Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.02.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. FEBRÚAR 1997 15 VIÐSKIPTI Nýtt frumvarp um vörumerki auðveldar Islendingum að vernda vörumerki sín í öðrum ríkjum Alþjóðleg skráning vöru- merkja möguleg hérlendis ÍSLENSKUM fyrirtækjum gefst nú kostur á alþjóðlegri skráningu vörumerkja sinna, samkvæmt frumvarpi til laga sem lagt var fram á Alþingi í síðustu viku. Þar er kveðið á um að hægt verði að sækja um skráningu vörumerkja hjá Einkaleyfastofunni fyrir mörg lönd, en stofnunin mun síðan senda umsóknirnar til Alþjóða- hugverkastofnunarinnar í Genf. Slík skráning mun auðvelda ís- lenskum aðilum að vernda vöru- merki sín í öðrum ríkjum. ísland gerðist aðili að bókun við Madrid-samninginn um al- þjóðlega skráningu vörumerkja þann 15. janúar sl. sem tekur gildi þann 15. apríl nk. Að sögn Astu Valdimarsdóttur, hjá Einka- leyfastofunni, þarf einungis að leggja fram eina umsókn um al- þjóðlega vörumerkjaskráningu á sérstöku eyðublaði, þar sem hægt verður að velja þau lönd sem skráningin á að ná til. Umsóknir á ensku Umsóknir verða einungis á ensku og verður því ekki þörf á að þýða umsóknir hvert ríki eða láta sérstaka umboðsmenn hafa milligöngu um skráningu, ef eng- ar athugasemdir eru gerðar við umsókn. „Þetta verður miklu ein- faldara og ódýrara en áður fyrir þá aðila sem vilja vernda sín vöru- merki í öðrum löndum. Mörg ríki eru að gerast aðilar að Madrid- samningnum á þessu ári og lík- legt er að skráningarkerfi ESB muni tengjast þessu kerfi á næsta ári,“ sagði Ásta. Nokkrar breytingar eru einnig gerðar á fyrirkomulagi vöru- merkjaskráningar hér innanlands. Vörumerki skráð strax Lagt er til í frumvarpinu að umsókn um vörumerki verði skráð og birt strax og fyrir liggur að hún uppfylli skilyrði laganna, en unnt verði að andmæla skráningu eftir birtingu. í núgildandi lögum skal að lokinni rannsókn á umsókn um skráningu vörumerkis birta merkið til andmæla og er ekki heimilt að skrá það fyrr en að liðn- um tveggja mánaða andmæla- fresti. Þá er ekki lengur hægt að skrá vörumerki fyrir heila vöruflokka t.d. matvöru, heldur þarf að til- greina nákvæmlega hvaða vörur og þjónustu umsækjandi hyggst auðkenna með merki sínu. Mikil fjölgun hefur orðið á skráningum vörumerkja hjá Einkaleyfastofunni á undanförn- um árum og voru þær u.þ.b. 1.600 talsins á síðasta ári, borið saman við rúmlega 1.000 árið 1992. Ásta segir að fyrirtæki séu að vakna til vitundar um mikilvægi þess að vernda sín vörumerki í kjölfar harðnandi samkeppni. Könnun á útflutningi 25 hugbúnaðarfyrirtækja sýnir mikla grósku Utflutningstekjurjuk- ust um 66% milli ára Aðalf undur Nýherja 1997 ÚTFLUTNINGSTEKJUR 25 ís- lenskra hugbúnaðarfyrirtækja námu á síðasta ári um 815 milljón- um króna og höfðu aukist um 66% frá árinu á 1995, samkvæmt laus- legri áætlun Seðlabanka íslands. Þessi útflutningur hefur aukist hröðum skrefum undanfarin ár, en tekjur fyrirtækjanna af honum voru áætlaðar um 10 milljónir árið 1990. í nýjasta hefti Hagtalna mánað- arins frá Seðlabankanum kemur fram að nákvæmar upplýsingar um útflutningstekjur hugbúnaðarfyrir- tækja á síðasta ári liggi ekki fyrir. Mögulegt sé að áætla lauslega tekj- urnar út frá gjaldeyrisviðskiptum þeirra við innlenda banka á árinu 1996, en slík áætlun geti haft van- kanta. Hafi tekjur fyrirtækjanna ekki farið í gegnum íslenska banka- kerfið geti það leitt til vanmats, en reynt var að leiðrétta tölur fyrir slíkum skekkjum fyrir árið 1996. Á meðfylgjandi mynd má sjá útflutningstekjur fyrirtækjanna á undanförnum árum ásamt skipt- ingu teknanna eftir svæðum fyrir síðasta ár. Samkvæmt upplýsingum sem Seðlabankinn aflaði frá út- flutningsaðilum bendir ekkert til annars en að aukning verði á sölu hugbúnaðar til útlanda á þessu ári. Nær ekki til útflutnings hugbúnaðar um alnetið Seðlabankinn reyndi ekki að sundurgreina útflutningstekjur eft- ir því hvort um er að ræða beina sölu á hugbúnaði, ráðgjöf eða end- urbætur og viðhald á búnaði sem þegar hefur verið seldur erlendis. Þá ná tölurnar ekki til fyrirtækja sem selja hugbúnað í gegnum alnet- ið eða fyrirtækja sem eru óbeint í framleiðslu og sölu á hugbúnaði eins og sum iðnfyrirtæki. Er bent á í Hagtölum mánaðarins að tölurnar lýsi því neðri tekjumörkum greinar- innar. Er það undirstrikað að töl- urnar eigi fyrst og fremst að gefa vísbendingu um þróunina sem átt hefur sér stað á undanfömum árum, en ekki endilega nákvæmar upplýsingar um útflutningstekjur allra fyrirtækja sem eru í hugbún- aðarframleiðslu. Aðalfundur Nýherja hf. verður haldinn miðvikudaginn 12. mars 1997 Fundurinn fer fram i Ársal Hótel Sögu og hefst stundvíslega kl. 16:00 Dagskrá - Venjuieg aðalfunciarstörf - Tillaga um heimild féiagsins til kaupa á eigin hSutum skv. 55. gr. hlutabréfalaga - Önnur mál, löglega upp borin Dagskrá, ársreikn- ingur og skýrsla endur- skoðenda munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, verða að veita slíkt skriflega. NÝHERJI Skaitahlíð 24 - Simi: 569 7700 Starfíð á ESSO stöðinni tengist auðvitað bílum að miklu leyti. Einn mikilvægasti hluti þess eru þó engu að síður kynni við þá viðskiptavini sem með viðmóti sínu hvetja starfsmenn ESSO til að veita enn betri þjónustu. E S S O ÞJÓNUSTA - s n ý s t u m þ i g Olíufélagiðhf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.