Morgunblaðið - 26.02.1997, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Morgunblaðið/Kristján
FYRSTA æfing 150 manna kórs, sem settur er saman úr 5 eyf-
irskum kórum var nýlega á sal Gagnfræðaskólans á Akureyri,
en kórinn flytur Carmina Burana með Sinfóníuhljómsveit Norð-
urlands í næsta mánuði.
Sigurður VE landaði fullfermi af loðnu í Krossanesi
Tveggja sólarhringa
sigling af miðunum
NÓTASKIPIÐ Sigurður VE kom
með fullfermi, eðarúm 1.500
tonn, af loðnu í Krossanes um
hádegisbilið í gær eftir tveggja
sólarhringa siglingu af miðunum
út af Garðskaga. Aðeins tók 9
klukkustundir að fylla skipið í 5
köstum en síðan var siglt austur
fyrir land til Akureyrar.
Kristbjörn Arnason, skipstjóri
á Sigurði, segist þar með vera
búinn að loka hringnum í kring-
um landið. I síðustu löndun á
Akureyri var siglt vestur fyrir
land og hreppti skipið vitlaust
veður, 9-10 vindstig og blindbyl
og einnig á leiðinni á miðin aft-
ur. Sigurður hefur farið fjóra
túra á þessu ári og hefur skipið
landað þrisvar fullfermi í
Krossanesi og einu sinni á Seyðis-
firði.
„Við misstum af 10 fyrstu
veiðidögunum á þessu ári vegna
bilunar en vonum nú að hlutirnir
séu komnir í lag,“ sagði Krist-
björn. Aðspurður um loðnuveið-
ina sagðist Kristbjörn lítið getað
sagt um hana, þar sem hann
hefði stuttan stans á miðunum
og mestur tíminn færi í að sigla
til hafnar, enda langt að fara.
Fimm kórar sameinast í einn
Carmina Burana
flutt í dymbilviku
FIMM kórar í Eyjafirði taka þátt
í flutningi hins þekkta verks
Carmina Burana eftir Carl Orff
með Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands á tónleikum í íþróttaskemm-
unni á Akureyri fyrir páska, 26.
mars næstkomandi. Fyrsta sam-
eiginlega æfing kóranna var um
helgina, en í honum eru um 150
manns. Hljóðfæraleikarar Sinfóní-
uhljómsveitar Norðurlands verða
um 60 þannig að yfir 200 manns
munu taka þátt í fiutningi verks-
ins.
Það eru kórfélagar úr Kór Tón-
listarskólans á Akureyri, Kór
Dalvíkurkirkju, Samkór Svarf-
dæla, Kór Laufás- og Svalbarðs-
sókna og Kór Grenivíkurkirkju
sem sameinast í einn og syngja
undir stjórn Guðmundur Ola
Gunnarssonar, aðalstjórnanda
Sinfóníuhljómsveitar Norður-
lands. Einsöngvarar verða þau
Michael Jón Clarke og Arndís
Halla Ásgeirsdóttir.
Þetta er í þriðja sinn sem Sinf-
óníuhljómsveit Norðurlands efnir
til tónleika í dymbilviku og hafa
þeir jafnan verið fjölsóttir.
Morgunblaðið/Kristján
Skólanefnd ítrekar fyrri
samþykkt um hverfisskóla
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Heillaðir
heiðurs-
félagar
FÉLAGARNIR Jakob Tryggva-
son og Haraldur Sigurgeirsson
Iétu sig ekki vanta á vígslutón-
Ieika nýs konsertflygils sem
Akureyringar hafa eignast, en
báðir eru heiðursfélagar Tón-
listarfélags Akureyrar, sem
umsjón hefur með flyglinum.
Konsertflygillinn er af gerðinni
Steinway D og var keyptur fyr-
ir fé úr minningarsjóði um Ingi-
mar Eydal, en því var safnað á
minningartónleikum síðasta
haust. Heiðursfélagarnir eru
afar hrifnir af nýja hljóðfærinu
og nutu þess að heyra það
hljóma á vígslutónleikunum.
SKÓLANEFND Akureyrar ítrek-
aði á fundi á mánudag fyrri sam-
þykkt sína um breytta skipan
skólamála sunnan Glerár í þá veru
að grunnskólarnir þar verði að
hverfisskólum og safnaskólakerfið
sem verið hefur við lýði verði lagt
niður. í tillögum skólanefndar felst
að Gagnfræðaskólinn á Akureyri
og Barnaskólinn á Akureyri verða
sameinaðir í einn skóla sem geng-
ið hefur undir vinnuheitinu
Brekkuskóli.
Stefnt er að því samkvæmt til-
lögu skólanefndar að Oddeyrar-
skóli og Lundarskóli taki við nem-
endum í 8. bekk haustið 1998 og
þeir nemendur haldi áfram upp í
9. bekk í sömu skólum haustið
FYRIRHUGAÐAR eru umfangs-
miklar breytingar á frystitogaran-
um Mánabergi ÓF á næsta ári og
er ráðgert að þær kosti allt að 300
milljónum króna. Skipið verður
lengt um 6 metra og verður 74
metra langt eftir breytingar, nýtt
vinnslukerfi verður sett um borð
og einnig millidekk.
Þá verður skipt um vél í skipinu
og verður nýja vélin ein sú öfíug-
asta í flotanum eða 4800 hestöfl.
Gagnfræðaskólinn á
Akureyri og Barna-
skólinn á Akureyri
sameinaðir
1999 og í 10. bekk haustið 2000.
Þeir nemendur sem hefja nám í
8. bekk í Gagnfræðaskólanum í
haust yrðu síðustu nemendurnir
úr Oddeyrarskóla og Lundarskóla
sem ljúka grunnskólanámi sínu í
Gagnfræðaskólanum.
Breytingar
á húsnæði
Á næsta ári þurfa að koma til
fjárveitingar svo hægt sé að gera
Þetta kemur fram í Útveginum,
nýjasta fréttabréfi Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna.
Nýtist á úthafsveiðum
Þessar breytingar á Mánaberg-
inu munu nýtast vel á úthafsveið-
unum en Sæberg, útgerðaraðili
skipsins, hefur umtalsverðar veiði-
heimildir á Reykjaneshrygg og
hefur auk þess veitt mikið í Smug-
unni.
nauðsynlegar breytingar á hús-
næði skólanna, auk þess sem við-
bótarhúsnæði þarf að koma til á
árunum 1999 og 2000, en þá verði
hafist handa við varanlegar breyt-
ingar við Oddeyrarskóla og Lund-
arskóla. Á næsta og þar næsta
ári losna lausar kennslustofur við
Gilja- og Síðuskóla og er þeim
ætlað ef nauðsyn krefur að brúa
bilið þar til varanlegt viðbótarhús-
næði verður tilbúið við Oddeyrar-
og Lundarskóla
Bæjarráð Akureyrar fjallar um
tillögu skólanefndar á fundi á
morgun, fimmtudag, og endanleg
ákvörðun verður tekin á fundi
bæjarstjórnar næstkomandi
þriðjudag.
Sæberg í Ólafsfirði gerir út fjóra
togara, frystitogarann Mánaberg,
ísfisktogarana Sólberg og Múla-
berg og rækjufrystiskipið Hvanna-
berg, sem fyrirtækið eignaðist árið
1995. Sæberg er stærsti atvinnu-
rekandinn í Olafsfirði og greiddi
um 355 milljónir króna í laun á
síðasta ári. Yfir eitthundrað sjó-
menn starfa hjá fyrirtækinu og
alls voru rúmlega tvöhundruð
manns á launaskrá á síðasta ári.
Frjálslynd-
iskenning
Rortys
DR. MICHELE Marsonet, prófess-
or í rökfræði og vísindum við Há-
skólann í Genúa á Ítalíu, flytur
fyrirlestur við Háskólann á Akur-
eyri laugardaginn 1. febrúar kl. 14
í stofu 24 í húsnæði háskólans við
Þingvallastræti. Fyrirlesturinn
nefnist „frjálslyndiskenning Ric-
hards Rortys“ og verður hann flutt-
ur á ensku.
Bandaríski heimspekingurinn
Richard Rarty er einn áhrifamesti
hugsuður samtímans, en hann hefur
haldið fram kenningu um að hugtök
og skilningur á mannlífi og stjórn-
málum sé breytilegur frá einum
tíma til annars og einu samfélagi
til annars og í raun þiggi hugsun
mannanna um samfélagsmálefni
innviði sína og rök einvörðungu til
þess samfélags sem hún er sprottin
úr. Rarty boðar því róttæka afstæð-
ishyggju í samfélagsefnum. Skoð-
anir af þessum toga hafa átt auknu
fylgi að fagna í rökræðum heim-
spekinga á síðustu árum.
Dr. Marsonet mun í fyrirlestri
sínum andmæla kenningu Rortys
og hyggst hann skoða verkhyggju
Rortys og rekja þróun hennar og
skoðana Rortys til þess pólitíska
uppeldis sem hann hlaut ungur.
Rorty segist vera frjálslyndur lýð-
ræðissinni og heldur því fram að
vestrænt fijálslyndi hafi alið af sér
bestu tegund af stjórnmála- og fé-
lagslífi sem nokkurn tíma hafi kom-
ið fram á jörðinni. En Marsonet
bendir á að engin rök sé að finna
í verkum Rortys fyrir þessari stað-
hæfingu. Marsonet mun rekja
heildarkenningu Rortys og skoða
hvernig hún tengist því sem hann
segir um mannlegt samfélag.
Umfangsmiklar breytingar fyrirhugaðar á Mánabergi ÓF
Nýtt vinnslukerfi sett
um borð og skipið lengt
-
í
í
t
í
t
i
f
[:
I
I
I
f
í
f
f
(
i
f
I
l
í
t
f
4
í