Morgunblaðið - 26.02.1997, Page 8

Morgunblaðið - 26.02.1997, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Könnun Félagsvísmdastofnunar um afstöðutil sjávarútvegsmála ÉG Tarsan . . . Héraðsdómur dæmir í máli manns gegn Pósti og síma Uppsögn óréttmæt því rannsókn var ábótavant Mótmæla losun á geisla- virkum úrgangi UM síðustu helgi rann út frest- ur til að koma á framfæri at- hugasemdum við umsókn end- urvinnslustöðvarinnar í Do- unreay um leyfi tii aukinnar losunar á geislavirkum efnum. Þingflokkur Alþýðubandalags- ins og óháðra sendi Umhverfis- verndarstofnun Skotlands bréf sl. föstudag. Þar koma fram hörð mótmæli þingfiokksins vegna áforma um að auka stór- lega heimildir endurvinnslu- stöðvarinnar til losunar á geislavirkum úrgangi í hafið og andrúmsloftið. Um er að ræða losun á plútóníum-241, sem aukist getur um 215% í hafið og 400% í andrúmsloftið, segir í fréttatilkynningu. Þingflokkurinn vísar m.a. til þess að ómengað haf og fiskim- ið séu undirstaða efnahagslegr- ar afkomu íslendinga og at- vinnuöryggis landsmanna. Sú skoðun er sett fram í bréfinu að loka ætti endurvinnsiustöðv- um fyrir geislavirkan úrgang í Dounrey og Sellafield, en rekst- ur þeirra snertir mjög hags- muni þjóða við Norður-Atlants- hafs. Umhverfisverndarstofnun Skotlands er síðasti aðilinn sem fer yfir málið og þar verður því ákveðið hvort leyfl verður veitt fyrir aukinni starfsemi í Do- unreay eða ekki. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt Póst og síma og ís- lenska ríkið til að greiða manni tvær milljónir króna, vegna órétt- mætrar uppsagnar hans. Undir- maður mannsins sakaði hann um kynferðislega áreitni og var honum vikið úr starfi í kjölfar þess en héraðsdómur segir að málið hafi ekki verið rannsakað af óháðum kunnáttumönnum og eftir að Rann- sóknarlögregla ríkisins hafí fjallað um málið hafi ríkissaksóknari ekki talið ástæðu til frekari aðgerða. Mál þetta á rætur að rekja til þess er yfírmaður hjá Pósti og síma hugðist segja starfsmanni upp sök- um -slælegrar mætingar. Starfs- maðurinn sagði þá að ástæða lé- legrar mætingar væri kynferðisleg áreitni verkstjórans. í framhaldi af þessu var verkstjóranum veitt lausn frá starfí um stundarsakir og starfsmanni Pósts og síma falið að rannsaka málið. Starfsmaðurinn, sem bar verk- stjórann sökum, nefndi fjögur til- vik, þar sem hann taldi hann hafa áreitt sig. Tveir aðrir starfsmenn báru um eitt tilvik, en sá fjórði kvaðst aldrei hafa orðið var við slíka áreitni. í kjölfar rannsóknar- innar var manninum vikið úr starfí að fullu og vísað til þess að sérfróð- ur starfsmaður Pósts og síma hefði komist að þeirri niðurstöðu að ávirðingarnar ættu við rök að styðj- ast. Verkstjórinn mótmælti máls- meðferðinni en Póstur og sími sendi málið til Rannsóknarlögreglunnar. Lok þess urðu svo að ríkissaksókn- ari taldi ekki ástæðu til frekari aðgerða. Ekki ótvírætt í dómi héraðsdóms kemur fram að ekki yrði ótvírætt ráðið af fram- burði vitna, utan starfsmannsins sem fyrst bar fram ásakanir, að verkstjórinn hefði sýnt piltum und- ir hans stjórn kynferðislega áreitni. Verkstjórinn hefði neitað og stæði því orð gegn orði. Héraðs- dómur bendir á að ásakanirnar hafi verið bornar fram þegar segja átti starfsmanninum upp. Upp- sögnin hafi verið dregin til baka og ekkert gerst í málinu þar til fimm mánuðum síðar, þegar aftur átti að segja manninum upp. Þá hafi_ hann á ný borið fram ásakan- ir. Á þessu fimm mánaða tímabili hafi hann áfram unnið undir stjórn verkstjórans. Héraðdómur vísar til laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins þar sem segir að hafí starfsmanni verið veitt lausn um stundarsakir fyrir meintar misfell- ur í starfi skuli mál hans þegar rannsakað af kunnáttumönnum eða að hætti opinberra mála, ef ástæða þyki til, svo að upplýst verði, hvort rétt sé að veita honum lausn að fullu eða láta hann aftur taka við starfí sínu. Þessa var ekki gætt, segir héraðsdómur. Starfsmaður Pósts og síma fór einn með rannsókn málsins og fólst hún eingöngu í að tala við náfrænd- ur þess sem bar fram ásakanirnar, auk símaviðtals við pilt sem stað- festi alls ekki að verkstjórinn hefði sýnt piltum kynferðislega áreitni. Brotið gegn verkstjóranum „Yfirstjórn stefnda, Póst- og símamálastofnunar, hefur með framferði sínu brotið gegn stefn- anda á ólögmætan hátt,“ segir héraðsdómur og dæmir manninum skaðabætur. Þar sem maðurinn hefur fengið starf að nýju þar sem menntun hans og reynsla nýtist og laun hans eru ekki lægri en hjá Pósti og síma var talið hæfi- legt að bætur til hans næmu tveim- ur milljónum króna. Þá tók héraðs- dómur tillit til þess að það hefði verið ósæmilegt af verkstjóranum og ósamrýmanlegt starfi hans að neyta áfengis í félagsskap ungra starfsmanna sinna á gististöðum, eins og fram hafði komið í málinu. Páll Þorsteinsson héraðsdómari kvað upp dóminn. Sendiherra Ungverja hjá NATO Jafnvægi ríki á vesturlanda- mærum Rússa András Simonyi SIMONYI segist þess fullviss að stækkunin verði ákveðin og Ungveijar geri sér góðar vonir um að verða í hópi fyrstu ríkjanna sem verði boðin aðild á leiðtogafundi NATO í Madrid í sumar. Hann segir það mjög mikil- vægt fyrir Ungveija að þjóð- þing aðildarríkjanna 16 samþykki inngönguna með traustum meirihluta. Bandaríkin séu að sjálf- sögðu forysturíki NATO en ísland skipti í hugum Ung- veija miklu máli vegna þess að NATO sé besta trygging- in fyrir því að tengslin yfir Atlantshafið verðj áfram við lýði og þar gegni íslendingar lykilhlutverki vegna legu landsins og herstöðvar Bandaríkjanna hér á landi. Ráðamenn NATO hafi sagt að þau nýfijálsu ríki sem ekki fái aðild í fyrstu umferð, þ.á m. Eystrasaltsríkin, þurfi ekki að líta svo á að verið sé að einangra þau. Ekki megi gefa Rússum til kynna að þau verði á sérstöku áhrifa- svæði þeirra. „Kjami samstarfsins í NATO er og mun áfram verða öryggistrygg- ingin sem tilgreind er í 5. grein sáttmála bandalagsins og ísland er mikilvægur hlekkur í því tilliti. Ör- yggi ykkar er nátengt okkar ör- yggi, gagnkvæmur stöðugleiki er nauðsynlegur báðum þjóðunum." Þið hafið gert samninga við granna ykkar Rúmena um tak- markað hemaðarsamstarf. Eruð þið að reyna að smygla þeim með ykk- ur inn í NATO? „Nei, alls ekki og við bendum á að það verði ákvörðun samtakanna hvort Rúmenar fái aðild. Ungveijar munu hvorki veita slíka aðild né hindra hana. ► Sendiherra Ungverjalands hjá Atlantshafsbandalaginu (NATO) og Vestur-Evrópusam- bandinu (VES) í Brussel, András Simonyi, er fæddur í Búdapest fyrir 44 árum. Hann gegndi ýmsum embættisstörfum og vann um hríð í alþjóðadeild flokks kommúnista er þá voru enn einráðir en starfsmaður ut- anríkisráðuneytisins varð Sim- onyi byltingarárið 1989. Árið 1992 varð hann yfirmaður ör- yggis- og stjórnmáladeildar sendiráðs Ungverjalands hjá N ATO og VES og tók við emb- ætti sendiherra 1995. Simonyi er kvæntur og á tvö börn. Sendiherrann flutti erindi með yfirskriftinni „Er stækkun NATO nauðsynleg?" á fundi Samtaka um vestræna samvinu og Varðbergs á Hótel Sögu á laugardag. Það er ekki um að ræða tengsl milli aðildarumsóknar okkar og óska Rúmena um aðild. Við leggjum hins vegar áherslu á að þær þjóðir sem fyrir eru óttist ekki að við hyggjumst flytja með okkur erfið vandamál vegna þjóðarbrota inn í bandalagið. I Rúmeníu búa nær þijár milljónir Ungveija, einnig eru ungversk þjóðarbrot í Slóvakíu og Serbíu. Samningur okkar við Rúm- ena hefur fyrst og fremst það hlut- verk að bæta samskiptin við þá og eyða tortryggni, hann hefur einkum táknrænt gildi.“ Er nauðsynlegt að stækka NATO? „Svo sannarlega. Það þarf að stækka það vegna þess að ryðja þarf braut í austurátt þeim gildum sem bandalagið stendur fyrir. Stöð- ugleikinn sem það --------------- tryggir þarf að_ breiðast út til austurs. Ég tel að nýfijálsu lýðræðisríkin eigi skilið að vera þátt- takendur í öflugu banda- lagi sem hefur verið gömlu lýðræð- isríkjunum skjól í nær 50 ár. Helstu rök fyrir stækkun eru þau að hún sé liður í að efla einingu Evrópu og samstarfíð yfír Atlants- hafíð. Við teljum okkur ekki geta valið; aðild að NATO er okkur ekki síður nauðsynleg en aðild að Evr- ópusambandinu, þetta verður að fara saman.“ Rússar spyrja hvaða hættu þurfí að bregðast við. Hver er hún? „Einföldum málið svolítið. Það er gott að nú skuli ríkja tiltölulega mikill stöðugleiki í öryggismálunum þótt ekki megi gleyma Bosníu sem veldur okkur Ungveijum og öllum Evrópuþjóðum miklum áhyggjum. En Rússland er ekki ógnun. Við álítum samt að því meiri stöðug- leiki og jafnvægi sem ríki á vestur- landamærum Rússlands þeim mun betra sé það fyrir Rússa og Evrópu. Þetta er það sem við reynum ávallt að útskýra fyrir Rússum, hvemig sem þeim gengur að með- taka boðin. Ég vil ekki ræða um ógnun en frekar ýmiss konar áhættu. Ástæður hennar geta verið breytingar vegna endaloka kalda stríðsins en utan Evrópu er líka ýmislegt að gerast sem veldur því að full ástæða er til að NATO verði sem fyrr öflug samtök. Rússar hafa gert sér grein fyrir því að NATO muni stækka og þeir ætla að fuilvissa sig um að þeir muni einnig hagnast á þeirri þróun. _________ Það sem er að gerast er mjög eðlilegt í sam- skiptum ríkja sem reyna að tryggja stöðu sína i samningaviðræðum og ““ Rússar eru að fá ýmis- legt fram. Þeir hafa fengið tilslak- anir í sambandi við niðurskurð hefð- bundinna vopna. Vel kemur til greina að komið verði á nánum tengslum og samstarfí milli Rúss- lands og NATO og þannig mætti lengi telja. Menn ættu ekki að láta hvers kyns hávaðasaman áróður sem berst frá Rússlandi vegna málsins villa sér sýn. í framtíðinni munu Rússar verða jafnjákvæðir gagnvart NATO og fyrrverandi utanríkisráðherra þeirra, Andrej Kozyrev, í grein sem hann skrifaði nýlega í Newsweek. Þar segir hann að þeir ættu alls ekki að líta á NATO sem ógnun.“ Hávaðasamur áróður frá Rússlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.