyrirfram og
fá 12 pör aðgang í hvert skipti. A
námskeiðunum er leitast við að skoða
stöðu sambúðarinnar og benda á leið-
Landsfundur
„Islensks
dagsverks“
ÍSLENSKT dagsverk ’97 efnir nú til
þriðja landsfundar síns. Að þessu
sinni fer hann fram að Hallanda,
skammt austan við Selfoss, helgina
21.-23. febrúar. íslenskt dagsverk
er samstöðuverkefni sem náms-
mannahreyfíngarnar í samvinnu við
Hjálparstofnun kirkjunnar hafa unn-
ið að allt frá því í maí 1996. Höfuð-
markmiðið er að ungt fólk á íslandi
sýni samstöðu með jafnöldrum í lönd-
unum í suðri, gefi sér tíma til þess
að setja sig inn í aðstæður þeirra
og beiti sér fyrir því að auka tæki-
færi þeirra til náms, segir í fréttatil-
kynningu.
Þann 13. mars nk. verður botninn
sleginn í verkefnið með því að nem-
endur í skólum landsins yfirgefa
skólana og taka að sér þess í stað
að sinna ýmislegum verkefnum í fjár-
öflunarskyni. Afrakstur dagsins
rennur í sjóð sem notaður verður ti!
þess að koma á laggirnar kennslu í
nokkrum iðngreinum í tveimur hér-
uðum í suðaustur hluta Indlands.
Á fundinum að Hallanda verður
farið í saumana á ýmsum tæknileg-
um atriðum sem varða framkvæmd
verkefnisins og einnig boðið upp á
fyrirlestra. Jóhanna Eyjólfsdóttir frá
íslandsdeild Amnesty Intemational
fjallar um mannréttindi og ástandið
í þeim efnum á Indlandi og Jónas
Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar, flytur erindi
um starfsemi samstarfsaðila á Ind-
landi (SAM og UCCI).
Þetta er þriðji og síðasti lands-
fundurinn sem haldinn verður í
tengslum við verkefnið. Á hann
mæta fulltrúar frá 20 framhaldsskól-
um allstaðar að af landinu.
Myndás flytur í
miðbæinn
MYNDÁS ljósmyndamiðstöðinn hefur
flutt í miðbæ Reykjavíkur, Skóla-
vörðustíg 41. Þar verður aðstaða til
að halda ljósmyndasýningar og ætlun-
in er að koma á fót miðstöð ljósmynd-
unar í borginni.
í Myndási eru seldar ljósmyndavör-
ur frá helstu framleiðendum. Einnig
er þama almenn framköllunarþjón-
usta.Á laugardag 22. febrúar kl. 14
verður búðin formlega opnuð. Ljós-
myndaklúbburin Ljósálfar verða með
slide-sýningu og kynningu á klúbb
sínum.
ir fram á við til úrbóta þar sem slíkt
þarf og til að gera gott betra hjá
þeim er þannig stendur á fýrir,“ seg-
ir í tilkynningu frá Hafnarfjarðar-
kirkju.
Leiðbeinendur á þessum námskeið-
um em sr. Þórhallur Heimisson,
prestur við Hafnarfjarðarkirkju, og
Halla Jónsdóttir, fræðslufulltrúi á
Biskupsstofu.
Enn er hægt að skrá sig á nám-
skeiðin sem eftir em. Þau sem hafa
áhuga geta skráð sig í síma Hafnar-
fjarðarkirkju. Tekið skal fram að
námskeiðið er ókeypis.
SKÖMMU eftir áramótin 1972
var Öldungadeild Menntaskól-
ans við Hamrahlíð stofnuð og
eru því um þessar mundir 25
ár frá því að starfsemi hennar
hófst.
I tilefni af því efna kennarar
og nemendur Öldungadeildar-
innar til málþings um Öldunga-
deildina þar sem ætlunin er að
gera upp að einhverju leyti
starfið sl. 25 ár og þó enn frek-
ar að Hta til framtíðar og reyna
Búnaðarþing
Bændasam-
takanna
BÚNAÐARÞING 1997 verður sett í
Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn
23. febrúar nk. og hefst kl. 15 stund-
víslega. Tekið verður á móti gestum
frá kl. 14.30.
Ari Teitsson, formaður Bænda-
samtaka íslands, flytur ávarp og
setur þingið auk hans flytja ávörp
Guðmundur Bjamason, landbúnað-
arráðherra og Drífa Hjartardóttir,
formaður Kvenfélagasambands ís-
lands.
Samkórinn Björk úr A-Húnavatns-
sýslu syngur nokkur lög undir stjórn
Peters Weelers, Sólrún Ólafsdóttir
bóndi flytur ljóð, boðið verður upp á
kaffí, kynntar margvíslegar landbún-
aðarafurðir; frá Eggerti feldskera,
ístex, Mjólkursamsölunni, Osta- og
smjörsölunni, Blómamiðstöðinni,
Blómasölunni, Sölufélagi Garðyrkju-
manna, Goða, SS, Höfn-Þríhymingi
og Ferðaþjónustu bænda.
Landbúnaðarráðherra veitir
nokkrum bændum viðurkenningar í
lok samkomunnar. Þingið er opið
Vitni að
árekstri óskast
LÖGREGLAN óskar eftir að ná sam-
bandi við vitni að árekstri sem varð
á gatnamótum Sæbrautar og Skeið-
arvogs í gær, 19. febrúar klukkan
10.43.
Málsatvik eru þau að bifreiðinni
XM-082, sem er af gerðinni
Volkswagwn Jetta, var ekið suður
Sæbraut og Peugout fólksbifreið af
gerðinni ZJ-942 var ekið austur
Skeiðarvog og beygt áleiðis norður
Sæbraut. Á gatnamótum þessum eru
umferðarljós og greinir ökumenn á
um stöðu þeirra er atburðir gerðust.
Helgarskákmót
hjá TR
TAFLFÉLAG Reykjavíkur gengst
fyrir helgarskákmóti um næstu
helgi, 21.-23. febrúar, og er teflt
í félagsheimilinu í Faxafeni 12.
Keppnisfyrir-
komulag er þann-
ig að tefldar
verða sjö umferð-
ir eftir Monrad-
kerfi. Fyrstu
þijár umferðirnar
verða með 30 mínútna umhugsun-
artíma en fjórar síðari með l'A klst.
á 30 leiki og síðan 30 mín. til viðbót-
ar til að Ijúka skákinni.
Öllum er heimil þátttaka í helgar-
skákmótinu.
að gera sér grein fyrir því með
hvaða hætti ber að þróa starf
deildarinnar með tilliti til
breyttra tíma og nýrrar tækni.
Málþingið hefst í sal MH
laugardaginn 22. febrúar nk.
og stendur til kl. 16. Nemendur
og kennarar Öldungadeildar
MH bjóða alla velkomna sem
vilja hlusta á erindi og taka
þátt í umræðum um framtíð
fullorðinsfræðslu í MH og land-
inu öllu.
almenningi og allir velunnarar land-
búnaðarins eru velkomnir, segir í
fréttatilkynningu.
Andlegt og lík-
amlegt ofbeldi
gegn konum
MALÞING vegna kynferðisofbeldis
heldur áfram í Háskólabíói nk. laug-
ardagsmorgun, 22. febrúar, frá kl.
10-13. Yfirskrift þessa fundar er
Andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn
konum. Meðal fyrirlesara verða: Ásta
Júlía Amardóttir sem mun fjalla um
„Hvaða úrræði konur hafa sem búa
við ofbeldi". Heidi Greenfield mun
fjalla um ofbeldi sem stjórntæki.
Gabriela Sigurðardóttir um meðferð
ofbeldismanna. Ingólfur Gíslason um
ábyrgð karlmanna og Vilborg G.
Guðnadóttir um mikilvægi samvinnu.
Yfirskrift fundarins 1. mars er
nauðgun, síðan verður fjallað um
vændi, klám og kynferðislega áreitni
8. mars og að lokum verða almennar
pallborðsumræður 15. mars.
Allir eru velkomnir á málþingið
meðan húsrúm leyfir, enginn að-
gangseyrir.
Fyrirlestur um
„algildi mann-
réttinda“
DR. LUDGER Kúhnhardt, prófess-
or í stjórnmálafræði við Albert-
Ludwigs háskóla í Freiburg og for-
seti stjórnmálafræðideildar háskól-
ans, heldur erindi á vegum Mann-
réttindaskrifstofu íslands og aðild-
arfélaga hennar laugardaginn 22.
febrúar kl. 17. Fundurinn verður á
Litlu Brekku á Kornhlöðuloftinu.
Heiti erindisins er: Algildi mann-
réttinda og hlaut hann doktors-
gráðu hina meiri (Habilitation) fyrir
verk sitt.
Frá 1985-1987 var dr.
Kúhnhardt dósent við stjórnmála-
fræðideild Bonnarháskóla. Á árun-
um 1987 til 1989 var hann ræðurit-
ari Richards von Weizáckers, for-
seta Þýskalands. Að því loknu vann
hann að fræðistörfum við St. An-
tony’s College í Oxford og sinnti
stöðu gestaprófessors við háskólann
í Bonn, Jena og Höfðaborg. Dr.
Kúhnhardt var gestaprófessor við
Evrópuháskólann í Brugge
1984-85 og árið eftir starfaði hann
við Hooverstofnunina við Stan-
dfordháskóla (Institution on War,
Revolution and Peace).
Ludger Kúhnhardt hefur skrifað
um tuttugu bækur. Helstar þeirra
eru: Revolutionszeiten. Das Um-
bruchjahr 1989 im geschichtlichen
Zusammenhang, Wirklichkeit,
Bonn 1996; Beyond divisons. Essa-
ys on democracy, the Germans and
Europe, Frankfurt/New York 1996.
Dr. Ludger Kúhnhardt fæddist
4. júní 1958 í borginni Múnster í
Vestfalen í Þýskalandi.
Helgaratskák-
mót Hellis
TAFLFÉLAGIÐ Hellir hefur ákveðið
að endurvekja helgaratskákmót sem
félagið hélt í samráði við önnur félög
á höfuðborgarsvæðinu fyrir nokkrum
misserum.
Mótið hefst í kvöld kl. 20 og verð-
ur framhaldið á morgun kl. 14. Mót-
ið fer fram í Þönglabakka 1 í Mjódd-
inni.
Tefldar verða sjö umferðir eftir
Monrad-kerfi, 3 umferðir á laugar-
deginum og 4 á sunnudeginum.
Tímamörkin eru 25 mínútur á skák.
1. verðlaun eru 15.000 kr., 2. verð-
laun 9.000 kr. og 3. verðlaun 6.000
kr.
Þátttökugjald fyrir félagsmenn er
800 kr. fyrir fullorðna og 15 ára og
yngri 500 kr. Fyrir aðra kostar 1.200
kr. fyrir fullorðna og 800 kr. fyrir
15 ára og yngri.
Æskulýðsmót í
Vatnaskógi
ÆSKULÝÐSSAMBAND kirkjunnar
í Reykjavíkurprófastsdæmum gengst
fyrir æskulýðsmóti í Vatnaskógi und-
ir yfirskriftinni „Það er töff að trúa“
helgina 21.-23. febrúar.
I fréttatilkynningu segir að yfir-
skriftin eigi við að það geti verið
bæði „smart“ og einnig „erfitt“ að
trúa. Það getur verið töff fýrir ungl-
inga, sem og aðra, að taka ekki þátt
í einelti, segja nei við dópi, leitast
við að segja satt, elska og virða aðra
o.s.frv.
Aðalerindi mótsins heldur sr. Guð-
mundur Karl skólaprestur. Þátttak-
endur á mótinu eru u.þ.b. 200 ungl-
ingar á aldrinum 13-16 ára sem
starfa í æskulýðsfélögum sóknar-
kirknanna á Reykjavíkursvæðinu.
Leiðbeinendur eru ungir prestar og
starfsfólk í æskulýðsstarfi kirkjunn-
ar.
Gallerí Hnoss
flytur
GALLERÍ Hnoss, sem verið hefur
til húsa í Hlaðvarpanum, flytur á
Skólavörðustíg 22 og verður opnað
laugardaginn 22. febrúar kl. 13.
Heitt fjallagrasate verður á könnunni
þann dag.
Ráðstefna um Öld-
ungadeild MH 25 ára