Morgunblaðið - 26.02.1997, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
h
FRÉTTIR
Mismunandi
ástand
Á ROFKORTI af Húnavatnssýsl-
um, vinstra kortinu, sýnir græni
liturinn svæði með litlu eða engu
jarðvegsrofi. V-Húnavatnssýsla
telst vera best gróna sýsla landsins
og þar eru rofvandamál minnst.
Austursýslan er einnig víðast vel
gróin í byggð og á heiðarlöndum
utanverðum austur að Blöndu.
Rofdílar með talsverðu rofi (gult
svæði) eru víða útbreiddir í afrétt-
um. Grímstungu- og Auðkúluheið-
ar eru illa grónar að sunnanverðu
og þar eru svæði sem rof er mikið
en þau eru lituð appelsínurauðu.
Sandsvæði með mjög miklu rofi
úti við sjó fyrir botni Húnaflóa eru
rauðlituð. Á kortinu til hægri sjást
Þingeyjarsýslur með talsvert öðru
yfirbragði en Húnavatnssýslur.
Þar eru auðnir og rofsvæði hvað
umfangsmest á Iandinu þótt þar
sé einnig að finna mjög góð gróð-
ursvæði. í S-Þingeyjarsýslu eru
samfelld sandsvæði frá Skjálf-
andafljóti austur yfir Jökulsá á
Fjöllum, allt frá Vatnajökli norður
í Mývatnssveit. Sandsvæði er einn-
ig vestan Skjálfandafljóts og á
Hólasandi og stækka þessi svæði
sífellt. I N-Þingeyjarsýslu eru
sandauðnir ríkjandi á syðsta hluta
hálendisins og stór sandfoksrenna
nær frá Jökulsá á Fjöllum norður
Hólsfjöll og niður i Óxafjarðar-
hrepp.
Lftiö cða ckkcrt rof
Talsvert rof
m Mikiö rof
1 jpi Mjög mikiö rof
iöUar
Vöto
Í7ÖU
. V
\
Húnavatnssýslur
Þíngeyjarsýslur
litiö eöa ckken rof
Talsvcn rol'
• Hil Mifciö rof
! HH Mjöp mikií) rof
Jófctar
Vðtn
FjöU
Alvarlegt j arð vegsrof á helmingi landsins utan jökla, vatns og fjalllendis
Slæmur
dómur
Landið fær slæma einkunn í skýrslu um kort-
lagningu jarðvegsrofs á íslandi. Mikið og
mjög mikið rof telst vera á meira en fímmt-
ungi landsins og rof sem talið er alvarlegt á
yfír helmingi þess. Sérfræðingar kynntu nið-
urstöður sínar á ráðstefnu í gær og ræddu
landnýtingu. Helgi Bjamason kynnti sér
efni skýrslunnar og fylgdist með umræðum.
„ÓVÍÐA eru ummerki jarðvegsrofs
jafnauðsæ og hér á landi og íslending-
ar telja gróðureyðingu og jarðvegsrof
einn mesta umhverfísvanda þjóðar-
innar. Þessi landhnignun er mikil og
hefur dregið stórlega úr framleiðslu-
getu íslenskra vistkerfa og rýrt lífsaf-
komu þjóðarinnar.“ Þetta segja Þor-
steinn Tómasson, forstjóri Rann-
sóknastofnunar landbúnaðarins, og
Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri
í skýrslu um jarðvegsrof á íslandi.
Þessar stofnanir hafa lengi unnið
sameiginlega að rannsókna- og þró-
unarverkefnum í þeim tilgangi að
hefla gagnsókn til að heimta aftur
fyrri landgæði. Eitt þeirra er heildar-
kortlagning jarðvegsrofs á landinu
öllu til þess að undirbyggja nýja land-
græðsluáætlun.
Kvasir á veraldarvefnum
Dr. Ólafur Amalds hefur frá upp-
hafí stýrt verkefninu sem nefnt er
Jarðvegsvernd og stjórnað uppbygg-
ingu aðstöðu og verklagi á báðum
stofnununum. Við kortlagninguna
var stuðst við gnmdvöll að rofflokk-
unarkerfí sem Ólafur þróaði og var
það hluti af doktorsnámi hans við
Texas A&M háskólann í Bandaríkj-
unum og byggðist á mælingum hér
á landi.
Vettvangsvinna við kortlagningu
jarðvegsrofs hófst sum-
arið 1991 og lauk síð-
sumars 1996 og mátu
Ólafur og samstarfs-
menn hans allt landið
eftir ákveðnu kerfi. For-
senda þessa skjótvirka
árangurs var að Land-
mælingar íslands
keyptu til landsins
gervihnattagögn. Þau
voru notuð við gerð
Gróðurmyndar íslands
sem reynst hefur góður
grunnur að kortlagn-
ingu rofsins.
Niðurstöður kort-
lagningarinnar eru birt-
ar í riti um jarðvegsrof
á íslandi og Ólafur Amalds kynnti
þær á samnefndri ráðstefnu sem
haldin var í gær. Fram kom á ráð-
stefnunni að þróuð hefur verið sér-
stök heimasíða, Kvasir, á veraldar-
vefnum og hefur almenningur þar
aðgang að niðurstöðunum. Slóðin er:
Http//www.rala.is/kvasir. Á síðari
hluta ráðstefnunnar ræddu sérfræð-
ingar um landnýtingu á grundvelli
þeirra upplýsinga sem fram komu
um jarðvegsrof.
Meðal þess versta sem þekkist
Þegar litið er á heildamiðurstöður
kortlagningarinnar sést að mikið og
mjög mikið rof telst vera á 22% af
flatarmáli landsins, þegar jöklar,
vötn og fjalllendi eru undanskilin og
vel yfir helmingur landsins fær þá
einkunn að þar sé alvarlegt rof, það
er að segja talsvert, mikið eða mjög
mikið rof. Þetta þýðir að liðlega
fímmtungur landsins er ekki talinn
beitarhæfur og draga verður úr eða
stjórna beit á þriðjungi landsins til
viðbótar.
Mest af þessu alvarlega rofi á sér
stað á sendnum auðnum landsins,
en alvarlegt rof sem er að eyða sam-
felldu gróðurlendi er á um 14 þúsund
ferkílómetrum og segja skýrsluhöf-
undar að það verði að teljast slæmt
sökum þess hve gróðurhula landsins
er takmörkuð.
„Þessi niðurstaða er slæmur dóm-
ur um ástand landsins," segja
skýrsluhöfundar. Þeir taka fram að
erfítt sé um samanburð við önnur
ríki en telja þó óhætt að fullyrða að
þær séu meðal þess versta sem þekk-
ist utan þurrkasvæða jarðarinnar.
„Niðurstöðurnar sýna glögglega að
það er af ærinni ástæðu sem almenn-
ingur metur jarðvegsrof sem mesta
umhverfisvanda landsins. Þó ber að
hafa það í huga að jarðvegsrofið er
alls ekki einvörðungu tengt eyðingu
gróðurlendis, en það breytir því ekki
að land með aivarlegt jarðvegsrof
getur alls ekki talist
hæft til beitar, hvort
sem er á gróðurlendi
eða auðnum."
Besta ástandið í
Húnaþingi
í skýrslunni er land-
inu skipt niður í 18 þús-
und einingar eftir því
hvemig rofí er háttað á
hveijum stað. Kynntar
eru niðurstöður um jarð-
vegsrof á landinu í heild
og eftir sýslum og gerð
grein fyrir rofí í yfír 200
hreppum, afréttum og
öðrum landeiningum.
Fjallað er um hvaða rof
á sér stað og hvar það er alvarlegast.
Kortlagningin leiddi í ljós að í land-
inu eru víðáttumikil svæði þar sem
jarðvegsrof telst ekki mikið. Slík
svæði eru meðal annars á Vest-
urlandi og vesturhluta Norðurlands,
á Suðurlandsundirlendinu og sums
staðar á Austurlandi. Vestur-Húna-
vatnssýsla sker sig nokkuð úr sem
minnsta rofhérað landsins því þar
telst lítið rof á um 93% lands.
Rof á söndum
alvarlegast
Það vekur athygli skýrsluhöfunda
hve rofdílar, það er að segja opin
jarðvegssár, eru algengir í grónu
landi. Rofdílar eru fyrst og fremst
taldir stafa af beit. Þá sýnir rann-
sóknin að víða á sér stað alvarlegt
rof í hlíðum landsins, svonefnd jarð-
sil, og að gæta þarf hófs við nýtingu
þeirra. „Hlíðamar em víða í hættu
og jarðvegurinn að fljóta í burtu.
Oft er þetta vegna hrossabeitar, það
ætti að banna hrossabeit í hlíðum,"
sagði Ólafur Arnalds í erindi sínu á
ráðstefnunni.
í skýrslunni er vakin athygli á því
hve rofabarðssvæði era hlutfallslega
lítil miðað við rofdílasvæði og raunar
jarðsilssvæðin líka, jafnvel þótt rofa-
börð séu sú rofmynd sem flestir sjá
fyrir sér þegar jarðvegsrof ber á
góma. Alvarlegt rof við rofabörð er
aðeins á um 4% landsins.
Alvarlegt rof á auðnum er á um
32 ferkílómetrum lands enda em þær
óvarðar fyrir roföflum. Rof á söndum
er talið sýnu alvarlegast en mikið rof
er á um 22 þúsund ferkílómetrum
af söndum. Það kemur rannsóknar-
mönnum nokkuð á óvart hve sand-
svæði em víðáttumikil, eða um fjórð-
ungur landsins, og í skýrslunni er
vakin athygli á því að jöklamir, sem
leggja til sandinn, em mikilvægur
liður í þeirri þróun sem leiddi til eyð-
ingar gróðurlendis á þessum svæð-
Ólafur Arnalds
um, ásamt landnýtingu, kólnandi
veðurfari og öðrum samverkandi
þáttum.
Miðhálendið ekki hæft
til beitar
Gögnin sem aflað var við kortlagn-
inguna voru notuð til að meta ástand
hreppa og afréttarlanda með tilliti
til jarðvegsrofs. Að mati skýrsluhöf-
unda sýna niðurstöðurnar að stór
hluti miðhálendisins er ekki hæfur
til beitar. Það með em taldir afréttir
Sunnlendinga og afréttir á Norðaust-
urlandi. „Beit á auðnum verður alltaf
ofbeit," segir Ólafur. Láglendi Suð-
urlands, Vesturland og hluti Austur-
lands fá aftur á móti mjög góðar
einkunnir.
Á kortum yfir einstaka landshluta
sést greinilega hvar erfítt eða óger-
legt er að láta beitamýtingu sam-
rýmast vistvænum landnýtingarsjón-
armiðum. Þau sýna einnig, sem að
mati skýrsluhöfunda er ekki síður
mikilvægt, þau svæði þar sem lítið
jarðvegsrof á sér stað. „Á þessum
svæðum á ekki að bendla sauðfjárbú-
skap við stórfellda jarðvegseyðingu,"
segir í skýrslunni. Og í ræðu sinni
varpaði Ólafur fram þeirri spurningu
hvers vegna í ósköpunum flatur nið-
urskurður sauðfjárframieiðslu væri
látinn ná til Vestur-Húnavatnssýslu
þar sem jarðvegsrof er lítið. Lýsti
hann þeirri skoðun sinni að athuga
þyrfti uppbyggingu sauðfjárræktar-
innar í heild út frá þessum niðurstöð-
um. Í lokaorðum sínum sagði Ólafur
Arnalds að takmarkið hlyti að vera
að laga nýtingu landsins betur að
landsgæðum.
Farin að hafa áhrif
Rofkortin hafa verið kynnt víða
um land á undanfömum mánuðum.
Þau eru þegar farin að hafa áhrif á
umræðuna, sagði Þorsteinn Tóm-
asson, forstjóri RALA, á ráðstefn-
unni í gær, hafa snúið umræðunni
frá vangaveltum um stærð vandans
að því hvernig eigi að taka á honum.
Framsögumenn lögðu á það áherslu
að þessari miklu vinnu yrði að fylgja
eftir með frekari rannsóknum og
aðgerðum.
Fram kom hjá Sveini Runólfssyni
landgræðslustjóra að byrjað er að
nota upplýsingar um jarðvegsrof við
landgræðslustarf og þær eru hafðar
til hliðsjónar við gerð landgræðslu-
áætlunar sem unnið er að. Þar verða
rofsvæði með mikið og mjög mikið
rof, í innan við 500 metra hæð yfir
sjávarmáli, höfð efst á forgangslista.
Einnig verður lögð áhersla á friðun
verst förnu afréttanna og loks að
bæta landnýtingu á svæðum þar sem
talsvert rof er talið vera.
I
)
I
í
í
í
>
>
í
I
I
L
í