Morgunblaðið - 26.02.1997, Page 4

Morgunblaðið - 26.02.1997, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Starfsfólk Stöðvar 3 fær uppsagnarbréf fyrir lok þessarar viku Kannað hvernig nýta megi tæki og sjónvarpsefni Morgunblaðið/Ásdís STARFSFÓLK Stöðvar 3 bak viö luktar dyr eftir fund í hús- næði stöðvarinnar í gærmorgun. STARFSFÓLKI Stöðvar 3 var til- kynnt á fundi í gærmorgun að því myndi berast uppsagnarbréf fyrir lok þessarar viku. Hreggviður Jónsson, framkvæmdastjóri fjár- mála- og rekstrarsviðs Stöðvar 2 og stjómarformaður íslenskrar margmiðlunar hf., sem rak Stöð 3, sagði að það tæki nokkra daga að átta sig á stöðu mála og enn væri óvíst hve margir starfsmanna Stöðvar 3 ættu kost á starfi hjá Stöð 2. Hreggviður fundaði með starfs- mönnum Stöðvar 3 klukkan 9 í gærmorgun. „Starfsfólki var sagt að formsins vegna fengi það upp- sagnarbréf fyrir lok vikunnar. Við erum að skoða ráðningarsamning- ana, en þeir eru mjög mismun- andi. Sumir eru með þriggja mán- aða uppsagnarfrest, aðrir eru með verktakasamninga og við suma hefur enginn samningur verið gerður. Ég á ekki von á að neitt skýrist í hugsanlegum ráðningum fólks til Stöðvar 2 á næstunni," sagði Hreggviður. Húsaleigu- samningar skoðaðir Aðspurður um hvort Stöð 2 eða Sýn gæti nýtttækjabúnað Stöðvar 3 sagði Hreggviður að reynt yrði að nýta sem mest af tækjum stöðv- arinnar. Þá þyrfti að kanna húsa- leigusamning stöðvarinnar, sem hefur verið á jarðhæð Húss verslunarinnar og á 11. hæð húss- ins. „Stöð 3 hafði byggt upp ágæta móttöku og það er spurning hvort það húsnæði gæti nýst okkur að einhveiju leyti áfram. Allt fer þetta eftir leigusamningum. Ef við getum ekki nýtt húsnæðið gæti komið til greina að framleigja það.“ Hreggviður var inntur eftir því hvernig brugðist yrði við breyting- um gagnvart áskrifendum Stöðvar 3. „Við byijuðum á því á mánudag að senda efni Sýnar út á rás Stöðv- ar 3, til að koma til móts við þá sem hafa greitt áskriftargjald út þennan mánuð. Þá eru þess einnig dæmi, að áskrifendur hafi þegar greitt fyrir mars og við munum gera þeim tilboð um að fá aðgang að þeim rásum sem við höfum yfir að ráða. Fólk hefur hringt til Stöðvar 2 og Stöðvar 3 til að spyij- ast fyrir um framhaldið og við vonumst til að málin skýrist mjög fljótlega.“ Ekki hægt að nýta allt efni Hreggviður sagði að eitt þeirra verkefna, sem nú blasti við, væri að fara yfir samninga þá sem Stöð 3 hafði gert um kaup á sjónvarps- efni. „Það er ljóst, að hluti þess efnis verður sýndur á Stöð 2 og hluti á Sýn, en við höfum ekki tækifæri til að nýta allt efnið. Þetta efni er að miklu leyti keypt frá sömu birgjum og Stöð 2 á við- skipti við, svo við munum semja við þá um að fá að skila því.“ Aðspurður hvort Stöð 2 myndi rifta samningum og reyna að kaupa efnið á lægra verði á ný, þar sem samkeppni við Stöð 3 hefði hækkað innkaupsverð á sjón- varpsefni, svaraði Hreggviður að hann reiknaði ekki með slíku. „Við virðum okkar samninga, en reynum að semja upp á nýtt þegar þeir renna út.“ 3.000 afrugl- arar á leiðinni Um tvö þúsund afruglarar, sem Stöð 3 keypti frá Sviss, eru ný- komnir til landsins og sagði Hreggviður að þijú þúsund til við- bótar væru á leiðinni. „Það gildir það sama um afruglarana og ann- að, við þurfum að kanna hvaða skuldbindingar liggja þar að baki. Hlutirnir hafa gerst hratt, ég kom í fyrsta skipti inn í Stöð 3 á stjórnarfund í gær og býst við að það líði 1-2 mánuðir áður en málin skýrast," sagði Hreggviður Jónsson. Internet á íslandi Þjónustu- aðilar hafa ekki lög- regluvald FYRIRTÆKIÐ Intemet á ís- landi, INTIS, segir að þjónustu- aðilar á netinu hafí ekki lög- regluvald og geti ekki að eigin geðótta ritskoðað efni á alnet- inu og tékið ákvarðanir um að útiloka skuli notendur frá til- teknu efni sem þeir hafa haft aðgang að og getað sótt sér. „Til slíkra aðgerða þarf al- mennt lagaheimild eða dóms- ákvörðun," segir í yfírlýsingu frá fyrirtækinu, sem send er út vegna umræðu um sak- næmt efni á alnetinu. „INTIS hyggst óska eftir viðræðum við þá sem með lög- regluvald fara um viðbrögð af hálfu félagsins, en þau gætu meðal annars verið fólgin í því að koma á framfæri við lög- regluyfirvöld upplýsingum um efni, sem íslenskir notendur hafa aðgang að. Í þessu sam- bandi er rétt að geta þess, að þær útilokunaraðferðir, sem tiltækar eru, koma ekki í veg fyrir að notendur nálgist sama efni eftir öðrum leiðum.“ Þá segir að Bandaríkjaþing hafi samþykkt lög á síðasta ári í því skyni að vinna gegn barnaklámi á alnetinu en dóm- stóll hafi talið lögin stangast á við stjórnarskrá landsins og sé nú beðið niðurstöðu Hæsta- réttar Bandaríkjanna. Þessi dómur hafí byggst á því að alnetið sé einstakur sam- skiptamiðill og því sé talið rétt að það njóti ekki síðri verndar samkvæmt reglum um tján- ingarfrelsi en prentmiðlar. • • Onnur umræða um umdeilt frumvarp til laga um atvinnuleysistryggingar á Alþingi í gær i I . I f I Fjölmargar breyt- ing'ar teknar til baka BREYTINGARTILLÖGUR meiri- hluta félagsmálanefndar við frum- varp til laga um atvinnuleysis- tryggingar sem komu til annarrar umræðu á Alþingi í gær eru veru- legar og ganga að mörgu leyti til baka til núverandi fyrirkomulags. Siv Friðleifsdóttir, framsögumaður meirihlutans, sagði að tekið hefði verið tillit til fjölmargra athuga- semda frá ýmsum aðilurn. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að fallist hafi verið efnislega á nánast allar athugasemdir sem Alþýðu- sambandið gerði við frumvarpið. Pétur Blöndal, einn nefndarmanna í meirihluta félagsmálanefndar, gagnrýndi harðlega á Alþingi í gær það sem hann nefndi valdaafsal löggjafarþingsins til þrýstihópa sem látnir væru um að semja laga- frumvörp. Hann telur það niður- lægingu fyrir Alþingi að verkalýðs- félögin hafi verið látin hafa svo mikil áhrif á frumvarpið um at- vinnuleysistryggingar. í kröfum landssambanda ASÍ á hendur stjórnvöldum 14. febrúar var þess m.a. krafist að umrætt frumvarp yrði tekið út af borðinu. Eftir meðferð frumvarpsins í fé- lagsmálanefnd hafa nú verið gerð- ar breytingar sem Alþýðusam- bandið fellst á en þær fela m.a. í sér að lagt er til að neðri aldurs- mörk þeirra sem geta átt rétt á atvinnuleysisbótum verði 16 ár í stað 18 eins og gert hafði verið ráð fyrir í frumvarpinu. Tekjutenging afnumin Einnig er lögð til sú breyting að sá sem skráð hefur sig atvinnu- lausan þurfi einungis að bíða í þijá daga eftir að réttur hans til bóta verði virkur en ekki tvær vikur eins og var { frumvarpinu. Lögð er til sú breyting að tekjutenging bóta verði afnumin en í frumvarp- inu var miðað við að tekjur ein- staklings sem öðlast hefur bótarétt hafi ekki á síðustu tólf mánuðum fyrir skráningu verið hærri að meðaltali en sem nemur tvöföldum atvinnuleysisbótum á mánuði. Þannig munu tekjur einstaklings áður en hann hefur töku bóta ekki fresta rétti til bóta. Meðal annarra breytinga er til- laga varðandi fjárhæð bóta, sem komi til endurskoðunar við af- greiðslu fjárlaga ár hvert með til- liti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála. Þá er lagt til að árlega skuli veija ákveðinni fjár- hæð úr Atvinnuleysistrygginga- sjóði til að styrkja starfsmenntun í atvinnulífinu. Lagt er til að frest- ur til að skjóta ákvörðun úthlutun- arnefndar um bætur og missi bóta- réttar til úrskurðarnefndar verði lengdur og að hver úthlutunar- nefnd fyrir sig ákveði fyrirkomulag á greiðslu bóta og að kostnaður af starfi nefndanna skuli greiddur af Atvinnuleysistryggingasjóði. Nýtt ríkisbákn en engin framför Stjórnarandstæðingar í félags- málnefnd skiluðu séráliti. Þeir fagna þar flestum breytingum sem meirihlutinn leggur til en lýsa eftir sem áður yfir andstöðu sinni við frumvarpið í heild. Þeir telja að réttindi atvinnulausra séu þar ekki varin og raun sé verið að hverfa áratugi aftur í tímann til ölmusu- stefnunnar. Einnig gagnrýna þeir að verið sé að flytja vald frá sveitarfélögum til ríkis. Með breyt- ingunum séu sparnaðaráform rík- isstjórnarinnar á þessu sviði fyrir bí og eftir standi ekki nema „um- gjörð um eitthvað sem aldrei varð“, eins og segir í nefndaráliti minni- hlutans. Því telur minnihlutinn rétt að taka frumvarpið til baka og skoða málin frá grunni. Beita sem hægt er að taka til baka Margrét Frímannsdóttir, for- maður Alþýðubandalagsins, sem var einn nefndarmanna í minni- hlutanum, sagði við umræðurnar í gær að haft hefði verið samráð við ASÍ, eitt verkalýðsfélaga, til þess eins að liðka fyrir kjarasamning- um. Hún taldi þó eins víst að þessi „beita“ yrði tekin til baka að lokn- um samningum og engin trygging væri fyrir öðru. Hún sagði það umhugsunarefni að ASÍ hafi ekki gert þá kröfu að frumvarpið væri tekið af borðinu enda væru í því engar réttarbætur til atvinnu- lausra. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði að fulltrúar ASÍ hefðu tjáð sér að BSRB væri sammála þeim breytingartillögum sem ASI hefði lagt til. Kristín Ástgeirsdóttir, fulltrúi Kvennalista í nefndinni, sagði að frumvarpið gengi í raun gegn stefnu ríkisstjórnarinnar, því verið væri að færa verkefni frá sveitarfé- lögum til ríkis og koma fót nýrri ríkisstofnun sem kostaði á annað hundrað milljóna króna á ári að reka. Hún benti á að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði lengi rekið áróður undir slagorðinu „báknið burt“ en væri nú að koma á fót miklu bákni sem næði til alls landsins. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, svaraði því til að verið væri að færa ákvörðunarvaldið til þess sem borgaði, það er að segja ríkisins. Á morgun á Shellstöðinni við Vesturlandsveg Select AUTAF FERSKT í i í » © m »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.